Tíminn - 10.05.1978, Síða 1

Tíminn - 10.05.1978, Síða 1
Miðvikudagur 10. maí 1978 62. árgangur — 96. tölublað. Borgarmálefni Bls. 10 - Fjögur til- brigði um sama stef Siðumúla 15 ■ Pósthólf 370 ■ Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Orkustofnun hyggst færa út kvíarnar í trássi við áætlanir Alþingis — segir f jármála- ráðuneytið Krefst skýringa JB—Fjármálaráöuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu viðkomandi Orkustofnun og þeirri umræðu, sem orðið hefur um fjármálhennar og starfsemi að undanförnu. Kemur fram i þessari tilkynn- ingu, að ef litið sé á fjárhags- áætlun Orkustofnunar fyrir þetta ár, virðist sVo sem ekki standi til að draga starfeemina saman eins og Alþingi ákvað við afgreiðslu fjárlaga, en það lækkaði áætlanir um 50 milljónir frá frumvarpi við lokaafgreiðslu laganna. Þvert á móti séu uppi áform um aukna starfsemi. Er i fjárhagsáætlun Orku- stofnunar gert ráð fyrir heildar- útgjöldum að fjárhæð einn milljarður króna, sem er um 170 millj. króna hærri upphæð en fram kemur i f járlögum. Hefur fjármálaráðuney tið óskað eftir þvi að Orkustofnun geri grein fyrir hvaða viðfangs- efnum stofnunin ætli að sinna miðað við endurskoðaðar áætl- anir, þannig að hægt sé að bera þessar fyrirætlanir saman við afgreiðslu fjárlaga og tryggja að stofnunin starfi innan þess ramma sem Alþingi og rikis- stjórn hafa ákveðið. Einnig er i tilkynningu Framhald á bls. 19. Aldo Moro myrtur Róm/Reuter. Lfk Aldo Moro, fyrrum forsætisráðherra Italiu, fannst i gær í miðborg Rómar. Moro hafði þá verið i haldi hjá skæruliðum Rauðu herdeildarinnar frá 16. marz. Hann hafði verið skotinn til bana, og var likið skilið eftir i bil nærrihöfuöstöðvum Kristi- legra demókrata, en Moro var einn af leiðtogum þess flokks. Moro var langvaldamesti maður sem skæruliðar hafa nokkru sinni rænt og drepið. Þjóðarleiðtogar viða um heim hafa fordæmt ódæðið og lýst harmi sinum yfir morðinu á Moro. Á Italiu voru fánar dregnir i hálfa stöng og fjöldi launþega lagði niður vinnu til að lýsa harmi sinum vegna morðSins. Sjá nánarbls.2. Grásleppuveiðar eru ná i algleymingi og grásleppukarlar um land allt landa fleiri þúsundum tonna af grásleppuhrognum á degi hverjum. Róbert ljósmyndari Timans rakst á þennan grásieppukarl I Reykjavíkurhöfn i gær, þar sem hann var að landa 150 kiióum af grásleppuhrognum og var hæstánægð- ur með dagsverkið. Bezta vertíð í Eyjum eftir gos HEI—Égheldaöóhætt séaö fuli- yrða að þetta sé bezta vertiöin eftir gos hér i Vestmannaeyjum sagði Hjörtur Hermannsson, verkstjóri i Fiskiðjunni i Vest- mannaeyjum, i gær. Það kom eiginlega aldrei veruleg aflahrota að undanskildum mokafla nokk- urra trollbáta um páskaleytið. En aflinn hefur verið aö segja má jafn og góður undanfarna tvo mánuði. Þetta hefur auðvitað skapað mikla vinnu og hefur undantekningarlitið verið unnið til kl. 10 á hverju kvöldi rúmhelga daga þennan tima, og ef að vanda lætur verða næstu tveir mánuðir ekki lakari. Hjörtur sagði að nokkrir bátar hafi farið á spærlingsveiðar og mokfiskað til að byrja með en færu nú trúlega að hætta, enda færi eitthvað af þeim bátum að búa sig til humar- veiða á næstunni. Myndir frá dýrasýningu bls. 13 Frystigeymslur víða að fyllast Eyjamenn búast við undanþágu til útskipunar í dag HEI —Við liggjum með fullt af birgðum, sem við gætum verið búnir að losna við, svo þetta er mjög dýrt fyrir fyrirtækið, sagði ólafur Gunnarsson fram- kvæmdastjóri hjá Sildarvinnsl- unni I Neskaupstað aðspurður um afleiðingar útflutningsbannsins. Hann sagði að eitthvert rými hefðuþeir ennþá en það minnkaði óðum. Þá sagði hann að menn þar væru ekki hressir yfir þeim galla á framkvæmdinni, að bannið bitnaði aðallega á tveim lands- hlutum. Ólafur bað fyrir kveðjur til Reykvikingaog sagðiað gjarn- an mætti koma þaðan hópur til búsetu eystra, þvi nóg væri af fiski og mikil vinna. Vilhelm Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyrar hafði nær sömu sögu að segja um geymslurými hjá þeim . Hann sagði útgerðarfélagið ekki hafa sótt um undanþágur ennþá,enda hlytu þeir sem bann- inu stjórnuðu að fara að leysa þetta mál, bæði sjálfra sin vegna og þjóðarinnar. Greinilegt er að menn ætla ekki að láta þetta bann slá sig út af laginu, þvi Þórir Danielsson hjá Verkamannasambandinu sagði aðallt væri rólegt i kringum þetta núna, þó að visu bærist alltaf eitt- hvað af beiðnum um undanþágur. 1 Keflavik og Grindavik erver- ið að skipa út saltfiski tíl Spánar frétti blaðið hjá Andrési Péturs- syni hjá SIF. Hann sagðist ekki vita hvað farmurinn yrði stór. Sótt hefði verið um undanþágu fyrir útskipun frá nokkrum stöð- um en ekkert svar hefði borizt. Hjörtur Hermannsson, verk- stjóri Fiskiðnunnar i Vestmanna- eyjum, sagði að ástandið i frysti- húsunum i Eyjum væri hvergi gott, en segja mætti að það væri misjafnlega slæmt. Frvsti- geymslur i Vestmannaeyjum væru fullar flestar. en liklega fengist svona einnar viku frestur þvi þeir byggjust við að fá undan- þágu i dag til að skipa út svolitlu magni á Rússlandsmarkað. Mikið annriki er i Vestmannaeyjum þessa dagana. Timamvnd Jón Frevr Jóhannsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.