Tíminn - 10.05.1978, Qupperneq 2
2
Miðvikudagur 10. mai 1978.
Lík Aldo Moro
f undið í Róm
Hóm/Reuter. Italski þingmaður-
inn Aldo Moro fannst i gær, skot-
inn til bana, i bil er lagt hafði
verið nærri aðalstöðvum flokks
hans, Kristilega demókrata-
flokksins. Moro er valdamesti
stjórnmálamaður sem rænt hefur
verið og myrtur af skæruliðum i
nokkru landi heims. Lögreglan
sagði að Moro hefði verið skotinn
aðminnsta kosti fjórum sinnum i
brjóstið. Vitni að líkfundinum
sagði að likið hefði verið illa útlit-
andi og Moro muni hafa verið lát-
inn i nokkra daga.
Likið af Moro en hann gegndi
sem kunnugt er embætti forsætis-
ráðherra á Italiu, var skilið eftir
háðulega nærri aðalstöðvum
kristilegra demókrata og komm-
únista i hjarta Rómar. Fánar
blöktu i hálfa stöng um alla ftaliu
og launþegar lögðu niður vinnu til
að mótmæla morðinu á þing-
manninum. Leiðtogar verkalýðs-
félaganna, en margir þeirra eru
kommúnistar, efndu til fjölda-
funda til að sýna andstöðu við
Rauðu herdeildina, sem kallar sig
„baráttusamtök kommúnista” er
vinni að byltiúgu á Italiu.
Skæruliðarnir, sem rændu
Moroogdrápu fimm lifverði hans
16. marzs.l., myrtu þingmanninn
eftir að italska stjórnin neitaði að
láta 13 skæruliða lausa úr fang-
elsi i skiptum fyrir hann. Skæru-
liðarnir virtu að vettugi bænir
Páls páfa, en hann kvaðst biðja
þá „á hnjánum” um að þyrma lifi
Moro. Svipuð beiðni Kurts Wald-
Óeirðir
Teheran/lteuter. Talsverð mót-
mælaalda gengur nú yf ir Iran, og
i gær var tilkynnt að tveir hefðu
látið lifið er andstæðingar stjórn-
arinnarefndu til óeiröa. Stúdent-
ar við háskólann i Tabriz hófu i
fyrradag mótmælaaðgerðir sem
leiddu til þess að 24 nemendur og
þrir lögreglumenn særöust. 1
Siðasta myndin af Aldo Moro.
heim aðalritara Sameinuðu þjóð-
anna var einnig árangurslaus.
Skæruliðarnir drápu Moro eftir
að þeir höfðu haldið réttarhöld
yfir honum i „fangelsi fólksins”,
en lögreglan leitaði ákaft að þeim
felustað skæruliða i 54 daga.
Skæruliðar dæmdu Moro til
dauða, en kváðust fúsir til að láta
hannlausan i skiptum fyrir 13 fé-
laga sina, þar á meðal Renato
Curcio stofnanda Rauðu herdeild-
arinnar. Kristilegir demókratar
og allir helztu stjórnmálaflokkar
á Italiu neituð að semja þrátt
fyrir að 15 tilfinningarik og bitur
bréf kæmu frá Moro á meðan
hann var i haldi.
Leiðtogi Kommúnistaflokksins,
Enrico Berlinguer, sagði og var
. fölur: „Mikill leiðtogi lýðræðis er
fallinn, hann var myrtur af sam-
tökum glæpamanna”. Einn af
framámönnum kristilegra demó-
krata og vinur Moros, Benogno
Zaccagnini, kvaðst ekki finna orð
yfir tilfinnigar sinar, sér yrðu
hugsað til fjölskyldu Moros og
hversu mikils virði hann hefði
verið.
Ekkja Moros, Elinora, fór
ásamt fjórum börnum þeirra til
likhússin? eftir að Moro fannst.
Barre gerir grein fyrir aðgerðum
Paris/Reuter. Nýja franska
stjórnin lofaði i dag að afnema i
áföngum verðlagshöft á iðnaðar-
vörum og almennri þjónustu til
þess að efla franskan iðnað og
hvetja til fjárfestinga. Frjálst
verðlagerein aðalaðgerð Barres
i þá átt að efla fjárhag Frakk-
í Iran
marz kom einnig til óeirða við
sama háskóla og létu þá 12 manns
lifið.
Stjórnin i Teheran hefur ekkert
sagt um málið, en fram til þessa
hefur hún kennt öfgahópum til
hægri og vinstri ásamt trúarof-
stækismönnum um svipaða at-
burði.
lands, en ákvörðuninni var ákaft
fagnað i hópi viðskiptajöfra.
Fjárhagsðætlun Barres felur
meðal annars i sér að tekjuskatt-
ur og skattur, sem lagður er á
fyrirtæki, verður óbreyttur i tvö
ár. Einnig verður haft mjög náið
eftirlit með verðlagi. Barre sagði
i stefnuræðu sinni, eftir að stjórn
hefði verið mynduð, að lægstu
laun yrðu endurskoðuð þrisvar á
ári, og eftirlaun og fjölskyldubæt-
ur yrðu hækkaðar, slikt myndi
tryggja að kaupgeta hinna lægst-
launuðu ykist hraðar en hjá öðr-
um launþegum.
Til að auka fjárfestingar enn
frekar lofaði forsætisráðherrann
að skattar yrðu ekki lagðir á fé er
varið væri tii hlutabréfakaupa.
Frankinn hefur hækkað á gjald-
eyrismörkuðum siðan grein var
gerð fyrir stefnu hinnar nýju
stjórnar hægri- og miðflokka.
Ródesia:
Skæruliðar gera
árás á hótel
Salisbury/Reuter. öryggis-
sveitir finkembdu i gær skóga
og fjalllendii leit að skæruliðum
er gert höfðu árás á eitt bezta
hótel Ródesiu. Skæruliðarnir
drápu og særðu gesti og starfs-
menn á hótelinu i vélbyssuskot-
hrið. Arásin á hótelið er einn
mesti harmleikur og vafalaust
sá skaðlegastifyrir efnahag Rö-
desiu, er gerzt hefur frá þvi að
þeldökkir skæruliðar hófu bar-
attu sina fyrir sex árum.
Skæruliðar réðust inn i hótel-
ið, sem er nærri landamærum
Mozambique, drápu tvær hvitar
konur og særðu aðrar tvær
ásamt aðstoðarframkvæmda-
stjóra hótelsins. Handsprengj-
um var kastað og eldflaugum
skotið að hótelinu eftir árásina
inn i það.
Yfirmaður öryggissveitanna
sagði að árásin væri ákaflega
svivirðileg þar eð skæruliðarnir
hefðu vitað að á hótelinu dvelur
nær eingöngu aldrað fólk. Arás-
in mun hafa mikið áhrif á ferða-
mannastrauminn til Ródesiu, en
frá þvi skæruliðar hófu starf-
semi 1972 hefur ágóðinn af
ferðamönnum minnkað um nær
50%. Hótel i Ródesiu hafa orðið
fyrir árásum áður, en þá hefur
vitzt um mistök að ræða. Þetta
er i fy rsta skipti sem skæruliðar
ryðjast inn i hðtel og hefja skot-
hrið.
Bandarikin:
Deilt um
vopnasölu
Washington/Reuter. Utanrikis-
ráðherra Bandarikjanna Cyrus
Vance sagði i gær, að stjórn
Saudi-Arabíu hefði ekki sett sölu
60 F-15 herþotna til landsins i
neitt samband við hlutverk doll-
arans i oh'umálum. Þetta kom
fram í ræðu Vance á fundi með
alþjóðamálanefnd fuhtrúadeildar
Bandarikjaþings, er fjallaði um
vopnasölu Carters til Miðaustur-
landa.
Auk þess að selja Saudi-Aröb-
um 60 þotur af gerðinni F-15 hefur
forsetinn lagt til að Egyptum
verði seldar 50 F-5e þoturog
tsraelsmönnum 15 F-15 og 75 að
28. mai, en Carter hefur varað við
þvi og sagt að verði einhverjir
hlutar vopnasölusamningsins
felldir, veri ekkert úr vopnasölu
til neins af rikjunum þrem.
Vance kvaðst i gær ekki sjá
nein merki þess að Saudi-Arabar
hygðust hverfa frá þeirri stefnu
sinni að halda oliuverði stöðugu
og verðleggja oliuna i dollurum.
Vance viðurkenndi að miklar um-
ræður hefðu orðið um ummæli
Saudi-Araba m.a. hefði hannrætt
bæði við Carter forseta og hátt-
setta menn í Saudi-Arabiu.
Talsverðar deilur hafa orðið á
þinginu vegna vopnasölunnar og
hafa þingmenn krafizt þess að
Israelsmenn fái fleiri orrustuþot-
ur, að færri vélar verði seldar til
Saudi-Arabiu og gengið verði
tryggilega frá þvi að Arabar noti
vélarnar eingöngu i varnarskyni.
Óvissa í Vestur-Asíu
vegna byltingarinnar
í Afghanistan
Byltingin i Afganistan gekk
fljótt fyrir sig. Hundruð manna
féllu i átökum uppreisnar-
manna og verjenda fyrri stjórn-
ar. Móhammeð Daoud, leiðtogi,
landsins, bræður hans og frænd-
ur, synir og barnabörn voru
drepin, ásamt dyggustu
stuðningsmönnum hans. Hinn
nýi forseti og forsætisráðherra
sagði í fyrsta ávarpi sinu til
þjóðarinnar, að þetta hefði ekki
verið stjórnarbylting heldur
alþýðu-bylting. Og hann bætti
við, að það væri rangt að þús-
undirmanna hefðu fallið. Innan
við hundrað manns hefðu látið
lifið i hinni miklu alþýðubylt-
ingu, og aðeins þeir sem neituðu
að gefast upp.
Furðu hljótt hefur verið um
þessa atburði, enda landið fjar-
lægt og sjaldan i fréttum. Það er
þó fyrsta afleiðing
byltingarinnar á alþjóðavett-
vangi, að frestað hefur verið
ráöstefnu hlutlausra rikja, sem
hefjast átti i Kabúl áiðar á
árinu.
Fréttastofum ber saman um,
að hinn sterki maður i
Afghanistan, Taraki, sé
kommiínisti. Hann var einn af
stofnendum Lýðræðisf lokks
alþýðunnar (Kalk) árið 1964, og
var foringi harðasta kjarna
hans eftir að Daoud kom til
valda 1973 eftir að hafa hrakið
konunginn Zakir Shah frá völd-
um. Taraki er fyrrverandi
blaðamaður og starfaði um
skeið um sem þýðandi i sendi-
ráði Bandarfkjanna i Kabúl.
Hann taldi að Daoud væri of
hægfara, og baröist gegn stefnu
hans. Fram til 25. april sl. var
hann i fangelsi, dæmdur ásamt
félögum sinum fyrir að hafa
nokkru áður skipulagt „ólög-
lega” mótmælagöngu. Var þar
verið að mótmæla morði á
þekktum kommúnistaleiðtoga.
Er talið að það morð hafi átt
nokkurn þátt i að hrinda bylt-
ingunni af stað.
Hinir nýju valdhafar i
Afghanistan eru eins og fyrir-
rennarar þeirra háðir sovézkum
vopnum. Herflugmenn þeirra
eru þjálfaðir i Sovétrikjunum.
Mig-21 þotur gerðuárásir á for-
setahöllina byltingardaginn 27.
april.
Vera má, að stjórnarskiptin i
Afghanistan séu mikilvægari en
virðist i fljótu bragði. Þegar
litið er á landfræðilega stöðu
landsins þá sést, að það er lokað
inni á milli Iran, Sovétrikjanna,
Pakistan, og i Hindu
Kush-hálendinu snertir það
Kina (Sinkiang). 1 Pakistan og
Iran hafa atburðirnir i
Afghanistan valdið nokkrum
óróa og Iranir hafa þegar sent
herlið til landamæranna og eru
við öllu búnir. Pakistanar hafa
einnig aukið gæzlu á landamær-
unum. Astæður þessa eru þær,
að til þessa hefur Afghanistan
fylgt hlutleysisstefnu i orði
kveðnu, en „alþýðulýðveldi”
sem fleygar Iran og Pakistan
getur verið Sovétrikjunum mik-
ilvægur bandamaður, hernað-
arlega og pólitiskt. Kinverjar
lita þessa atburði einnig horn-
auga, svo ekki sé meira sagt, og
Indverjar óttast alla röskun á
valdahlutföllum á þessu
svæði. Ástandið i Asiu vest-
anverðri er það viðkvæmt að
allar brey tingar vekja þjóðum á
þvi svæöi nokkurn ugf*.
Rikisstjórn i Afghanistan,
sem nyti stuðnings og trúnaðar
Sovétríkjanna getur þrýst
óþyrmilega á bæði Pakistan og
Iran. Sá þrýstingur er ekki svo
óraunhæfur, sem virðast mætti.
Pathanar eru eitt fjölmennasta
þjóðarbrotiö i Afghanistan 60 af
hundraði fbúanna. Þeir eru
einnig f jölmennir I Pakistan og
nokkrir búa innan landamæra
Irans. Pathanar hafa að
undanförnu látið æ meira i til
sin heyra og krefjast
sjálfetjórnar og jafnvel, að þeir
fái að stofna eigið riki. Ekkert
þeirra þriggja landa, sem
Pathanar eru þegnar i, vill
sinna þessum kröfum, en
Pakistanar og Iranar telja, að
Afghanir noti frelsishreyfingu
Pathana til að kynda undir oróa
meðal Pathana utan landamæra
sinna.
Ibúar i Afghanistan eru tæp-
legatuttugu milljónir. Yfir átta-
tiu af hundraði ibúanna eru
bændur. Teppagerð er mikið
stunduð og afghönsk teppi eru
flutt út i stórum stil. Allmargir
málmar finnast þar i jörðu, en
lambskinn af Karakúlfé ásamt
teppum eru þó mikilvægustu
útflutningsvörurnar.
Forsætisráöherra Afgahnistans, Nur Mohammed Taraki.