Tíminn - 10.05.1978, Qupperneq 6
6
Mibvikudagur 10. mai 1978.
Meira bákn —
enn meira bákn
— frumvarp um f jölgun fræðsluskrifstofa
orðið að lögum þrátt fyrir að allar
umsagnir voru neikvæðar
Eitt af þeim frumvörpum sem
urbuað lögum rétt undir þinglok-
in er frumvarp til laga um
breytingu á lögum um
grunnskóla. Efni laganna er i
meginatriðum að ráðherra er
veitt heim ild til að stofna sérstakt
fræðsluumdæmi i sveitarfélagi
með 10 þúsund ibúum eða fleiri,
ef sveitarstjórn óskar þess og
fjárveiting cr fyrir hendi. Við
þriðju umræðu i efri deild um
frumvarp þetta flutti Vilhjálmur
Hjálmarsson menntamálaráð-
herra ræðu og gagnrýndi
frumvarpið enn harðlega.
Ráðherra rakti i fyrstu ákvæði
grunnskólalaga um stjórnun og
skipulag. Þar væri rik áherzla
lögð á samstarf rikis og sveitar-
félaga og að byggðirnar fengju
beina aðild að stjórnun og fram-
kvæmd. Skipting landsins i 8
fræðsluumdæmi með jafnmörg-
um fræðsluskrifstofum og
fræðslustjórum væri þar eitt af
grundvallaratriðunum. Þessum
aðilum væri ætlað aö annast þar
hluta af þeim stjórnunarstörfum,
sem áður voru unnin i ráðuneyt-
inu, auk margvislegra annarra
verka. Með þvi að setja niður fjór
ar skrifstofur i hnapp á
Stór-Reykjavikur-svæðinu væri
þessu skipulagi splundraö.
Þá benti hann á að hvergi væri
að finna stafkrók til rökstuðnings
þessu tiltæki, nema ályktun
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá
árinu 1974. En þaðárvoru grunn-
skólalögin sett og þvi engin
reynsla komin á framkvæmd
þeirra.
Hins vegar væru aliar
umsagnir neikvæöar. Með
frumvarpinu væri boðiö upp á
nýjar fræðsluskrifstofur i Kópa-
vogi og á Akureyri, auk
Hafnarfjarðar. En bæjarstjórnin
i Kópavogi mótmælir þessu
eindregið fyrir sitt leyti. Umsögn
að noröan er einnig algjörlega
neikvæð.
Menntamálaráðherra minnti
enn á fjárhagserfiðleika ndver-
andi fræðsluskrifstofa. En hann
hafði áður upplýst að svo hefði að
þeim sorfið um skeið að fræðslu-
stjórar hefðu sjálfir þurft að lána
fé i reksturinn. Hann sagöi að
reynthefði verið að gæta aðhalds
i rikisrekstri og nefndi sem dæmi
að það tók nærri tvö ár að viður-
kenna stöðu sérkennslufulltrúa i
Forsætisráöherra, f jármála ráðherraoe
formaður fjárveitinga nefndar studdu allir frumvarp um
fjölgun fræðsluskrifstofa.
Vilhjálmur Hjálmarsson
menntamálaraðherra beitti sér
gegn samþykkt frumvarpsins.
menntamálaráðuneytinu eftir áð
Alþingi haiði samþykkt áskorun
um að stofna það embætti. Einnig
nefndi hann að algengt væri að
takast á um „hálfan ritara” hjá
stofnunum rikisins árum saman.
Aðhaldsaðgerðir gætu stundum
orðið sársaukafullar en hjá þvi
yrði varla komizt ef nokkur telj-
andi árangur ætti að nást. — Nú
brygðihins vegar svo við að boðið
væri upp á þrjú ný embætti með
tilheyrandi starfsliði. Væri þetta
enn furðulegra þegar þess væri
gætt að tveir af þeim sem njóta
skyldu hinna nýju embætta
mótmæla eindregið! Auk þess
sem allar umsagnir væru
neikvæðar eins og áður sagði og
viðkomandi ráðherra legðist
eindregið gegn þessari ráða-
breytni.
Ráðherra vakti sérstaka
athygli á þvi að meðal fylgis-
manna frumvarpsins væru fjár-
málaráðherra, forsætisráðherra
og formaður fjrveitinganefndar,
allir úr þeim flokki sem hefði
tekið sér kjörorðið „báknið burt”
Menntamálaráðherra kvað
þetta fáheyrða uppákomu og var
þungorður i ræðum sinum við
aðra og þriðju umræðu málsins
i efri deild. Kvað hann það ekki
hafa hvarflað að sér að sam-
starfsmenn sinir myndu knýja
málið fram með aðstoð stjórnar-
andstöðunnar.
Það vakti athygli að stuðnings-
menn frumvarpsins i efri deild
reyndu ekki að verja það með
emuorði, þögðu þunnu hljóði eftir
ræöu menntamálaráðherra.
Frumvarpið var svo afgreitt i efri
deild sem lög frá Alþingi gegn
atkvæðum framsóknarmanna,
Axels Jónssonar og Helga Seljan.
Aðrir deildarmenn greiddu þvi
allir atkvæði.
Nú er eftir að vita hvort og þá
hvenær m enntamálaráðherra
notar þá heimild sem i lögunum
felst.
M
alþingi
Námsgagnastofnun
Menntamálaráðherra lagði
fram stuttu fyrir þinglok frum-
varp til laga um námsgagna-
stofnun. Helztu breytingar frá
núgildandi lögum sem frum-
varpið felur i sér eru eftirfar-
andi:
1. Rikisstofnanir sem starfa að
útgáfu, miðlun og framleiðslu
námsefnis og kennslugagna
eru sameinaðar i Náms-
gagnastofnun er lúti daglegri
stjórn eins forstjóra, náms-
gagnastjóra.
2. 1 stað Námsbókanefndar og
stjórnar Fræðslumyndasafns
rikisins kemur óskipt Náms-
gagnastjórn og skal hún hafa
meö höndum yfirstjórn á
starfsemi og fjárreiðum
Námsgagnastofnunar.
3. Ákvæði eru um náið samstarf
Námsgagnastofnunar og
þeirra aðila er vinna að
endurskoðun námsefnis og
nýjungum i kennslustarfi á
vegum menntamálaráðu-
neytisins, við Kennarahá-
skóla Islands og aðrar þær
stofnanir er kennaramenntun
veita.
Námsgagnastofnun mun
framleiða ýmis náms- og
kennslugögn miðað við
islenzkar þarfir og aðstæður
önnur en prentað mál.
5. Lögfest er að auk eiginlegra
námsbóka skuli gefnar út
handbækur og kennsluleið-
beiningar handa kennurum,
svo og ýtarbækur, þ.e. við-
bótarbækur fyrir nemendur,
auk hvers konar nýsigagna.
6. Akvæði er um löggildingu
námsbóka og hlutverk Náms-
gagnastjórnar i þvi sam-
bandi, svo og hversu fara
skuli með ágreining i slikum
málum.
• 7. Akvæði um fjármögnun
deilda Námsgagnastofnunar
eru einfölduð og samræmd
miðað við það sem nú er. Er
miðað við að allt rikisfé til
stofn- og rekstrarkostnaðar
veröi i formi venjulegra fjár-
veitinga i fjárlögum. Aðrar
tekjur stofnunarinnar verði
eðlilegar sölu- og leigutekjur
af efni og tækjum.”
r Ný lög frá Alþingi
Tollskrá
Samþykkt hefur verið sem lög frá Alþingi frumvarp til laga um
breytingu á lögum um tollskrá og fleira. Eru lög þessi fyrst og fremst
tii að samræma islenzku tollskrána þeim breytingum sem gerðar hafa
verið á tollnafnaskrá Tollasamvinnuráðsins. Við frumvarpið höfðu
Pálmi Jónsson (S), Ingóifur Jónsson (S) og Páll Pétursson (F) flutt
breytingartillögu sem þeir drógu aftur til baka er frumvarpinu var
breytt til að koma til móts við sjónarmiö þeirra. Breyting þessi felur f
sér að tollar á hjóladráttarvélum, heyhleösluvögnum og ámoksturs-
tækjum lækka úr 7% niður i 2% frá næstu áramótum aö telja. t umræð-
um um frumvarpið á laugardag lét Ragnar Arnalds (Abl) m.a. svo um
mælt, aðhér væri um að ræöa lítilfjörlega dúsu. Jón Helgason (F) mót-
mælti þeirra fullyröingu, en frumvarpið var samþykkt sem lög sam-
dægurs.
Skattafrumvarp
Frumvarp til laga um tekjuskatt og eignarskatt var afgreitt sem lög
frá nýloknu þingi. Er hér um aö ræða endurskoðaða heildarlöggjöf og
margvislegar breytingar frá fyrri lögum. Helstu breytingar, sem f
frumvarpinu felast frá fyrri tekjuskattlögum, eru eftirfarandi: Frá-
dráttarliðum er fækkað verulega og framteljendum heimilað aö eigin
vali að nota fastan frádrátt. Aðferð viö skattlagningu hjóna er breytt.
Skattmeðferð einstaklinga sem fást við atvinnurekstur er breytt veru-
lega. Veruleg breyting veröur á fyrningarreglum og reglum um skatt-
lagningu söluhagnaðar.
Verður hér gerð nánari grein fyrir lögum þessum og breytingum sem
þau hafa í för með sér fyrir einstaklinga, hjón og börn, sem ekki hafa
með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi. Samkvæmt hin-
um nýju lögum ber hvoru hjóna aö telja fram tekjur sinar sérstaklega.
Tekjur af leigu, arð, vexti,veröbætur og þvi um lfkt ber þó aö teija til
tekna hjá þvihjóna sem hærri hefur hreinar tekjur. Til frádráttar tekj-
um má færa ýmsa liði sem halda sér frá fyrri lögum. Þá getur fram-
teljandi valið á milli þess að telja sér til frádráttar 10% af launatekjum
eða hins vegar iðgjöld af Iffeyri, iðgjöid tU stéttarfélaga, vaxtagjöld og
gjafir til menningarmála.
Við álagningu er felldur niður sérstakurfrádrátturgildandi laga
vegna launatekna giftrar konu. Skattstigi og persónuafsláttur er hinn
sami fyrir alla menn án tillits til hjúskaparstööu. Barnabótum er
skipt til helminga milli hjóna. Þær nema nú 65 þús. meö fyrsta barni en
100 þús. með hverju barni umfram eitt. Fyrir börn yngri en 7 ára á
tekjuárinu skulu barnabætur vera 25 þús. hærri og 40% hærri fyrir börn
á framfæri einstæöra foreldra.
Samkvæmt hinum nýju lögum greiðist 18% tekjuskattur af fyrstu
tveimur milljónum tekna einstaklinga eöa hvors hjóna. Af næstu
tveimur milljónum reiknast 26% og af tekjum yfir fjórar milljónir
reiknast 34%. Af niöurstööutölum hér dregst sfðan persónuafsláttur en
samkvæmt lögunum neraur hann 250 þús kr. til einstaklinga og hvors
hjóna um sig. Nýtist persónuafsláttur annars hjóna ekki skal nota hann
til frádráttar fyrir maka þess.
Söluskattur
Samþykkt var á nýloknu Alþingi frumvarp til laga um breytingu á
söiuskattslögum. Samkvæmt þessum nýju lögum eru viðurlög fyrir
vangreiddan söluskatt hækkuð úr 2% i 4% fyrir hvern byrjaöan dag
eftir eindaga, þó ekki hærri en 20% I staö 10% áður. Þá eru viöurlög til
viðbótar af vangreiddri upphæð fyrir hvernbyrjaðan mánuðfrá og með
16. degi næsta mánaðar eftir eindaga ákveðin jafnhá og dráttarvextir
innlánsstofnana, en voru áður bundin við 1 1/2%
Jöfnunargj ald
Frumvarp um jöfnunargjald var afgreitt sem lög á nýafstöðnu þingi.
Samkvæmt lögunum verður lagt á allar innfluttar iðnaöarvörur, sem
jafnframt eru framleiddar innanlands, 3% jöfnunargjald til að vega
upp á móti þeim söiuskatti sem verður hluti framleiöslukostnaðar
þessara vara hér i landinu. Tekjum af jöfnunargjaidinu skal ráðstafa I
fjáriögum ár hvert og að hluta til eflingar iðnþróunar. Lög þessi taka
þegar gildi og gilda til 31. desember 1980, en þá er stefnt aö þvi aö taka
upp viröisaukaskatt og verður jöfnunargjald þetta þá óþarft.
Ríkisreikningur
Samþykkt voru á nýafstöðnu þingi frumvarp til fjáraukalaga og
frumvarp til laga um samþykkt á rfkisreikningum fyrir áriö 1976. Upp-
hæð fjáraukalaganna hljóðaði upp á rúma 11 milljarða og niðurstööu-
tölur rfkisreiknings árið 1976 eru síðan rúmlega 71 milljaröur.
Erfðafj ár skattur
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðafjárskatt var af-
greitt sem lög frá Alþingi nýlega. Lög þessi fela I sér breytingu á erföa-
fjárskattstiganum til samræmis við veröþróun sföustu ára. Erföafjár-
skatturinn fer stighækkandi eftir fjárhæö þeirri, sem til arfs fellur, þar
til ákveðnu hámarki er náð. Samkvæmt þessum nýju lögum veröa
þessi skattþrep miðuð við 1200 þús. kr. en miðuðust áður viö 200 þús. kr.