Tíminn - 10.05.1978, Page 7

Tíminn - 10.05.1978, Page 7
Miðvikudagur 10. mai 1978. 7 títgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöimúla 15. Sfmi 86300. Kvöldsfmar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð ilausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánuði. Blaöaprent h.f. í grænum friði Heimsókn hvalverndarmanna til íslands hef- ur vakið talsverða athygli og umræður. Samtök þeirra eru meðal þeirra félaga fjölmargra sem stofnuð hafa verið á umliðnum árum iþvi skyni að vekja athygli á og berjast fyrir siðbót i um- gengni mannsins við umhverfi sitt og lifriki, gróður og dýr. Allar áminningar um þessi mál eru vel þegnar á íslandi. Það er almenn afstaða hér á landi að standa beri vörð um óspjallað umhverfi og þann auð fegurðar og góðs mannlifs sem aðeins dafn- ar við eðlileg og ómenguð skilyrði andspænis náttúruöflunum. íslendingar eiga að hafa það vel hugfast að þeir njóta forréttinda i hópi þjóðanna að þvi leyti að hér er enn margviða óskemmd náttúra, hreint vatn og loft og lifriki sem ekki hefur verið raskað með forsjárlausu lifsgæðakappi. Þetta umhverfi ber okkur að vernda og okkur ber jafnframt að græða þau sár sem við höfum sleg- ið á land okkar þar sem þau er að finna. Þessi stefna góðrar sambúðar lands og þjóðar vareinmittnú nýlega staðfest á þingi Náttúru- verndarráðs,en á vegum þess hefur verið haldið uppi mikilli starfsemi hin siðari árin. Er ekki að efa að nýir forystumenn munu þar feta dyggi- lega i fótspor Eysteins Jónssonar sem nú lét af formennsku Náttúruverndarráðs eftir farsæla og ötula forystu á þessu sviði sem öðrum. Maðurinn var settur herra jarðarinnar og skyldi gera sér hana undirgefna. En honum var aldrei falið umboð til að verða böðull umhverfis sins fremur en honum var skapað að ráða öllum úrslitum um eigið lif. Það vald er i annars hendi og hefnist manninum jafnan réttilega þegar hann hefur seilzt út fyrir umdæmi sitt. Þeir málsvarar hins „græna friðar” koma hingað með góðu erindi. En enda þótt ferð þeirra sé engan veginn ófyrirsynju, yfir heild umhverfisverndarmála litið, þá virðist sem ætla megi að brýnni verkefni hljóti einhvers staðar að biða en þau að andæfa hvalveiðum fs- lendinga. Þær hafa um langt skeið verið undir stöðugu eftirliti og farið fram samkvæmt ákvörðunum alþjóðahvalveiðiráðsins. En við skulum ekki að óathuguðu máli ætla okkur neina engla. Vera má að sérfræðingar al- þjóðahvalveiðiráðsins geti vandað betur niður- stöður sinar en verið hefur,og embættismönnum er auðvitað skylt að hafa það jafnan er sannara reynist eða flest rök hniga að ef óvist þykir. Ef hinir útlendu „grænfriðarmenn” halda á hinn bóginn að íslendinga skorti góðan vilja i þessu efni, þá skjátlast þeim. Hann vantar ekki, og þess vegna eru þeir velkomnir hingað. The Christian Science Monitor um eiturlyf og áfengi: Sviptingar nm stefnu- mótun í Bandaríkjunum Samtök um herferö gegn áfengisdrykkju og kröfur um hert eftirlit meö háskalegum efnum Verður bandariskt þjóöfélag samfélag eiturlyf janeyt- enda í einhverri mynd? Sú hætta færist nær og nær. Hún eykst, þegar dregið er úr hömlum og eftirliti, og það talar sínu máli um and- varaleysið, þegar þær radd- ir heyrast opinberlega, er hvetja ekki aðeins til þess að nota löglegar taugatöflur og áfengi, heldur óleyfileg nautnalyf eins og marjúana, heróin, kókain og allt annað af þvi tagi, er nöfnum tjáir að nefna. Auönast Banda- rfkjamönnum að spyrna við fótum, svo að vatnaskilum valdi? Eiturlyfjan/yzla i Banda- rikjunum færöist stórlega i aukana, þegar hermenn, sem verið höföu f Indó-Kina í Víet- namstriöinu, komu heim. Margir þeirra voru orðnir háðir eiturlyfjum, og þeir sýktu út frá sér. Litiö hefur verið um skipulegt viönám framundir þetta. En nú finnst mörgum ástandiö oröið svo iskyggilegt, aö dýrkeypt geti orðið aö loka augunum fyrir þvi, hvernig horfir. Það hefur vakiö verulega athygli, og er talið til dæma um stefnuhvörf, að yfirdómstóll i Massachu- setts-fylki, kvað fyrir skömmu upp dóm, þar sem það er talið, lögum samkvæmt, jafngilda verulegum glæpi að eiga marjúana, jafnvel þótt ekki sé nema litið eitt. Þetta er tímanna tákn. 1 Bandarikjunum láta ekki þeir einir til sin heyra, er mæla eiturlyfjum bót eða telja þau jafnvel sjálfsögð, heldur heyr- ast einnig dag hvern raddir, sem á annan veg mæla. Þess- ar raddir vara við hættunni, sem steðjar aö þjóö og ein- staklingum, og krefjast þess, aö taumhaldið verði hert. Heimtað er hert eftirlit með afgreiðslu lyfja frá læknum og lyfjabúðum. Ráöamenn i mörgum fylkjum Bandarikj- anna eru teknir að hlutast til um, að sjónvarpsstöðvar stöðvi útsendingar, sem til þess eru fallnar að ýta undir drykkjuskap og eiturlyfja- neyzlu. I rikjum, þar sem lækkað var aldursmark þeirra, sem selja mátti áfengi, hafa vondar afleiðingar oröiö til þess, að þau mál verða endurmetin. Loks hafa hin tiðu stórafbrot, sem fylgja verzlun með eiturlyf og eitur- lyfjaneyzlu ýtt óþyrmilega við mörgum, langt út fyrir raðir ættingja og kunningja, sem verða fyrir þeirri sáru reynslu aö sjá gott fólk fara I hundana. Það er þess vegna mikil kaldhæðni, að samtimis þessu eru að verki öfl, sem einbeita sér að þvi að fá marjúana heimilað. Vissulega eru marjúanareykingar útbreidd- ar i Bandarikjunum, þó að þeim sé alls ekki samjafnandi viö áfengisneyzlu. Þess vegna er ekki enn of seint að snúast gegn þeim af fullu afli, að dómi þeirra, sem ekki vilja gefast upp I baráttunni. — Reynið að gera ykkur grein fyrir óhamingju og sóun, sem veröldinni heföi veriö hlíft við, ef menn fyrri tiöar hefðu borið gæfu til þess aö gera áfengi útlægt I tæka tið, segir til dæmis I The Christian Science Monitor, og koma i veg fyrir aö framleiösla þess og sala yrði gróðavegur fyrir fjársterka aðila. Þetta hefur til dæmis Mú- Aróðursspjald frá samtökum foreldra, kennara og skólanema, sem beita sér gegn áfengisneyzlu i Bandarikjunum. „Setjiö tappann i flöskuna”, stendur undir myndinni. hameðstrúarmönnum tekizt fram á þennan dag, þótt þeir að hinu leytinu hafi ekki staðið á sama hátt gegn annarri háskaneyzlu, og vitaskuld hefðu vestrænar þjóðir megn- að að halda áfenginu utan dyra á sama hátt, ef vilji til þess hefði verið brýndur nógu eindregið i tæka tiö. Nú er það sú spurning, sem margir velta mjög fyrir sér I Bandarikjunum, hvort þar tekst að reisa þá öldu, er dug- ar til þess að hamla gegn eiturlyfjanotkun og fá al- menningsálitið til þess að for- dæma hana. t dómi þeim i Massachusetts, sem áður var vitnaö til, segir meðal annars: „Um marjúana verðum við að hafa það i huga, að sá, sem neytir þess, er skaðlegur um- hverfi sinu, enda þótt hann selji efnið ekki eöa leitist viö að fá aöra til þess að neyta þess. Fordæmi hans eitt út af fyrir sig getur haft áhrif á samfélagið og leitt aðra á sömu braut”. Samhliða þessum umræðum um eiturlyf og hvernig þeim verði útrýmt, eiga sér stað i Bandarlkjunum miklar um- ræöur um áfengisneyzlu þjóðarinnar, og hefur nú verið hleypt af stokkunum fræðslu, sem á að ná til alls ungs fólks i landinu, um áfengi og áhrif þess fyrir einstaklingana og samfélagið. Standa að þessu samtök foreldra, kennara og skólanema. Meðal annars eiga foreldrar kostá ráögjöf um það, á hvaöa hátt sé hentast að fræða unglinga um þær hættur, sem áfenginu fylgja. Samdir hafa verið leikir, sem ætlaöir eru skólanemendum, og fallnir þykja til þess að vekja þá til umhugsunar um þessi mál, og fylgja bæði fræösluritlingar og kvikmyndir. Mörgu fleira hef- ur verið brotið upp á af þessu tagi. Jafnframt verður leitaö eft- ir samstarfi viö fjölmiðla, ekki sizt sjónvarpsstöðva. Eins og nú standa sakir hafa 90% nema I æöri skólum Bandarikjanna einhvern tima bragðað áfengi, og samkvæmt tölum alrikisstofnunar, sem kannar áfengisvandamál, drekkur um fjórðungur þeirra sig ölvaöa fjórum sinnum á ári eða oftar. Afleiöingar áfengis- neyzluiinar eru þar/Sem ann- ars staðar,slys af ýmsu tagi, einkum umferöarslys, fjöl- skylduvandamál og léleg frammistaöa viö nám. Hitt liggur ekki eins i augum uppi, að áfengisneyzla unglinga leiöir iðulega til áfengissýki siöar á ævinni. Hefur verið áætlað, að svo fari fyrir um þaö bil 5% skólaunglinga, sem taka þátt i bjórkvöldum þeim, sem tiökast i bandariskum menntaskólum. Þessi tala er þó háð þvi, i hvers konar um- hverfi þessir unglingar lenda að menntaskólanámi loknu. I fræösluherferðinni er lögö megináherzla á þaö, aö miklu skipti um það, hvort hún ber árangur eöa ekki, að foreldrar glöggvi sig á þvi, hvað I húfi er. „Mikill fjöldi unglinga sækir drykkjuvenjur sinar beint til foreldranna”, segir I ávarpi frá forystumönnum samtakanna, og ef foreldrarn- ir eru sjálfir litt til fyrirmynd- ar, þurfi þeir ekki að búast viö góðu af börnunum, enda illt að liggja óráönum unglingum á hálsi fyrir það, sem fullorðið fólk temur sér. JS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.