Tíminn - 10.05.1978, Qupperneq 8
8
Miðvikudagur 10. mai 1978.
Haukur Ólafsson
Gisli Sighvatsson
Friðjón Skúlason
Anna Björnsdóttir
Ari Daniel Arnason.
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Neskaupstað
Þvi miður áttu sér staö
myndabrengl i blaöinu i gær þar
sem birtur var framboöslisti
Framsóknarmanna við bæjar-
stjórnarkosningarnar i Neskaup-
stað 28. mai n.k. Listinn er þvi
birtur aftur, en hann er þannig
skipaöur.
1. Haukur Ólafsson, verzlunar-
maður.
2. Gisli Sighvatsson, skólastjóri
3. Friðjón Skúlason, hiisasmið-
ur.
4. Anna Björnsdóttir, húsmóðir.
5. Ari Daniel Arnason, húsa-
smiður
6. Benedikt Guttormsson,
skrifstofúmaður.
7. Guðmundur Sveinsson,
bifreiðastjóri
8..Jón ölversson, skipstjóri
9. Þóra Jónsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur
10. Guögeir Guðjónsson, húsa-
smiður.
11. Freysteinn Þórarinsson,
vélstjóri
12. Björn Steindórsson hárskeri
13. Friðrik Vilhjálmsson, neta-
gerðarmaður.
14. Sveinn Þórarinsson, hús-
gagnasmiðameistari.
15. Bjarni H. Bjarnason, neta-
gerðarmaður.
16. Agnar Armannsson, vélstjóri
17. Sigrfður Guðröðardóttir,
verzlunarmaður.
18. Jón S. Einarsson, húsasmiða-
meistari.
Allharður árekstur i gærmorgun
ESE —Rétt fyrir kl. 8 i gærmorg-
un varö allharður árekstur á mót-
um Miklubrautar og Háaleitis-
brautar, en þar rákust saman
tvær fólksbifreiðar.
Flytja varð telpu sem var far-
þegi i annarri bifreiðinni á slysa-
deild, en hún skarst þó nokkuð i
andliti og hlaut heilahristing við
áreksturinn. önnur urðu ekki slys
á mönnum, en báðar bifreiðarnar
eru þó nokkuö skemmdar.
ER KOMIN
Þessi vinsælasta brúða veraldar
er nú komin aftur ásamt fatnaði
og. alls konar aukahlutum sem hægt
er að fá með þessari heimsfrægu
draumadís ungra og fullorðinna
INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1
Starfsfólk Sjúkrahúss Skagfirðinga ásamt Lionsfélögum.
Lionsmenn gefa fæðingarrúm
Miðvikudaginn 12. april afhenti
Magnús Sigurjónsson formaður
Lionsklúbbs Sauðárkróks,
Sjúkrahúsi Skagfirðinga fæðing-
arrúm að gjöf frá klúbbfélögum.
Stefán Pedersen, varaformaður
sjúkrahússtjórnar, veitti giöfinni
viðtöku og flutti Lionsmönnum
þakkir fyrir rausnarlega gjöf.
S.l. haust höfðu sömu aðilar
gefi sjúkrahúsinu litasjónvarp.
Einnig gáfu Lionsfélagar i vet-
ur, Tónlistarskólanum d Sauðár-
króki, vönduð hljómflutningstæki
tii minningar um látinn félaga,
Steinbjörn Jónsson, bónda,
Hafsteinsstöðum.
Hraunprýði í
Hafnarfirði
Kaffi- og
merkjasala
Slysavarnadeildin Hraunprýöi,
Hafnarfirði heldur sina árlegu
fjáröflun i dag miðvikudaginn 10.
mai.
Kaffisala verður i Skiphóli frá
kl. 3-10. e.h. ogeinnig i hinunýja
björgunarstöðvarhúsi að Hjalla-
hrauni 9 frá kl. 3 - 6 e.h.
Vinnuflokkum er bent á að panta á
milli kl. 10 og 12 f.h. Merki deild-
arinnar verða tii sölu að venju.
Afhending þeirra fer fram i and-
dyri Bæjarbíós kl. 9. f.hád. Sölu-
börneruhvött til að koma og selja
merki. Hafnfirðingar hafa
ævinlega tekið virkan þátt í
fjáröflun deildarinnar þennan
dag. Hraunprýðiskonur vænta
velunnarra sinna og þakkar þeim
veittan stuðning á undanförnum
árum.
Gunnar Brusewitz
Norræna húsið:
Kvikmyndir
um gróður-
far og
dýralif
Sænski rithöfundurinn og teikn-
arinn Gunnar Brusewitz mun
halda tvö erindi í Norræna húsinu
nú i vikunni og verða kvikmyndir
sýndar i bæði’skiptin. Fyrri kvik-
myndin verður sýnd i- kvöld kl.
20.30 og nefnist hún „Glantan dör
af lif”. Fjallar hún um viðkvæm-
an skógargróöur á norðurslóðum,
og sambýli mannsins og gróðurs-
ins.
Síðari kvikmyndin nefnist
„Skog och sjö”, og lýsir dýra- og
fuglalifi i skógum og við vötn.
Hún verður sýnd laugardaginn 13.
mai kl. 16.00. Báöar kvikmynd-
irnar eru i litum.
Þá hefur veriö sett upp sýning á
nokkrum vatnslitamyndum,
teikningum og grafikmyndum
eftir Gunnar Brusewitz i bóka-
safni Norræna hússins. Fáeinar
myndanna eru til sölu.
SKDGUR ag VATS
SWiNg' í HÁINU tír-Sim'lJlg
í
Leiðrétting
Það skal tekið fram, að maður-
inn, sem stóð við ólöglega eld-
stæðið i Skaftafelli i öræfum á bis
26 i siðasta sunnudagsblaði
Timans, var ekki útlendingur
heldur Haukur Eirfksson gæzlu-
maður og er hann beðinn vel-
virðingar á þessum mistökum.
Leiðrétting
Það skal tekið fram, vegna
fréttar frá aðalfundi Skógræktar-
félags Reykjavikur, aö gróður-
setning trjáplantna i Elliðaár-
hólmum, sem hófst vorið 1951 i
tilefni af 30 ára afmæli
Rafmagnsveitu Reykjavikur,
hefur alla tið verið á vegum Raf-
magnsveitunnar, en plöntur
fengnar úr gróðrarstöð Skógrækt-
arfélags Reykjavikur i Fossvogi.
Frá Tónlistarskóla
Skagafj arðar sýslu
AS Mælifelli — öðru starfsári
Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu
lauk með nemendatónleikum i
Höfðaborg á Hofsósi sl. laugar-
dag og var þar fjölmenni saman-
komið. Settu söngfélagar i Hörp-
unni mjög svip á samkomuna og
sungu nokkur lög við mikinn
fögnuð gesta. Skólastjórinn Ingi-
mar Pálsson stýrði samkomunni
og greindi frá ýmsu i skólastarf-
inu sem og formaður skólanefnd-
ar, Jón Guðmundsson oddviti á
Óslandi.
Kennarar auk Ingimars hafa
verið bæöi starfsár skólans Anna
Jónsdóttir I Mýrarkoti og Ernst
Ole Solem, Norðmaður, sem haft
hefur aðsetur i Varmahlið. Er
hann nú á förum heim og voru
honum og Kristínu konu hans,
sem einnig hefur stundað nokkra
kennslu, færðar þakkir og árn-
aðaróskir.
Ernst Ole söng nokkur ein-
söngslög i kveðjuskyni við undir-
leik konu sinnar. Hafa þau alloft
áður komið fram viö góðan orð-
stir og Ernst auk þess æft bland-
aðan kór, Hljóma, sem hélt söng-
skemmtun nýlega i Miðgarði viö
mjög góðar undirtektir.
Nemendur Tónlistarskólans
voru um 150 i vetur, sem mun
vera hæsta þátttökuhlutfall á
landinu. Starfsemin var mikil á
hinu stóra skólasvæði, er nær allt
utan úr Fljótum og fram i Lýt-
ingsstaðahrepp, en allar sveitir i
héraðinu eru aðilar aö skólanum
nema Akra-, Ripur og Skefils-
staöahreppar. Aðstoðarmaður
skólastjóra hefur verið Heiðmar
Jónsson BA og voru honum og
öðru starfsliði skólans og
styrktarmönnum færðar þakkir
tónlistarfélagsins i sýslunni, sem
beitti sér i upphafi fyrir stofnun
skólans.