Tíminn - 10.05.1978, Page 9

Tíminn - 10.05.1978, Page 9
Miövikudagur 10. mai 1978. 9 a viðavangi Rauntekjur og taxtakaup Meðal þeirra máia sem rædd eru i ársskýrsiu Seðla- banka tslands er þróun launa- mála á árinu 1977 og tengsl þeirrar þróunar við almenna verðlagsþróun i landinu. t þeim kafla skýrslunnar sem fjaiiar um þessi efni segir meðal annars: „Eftir gildistöku nýju kjarasam ninganna varð þenslan ekki aftur tekin, held- ur hlaut hún að halda áfram en varð annars eðlis en áður. t stað þess að nærast af fram- leiðsiustarfsemi og hagstæð- um ytri skilyröum, magnaðist hún þaðan af fyrst og fremst af innri tekjuþenslu, eyðslu- hneigð og spákaupmennsku i von um verðbólgu- og gengis- ávinning. Um mitt árið þrengdi af þessum sökum mjög að peningakerfinu, en úr greiddist að nokkru leyti aftur þegar varnaraðgerðum varö við komiö með vaxtabreyting- VERKIN TALA Framsóknarmenn vilja eigna rikis- stjórninni framkvæmdir i Neskaupstað I Timanum 30. april s.l. birtist „viðtal” við bæjarstjórann i Nes- kaupstað undir fyrirsögninni „Verkin tala i Neskaupstað”, sem Magnús ólafsson, blaðamað- ur, tók 2. marz s.l. Eitthvað hefur skolazt til i höfði blaðamannsins frá þvi hann ræddi við mig, þvi „viðtalið”, ef viðtal skyldi kallast, er fullt af rangfærslum. Blaðamaður hirðir ekkert um að fara rétt með um- mæli viðspyrjanda heldur sýnir það smekkleysi að gera sfnar eig- in skoðanir og óskir að orðum undirritaðs. í stuttri athugasemd verður ekki komið við nema nauðsynleg- ustu leiðréttingum, en „viðtalið” gefur tilefni til mun fleiri athuga- semda. Fjölbrautarskólabygg- ingin er ekki risin af grunni,( 1 viðtalinu segir, „Búið er að steypa upp tvær hæðir” ) en i sumar er hugmyndin, að reistar verði 2 hæðir. Eðlilegur bygg- ingaráfangi hefði verið að skila húsinu fokheldu á þessu ári, en framkvæmdir miðast við fjár- framlög ríkissjóðs. SjUkrahUsið er myndarleg bygging, en byggðastefna nUver- andi rikisstjórnar speglast glöggt varðandi þessa framkvæmd i þvi, að fjárframlög til hennar hafa verið hin sömu að krónutölu undanfarin ár. Ranghermt er, aö unnið hafi verið við höfnina fyrir 300 millj. króna. I kjölfar snjóflóðanna var talið nauðsynlegt að hraða þess- um framkvæmdum og varð kostnaður nálægt 200 milljónum, en verður ekki undir 300 milljón- um þegar framkvæmdum verður lokið. 1 sumar verður steypt þekja á hluta viðlegukantsins, en ráðgert er að ljúka framkvæmd- um innan þriggja ára. Mig undrar ekki, þótt ungan framsóknarmann langi til að geta státað sig af framkvæmdum og uppbyggingunni f Neskaupstað, jafn myndarlega og norðfirzk al- þýða hefur staðið að henni undir forystu Alþýðubandalagsins. Hitt er litilþæg smekkleysa, að blanda saman uppbyggingu, tengdri hörmulegasta atburði, sem yfir Neskaupstað hefur dunið, og byggðastefnu núverandi rikis- stjórnar. Vegna uppbyggingarinnar i Neskaupstað og i Vestmannaeyj- um var þjóðin sérstaklega skatt- lögð og ber að þakka henni fórn- fýsi og samhug. Þegar greiðslun- um vegna uppbyggingarstarfsins var hætt, var skattlagningu hald- iðáfram ogrennurnú ágóði þessa söluskattsstiga i rikishitina. Með þökk fyrir birtingu. Reykjavik, 3. mai 1978. Logi Kristjánsson RAFKERTI „Orginal" hlutir i frægustu bilum V es tur-Þjóð verja Gott úrval fyrirliggjandi TT ARMULA 7 - SIMI 84450 Auglýsið í TÍMANUM um i ágúst og aftur i nóvem- ber”. Það er með öðrum oröum mat Seölabankans að ákvarð- anir um tekjudreifingu hafi haft mjög veruleg áhrif á þró- un verðbólgunnar I ógæfuátt á siðasta ári. Hins vegar er rétt- mætt að benda á þaö að hér er þvi engan veginn haldið fram að það hafi verið laun þeirra tekjuminnstu sem röskun ollu. Menn verða að hafa það hugfast að tekjuskiptingin er með þeim hætti i þjóðfélaginu að almennar kjarabætur auka einnig umsvif þeirra sem fyrir hafa góð lffskjör og geta þvi veitt sér ýmislegan munaö, sem er utan seilingar fyrir þá lægst launuðu. Og hvað svo sem sagt verö- ur um kjarasamningana 1977, þá ber að muna að hagsmuna- samtökum launþega og vinnu- veitenda tókst ekki aö fram- fylgja launajöfnunarstefnunni I það skiptiö, hvað svo sem siðar getur orðið. Eins og margsinnis hefur komið fram i Tlmanum, og sagt var þegar samningarnir voru gerðir, hlaut þessi slagslða að koma harðast niður á láglaunafólk- inu þegar fram I sækti. Ekki nóg að festa á pappír Um visitölukerfið segir m.a. i ársskýrslu Seðlabankans: „Akvörðun verðlags á grundvelli kauplags og kaup- lags aftur á grundvelli verð- lags felur þannig i sér vél- genga framrás verðbólgunn- ar, hvað sem liður almennri eftirspurn og öðrum skilyrð- um efnahagslegs jafnvægis. Verðtrygging launa ræður þannig ekki nema að mjög litlu leyti varðveizlu kaup- máttar, heldur fyrst og fremst hraða verðbólgunnar, enda má einsýnt vera að heil þjóð, eða allar launastéttir hennar, getur ekki tryggt sér hvaða Ilfskjör sem vera skal með þvi einu að festa þau á pappir”. Þetta eru orö að sönnu, og er timabært að menn hugleiði efni þeirra nú þegar hæst ris krafan um að samningar séu „i gildi” eins og það er oröað. Misræmið verður að liggja fyrir En I þessu sambandi er það einnig mjög athyglisvert I þeim upplýsingum sem árs- skýrslan gefur að kaupmáttur hefur á síöast liðnum árum vaxið langt um fram taxta- kaup, eða samningsbundnar ákvarðanir um launin. Um þetta segir m.a.: „Eins og fram kemur hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann vaxið um 12,5% frá ársmeðaltali 1972 til meðaltals 1977, en kaupmáttur kaup- taxta rýrnað um 6%. Það er þvi mjög mikilvægt aö skýr greinarmunur sé gerður hér á, þegar þessi mál eru til um- fjöllunar, svo miklu hefur munaö um ofan greinda launaþætti. Hækkun ráðstöf- unartekna hefur veriö langt um fram hækkun umsaminna launataxta á árabilinu þrátt fyrir breytingarnar milli 1976 og 1977, en hækkun kauptaxta um fram ráðstöfunartekjur þá á að hluta rætur að rekja til yfirvinnubanns sem i gildi var fyrir miðbik ársins”. Misræmið milli kauptaxta og raunverulegra tekna er atriði sem þarf að liggja miklu betur fyrir við ákvarðanir um tekjustefnu en verið hefur. i þessu sambandi koma til álita ýmisleg bónuskerfi, yfirvinna og yfirborganir. Það er siöur en svo þannig að skilja aö ver- ið sé að harma að menn fái meiri tekjur en um er samið miðað við dagvinnu. Það sem um er að ræða er hitt að I þess- um efnum á ekki að vera að fela neitt, heldur eiga stað- reyndirnar að liggja á samn- ingaborðinu svo að ákvarðanir geti reynzt farsælar. Það var ekki slzt þetta sem viðskiptaráðherra átti við þegar hann sagði I eldhús- dagsumræðunum nýlega að ryöja yrði úr vegi þeirri tor- tryggni sem rikir i launamál- unum á islandi, og að ef til vill væri skynsamlegt að stofna sérstakt launamálaráð til að fylgjast með raunverulegri tekjuöflun og tekjumyndun manna i þjóðfélaginu. —JS r4xiwtrv 9 b Lengi getur gott botnnð! Ennþá betri BLTRVCCinC FYRIR HEIMILI OG FJÖLSKYLDU SUMARLEYFISROF Sem bætir óhjákvæmileg aukaútgjöld og endur- greiðir ónotaðan ferðakostnað, ef sumarleyf isdvöl er rofin vegna ýmissa ófyrirsjáanlegra atvika BÓNUS vegna tjónlausra ára, allt að 20% lækkun á iðgjaldi ALTRYGGING ÁBYRGÐAR er ný heimilistrygging sem bætir missi eða tjón á persónu- legum lausaf jármunum, sem á rætur að rekja til einhverra skyndilegra og ófyrirsjáanlegra atvika og tryggingin gildir í öllum heiminum! — bæði menn og munir eru verndaðir á ferðalagi sem við dvöl ALTRYGGING ÁBYRGÐAR tekur einnig til: Skaðabótaskyldu — bætir lífs-eða likamstjón meðalltað 10.000.000 kr. og eigna- tjón allt að 4.000.000 kr. Réttarverndar — Skaðabótaréttar Slysa — örorku, lækniskostnaðar, tanntjóna Ferða- og sjúkratryggingar -I- aukakostnaður vegna fæðis og húsnæðis Ef pabbi missir málninguna ofan i nýja teppiö þá bætir ALTRYGGINGIN tjónið Ef þú fótbrýtur þig I Napoli eða Neskaupstaö - Altryggingin greiöir aukakostnaðinn H ABYRGÐ TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN Skúlagötu 63 — 105 Reykjavik. — Slmi 26122

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.