Tíminn - 10.05.1978, Side 10

Tíminn - 10.05.1978, Side 10
10 Mi&vikudagur 10. mai 1978. 0 KRISTJÁN BENEDIKTSSON, BORGARFULLTRÚI: Fjögur tilbrigði um sama stef ^BORGARMAL Björgun Elliðaánna Fyrirum þaöbil lOárumvoru ýmsir uggandi um framtið Ell- iðaánna. Byggingar voru þá svo að segja á árbakkanum og frá- rennsli frá sumum húsum lá beint út i arnar. Þd var það, sem ég fékk mál- efni Elli&aánna tekið á dagskrá borgarstjórnar. Gerði ég þar i itarlegri ræðu grein fyrir ástandi ánna og þeim hættum, er að þeim steðjuðu og setti frain nokkur atriði, sem ég taldi aö ráða þyrfti bót á, ef bjarga ætti lifrikinu i ánum. Segja má, að með þessu hafi orðið algjör þáttaskil i viðhorf- um almennings og borgaryfir- valda til ánna. Skipulegar að- gerðir hófust til að f jarlægja hús af bökkunum og endurbæta rot- þrær. Akvörðun var tekin um, að óbyggt svæði skyldi vera beggja vegna meðfram ánum. Ýmislegt fleira var gert. Reynslan af þessum aðgerðum hefur sannaö að hægt er, ef nægileg aðgáter höfð, að halda mengun ánna i lágmarki og við- Ungir og aldnir hafa átt ótaldar ánægjustundir f Bláfjöllum undanfarna vetur. Mikið verkefni er samt eftir við a& bæta skiðaaðstöðuna og veginn. Að þvi ber að vinna af fullum krafti næstu árin. né reisa önnur mannvirki nema stjórn fólkvangsins samþykki. Næstu kynslóðir munu án efa verða þakklátar fyrir aö viö sém nú lifum.skyldum hafa þá framsýni aö varðveita þetta svæði i tima. Skíðamiðstöðin. Eins og Reykvikingar þekkja, þróuðust skiðamálin þannig, að iþróttafélögin reistu sér skála vitt og breitt á fjalllendinu allt frá Skálafelli i norðri til Jóseps- dals i suðri. Þeir sem reistu þessa skála sýndu oft á tiðum mikinn dugnað og fórnfýsi. Þegar almennur áhugi vakn- aði fyrir skiðaiþróttinni og Reykvikingar tóku þúsundum saman að fara á skiði á góöviðr- isdögum kom i ljós, að aðstaða var ekki til að taka á móti slik- um fjölda. Augljóst var að gera yrði sérstakar ráðstafanir til að koma til móts við vaxandi skiðaáhuga almennings og að i þeim efnum yrði Reykjavikur- borg og nágrannasveitarfe'lögin að koma til skjalanna. Vorið 1970 flutti ég tillögu i borgarstjórn Reykjavíkur þess efnis, að Reykjavikurborg beitti sér lyrirað koma upp skiðamið- stöö fyrir almenning á þeim stað sem sérfróðir menn teldu heppilegastan til þeirra hluta. Jafnframt lagði ég til að þá strax yrði tekin upp samvinna við nágrannasveitarfélögin uin þetta mál. Tillaga þessi fékk góðar undirtektir. Framhald þessa máls þekkja a.m.k. þær tugþúsundir Reyk- vikinga, sem á undanförnum vetrum hafa lagt leið sina i Bláfjöllin. Þar er nú unnið á skipulegan hátt að þvi að koma upp fullkominni skiðamiðstöð fyriralmenning. Að þeim fram- kvæmdum standa allmörg sveitarfélög auk Reykjavikur, en stjórn svæðisins er i höndum Bláfjallanefndar, sem skipuð er fulltrúum þeirra sveitarfélaga, sem aðildeiga að skiðamiðstöð- inni. Hólmsheiðin. A útmánuðum. árið 1974 flutti borgarstjórinn i Reykjavik til- lögur sinar um umhverfi og úti- vist, sem almennt gengu undir nafninu „Græna byltingin”. Eins og kunnugt er, hefur verið hljótt um þessa „byltingu” frá þvi hún var samþykkt, enda litið miðað i áttina að auka grænu svæðin. í tillögum borgarstjóra varekkert fjallað um land borg- arinnar ofan byggðar. Vitað var þó að þar hafði gróðri hrakað siðari ár. Þá var það aö borgarfulltrúar Framsfl. fluttu um það tillögu i maí 1974, að gert yröi skipulegt átak til að stöðva gróðureyðingu á upplandi borgarinnar og gerð áætlun og hafnar framkvæmdir til að auka gróðurlendið. Tillag- an hlaut samþykki. Siðan hefur allmikið verið unniðað þessu verkefni, einkum i Hólmsheiðinni, þar sem nokkr- ir tugir unglinga hafa starfað undanfarin sumur viö að hefta uppblásturinnmeð þvi að stinga niður rofabakka og dreifa áburði og grasfræi i ógróin svæði. Arangur þessa starfs er þegar farinn að segja til sin eins og þeir geta sannfærzt um, sem taka vilja sér gönguferð um svæðið einhvern góðviörisdag- inn. Þessa sjón getum viö þvl aðeins vænzt að sjá I Elliðaánum aö þeim verði ekki spillt. Aukin byggð og gálausar framkvæmdir viö áro'sana bjóöa ýmsum hættum heim. Allir náttúruunnendur þurfa þvl að halda vöku sinni og gæta þess aö perta Reykjavlkur verði ekki eyöilögð. Uppgræðsla lands er göfugt og þroskandi starf. Fátt er betra til að auka skilning æskufólks á nauðsyn þess að fara vel með landið en að vinna viö gróðursetningu og uppgræ&slu. halda eölilegri laxgengd. Hins vegar má ekki slaka á árvekn- inni. Þá getur illa farið. Fólkvangurinn. Samskipti fólks við landið er eitt þeirra atriða, sem margir hafa leitt hugann að i seinni tið. Þeir, sem i þéttbýlinu búa, þurfa að eiga greiðan aðgang að útivistarstöðum. Þeir þurfa að eiga þess kost að komast i sam- band við náttúru landsins. Þetta þarf að gerast á þann hátt, að náttúruspjöll verði ekki af. Reykjanesskaginn hefur að geyma marga fallega og sér- kennilega staði, sem kjörnir eru til útivistar. Vegna mikils þétt- býlis i næsta nágrenni þótti þvi nauðsyn að vernda viss s væði og tryggja jafnframt greiðan að- gang að þeim fyrir fólkið i Reykjavik og á Reykjanesi. Arið 1969 fluttu því borgarfull- trúar Framsókuarflokksins til- lögu i borgarstjórn um að notuð yrði heimild i ná ttúruverndar- lögum og stolnaður fólkvangur á Reykjanesskaga. er næði frá Krisuvikurhergi að Elliðavatni og tengdist Elliðaárdal. Hug- myndhini var vel tekið og tillag- an samþykkt. Framhald þessa máls þekkja flestir. Svæðið hefur verið frið- lýst sem fólkvangur. í þvi felst m.a. að ekki má spilla eða breyta landi á svæðinu. Svæðið skal vera frjálst til umferðarog ekki má setja þar upp girðingar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.