Tíminn - 12.05.1978, Síða 6

Tíminn - 12.05.1978, Síða 6
6 Föstudagur 12. maí 1978. Menn kvöddust með virktum eftir að forseti islands hafði slitiö 99. löggjafarþingi islendinga s.l. laugar- dag.Fremst ámyndinni má m.a. sjá þá Asgeir Bjarnason og Ingólf Jónsson, en þeir sátu nýliðinn vetur sitt siðasta þing og gefa ekki kost á sér aftur. alþingi Frjálst verðlag Að hálfu ári liönu tekur gildi ný verölagslöggjöf I landinu, en Alþingi samþykkti sem lög frumvarp til laga um verðiag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viöskiptahætti nú rétt undir þingiokin. Samkvæmt hinni nýju löggjöf er gert ráð fyrir frjálsri verölagningu, þegar samkeppni er nægiieg, til þess að tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt verölag.Hins vegar er jafn- framt bráðabirgöaákvæöi um þaö að öll verðlagsákvæöi haldi gildi sinu við gildistöku laganna, þar til verðiagsráð hefur tekið afstöðu til þeirra. Embættisgengi kenn- ara og skólastjóra Frumvarp um emðættisgengi kennara og skólastjóra hefur ver- ið samþykkt sem iög frá Alþingi. Löggjöf þessi felur i sér skilgrein- ingu á lágmarksmenntun til að verða skipaður kennari við grunnskóla og framhaldsskóla og mat umframmenntunar varð- andi kaup og kjör. Kennarar, sem lokiö hafa kennaranámi fyrir gildistöku þessara laga, halda óskertum réttindum. t bráða- birgðaákvæðum laganna segir, að „þeir sem við gildistöku þess- ara iaga hafa starfað sem settir kennarar við skyldunámsskóla 6 ár eða lengur, en fullnægja ekki skilyrðum laganna til að hljóta skipun I stöðu, skulu eiga kost á að ljúka námi á vegum Kennara- háskóla islands til að öðlast slik réttindi. Um tilhögun námsins og mat á fyrri menntun og starfs- reynslu skal setja ákvæði i reglu- gerð”. Lög um hlutafélög Samþykkt hafa verið ný lög um hlutafélög frá Alþingi. Er hér um að ræða mikinn lagabálk I 160 greinum og 19 köflum. Margvis- iegar breytingar og endurbætur á lagasetningu um hlutafélög er að finna i lögum þessum. Markmið lagasetningarinnar er m.a. að tryggja heilbrigðan rekstur hlutafélaga og hag viðskipta- aðila og stuðla að meiri fjöida- þátttöku við stofnun hlutafélaga. Þá eru greinar I frumvarpinu til að tryggja þá grunnstoð hlutafél- aganna að hluthafar beri ekki persónuiega ábyrgö á skuldbind- ingum hlutafélags en þetta hefur viljaö brenna nokkuð viö hér á landi. Ný lög frá Alþingi Fjölmörg lög voru samþykkt á Alþingi síöustu dagana fyrir þinglok. Hér á eftir verða talin upp þau nýsett iög sem ekki hefur veriö gerð sér- staklega grein fyrir: Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu. Frumvarp tii laga um tæknistofnun islands. Frumvarp til laga um breytingu á umferöarlögum. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heyrnleysingaskóia (framhaldsdeild). Frumvarp til iðnaðarlaga. Frumvarp til laga um bann við fjárhagslegum stuðningi eriendra aö- ila við islenzka stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á islandi. Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum. Frumvarp til laga um heimild fyrir rikisstjórnina að selja eyðijörö- ina Koilsvik I Rauðasandshreppi. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar. Frumvarp til laga um ónæmisaögeröir. Frumvarp til laga um lyfjafræðinga. Frumvarp til laga um manneldisráð. Frumvarp til laga um eftirlit með framleiðslu á fóðurvörum, áburði, og sáðvörum og verzlun með þær vörur. Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum. Frumvarp til laga um vátryggingastarfsemi. Frumvarp til laga um breytingu á umferöarlögunum. Frumvarp til laga um breytingu á mörkum' lögsagnarumdæma Reykjavikur og Seltjarnarneskaupstaðar. Frumvarp til laga um sáttastörf i vinnudeiium. Frumarp til laga um heyrnar- og talmeinastöð islands. Frumvarp til byggingarlaga. Frumvarp til laga um Þjóöleikhús. Frumvarp til laga um breytingu á Iögum um Stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar i sveitum. Frumvarp til laga um veitingu rikisborgararéttar. Frumvarp tii laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og heilbrigöiseftirlit. Heyrnleysingjaskóli Lagt hefur verið fram til kynningar stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um heyrnleysingjaskóla. Frumvarp þetta var lagt fram rétt fyrir þinglok og felur i sér að við Heyrnleysingjaskólann skuli starfa framhaldsdeild er hafi það hlutverk að veita nemend- um undirbúning að aðstoð til að afla sér menntunar og þjálfun- ar i ýmsum starfsgreinum og réttinda til sérnáms i fram- haldsskólum eða háskólum. Erföaf járskattur Rétt fyrir þinglok var lagt fram þingmannafrumvarp um ráðstöfun erfðafjárskatts og erfðafjársjóðs. Flutningsmenn frumvarpsins eru Pálmi Jóns- son (S), Stefán Valgeirsson (F), Ölafur öskarsson (S), Páll Pétursson (F), Sigurlaug Bjarnadóttir (S), Sighvatur Björgvinsson (A), Karvel Pálmason (Sfv) og Gunnlaugur Finnsson (F). Felur frumvarp þetta i sér að erfðafjárskattur, sem til ’fellur i hverju lög- sagnarumdæmi landsins, renni þar i sérstakan sjóð, sem varð- veittur sé i heimahéraði og gangi þar til uppbyggingar á aðstöðu fyrir fatlað fólk, gam- ^lt fólk og börn, einkanlega ef um þroskaheft börn er að ræða. Samkvæmt núgildandi lögum rennur erfðaf járskattur til erfðafjársjóðs sem er i vörzlu Tryggingarstofnunar rikisins. Fuglaveiöar og fuglafrið- un Menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um fuglaveiðar og fuglafriðun. Er hér um að ræða endurskoðaða löggjöf. Framboðslisti Framsóknarflokksins á Dalvik Framboðslisti Framsóknar- flokksins við bæjarstjórnarkosn- ingarnar á Dalvik 28. mai n.k. er þannig skipaður: 1. Helgi Jónsson, rafvirkjameistari. Helgi Jónsson 2. Kristján ölafsson, útibússtjóri. 3. Kristinn Guðlaugsson, _ sláturhússtjóri. 4. Kristin Gestsdóttir, skrifstofumaður. Kristján ólafsson 5. Hilmar Danielsson, framkvæmdastjóri. 6. Guðriður Ölafsdóttir, húsmóðir. 7. Kristinn Jónsson, bifvélavirki. Kristinn Guðlaugsson 8. Hafsteinn Pálsson, bóndi. 9. Valgerður Guðmundsdóttir, verkakona 10. Ottó Gunnarsson, stýrimaður. Kristin Gestsdóttir 11. Hörður Kristgeirsson, bifvélavirki. 12. Arni Óskarsson, frystihússtjóri. 13. Kristján L. Jónsson, deildarstjóri. 14. Jón Sigurðsson, fyrrv. húsasmiðam. Hilmar Danielsson Dr. Leó Kristjánsson viö hiö nýja segulmælingatæki. Tækjagjöf til Haunvísindastofnunnar Háskólans Hinn 14.april sl. var Raun- visindastofnun Háskólans afhent formlega að gjöf frá vlsindasjóönum „Alexander von Humboldt Stiftung” i Þýzkalandi vandað mælitæki til mælinga á segulsviði jaröar og á segul- mögnun bergsýna. Tækið mun auövelda mjög þær rannsóknir á segulstefnu i hraunlögum, sem Raunvisindastofnunin hefur staðið að allmörg undanfarin ár i samvinnu við aðrar innlendar og erlendar stofnanir. Hafa niöur- stöður rannsóknanna veitt marg- háttaðar upplýsingar bæöi um jarðfræöi Islands og um eðli jarð- segulsviðsins. Þær hafa birzt mjög vlða I fræðiritum og á ráð- stefnum og vakiö athygli, enda eru aðstæður til slikra rannsókna betri frá náttúrunnar hendi á íslandi en viðast annars staðar. Tækjagjöfina afhenti hr. Karlheinz Krug, sendiráðunautur i sendiráði Sambandslýðveldisins Þýzkalands, að viðstöddum próf. Guðlaugi Þorvaldssyni háskóla- rektor og ■próf. Sveinbirni Björnssyni, formanni stjórnar Raunvisindastofnunar Háskólans, en við gjöfinni tók fyr- ir hönd stofnunarinnar dr. Leó Kristjánsson, jarðeðlisfræöingur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.