Tíminn - 02.06.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.06.1978, Blaðsíða 9
flil.UlUlliU1 9 á víðavangi Margt má læra Meðal þeirra ályktana sem dregnar verða af úrslitum borgarstjórnarkosninganna er sú að meirihlutastööu Sjálf- stæðisflokksins varð hnekkt við þau skilyrði að saman fór almenn trú á þvi aö henni yrði ekki haggað og töluverö óánægja var i þeirra eigin röð- um. Að þessu ieyti er það vafalaust rétt hjá Birgi isleifi Gunnarssyni fyrrum borgar- stjóra, að meðal kjósenda Sjálfstæðisfiokksins i borginni hafi gætt „andvaraieysis”. Sést þetta bezt ef það er haft i huga að kosningaþátttakan varð miklu minni nú en oftast hefur verið, um leið og viður- kenna ber að Sjálfstæöis- flokkurinn hefur ekki tapað neinu verulegu af fylgi sinu I borginni miðað við undan- farna áratugi. Það má segja að i öllum flokkum i Reykjavfk hafi verið samstaða um það að hæpið væri að stjórnarskipti yrðu i borginni. Þegar foringjar Sjálfstæðismanna i borginni hrópuðu „varnaðarorð” I mál- gögnum sinum tók fólkið þeim eins og gömlum lummum. Ekki er að efa að þessi al- menna trú á að Sjálfstæöis- menn héldu velli hefur haft á það talsverö, ef ekki mjög mikil, áhrif að svo margir léðu Alþýöubandalaginu fylgi sitt nú. önnur skýring á miklu fyigi Alþýðubandalagsins felst i þvi að sá flokkur er óskaandstæð- ingur Sjálfstæðismanna i Reykjavik. Þeir gerðu þvi talsvert ai< þvi að auglýsa málefni og afstöðu Alþýöu- bandalagsmanna i þvi skyni að hræöa fólk. Enda þótt sigri Alþýðubandalagsins verði siö- ur en svo fagnaö, ber þo að gleðjast yfir þvi aö fólk hefur ekki látið hræösluáróður ihaldsins i Reykjavik hafa áhrif á sig eins og alltof oft hefur gerzt hingaö til. Þriðja skýringin hlýtur að felast i þvi að frambjóðendur Alþýðubandalagsins náðu mjög góðum árangri og þau máí sem þeir báru fram virð- ast hafa náð eyrum fólksins I borginni með ótrúlega miklum áhrifum. Sú „stjórnlist” Framsóknarmanna að fara sér hægt og byggja málflutn- ing sinn á ábyrgðartilfinningu og málefnalegri afstöðu um fram a llt-ga f ekki þá raun sem verðugt og æskilegt hefði mátt telja, en ef til vill hefur sam- starfið við Sjálfstæöismenn á landsmálasviðinu átt einhvern þátt I þvi að gera þennan mái- flutning tortryggilegan nú, svo ósanngjarnt sem það vissu- lega er I garð forystumanna Framsóknarmanna i Reykja- vik eftir áratuga harða and- stöðu þeirra, en málefnalega og ábyrga, gegn ofurvaldi Sjálfstæðismanna i borginni. Engin áhrif ? Fleira má af úrslitum kosn- inganna læra. Eitt er það, sem ef til vill mun furða marga, hve litil áhrif blaðaskrif fiokksblaða virðast hafa haft á úrslitin. Vitað er t.d. að Þjóð- viljinn hefur takmarkaða út- breiðslu og Alþýöublaðið svo litla, að útgáfa þess stöövaöist meira að segja um tima i kosningabaráttunni. Dag eftir dag síðustu vikuna var Morg- unblaöið troðfullt af borgar- málefnum i þvi augijósa skyni að reka alla hugsanlega kjós- endur flokksins á kjörstað. En allt kom fyrir ekki. Timinn birti varla orð um kosninga- baráttuna I Kópavogi, sem þó var af mörgum talin mjög spennandi og tvisýn. Þar farn- aðist Framsóknarmönnum vei- eftir öllum atvikum þótt betur hefði mátt. Hins vegar birti 1 blaðið mjög mikið efni frá Reykjavik, en kom fyrir ekki. Hjá þvi getur ekki farið aö þessi reynsla verði tekin til al- varlegrar skoðunar og við- hlitandi ályktanir dregnar af henni. Kleppsvinna? Annað sem athygli vekur er sú tilraun Alþýðuflokksins að fella niður allt starf i kjör- deildum. Starf flokkanna i kjördeild- um á kjördegi hefur fyrir löngu orðið svo fastur liður að fáir hafa gefið þvf gaum að þarna er um að ræða ákaf- lega timafreka iðju sem gefur litið „af sér”. Þarna er I öðru lagi um að ræða hvimleiðan eftirrekstur eftir fullorðnu og þroskuðu fólki sem á rétt á þvi, ef svo er á málið litið, að verða látið I friöi við aö nýta sér lýðræöisleg réttindi sin. Það er vitaskuld allt annað mál að menn hafi samband við kunningja sina eða vini og samferðafólk annaö á kjör- degi og reyni að „tala þaö til”. Slikt veröa menn að gera upp við sig i sinn hóp. Reynsla Alþýðuflokksins nú af þvi að fella þetta kjör- deildastarf og þennan al- menna eftirrekstur niður bendir til þess að allt þetta starf sé einungis kleppsvinna, Htt sæmileg og mjög árang- urslitil og þess vegna með öllu óæskileg á kjördegi. Þegar það bætist enn við að Sjálf- stæöismenn hömuðust i Reykjavik við simana sina allt frá þvi upp úr hádeginu og kom fyrir ekki, er enn frekari ástæða til þess fyrir flokka og frambjóðendur að kanna hvort ekki er rétt að beina starfskröftum sinum að öðru á kjördegi en kjördeildastarf- inu. Reynt að glöggva t þessum dálki nú, eins og i gær, er sem allra fæstu slegið föstu en reynt að glöggva sig á ýmsum sjónarmiðum og reynslu í þvi skyni aö vekja umræður og hugleiðingar i til- efni kosninganna. Það er al- veg ljóst að i þessum efnum þarf að taka fjölmargt til end- urskoðunar nú á næstu dögum og vikum. •IS. Danskt-finnskt raunsæi og íslenzk blóm Norræna húsið Listahátíð 3. júní FI — Nú eru komin til landsins listamannshjónin Seppo-- Mattinen og Helle-Vibeke Erichsen og munu þau sýna verk sin i Norræna hiísinu i til- efni Listahátiðar, frá 3. — 18. júní. SeppoMattinen er fæddur i Finnlandi, en hefur verið búsettur i Danmörku i meira en 20 ár, og þaðan er kona hans Helle-Vibeke Erichsen. Þau hafa bæði vakið mikla athygli á Norðurlöndum fyrir sérstæðan stil i verkum sbium, sem helzt mætti lýsa sem blöndu af naivisma og ýktu raunsæi. A sýningunni i Norræna húsinu verða 55 málverk og um það bil 50 grafikverk og eru nokkur þeirra til sölu. Þá hefur Norræna htisið boðið Vigdisi Kristjánsdóttur að sýna vatnslitamyndir i bókasafninu i tilefni Listahátiöar. Vigdis er ef til vill fremurþekkt fyrir mynd- vefnað en vatnslitamyndir hennar og þá einkum myndir af Islenzkum jurtum og villi- blómum þykja hinar mestu ger- semar. A sýningunni eru 16 myndir málaðar á löngum tima, — elztu myndirnar eru frá 1965 og þær yngstu málaðar fyrir nokkrum dögum. Fáeinar myndanna eru til sölu. Sýningarnar verða báðar opn- ar laugardaginn 3. júni kl. 17.00 og verða siðan opnar daglega frá kl. 14—19. fram til 18. júni. <------------------------► Þessum myndum smellti ljós- myndari Timans Tryggvi af hjónunum Seppo Mattinen og Helle-Vibeke Erichsen I Norræna hiísinu. FRAMBOÐSLISTAR í Vesturlandskjördæmi viö kosningar til Alþingis 25. júni 1978 A-listi B-listi D-listi Alþýðuflokks Eiður Guðnason Bragi Nielsson Gunnar Már Kristófersson Rannveig Edda Hálfdánardóttir Skirnir Garðarsson Sigurþór Halldórsson Elinbergur Sveinsson Stefán Helgason Lúðvig Halldórsson Guðmundur Gislason Hagalin Framsóknar flokksins Halldór E. Sigurðsson Alexander Stefánsson Dagbjört Höskuldsdóttir Steinþór Þorsteinsson Jón Sveinsson Jón Einarsson Ingibjörg Pálmadóttir Gisli Karlsson Davið Aðalsteinsson Ásgeir Bjarnason Sjálfstæðis flokks Friðjón Þórðarson Jósef H. Þorgeirsson Valdimar Indriðason Óðinn Sigþórsson Anton Ottesen Inga Jóna Þórðardóttir Egill Benediktsson Árni Emilsson Soffía Þorgrímsdóttir Guðmundur ólafsson F-listi Samtaka frjáls lyndra og vinstiri manna Guðrún Lára Ásgeirsdóttir Hermann Jóhannesson Herdis ólafsdóttir Kristín Bjarnadóttir Garðar Halldórsson Sveinn Jóhannesson Ágúst Guðmundsson Simon Sigurmonsson Matthildur Sófusdóttir Þorsteinn Ragnarsson G-listi Alþýðu bandalags Jónas Árnason Skúli Alexandersson Bjarnfríöur Leósdóttir Guðmundur Þorsteinsson Kristján Sigurðsson Þórunn Eiriksdóttir Sigrún Clausen Ragnar Elbergsson Einar Karlsson Olgeir Friðfinnsson. Yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis 30. mai 1978, Jón Magnússon, Bjarni Arason, Sverrir Sverrisson, Sigurður B. Guðbrandsson, Björgvin Bjarnason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.