Tíminn - 02.06.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.06.1978, Blaðsíða 12
12 ílliJíSíIf Föstudagur 2. júni 1978 llHflhullO áburðardreifarar Eigum á lager Bögballe 325/B _ Verö kr. 87.852,— Einnig Gandy mönduldreyfara 12 feta KaupSélögin IaI UM AIXTIAND L^J Samband islenzkra samvmnufélaga VELADEILD Ármula 3 Reykjavik simi 38900 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti / Athygli skal vakin á þvi að auglýstar hafa verið kennarastöður við Fjölbrautaskól- ann i Breiðholti og er umsóknarfrestur til 15. júni n.k. Umsóknareyðublöð fást i menntamála- ráðuneytinu, fræðsluskrifstofu Reykja- vikur og á skrifstofu skólans. Einkum er um að ræða kennarastöður i raungreinum svo og við kennsludeildir verknáms þ.e.a.s. málmiðnadeild, raf- iðnadeild og tréiðnadeild. Þá vantar kennara i viðskiptagreinum, félagsgreinum, tónmenntum, iþróttum og mynd og handmenntum. Skólameistari verður til viðtals i skólanum við Austur- berg fyrir væntanlega umsækjendur frá mánudegi 5. júni til fimmtudags 8. júni, - 9—12 alla dagana og kl. 15—18 (3—6), mið- vikudaginn 7. júni og fimmtudaginn 8. júni. Skólameistari Utankjörfundarat- kvæðagreiðsla í Kópavogi Utankjörfundaratkvæðagreiðsla i Kópavogi vegna alþingiskosninganna 25. júni 1978 hófst mánudaginn 29. mai og verður fram á kjördag hinn 25. júni. Opið verður eins og hér segir: Mánudaga til föstudaga kl. 10—15 og kl. 18—20, laugardaga kl. 10—12,13—15 og kl. 18—20 og sunnudaga kl. 10—12. Atkvæðagreiðslan fer fram á lögreglu- stöðinni að Auðbrekku 57, 1. hæð. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Vorkappreiðar Fáks: „Við verðum - eldri, &f þvi.- við erum hestamenn” Fáksmenn létu geöstiröa veðurguöi ekki aftra sér frá að halda vormót sitt á Viöivöllum 27. mai s.l. A vormóti eru ein- göngu háðar kappreiöar, og auövitað er lftil von um mikinn árangur i roki og rigningu eins og var mótsdaginn. 1 upphafi mótsins var Þorgeir Jónsson i Gufunesi heiðraður fyrir þátt- töku sina i mótum Fáks i fimm- tiu ár. Guðmundur Clafsson^for- maður Fáks, afhenti Þorgeiri silfurbikar frá félaginu og Þor- geir þakkaði fyrir með stuttu ávarpi. Hann sagði m.a.: „Það er oft sagt við mig að ég eigi að hætta þessu af þvi að ég sé orð- inn of gamall. En ég svara aö ég verðialdrei of gamall til að fara á hestbak. Og ég er viss um að við verðum eldri en aðrir, af þvi að við erum hestamenn”. Þor- geir lagði Þór, hestinn sem hann keypti fyrir tiu trippi af Andrési á Kviabekk, og það kom I ljós að Þór ætiar ekki að verða dóm- greind Þorgeirs til skammar, hann rann skeiðið á 24,0 sek. sem er ágætur timi hjá 7 v. hesti meö litla keppnisreynslu. Til samanburðar má geta þess að timi Þórs er sá sami og Leiknir sigraði á I Evrópumótinu I Dan- mörku i fyrra. Ég tel vist að all- ir hestamenn, og kannski marg- ir aðrir, taki undir með mér og samgleðjist Þorgeiri með að hafa enn einu sinni komið fram með vekring i fremstu röð og ætli það geti ekki verið að Þór sé beztur þeirra allra? Skeiðið tókst betur nú en á hvitasunnukappreiöunum, fleiri hestar skiluðu heilum spretti og árangur varð jafnari. Fannar er hinn öruggi sigurvegari þótt hann hafi aðeins skilaö öörum sprettinum á þeim tvennum kappreiðum sem hann hefur tekið þátt i i ár. Timinn var 23,1 sek. Aðalsteinn bað mig reynd- ar að athuga vel hvort Fannar færi ekki örugglega á skeiði, en ekki tölti eins og mér sýndist Hjörvar gera hjá honum á hvitasunnunni. Ás lá báða sprettina á 23,7 sek. og varð annar, en Vafi varð þriðji á 23,8 sek. Hrannar sannaði að hann er óumdeilanlega meðal þeirra allra beztu, hann hljóp fyrri sprettinn á 24,0 sek. og þann seinni á 23,5sek., en rétt áður en hann fór yfir marklinuna varð hann fyrir truflun og hljóp upp. öfugt við skeiðhestana gekk brokkurunum mun verr nú en á hvitasunnunni. Enginn þeirra brokkaði alla leið i seinni um- ferð,en fimm af fjórtán i skrá skiluðu brokki allan fyrri sprettinn. Blesi sigraði á 1:45,0 min., annar varð Léttir á 1:50,4 min. og þriðji Faxi á 1:51,4 min. Faxi var einn þeirra sem hljóp upp i báðum ferðum og mér sýndist ekki fritt viö að hann hlffði fæti. Stökkkeppnin var nokkuö jöfn og spennandi I öllum hlaupum. Þróttur og Blákaldur hlupu nú 800 m. Ég gæti trúað að það hentaði Þrótti betur, en Blá- kaldur virðist vera nokkuð jafn- vigur á allar vegalengdir, hann er oftast framarlega, en nær sjaldan að sigra. Jerimias hljóp illa og lenti i sjötta sæti með lé- legan tima en Björn Baldursson hleypti lika Gusti og náði öðru sæti á honum. Þjálfi virðist al- veg öruggur með að sigra þá hesta sem keppt hafa við hann I vor, hann varö fyrstur nú á 65,1 sek. Þriðji varð Ægir á 66,5 sek. Þorgeir f Gufunesi var heiöraður fyrir hálfrar aldar þátttöku i mótum Fáks. og fjórði Þróttur á 66,9 sek. Frfða Steinarsdóttir sat sigur- vegarana i 350 m stökki og ung- hrossahlaupi. Friða situr mjög vel og er óumdeilanlega i fremstu röð knapa. Einhver haföi orð á þvi við Sigurbjörn Bárðarson (mann Friðu) að nú gæti hann séð hvaða afbragðs konu hann ætti, en hann lét eins og hann hefði alltaf vitað það. Glóa varð sjónarmun á undan Loku ímark;báðar hlupu 350 m stökkið á 25,0 sek. Þriðji varð Bleikur, 9 v., úr Borgarfiröi, eigandiPétur Lárusson. Bleikur þessi hljóp á hvitasunnukapp- reiðum bæði i fyrra og I ár, án verulegs árangurs, 30,0 sek. i fyrra en 29,0 f ár. Nú hafði veriö skipt um knápa; Aðalheiður Einarsdóttir, dóttir Kolbrúnar Kristjánsdóttur, sat hann og hefur sýnilega erft knapahæfni móður sinnar. 1 úrslitum hljóp Bleikur á 26,4 sek. en 26,3 I undanrás. Guðrún Fjeldsted tekst ekki jafnvel með Lottu og Þjálfa. Lotta er ákaflega ör og ókyrr á rásmarki og eyðir þar mikilli orku og hefur þvi af minna að taka i hlaupinu. Hún náði þó 26,4 sek. i undanrás, og komst i úrslit, en þar brást hún og varð siðust á 27,5 sek. 1 unghrossahlaupinu hlupu þrjú hross á sama tima, 19,0 sek., og knaparnir urðu ásáttir um að fara aukasprett um röð- ina. Þá varð Reykur fyrstur, Framhald á bls. 23 . As liggur, en Vafi og Þór eru hlaupnir upp. Brokkarinn Blesi og eigandinn, Valdimar Guðmundsson. Þau horfast hýrlega i augu, Aðalheiður og Viihjálmur, við verölaunaafhendinguna fyrir 350 m stökk. Frá vinstri; Bleikur, Loka og Glóa. . Augnabliki eftir að myndin var tekin hljóp Hrannar upp, en Hofstaða- Jarpur var kominn á stókk. Crslit 1800 m stökki. Frá vinstri; Þjálfi, Þróttur, Gióa og Loka hlupu á sama tima, en Glóa vann á Gustur, Ægir, Kóngur * og Jeremias. sjónarmun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.