Tíminn - 02.06.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.06.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. júni 1978 3 Sjómannadagurinn í Reykjavík: Mátt eiga hann ef þú getur hvolft honum — möguleiki á að eignast 13 feta plastbát Kás — Tilgangur Sjómanna- dagsins er fyrst og fremst að treysta samstöðu hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttar- innar, minnast látinna sjó- manna og heiðra gamla sjó- menn sem skilað hafa góðu og löngu dagsverki. Siðast en ekki sizt er hlutverk hans að kynna almenningi lifsbaráttu sjó- mannsins og störf hans á sjón- um, sagði Pétur Sigurðsson for- maður Sjómannadagsráðs, á fundi sem ráðið boðaði til með blaðamönnum i gær, til að kynna dagskrá Sjómannadags- ins, sem að þessu sinni er nk. sunnudag, 4. júni. Sjómannadagurinn verður með heföbundnu sniði. Hann hefst kl. 8 með þvi að fánar verða dregnir að hún á skipum i Reykjavikurhöfn, en kl. 11 verð- ur sjómannamessa i Dómkirkj- unni. Siðdegis verða aðal- hátiöarhöldin i Nauthólsvik og hefjast þau kl. 14. Að vanda verður þar margt til skemmtunar, m.a. kappróð- ur skipshafna og vinnuflokka i landi, og keppni i kvennaflokki. Koddaslagur Slysavarnardeildin Ingólfur sýnir ýmis atriði úr starfi sinu, en eins og kunnugt er, er Slysa- varnafélag íslands 50 ára á þessu ári. Var það upphaflega stofnað til að veita hjálparþjón- ustu vegna sjóslysa. Þá verður keppt i koddaslag og stakka- sundi. Það nýmæli verður að þessu sinni, að sýndir verða bátar og snekkjur á hátiðarsvæöinu, auk annars sem við kemur útivist. Einnig verður þar á staðnum bátur á floti, og má sá eiga hann sem fyrstur getur hvolft honum. Um er að ræöa eigulegan 13 feta plastbát, og sjálfsagt verða margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar. A undan skemmtiatriðunum verða fluttar ræður. Þær flytja þeir Matthias Bjarnason sjávarútvegsráöherra sem' full- trúi rikisstjórnarinnar, Agúst Einarsson hjá LIO sem fulltrúi útgerðarmanna og Guðmundur Hallvarðsson nýkjörinn for- maður Sjómannafélags Reykja- vikur. Að ávörpunum loknum mun Pétur Sigurðsson formaður Sjómannadagsráðs sæma aldraða sjómenn heiðursmerki sjómannadagsins. Að vanda verður selt merki Sjómannadagsins og Sjómanna- dagsblaðið, sem er mjög vandaö aö þessu sinni. Strætisvagna- ferðir verða frá Hlemmtorgi og Lækjartorgi á 15 min. fresti frá þvi kl. 13. A timabilinu kl. 15-17 verður nýja Hrafnista i Hafnarfirði til sýnis fyrir almenning. Veröur gestum boðið upp á kaffi og kök- ur, en allur ágóöi kaffisölunnar rennur til skemmti- og ferða- sjóðs vistmanna heimilisins. Pétur Sigurösson ræddi i lok fundarins um það uppbygg- ingarstarf sem unniö hefur ver- ið á vegum Sjómannadagsráös sl. ár, fjáröflun þeirra fram- kvæmda, og nýjungar sem á döfinni eru. Sagði hann að i ár heföi fengizt i fyrsta skipti byggingarstyrkur frá Alþingi til þessarar starfsemi. Ræddi hann sérstaklega um Hrafnistu i Hafnarfirði, þar sem ýmislegt nýtt væri fyrirhugaö. T.d. yrði boðið upp á dagheimili fyrir aldrað fólk, þar sem þaö hefði aðgang aö bókasafni, heilsuræktaraðstöðu, og fleiru þvi um liku. Þá ræddi hann fyrirhugað samstarf við nágrannasveitar- félögin þar i kring, og sagði að' ef það kæmist á, gæti það orðið öllum aðilum til hagsbóta, þvi ofviða væri litlum sveitarfélög- um að standa fyrir fullkominni þjónustu á þessu sviði, ein sér. Jón Sólnes lætur af störfum sem framkvæmda- stjóri Kröflu- nefndar GEK— Að beiðni Jóns G. Sólness heftir iðnaðarráðherra samþykkt að leysa hann frá embætti fram- kvæmdastjóra Kröflunefndar frá og með 1. júni að telja, en Jón gegnir áfram formennsku i Kröflunefnd. Akveðið hefur verið að Einar Tjörvi Eliasson yfir- verkfræðingur taki við starfi framkvæmdastjóra Kröflunefnd- ar. 1 tilkynningu, sem iðnaðar- ráðuneytið semdi frá sér i gær vegna þessa, segir meðal annars: Byggingaframkvæmdum viö Kröfluvirkjun er nú að miklu leyti lokið og raforkuframleiðsla hafin fyrir nokkru. Hlutverk Kröflu- nefndar og umsvif hafa þvi minnkað að mun og eru nú eink- um rekstrarlegs eðlis. — Ef menn halda að þetta sé einhver uppgjöf af minni hálfu þá er þaö mesti misskilningur, — sagði Jón Sólnes i samtali við Timann i gær. — Eins og tilkynning iðnaöar- ráðuneytisins ber með sér, þá eru framkvæmdirnar einfaldlega komnar á það stig, að ekki er þörf fyrir að halda úti sérstökum framkvæmdastjóra nefndarinn- ar. Hlutverk Kröflunefndar er nú einkum rekstrarlegs eðlis þar eð Jón Sólnes framkvæmdum á hennar vegum er þvi sem næst lokið. Það þýðir vist ekki aö tala um aðm eö þessu sé veriö að spara, — sagði Jón — þvi okkur á vist að vera alls varnað i þeim efnum. — Aðspurður um hvort ekki hefði verið timafrekt að gegnai senn starfi formanns og framkvæmda- stjóra Kröflunefndar og sitja auk þess á Alþingi, sagði Jón, að yist hefði það veriö. — Menn halda að það sé eitt- hvert sældarlif að standa i þessu en það er öðru nær. Það eru ófáar nætur og helgar sem maöur hefur þurft að eyða vegna þessarar virkjunar. Það getur fjölskylda min aö minnsta kosti staðfest”, sagði Jón G. Sólnes að lokum. Beðið eftir svari Inga R. Helgasonar GEK—Svo sem kunnugt er skrif- aði Ingi R. Helgason lögmaður Alþýðubankans rikissaksóknara bréf fyrir nokkru siöan, þar sem hann fór fram á að opinber rann- sókn yröi gerð á störfum hans fyrir Alþýðubankann. Tilefni þessarar óskar voru ummæli sem birtust i einu dagblaðanna fyrir skömmu varðandi Alþýðubanka- málið svonefnda. Aö sögn Þórðar Björnssonar rikissaksóknara, hefur mál Inga R. Helgasonar ekki verið afgreitt frá embætti hans ennþá, en núer beðið eftir þvi að lögmaðurinn svari bréfi rikissaksóknara þar sem farið var fram á ákveðnar upplýsingar varðandi málið. — Þar til svar Inga R. Helga- sonar hefur borizt, mun mál hans biða á borðinu hjá mér, sagði Þórður Björnsson rikissaksókn- ari i samtali við blaðamann Tim- ans i gær. Barnakórakeppni Norðurlanda: í siðasta skipti hér á landi — kostnaður illviðráðanlegur Kás—Fyrirtólf árum hófst sam- starf norrænna útvarpsstööva um að örva og styrkja starfsemi barna- og unglingakóra, og var það markmið með þessari starf-1 semi að Norðurlöndin gætu eign- azt kóra á þessu sviði á borð við þá beztu i Evrópu. Rikisútvarpið hefur tekið þátt i þessari starfsemi, og á þessum 12 árum hafa tveir islenzkir kórar verið þátttakendur i þessari keppni, Kór öldutúnsskóla ogKór Menntaskólans i Hamrahlið. Er óhætt að segja að þessi keppni hafi markað þáttaskil i allri starf- semi beggja kóranna og orðið lyftistöng í starfsemi annarra barna- og unglingakóra, sem i auknum mæli eru farnir að bera sig saman við þessa tvo kóra. Að þessu sinni verður barna- kórakeppni Norðurlandanna haldin hér á landi hinn 13. júni nk., og er það jafnframt i siðasta sinn sem þessi keppni er haldin. 1 tengslum við keppnina munu nær 200 norræn ungmenni dvelja hér- lendis dagana 12.-18. júni við samkeppni i kórsöng og söng- skemmtunum fyrir almenning. M.a. munu kórarnir taka þátt i þjóðhátiðarhátiöarhöldunum 17. júnl og koma fram á skemmtun- inni á Arnarhóli. Kórarnir sem taka þátt i keppn- inni eru: Kór öldutúnsskóla i Hafnarfirði, stjórnandi Egill Friðleifsson, frá Noregi stúlkna- kór Nöklevannskóla, stjórnandi Per Skjölsvik, frá Danmörku Danski drengjakórinn, stjórnandi Jörgen Bremholm, frá Sviþjóð stúlknakór tónmenntadeildanna i Stokkhólmi, stjórnandi Bo Johansson, og frá Finnlandi Kontulan Lapsikuoro, stjórnandi Eila Lepistö. Dómari i keppninni fyrir Islands hönd er Þorgerður Ingólfsdótlir, Dagana 14.-16. júni munu norrænu kórarnir dvelja i Skái- holti i boði Kórs öldutúnsskóla, en þar munu færustu söngstjórar Norðurlandanna þjálfa þá sam- eiginlega og samræma þá söng- tækni, sem beztan árangur hefur gefið. Eins og áður er getið er þetta i siðasta sinn sem keppnin verður haldin. Bæði hefur kostnaður vegna hennar farið árlega vax- andi, svo illviðráðanlegur hefur orðið, og eins hitt að árangur þessarar samvinnu norrænna út- varpsstöðva er orðinn svo mik- inn, að menn eru sammála um aö beztu barnakórarnir séu orðnir það góðir, aö erfitt muni reynast að bæta þar um. veiðihornið Mjög góð veiði á 1. degi i Norðurá í gærmorgun hófst lax- veiðin i Norðurá, þ.e. á svæði II ofan við Laxfoss og Norðurá IV frá veiðisvæði neðan Stekks að Norðurárbrú við Hauga. Það var að venju stjórn Stangveiðifélags Reykjavikur sem hóf veiðina og veiddu þeir 19 laxa á fyrsta degi. — Við megum vera ánægð ef þetta heldur svona áfram i sumar, sagði Ingi- björg i veiðihúsinu við Noröurá er Timinn haföi tal af henni. Stærsti laxinn . sem fékkstúr Norðurá i gær var 13 pund, en laxarnir voru frá 8-13 pund að stærð. A öðrum svæðum i Norðurá hefst veiðin sem hér segir: Norðurá I 3. júni og Norðurá III22.júni. I Norðurá veiddust alls 1470 laxar árið 1977. Laxveiðin 1977 Sumarið 1977 veiddust hér á landi alls 64.575 laxar að heildarþunga 230 þúsund kiló samkvæmt upplýsingum Veiðimálastofnunar. Hlutfall stangarveiði i allri laxveiöinni var 66%, og er það heldur lægra hlutfall en verið hefur undanfarin ár, þegar hlutur Laxeldisstöðvar rikisins i Kollafirði og Lárósstöðvarinn- ar hefur verið dreginn frá heildarveiðinni. Veiöin varð 8% betri en sumarið 1976. Fjórða bezta laxveiðiárið Laxveiðin var um 10 þúsund löxum yfir meðaltali sföustu 10 ára, og var þetta 4. bezta laxvei'iiárið hér á landi, en laxafjöldinner svipaður og ár- in 197,‘í og 1972, sem voru ann- að og þriðja bezla laxveiðiárið. Hins vegar veiddust 74 þúsund laxar metlaxveiðiárið 1975 og verður trúlega einhver biö á þvi að það met verði slegið, en þó er aldrei að vita nema þaö geristá næstu árum, ef marka má þann ótrúlega stiganda sem verið hefur i laxveiði hér á landi siðustu áratugi. Þannig jókst meöalveiöin um helming á fimm ára timabili frá 1970-1975 frá þvf sem verið hafið fimm árin þar á undan. Veiðin breytileg Netaveiðin var yfirleitt góð og mjög góö á vatnasvæöi Ölfusár-Hvitár, en þar fengust að þessu sinni rúmlega 11 þús- und laxar. Þá var skinandi góð veiði i Þjórsá og varö þetta langbezta veiði þar. I Hvitá i Borgarfiröi fengust rúmlega 6 þúsund laxar i netin, og i heild varð veiöin á vatnasvæði Hvit- ár alls 12.558 laxar og þvi rúm- lega 6þúsundá stöngina. Varö veiði þvi svipuð I heild á Ölfusár-Hvitársvæðinu og á Hvitársvæðinu i Borgarfirði, en fyriTgreinda svæöið hafði vinninginn með tæplega 13 þúsund laxa. Stangarveiðin var i heild góð, en nokkuð misskipt eftir landshlutum. Þannig var að jafnaði metveiði i laxveiðiám á vestanveröu Norðurlandi og i ám I Þingeyjarsýslum og i Vopnafirði og i Breiödalsá i Suöur-Múlasýslu. Sömu sögu er ekki að segja af veiöi á Suöurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum, þó að undan- tekning sé frá þvi. Þannig varð metveiði i Þverá i Borgarfirði og þar veiddist stærsti stangarveiddi laxinn, svo að vitað sé, og var það 28 punda lax. Þá er vitaö um tvo 28 punda laxa, sem veiddust i net i ölfusá frá Laugadælum. Laxá i Aðaldal bezta laxveiðiáin Bezta stangarveiðiáin var Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.