Tíminn - 07.06.1978, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 7. júni 1978
Giscard fer
til Korsíku
Paris, 6. júni, Reuter. — Frakk-
landsforseti, Giscard d’Estaing
fer á morgun til Korsiku. Mikill
viðbúnaður er vegna komu for-
setans og hafa 23menn verið
handteknir, allir grunaðir um að
vera framarlega i frelsishreyf-
ingu Korsiku. Hafa þau samtök
staðið fyrir fjölmörgum
sprengjutilræðum og árásum á
undanförnum árum. Hundruð
lögreglumanna frá meginlandi
Frakklands hafa verið sendir til
Korsiku til að tryggja öryggi for-
setans þá þrjá daga, sem hann
dvelur á eynni. Aðskilnaðarsinn-
ar vilja, að Korsika hljóti sjálf-
stjórn. Lögreglan hefur þegar
fundið mikið af sprengiefni og
vopnum, handsprengjum og
sjálfvirkum rifflum.
Giscard lét svo um mælt i við-
tali I dag, að hann mundi ekki
lengur þola sprengjuárásirnar á
Korsiku. Hann kvaðst ekki vera
forseti i riki, sem leyfði þjóðarvilj-
anum að brjótast fram i sprengj-
um. Hann kvaðst mundu kynna
ýmsar stjórnaraðgerðir, sem
miðuðu að þvi að bæta ástandið á
Korsiku, einkum þó i landbúnaði,
og eins hvað snerti samgöngur
viðmeginlandið. Margir Korsiku-
búar kvarta yfir háum fargjöld-
um á flugleiðinni til Frakklands.
Forsetinn mun einnig heimsækja
höfuðstöðvar útlendingahersveit-
arinnarm.a. deildina, sem fór til
Kolwezi á dögunum. Búizt er við
henni heim á morgun.
Þetta er fyrsta heimsókn
Frakklandsforseta til Korsiku i
tiu ár.
Afrískt gæzluliö
á leið til Shaba
Paris, 6. júni, Reuter. — Banda-
rikjamenn hófu i dag undirbúning
að flutningi hermanna frá Mar-
ókkó, Senegal og Gabon til Zaire.
Herlið þetta á að vera til aðstoðar
her Zaire i baráttunni við innrás-
armenn i Shaba-héraði.
Formælandi Bandarikjastjórn-
ar sagði, að verið væri að undir-
búa flutningana i hlutaðeigandi
höfuðborgum. Hann kvaö þaö
ekki ætlun stjórnar Carters, að
hlutast til um málefni Afriku.
Þessir flutningar kæmu til af al-
veg sérstökum ástæðum.
Þessi yfirlýsing var gefin að
loknum fúndi fimm vestrænna
rikja um vandræði Zaire-manna
bæði á efnahagssviðinu og hinu
hernaðarlega. Fulltrúar rikis-
stjórna Belgiu,Frakklands, Bret-
lands, Bandarikjanna og
Vestur-Þýzkalands hafa i tvo
daga rætt málefni Zaire og lagt
fram ýmsar ráðleggingar til
rikisstjórnanna. Þessar ráðlegg-
ingar hafa ekki verið birtar opin-
berlega. Fluttir verða um 300 her-
menn frá hverju hinna
þriggja landa til Shaba, þar sem
þeir taka við éftirlitsstörfum af
frönsku útlendingahersveitinni,
sem flutt verður heim i áföngum.
Reiknaðer með, að herlið frá öðr-
um löndum i Afriku, sem áður
voru undir frönskum yfirráðum
veröi fluttar til Zaire. Verða um
það bil 2000 manns i þessum her-
deildum. Sagt er að Frakkar hafi
ekki fengið þann stuðning frá
vestrænum rikjum, sem þeir
höfðu vænzt. Vilja þeir styðja vin-
samlegar rikisstjórnir i Afriku
eftir megni. Bandarikjamenn
hafa haldið fram, að takast verði
á við öryggismál Afriku með
samráði Afrikurikjanna til dæmis
á vettvangi Einingarsamtaka
Afriku. Þá fékk sú tillaga Frakka,
að stofna skyldi vestrænar sveit-
ir, sem gripið gætu inn i átök i
Afriku með stuttum fyrirvara, lit-
inn stuðning.
Fulltrúi Bandarikjanna, að-
stoðarutanrikisráðherrann David
Newsom, benti á, að erfitt gæti
reynzt að fá bandariska þingið til
að samþykkja slikar hersveitir.
Aðalumræða á fundinum var
Zaire og vandi þess rikis. 1 næstu
viku verður i Brussel fundur
þeirra aðila, sem veitt hafa Zaire
lán. Talið er að skuldir rikisins
séu tveir tiT tveir og hálfur millj-
arður dollara.
Maihofer
segir af
Bonn, 6. júni, Reuter. — Werner
Maihofer, dómsmálaráðherra
Vestur-Þýzkalands hefur sagt af
sér. Hannhefur verið gagnrýndur
fyrir framkvæmd baráttunnar
við borgarskæruliða.
Maihofer er einn af fjórum
ráðherrum úr flokki Frjálsra
demókrata i stjórn Helmut
Schmidts. Afsögn Maihofers var
tilkynnt tveimur dögum eftir
mikinn kosningaósigur flokks
hans. Haldinn var fundur i þing-
flokki Frjálsra demókrata undir
forsæti Hans-Dietrich Genschers,
og að honum loknum tilkynnti
Maihofer afsögn sina.
Maihofer er sextugur að aldri,
lagaprófessor að atvinnu. Hann
hefur verið ráðherra i sex ár.
Vinstrisinnar hafa gagnrýnt hann
fyrir að h afa látið hlera simtöl og
brotið lög um friðhelgi einkalifs
með húsrannsóknum hjá vinstri
mönnum.
Kinverjar saka Vietnama
um illa meðferð fólks
af kínverskum ættum
Peking, 6. júni, Reuter. —
Hanoi-stjórnin hefur sakað
Pekingstjórnina um að hafna
frekari viðræðum um heim-
flutning Kinverja frá Viet-
nam. Hefur verið gefið leyfi
fyrir þvi, að Kinverjar mégi
sækja allt það fólk af kin-
verskum toga, sem búsett er i
Vietnam og æskir þessað fara
úr landi.
Tvö kinversk skip eru tilbú-
in að fara til Vietnam til að
sækja „ofsótta kinverska
borgara” eins og það er kallað
i Peking. Hundrað þúsund
Kinverjar hafa þegar flúið til
Kina.Hátt á aðra milljón Kin-
verja er i Vletnam.
Hanoi-stjo'rnin hefur óskað
eftir viðræðum i júni til að
ræða málefni Hóa-fólksins
(Kinverja) og tilað binda endi
á áróðurstrið rflcjanna.
Kinverjar segja, að ekkert
geti orðið úr viðræðum nema
Vietnamar breyti stefnu sinni.
Pekingstjórnin hefur gagn-
rýnt Vietnamstjórn harðlega
fyrir framkomuna gagnvart
Kinverjunum. Telja þeir, að
Vietnamar hafi illa launað að
stoðina i Vietnamstriðinu.
Talið er, að Kinverjar hafi
veitt Frelsishreyfingu lands-
ins aðstoð, sem nam 10 millj-
örðum dollara.
ífréttum frá Austur-Evrópu
segir, að nokkrir kinverskir
tæknimenn hafi hætt störfúm
við framkvæmdir, sem Pek-
ingstjórnin hefur aðstoðaö VI-
etnama við.
V
Kínverjar í
dreifingunni
Frá þvi var skýrt i fréttum
fyrir nokkrum dögum, að i
undirbúningi væri að flytja all-
stóran hóp fólks af kinverskum
uppruna frá Vietnam til Kina.
Eru það kinversk skip, sem
annast þessa flutninga. Talið er
að undanfarið hafi 90000 manns
af kinverskum uppruna farið
frá Vietnam til Kina. Sumt af
þessu fólki hefur beinlinis flúið
land, en aðrirhafa fengið farar-
leyfi.
Þessir fólksflutningar rifja
upp stöðu hinna kinversku
minnihluta i mörgum löndum
Suður-Asiu. Kinverjar i
Vietnam hafa um hrið kvartað
sáran yfir margs konar órétti,
sem þeir hafi verið beittir af
hinum nýju valdhöfum i
Vietnam. Þegar Vietnam-
striðinu lauk voru í landinu
rúmlega ein milljón manna af
kinverskum ættum. Flest af
þessufólki hefur lengi átt heima
i Vietnam, og i Ho Chi
Minh-borg (áður Saigon) er
heill borgarhluti, Cholon-hverf-
iö byggt Kinverjum. Fyrst eftir
að kommúnistar náðu öllu
Vietnam á sitt vald vorið 1975
fögnuðu Kinverjar valdatöku
þeirra með þvi, að draga fána
Kinverska alþýðulýðveldisins
að hún. Hinn rauði fáni með
fimm gylltum stjörnum blakti
þá hvarvetna i Cholon. En
sigurvegararnir kunnu borgar-
búum litlar þakkir fyrir þetta
tiltæki. Þeim var ekkert um það
gefið, að sjá fána Pekingstjórn-
arinnar yfir frelsaðri höfuðborg
Suður-Vietnam. Kinverjar hafa
öldum saman verið hættulegur
og öflugur nágranni, sem alltaf
má búast við að láti til sin taka,
ef ástæða virðist til.
Fyrst i stað var ekkert að
gert, og Kinverjar i Vietnam
virtust mundu halda þeirri jafn-
réttisstöðu, sem þeir höfðu haft
til þess tima. Nú i vetur hefur þó
farið að halla á ógæfuhliðina
fyrir þá. Undiryfirskini baráttu
gegn svartamarkaðsbraski og
smygli lét Vietnam-stjórn til
skarar skriða gegn Cholon,
kinverska hverfinu i Ho Chi
Minh-borg. Arla morguns :
marzlok var hverfið umkringt.
Skriðdrekasveitir tóku sér stöðu
og „rauðir varðliðar” hófu hús-
leit i hibýlum Kinverja. Þeir
toku alla skartgripi, gull, pen-
inga og önnur þau verðmæti,
sem þeir fundu. Ef fólk veitti
mótþróa var það skotið. Þessir
atburðir vöktu mikla ólgu meðal
Kinverja og hafa þeir notið
stuðnings Pekingstjórnarinnar-
við að komast úr landi. 1 Hanoi
ermargtum fólk af kinverskum
ættum og hefur það einnig orðið
fyrir aðkasti. 1 Vietnam er nú
unnið að þvi að útrýma einka-
verzlun og smáiðnaði litilla
fjölskyldufyrirtækja, en það er
einmitt innan þessara tveggja
atvinnugreina, sem Kinverjar
hafa sérhæft sig. ETfir atburð-
ina i marz hafa staðið yfir
samningaumleitanir milli
Hanoi-stjórnarinnar og Pek-
ing - s t j ór n a r in na r um
heimflutning fólks af kinversk-
um uppruna i Vietnam.
Kinverskur ráðherra lét svo
ummælt um helgina, að búizt
væri við, að i árslok yrðu milli
þrjú og fjögur hundruð þúsund
manns komnir heim frá
Vietnam. Sagt er, að kinversk
skip muni á næstu mánuðum
flytja mikinn fjölda fólks, en
einnig fer talsverður hópur
án leyfis.Erukinversk skip utan
landhelgi Vietnam tilbúin að
aðstoða Kinverja, sem laumast
burt á litlum bátum til hafs.
Þessir atburðir hafa valdið
alvarlegum ágreiningi með
Kinverjum og Vietnömum, og
má vera, að hann spegli að
einhverju leyti togstreitu
Kinverja og Sovétmanna.
Vietnamar hafa löngum sótl
styrk til Sovétrikjanna og þeir
telja sig betur komna undir
verndarvænd Moskvu en i
kuldalegum greipum drekans i
norðrinu.
En Kinverjar eru viðar en i
Vietnam. Um aldaraðir hafa
fjölmennar byggðir Kinverja
verið á Malakkaskaga og á
Sundaeyjum, sem nú eru partur
af Indónesiu. Þessir Kinverjar
hafa flestir hverjir aldrei litið
kinverska jörð.entelja sig samt
sem áður þegna Miðrikisins.
Þeir tala ennþá mallýzkurnar i
Suður-Kina, þaðan, sem for-
feður þeirra komu, og þeir
fylgjast rækilega með þvi, sem
gerizt I Kina. Margir láta sig
dreyma um að komast einhvern
tima til Kina, og safnast til
feðra sinna i frjósömum sveita-
héruðum i kringum Kanton.
Þessir Kinverjar skipta milljón-
um og þeir njóta þeirrar
sérstöðu meðal þjóðabrota i
Asiu, að föðurlandið gamla leit-
ast við að vernda þá og heitir
þeim stuðningi og jafnvel land-
vist eins og flóttamönnunum frá
Vietnam nú. Þessir Kinverjar,
sem lifa i dreifingunni eins og
Gyðingar gerðu um árþúsunda
skeið þar til Israel var stofiiað,
hafa oft orðið að þola margkyns
ofeóknir og ónasði. í mikill
hreinsun i Indónesiu á árunum
1965-66 varfjöldi Kinverja drep-
inn, og þeir hreinlega kallaðir
kommúnistar af stjórnarherr-
um i Djakarta. Þessi
fjöldamorð i Indónesiu ollu þvi,
eftir Harald Ólafsson
j
að Pekingstjórnin sleit
stjórnmálasambandi við
Indónesiu, og það er fyrst nú, að
verið er að undirbúa einhver
stjórnmálatengsl milli land-
anna á ný.
í Malaysiu eru margir
Kinverjar, og hefur þeim verið
mismunað á ýmsan máta. Nú
hafa verið sett lög i landinu,
sem kveða svo á, að Malayar
verði að eiga a.m.k. 30 af
hundraði i öllum fyrirtækjum i
landinu. Þetta þýðir, að
Kinverjar verða að láta af hendi
gifurlegar eignir við Malaya,
þar eð þeir eiga mörg og öflug
fyrirtæki. I Thailandi og á
Filippseyjum hefur hag
Kinverja lika hrakað. Ala þeir
viða ugg i brjósti vegna óvildar
þeirrar og mismununar sem
þeir verða fyrir. Rikin i
Suður-Asiu virðast hafa ákveðið
að hefjast handa gegn fólki af
kinverskum uppruna. Ástæðan
er hin sama og áður: þetta fólk
er álitið vera ótryggt og háðara
Kina en góðu hófi gegnir.
Heimflutningurinn frá Vietnam
eru meiriháttar þjóðflutningar,
en ekki er unnt að leysa vanda
allra á þennan hátt. Hins vegar
veikir þetta stöðu Kina meðal
nágranna sinna, og getur haft
áhrif á forystu þeirra meðal
þjóða þriðja heimsins.
Agreiningur um þjóðernismál
og minnihlutakúgun er svartur
blettur á mörgum þjóðum, og
Suður-Asia ætlar ekki að skera
sig úr á þvi sviði, og skiptir þá
engu hvort ráðamenn eru
kommúnistar eða ekki.
Kinverji i Singapúr lét svo
ummælt er þessi mál bar á
góma i vor: „Gyðingar áttu von,
þeirsögðu: Hittumst næsta ár
i Jerúsalem. En hvar er heima-
land okkar?”