Tíminn - 07.06.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.06.1978, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 7. jiini 1978 1v hans. Yfir höfuð held ég að list- ferill hans skiptist einkum i timabil sem ákvarðast af þvi, hvort hefir undirtökin i það sinn: nostursemin,detaljan eða innblásturinn, sveifla frjálsrar handar með augastað á fleyg- boganum. Fyrir þá sem hugsa i söguíegum hugmyndum, má lika kenna þessi timaskeið við ákveðnar stefnur sem Kristján hefur aðhyllzt.” Þetta erliklega ekki vitlaus- ara en hvaö annaö sem ritað er um myndlisten það eru einkum orðin: Hann er einstaklega hrein- skilinn málari með rika til- hneiginu til að mála af bragði og láta myndina ráðast. Þetta er skaplyndi hanssem við viljum taka undir. Kristjáni hefur tek- ist með undursamlegum hætti að varðveita i sér Drafnarborg- ina^em viðnefnum staðinn, þar sem börnin vinna áður en þau skemma i sér augun. Sýning Kristjáns Daviðssonar er ekki yfirlitssýning a.m.k. ekki i hinum venjulega skilningi þess orðs og ekki teljandi um- fram það að hann er sjálfur við- staddur i öllum þessum mynd- um. Þarna eru að visu gömul verk en þau eru i raun og veru ekkert eldri en hálfþornaðar myndir, svo ferskt er þetta allt, þrátt fyrir árin. Haldið i barnatrúna Kristján Daviösson er frá Patreksfirði fæddur 17.7.1917 og hann hefurlitið gert annað en að mála allt frá þvi hann var ung- lingur. Hann lærði i tvo vetur hér heima hjá Islenzkum málur- um en hélt siðan til Bandarikj- anna, þar sem hann nam mynd- list við frægar stofnanir, en um þær mundir lá leið islenzkra námsmanna einkum til Vestur- heims, þvi Evrópa var i kalda- koli og reyndar myndlistin lika þvi húnhafðisprungið og hrunið engu minna en annað á hinu frjósama meginlandi og hinni svörtu mold. - Ferðalangar Kristján kom heim og hinir lika og þeir uröu þátttakendur i einskonar samsæri sem hófst með sýningu Svavars Guðna- sonar, þegar reiðir borgarar hentu sýningarskránni I konuna hans Svavars,en hann Ragnar i Smára keypti mynd þvi hann hafði stærra tiönisvið en hinir. Gömul kona var kominn fámennur söfnuður kringum hina nýju menn sem fóru vestur, þegar aðrir fóru austur, og nú finnum við hvað timinnhefur riöið hratt eftir aö torfærurnar voru að baki. Þeir elztu ,,ungu mennirnir” eru nú um og yfir sjötugt en aðrir á sjö- tugs aldri. Ferðalag En þegar litið er yfir verk hans til baka verður jafnljóst, að hann á lika til að bera ná- kvæmni og nostursemi sem má virðast fullkomin andstæða við hinar stóru sveiflur og mér ligg- ur næst að segja dynmiklu hrynjandi lita og forma I mörg- um stórbrotnustu myndum Stóll Annað mál er það að þetta er skínandi sýning og hún hefur þau gildi venjule gra yfirlit- sýninga að hún minnir okkur á eignir okkar og skuldir. Þetta er sterkt framlag til listahátiðar. Jónas Guðmundsson ---------------------- fólk I listum Nýverið heyrði ég frá þvi greint,að prófessor nokkur i Danmörku skýrði frá þ vi. að honum væri ekki kunnugt um að marktækt listaverk hefði verið gert i lista- skóla. Skólaverk stand- ist ekki i timans rás og straumi, heldur fljóta upp fyrr eða síðar og berast burtu. Nú ætla ég ekki að fara aðrökstyðja kenn- ingar lærðra manna eða kollvarpa þeim, en mér komu þessi orð i hug þegar ég sá sýn- ingu Kristjáns Daviðs- sonar. . Sýningin er framlag Myndlistar- félagsins til Lista- hátiðar 1978, en á þeirri sýningu verður manni það ljóst að Kristján Daviðsson hefur skipt máli fyrir islenzka myndlist, svo að segja frá upphafi þvi að i ljós kemur einkennilega sterkt samhengi milli ára og áratuga þrátt fyrir ytri breytingar. barnatruna Sýning á verkum Kristjáns Daviðssonar Það er skaplyndi hans Kristján Karlsson skáld og bókmenntafræðingur hættir sér út á þá hálu braut að reyna að skilgreina verk nafna sins Daviðssonar. Hann segir: ,,í þeim flokki Islenzkra lista- manna sem oss hættir til að kalla fyrirvaralaust abstrakt málara,og taka að ryðja sér til rúms á fimmta áratug þessarar aldar hefir Kristján Daviðsson alltaf átt sérstöðu fyrir órólega fjölbreytni og skyndileg stil- brigði. Svo er að sjá, að hann hafi hvað eftir annað breytt um framsetningu.tekið aftur og aft- ur upp nýjar aöferðir að mála og þar á ofan stundum horfiö aftur i' fornan farveg eftir langa útúrdúra. Hann hefir öðru hverju hiklaust og opinskátt tekið sér til fyrirmyndar þá meistara sem honum þóttu sér henta og undirgengizt vissar stefnur I málaralist um stund, en sagt sig úr lögum við þær fyrr en varði,yfirleitt reynslunni rikari. Hann er einstaklega hreinskilinn málari með rika tilhneigingu til að mála af bragði og láta myndina ráðast. Þetta er skaplyndi hans. Kristján Daviðsson málaði einkum hræðilegbörn á þessum árum. Myndir sem yfirleitt eru núna gerðar i leikskólum, þar sem menn hætta fimm ára og halda út i lifið. Hann valdi leið hins meðfædda, hins uppruna- iega, sem er öllum mönnum eiginlegt áður en þeir skemma i sér augun með póstkortum,með dönsku blöðunum og lista- skólunum hjá þjóðinni sem borðar ekki lengur fisk með beinum I og hefur gleymt hvernig á að drekka kaffi af undirskál, sem er eðlisfræðilegt þjóðráð og haldgott, einsog allt sem kemur frá hjartanu og er nefnt barnalegt. Kristján hélt áfram að fikra sig til þroska. Hann „gat” miklu meira sögðu menn,en smám saman byr juðu menn að kveikja á þessari nýju barnabylgju i myndlistinni og áður en varði Haldið í Hrafn á miðvikudegi „Er það núna, sem Rússarnir koma?” Hvad udad tabes, det skal indad vindes.sögðuDanir þegar þeir misstu stóran hluta af landi sinu. Sjálfstæðismenn hafa brugðizt viö missi veldis sins I Reykjavik meö þeim hætti aö snúa þessu gamla danska kjör- orði við: Hvad indad tabes, det skal udad vindes. I miklum snarheitum hafa þeir söðlað um i kosningabar- áttunni að sárum sinum hálf- sleiktum. Hún skal snúast um hersetuna i landinu. Geir Hall- grimsson, árlegur gestur I mötuneyti Bernharðsreglunnar, öðru nafni Bilderbergsklúbbs- ins, hefur látið kasta striðs- hanzkanum að tveimur samráö- herra sinna i Morgunblaðinu, þeim ólafi Jóhannessyni og Einari Agústssyni. Þeir eiga, að vitni Morgunblaösins, að biða færis að opna Rússum landiö, hvorki meira né minna. Rök- stuðningurinn, ef rökstuðning skal kalla, er sú stefna, að ekki skuli vera útlentherlið á Islandi um eilifan aldur, heldur beri að láta það hverfa brott i áföngum, þegar engin ófriðarblika er á lofti i okkar heimshluta. Það er sem sagt til þess ætl- azt, að þetta þyki harla tor- tryggilegt. Flest er reynandi að afflytja. Um hersetuna er það að segja, að hún hefur lengi deilt þjóðinni i tvo hluta á sorglegan hátt. Samt geturvarla nokkrum sómakærum tslendingiverið sárs aukalaust að hafa hér útlent herlið til langframa, og fyrir smáþjóð er slikt þrúgandi. Það er eðlilegur metnaður heilbrigðs manns að sætta sig illa við slikt, nema þá raunveru- legur háski geri það nauðsyn- legt. Þvi er ekki til að dreifa. Morgunblaðinu hefur iðulega verið beitt i þingkosningum til þess að fylla hús og heimili af sefasjúkum áróðri, þegar raun- veruleg málefni hafa ekki veriö Sjálfstæðisflokknum sérlega hagstæö. Þann leik undirbjuggu og léku Sjálfstæðismenn i siðustu kosningum, og nú er sýnilega aö þvi stefnt að taka sama þráð upp og mála fjandanr á vegginn með eins sterkum litum og unnt er. Til þess að þjóna þessari sefasýkisbaráttu, sem nú skal farið á flot með, er ekki hikað við að reka rýtinginn Ibakið þeim mönnum, sem Geir Hallgrimsson hefur verið I sam- stjórn með i fjögur ár. Þessi nýja baráttuaöferð er byggö á trú á, að það sé á færi stærsta blaös landsins aö vefja fólki um fingur sér á þremur vikum og hræða það með hemjulausum áróðri frá þvi’að kjósa forystumenn Framsókn- ar. Talið er að nokkurn hóp manna hafi tekizt að sveigja til þess að varpa atkvæði sinu á Sjálfstæðismenn á sömu for- sendum árið 1974. Likt og galdramenn i fornöld veifuðu geithéðni yfir höfði sér til þess að gera fólki þoku, spýr Morgunblaðið úr sér móöur- sýkishjali Þessutn hræðsluáróöri verður dælt yfir landsmenn i stórum skömmtum næstu vikur. En skammtar geta veriö of stórir og tormeltir og ekki ein- sýnt, að það moldviðri, sem kann að hafa villt um fyrir ein- hverjum fyrir fjórum árum gef- ist að sama skapi vel við endur- tekningu árið 1978. 1 Reykjavik er nú sögð sú saga,aðmóðireinhafiverið að tala I sima á mánudaginn eftir borgarstjórnarkosningar. Dótt- ir hennar stóð álengdarmeð f ing ur i munni og hlustaði á harma- tölur hennar. Þegar simtalinu var lokið, spurði telpan: „Mamma, er það núna, sem Rússarnir koma?” Morgunblaðið virðist reiða sie á að margt landsmanna hafi á þvi sama trúnaðartraust og telpan litla á móður sinni og séu viðlika einfaldir i álykt- unum sinum. Móðirin I simanum óttaðist, að allt færi I handaskolum I Reykjavik, er Sjálfstæðismeirihlutinn var fallinn, og barnið skynjaði ugg blessaðrar konunnar. Morgun- blaðið ætlar að telja landsmönn- um trú um, að Ólafur Jóhannes- son og Einar Ágústsson muni draga lokur fráhurðum að hætti flugumanna og hleypa Rússum inn i landið. Þetta er boðskapurinn, sem það kembir upp með i örvænt- ingu sinni, með árásum sinum á þessa tvo menn sérstaklega. Skyldu það vera miklu fleiri en forstokkuðustu ihaldslurkarnir, sem hafa við að meðtaka og trúa? Hrafn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.