Tíminn - 07.06.1978, Blaðsíða 5
Miövikudagur 7. júni 1978
5
Danir eiga mikíO úrvai léttra og aögengilegra fræöibóka.
Myndarleg bókagjöf Dana
A undanförnum árum hefur
verið mjög góð samvinna á milli
Kennaraháskóla Islands og
danska sendiráðsins. Nægir að
minna á þá aðstoð, sem sendiráð-
ið hefur veitt við námskeið
dönskukennara, sem haldin hafa
verið i Danmörku. t umræðum
sem farið hafa fram um dönsku-
kennslu á grunnskólastigi kom
fram sú hugmynd frá danska
sendiráðinu að leita eftir styrk frá
danska menntamálaráðuneytinu
til kaupa á heppilegum bókakosti
sem hæfði dönskukennslu á
grunnskólastiginu. Rætt var um
að æskilegt væri að reyna að sam-
þætta dönskuna öðrum fögum þar
sem Danir eiga mikið úrval af
léttum og aðgengilegum fræði-
bókum. Þetta var haft i huga þeg-
ar bækurnar voru valdar af full-
trúum' Kennaraháskóla Is-
lands og Æfingaskólans. í bóka-
gjöfinni eru um 215 bækur og 6
skuggamyndaseriur.
Æfingaskólanum er ætlað lög-
um samkvæmt að vera miðstöð
æfingakennslu við Kennarahá-
skóla tslands. Af þeim sökum hef-
ur verið lagt kapp á að bæta bóka-
safn skólans og unnið að því að
koma upp vinnuaðstöðu fyrir
kennaranemana þegar þeir und-
irbúa sig fyrir kennslu. Með þess-
ari bókagjöf hefur þetta takmark
nálgazt verulega og er hún þvi
okkur mjög kærkomin.
íslenzkir visindamenn
biðja Yury Orlov griða
Mannréttindasamtökin Am-
nesty International eru meðal
hinna fjölmörgu aðila um heim
allan sem gagnrýnt hafa og for-
dæmt dóminn yfir sovézka
vfsindamanninum Yury Orlov
formanni hinnar svonefndu
óopinberu Helskinkinefndar I
Moskvu. 1 tilkynningu Amnesty
International, sem birt var i
Lundúnum 19. mal s.l. kom
fram að samkvæmt upplýsing-
um samtakanna hafa hundrað
og sextiu manns, — 160 — veriö
dæmdir I Sovétrikjunum til
fangavistar eða útlegðar frá þvi
um mitt ár 1975 — þ.e. frá þvl að
Helsinkisáttmálinn var undir-
ritaður — fyrir það eitt að reyna
aðfá notið þeirra mannréttinda,
sem þar er kveöiö á um. Að
minnsta kosti 50-60 manns að
auki hafa á sama tima verið
sendir á geðveikrahæli af póli-
tiskum ástæðum að þvi er Am-
nesty International upplýsir.
Af sautján félögum Helsinki-
nefnda í Sovétrikjunum sem
handteknir hafa verið var Yury
Orlov hinn áttundi sem hlaut
dóm. Voru þeir allir dæmdir til
þyngstu refáingar sem lög leyfa
við þeim sökum, sem á þá voru
bornar. t tilkynningu Amnesty
International er bent á að niður-
staða réttarhaldanna yfir Yury
Orlov sannaði ótvirætt þá stað-
hæfingu hans, aö Sovétstjórnin
héldi uppi ofsóknum gegn þeim
þegnum Sovétrikjanna sem not-
uðu rétt sinn til tjáningarfrelsis.
Nýlega sendu um þaö bil fjöru-
tiu Islenzkir vlsinda og tækni-
menn að tilhlutan Islandsdeild-
ar Amnesty International
áskorun til Leonids Brezhnevs
leiðtoga sovézka kommúnista-
flokksins og forseta Sovétrikj-
anna um aö láta Yury Orlov
lausan. Mælist tslandsdeildin til
þess aö sem flestir tslendingar
taki undir þá áskorun með þvi
að skrifa stutt kurteislega orðuö
bréf til Leonids Brezhnevs meö
beiðnium aö Yury Orlov og aðr-
ir félagar Helsinkinefnda I
Sovétrikjunum veröi látnir
lausir þar sem þeir hafa ekki
annað til saka unnið en að reyna
aö vinna þeim réttindum
brautargengi i þjóðfélagi sinu
sem kveðið er á um i alþjóöa-
samþykktum, sem leiðtogar
þess hafa undirritað.
Utan á bréf til Leonids
Brezhnevs skal skrifa:
President of the Soviet Union
Mr. Leonid Brezhnev
Secretary General of the CPSU
The Kremlin
Moscow
USSR
Þess skal aö lokum getiö aö
skrifstofa tslandsdeildar Am-
nesty International Hafnar-
stræti 15, Reykjavik verður opin
i sumar mánudaga og fimmtu-
daga kl. 5-7.
150 nemendur á fundi
um reykingavarnir
Eitt hundrað og fimmtiu
fulltrúar nemenda úr sjöundu
bekkjum grunnskólanna á höfuð-
borgarsvæðinu komu til fundar að
Hótel Loftleiðum á dögunum til
.þess að fjalla um baráttuna gegn
reykingum og samþykkja álykt-
anir um reykingavarnir.
Það voru Krabbameinsfélag
Reykjavikur og Samstarfsnefnd
um reykingavarnir, sem buðu til
fundarins, sem var eins konar
lokaþáttur i þvi reykingavarnar-
starfi, sem fram fór i sjöunda
bekk þessara skóla i Reykjavik, á
Seltjarnarnesi, i Kópavogi,
Garðabæ og Hafnarfirði og með
tilstyrk sjöundu bekkinga á öðr-
um vettvangi siðastliðinn vetur.
Þessir nemendur vöktu veru-
lega athygli á reykinga-
vandamálinu veturinn 1976—1977,
þegar þeir voru I sjötta bekk,
eins og margir munu minnast.
Asgeir Guðmundsson, skóla-
stjóri, bauð nemendurna vel-
komna til fundarins fyrir hönd
fundarboðenda. Siðan ræddi
Þorvarður ör-nólfsson,
fram kvæmdastjóri, um
baráttuna gegn reykingum, þann
árangur sem þegar hefði náðst.
Taldi Þorvarður mjög mikilvægt
að unga kynslóðin i landinu styddi
þessa baráttu i orði og verki.
Formaður Samstarfenefndar
um reykingavarnir, Ölafur
Ragnarsson, ritstjóri, skýrði þvi
næst frá margþættu starfi
nefndarinnar. Kom þar meðal
annars fram að á vegum nefndar-
innar er nú unnið að undirbúningi
ráðstefnu um reykingar og
heilsufar og reykingavarnir sem
haldinn verður i haust.
A fundinum voru sýndar tvær
kvikmyndir um reykingavanda-
málið, önnur frá Kvikmynda-
stofnun Kanada en hin var
islenzk, gerð af nemendum i
Alftamýrarskóla undir umsjón
Marteins Sigurgeirssonar kenn-
ara.
Dr. Gunnlaugur Snædal,
formaður Krabbameinsfélags
Reykjavikur, ávarpaði nemendur
i lok fundarins og hvatti unga
fólkið til að vinna áfram með
þeim aðilum, sem forystu hefðu
um reykingavarnir i landinu.
Hópur sjöundu bekkinga hafði
undirbúiðfyrir fundinn tillögur til
ályktunar, og voru þær allar
samþykktar samhljóða og verða
sendar viðkomandi aðilum.
Allt þetta fyrir
Fólksbíll 1.815.00
Station 1.960.000
Til afgreiðslu strax.
i
Hámarkshraði 155 km— Bensíneyðsla um 10 lítr-
ar per 100 km — Kraftbremsur með diskum á öllum
hjólum Radial-dekk — Tvöföld framljós með
stillingu— Læst bensinlok— Bakkljós— Rautt Ijós i
öllum hurðum — Teppalagður — Loftræstikerfi —
Öryggisgler— 2ja hraða miðstöð — 2ja hraða rúðu-
þurrkur— Rafmagnsrúðusprauta — Hanzkahólf og
hilla Kveikjari — Litaður baksýnisspegill —
Verkfærataska — Gljábrennt lakk — Ljós í farang-
ursgeymslu — 2ja hólfa kaborator — Synkronester-
aður gírkassi — Hituð afturrúða — Hallanleg sætis-
bök — Höfuðpúðar.
FIAT EINKAUMBOD Á ÍSLANDI
Davíð Sigurðsson h.f.
Síðumúla 35 Símar 38845— 38888
^Umboðsmaður okkar á Akureyri er
VAGNINN S.F. Furuvöllum 9, sími (96) 1-14-67