Tíminn - 07.06.1978, Blaðsíða 19
MiOvikudagur 7. júni 1978
19
„Við fáum alltaf pillur
ilám
OOO0OOOO
Stórskotahríð hjá
V-Þjóðverjum. . . .
— þegar þeir sýndu Mexikönum hverjir væru heimsmeistarar
og unnu stórsigur — 6:0 i Gardoba i gærkvöldi
Heimsmeistararnir frá V-
Þýzkalandi eru heldur betur
komnir á skotskóna — þeir héldu
uppi stórskotahriö að marki
Mexikana i Cardoba i gærkvöldi,
þar sem þeir unnu stórsigur —
6:0. V-Þjóðverjar léku eins og
heimsmeisturum sæmir — þeir
tættu hvað eftir annað i sundur
varnarvegg Mexikana, með
skemmtilegum samleik, eða þá
einleik, þegar þaö átti viö. Eftir
leik þeirra gegn Mexikó hafa þeir
náð góðu jafnvægi — og óneitan-
lega hafa þeir tekið stefnuna á
heimsmeistaratitilinn.
V-Þjóöverjar mættu til leiks,
gráðugir sem úlfar og þeir voru
svo sannarlega i vigahug. Helmut
Schön, landsliöseinvaldurinn
snjalli, fyrirskipaði sóknarleik og
dagsskipunin hjá honum var —
mörk og aftur mörk. Schön setti
markaskorarann mikla frá 1. FC
Köln, Diter Muller, inn I liöið og
einnig útherjann sterka hjá
Bayer Munchen — Karl—Heinz
Rummenigge.
Þaö var Diter Muller sem opn-
aöi markareikning. V-Þjóðverja á
14. min. með góðu skoti frá vita-
teig, sem Jose Pilar Reyes átti
ekki möguleika á aö verja. Siöan
skoraði hinn ungi Hans Muller,
sem er sagður arftaki Franz
Beckenbauer — á 30. min. eftir
sendingu frá Heinz Flohe. Stuttu
siðar einlék Karl-Heinz
Rummenigge i gegnum vörn
Mexikana og bætti þriðja mark-
inu við og sfðan kom eitt mark til
viðbótar frá V-Þjóðverjum fyrir
leikhlé - það var Heinz Flohe sem
skoraði það, með einu af sinum
frægu skotum — hann fékk knött-
inn frá H. Muller, og afgreiddi
knöttinn i netiö frá vítateig.
Rummenigge bætti sinu ööru
marki við á 71. min. leiksins, með
viðstöðulausu skoti, eftir aö hinn
20 ára stórefnilegi leikmaöur
Hans Muller haföi sent snilldar-
lega sendingu til hans. Heinz
Flohe gulltryggði siöan stórsigur
V-Þjóðverja stuttu fyrir leikslok.
V-Þýzka liðið var skipað þess-
um leikmönnum i gærkvöldi:
Maier, Vogts, Deitz, Russ-
mann, Kaltz, Bonhof, Fischer,
Flohe, Rummenigge, Dieter
Mueller og Hans Mueller.
—SOS
Schön
ánægður
Helmut Schön, landsliðsein-
valdur V-Þýzkaland, gekk út á
völlinn eftir sigur V-Þjóðverja og
var honum fagnað ákaft. — Ég
vissi að strákarnir gátu ekki ieik-
ið aftur illa og gegn Pólverjum.
Nú erum við tilbúnir að vinna
HM-titilinn aftur — það verður
erfitt að stöðva okkur eftir þetta,
þvi við höfum öðlast sjálfstraust-
ið á ný — ég vil þakka
Mexikönum, sagði Schön.
KARL-Heinz
Rummenigge . . .skoraði 2 mörk
fyrir V-Þýzkalandi gegn Mexikó.
ALAN ROUGH.
Vaknað
upp við
vondan
draum..
Alan Rough, landsliðsmark-
vörður Skota, vaknaði upp einn
morguninn, með mikinn kláða i
andliti — þegar hann leit i spegii,
sá hann að hann var aliur rauður
og stokkbólginn. Rough hafði haft
opinn gluggann á herbergi sinu og
komust skordýr inn f herbergið og
héldu veizlu, með þvi að drekka
skozka bióðið úr Rough. Félagar
hans i skozka landsliðinu kalia
hann nú „Moskito-Face”, eða
manninn með „Moskito-andlit-
ið” —SOS.
Allt í
röð og
reglu ...
— fyrir léki i Englandi v sagði Johnstone
— Pillurnar, sem ég tók inn fyrir
leikinn gegn Perú, fSumviðalltaf
fyrir leiki i Englandi, sagði Willie
Johnston, þegar hann yfirgaf
Argentinu i gær og hélt til
Englands. Þessi yfirlýsing
Johnston hefur vakið mikinn
úlfaþyt og má búast við að málin
verði rannsökuð nánar i Englandi
og þá kannað hvort þetta sé rétt —
ef það er svo, er þaö mjög alvar-
legt mál.
Johnston sagöi að landsliðsein-
valdur Skota, Ally McLeod, hefði
aldrei sagt leikmönnum sínum,
að þeir mættu ekki taka lyf fyrir
leiki. — Það var heppilegt að
þetta komst upp núna, því að
tapiðgegnPerú fellur i skuggann
fyrir þessu máli, sagði þessi 31
árs W.B.A.-leikmaður og bætti
þvi við aðMcLeod heföi ekki rætt
um notkun lyfja, fyrr en eftir
lyfjaprufuna, eftir leikinn gegn
Perú.
—SOS.
Dansað á götum I
Buenos Aires |
— eftir sigur Argentínu 2:1 yfir
Frakklandi i nótt.
• Argentina og Ítalía í 8-liða úrslit
Geysileg fagnaðarlæti brutust út i
Buenos Aires laust eftir miðnætti,
þegar Argentfnumen höfðu lagt
Frakka að velli (2:1) i geysilega
spennandi leik I HM-keppninni.
Það var sungiö og dansað á göt-
um höfuðborgar Argentfnu, þegar
Timinn fór i prentun I nótt. Arg-
entinumenn skoruðu sigurmark
sitt 27 min. fyrir leikslok og var
það hinn marksækni Luque, sem
skoraði markið.
Argentinumenn skoruöu fyrra
mark sitt rétt fyrir leikshlé —45
min. úr vitaspyrnu og skoraði
Daniel Passarella markiö, Jean
Debach, dómari frá Sviss, var á
báöum áttum hvort hann ætti aö
dæma vitaspyrnu, er Marius
Tresor, fyrirliði Frakka handlék
knöttinn — hann hljóp 30 m og
ræddi við annan linuvörðinn og
eftir að 'hann var búinn aö ræöa
við hann, gekk hann aö vitapunkt-
inum við geysilegan fögnuö hinna
80 þús. áhorfenda á River Plate.
Frakkar jöfnuðu á 66 min. þeg-
ar Baratelli átti gott skot að
marki Argentinumanna —
Udaldo Fillol, sló knöttinn i stöng-
ina og þaðan hrökk knötturinn til
Michel Platini, sem skoraöi auð-
vellega.
Leikur liðanna var geysilega
skemmtilegur og skiptust þau á
aö sækja og oft munaði mjóu við
bæði mörkin — þaö glumdi viö
stangarskot og markverðir þjóð-
anna björguðu oft meistaralega.
Argentina og Italia hafa nú
tryggt sér rétt til aö leika i 8-liða
úrslitunum.
—sos
Það er allt I röö og reglu i herbúð-
um Argentfnumanna i Buenos
Aires og gegna leikmenn
landsliðs Argentinu ýmsum hlut-
verkum i búðunum. Hinn snjaili
sóknarleikmaöur þeirra, Rene
Houseman, er t.d. bókavörður,
miðvallarspilarinn Gallego er
gjaldkeri, miðvörðurinn Pasa-
rella hefur umsjón með tónlist og
skemmtunum og miövallarspil-
arinn Ardiges sér um að svara
bréfum frá aödáendum leik-
manna.
„ítalar
léku vel”
— sagöi Baroti
— Sigur okkar var aldrei f hættu
— án Torocski og Nyilasi gátu
Ungverjar ekki leikið vel, sagði
Enzo Bearzot, iandsliðseinvaldur
ttala, eftir hinn sæta sigur þeirra
3:1 yfir Ungverjum. Fyrir utan
mörkin þrjú, áttu ítalar þrjú
stangar- og sláarskot.
— Það var slæmt að leika án
fjögurra lykilihanna.
Varnarmenn Itala léku mjög vel
— þeir voru fljótari á knöttinn og
fengum við litið viö þá ráðið,
sagði Lajos Baroti, þjálfari
Ungverja, sem eru nú úr leik.
WILLIE JOHNSTON.
Lato hetja
Pólverja. .
— sem mörðu sigur 1:0 yfir
Túnisbúum i gærkvöldi
Pólverjar rétt mörðu sigur (1:0)
yfir Túnis i Rosario I gærkvöldi,
þar sem þjóðirnar mættust i
HM-keppninni. Þaö var marka-
kóngur HM-keppninnar i
V-Þýzkalandi — Lato, sem
skoraði sigurmark Pólverja rétt
fyrir leikhlé.
Það var sannkallaöur afmælis-
leikur í Rosario — Chetali,
landsliðseinvaldur Túnis, varð
39 ára i gær og Zmuda,
varnarmaður Póllands varð þá 24
ára. Þessi dagur — 6. júni, er
einnig eftirminnilegur fyrir
Lubanski, hinn snjalla leikmann
Póllands — þaö voru liðin 5 ár
siöan hann meiddist alvarlega i
landsleik gegn Englendingum, og
þá lék hann sinn 75. landsleik.
Túnisbúar og Pólverjar
skiptust á aö sækja og fengu
leikmenn Túnis fyrsta tækifæri
leiksins — Adam Nawalka
þrumaði knettinum rétt yfir
þverslá á 7. mln. Pólverjar
skoruðu mark — Lubanski, sem
var dæmtaf, vegna rangstæðu, og
þaö var ekki fyrr en á 43. min. að
Pólverjar skoruðu sigurmark
sitt. — Lubanski „vippaði” þá
knettinum yfir höfuðiö á
varnarmanninum Ali Kaabi, og
fór knötturinn til Lato, sem
skoraði með lausu skoti.
—SOS.
2. RIÐILL:
V-Þýzkaland —Mexikó 6:0
Pólland — Túnis 1:0
V-Þýzkal. 2 1 1 0 6:0 3
Pólland 2 1 1 0 1:0 3
Túnis 2 1 0 1 3:2 2
Mexikó 2 0 0 2 1:10 0
Markhæstu menn:
Rummenigge, V-Þýzkaland 2
Flohe, V-Þýzkaland 2