Tíminn - 14.06.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.06.1978, Blaðsíða 2
iamiiiii. Mibvikudagur 14. júni 1978 Svissnesk stúlka ákærð í Líbanon Ætlaði að flytja sprengiefni til Evrópu - ^ ísraelsmenn farnir frá S-Líbanon — sveitir Falan- gista teknar við af þeim Spurning um framtiðarhlutverk friðargæzlusveita S.Þ. þar Beirut-Reuter. Ung svissnesk kona er var handtekin á flugvell- inum i Beirut i fyrra mánu&i fyrir aö hafa i fórum sinum tima- sprengju var i gær ákærö fyrir aö hafa ætlaö aö gera tilraun til hryöjuverka á erlendri grund. Nanni Albonico 23 ára nemandi frá Zurich var handtekin 6. mai sl. i þann mund er hún var aö fara um borö i vél Miöaustur-flug- félagsins til Zurich og Frankfurt. öryggisveröir sögöu aö þeir heföu fundiö á stúlkunni 600 gr. af mjög virku sprengiefni og tæki heföu veriö i farangri hennar til aö stilla timasprengjur. Þaö var upplýst siöar aö Nanni heföi viö yfirheyrslu játaö aö hafa ætlaö aö afhenda efniö og tækin fulltrúa Palestinuskæruliöa i Sviss til aö nota gegn tsraelsmönnum i Evrópu. Sprengiefniö sem aö þvi er sér- fræöingar sögöu var nægilegt aö magni til aö sprengja upp flugvél, en það var Palestinumaður sem lét hana fá það. Ef Nanni Albonico veröur sek fundin i Libanon á hún yfir höföi sér allt aö fimmtán ára fangelsisdóm. Mál hennar verður tekiö fyrir hjá herrétti. I fyrra var Norðmaður dæmdur i sex mána&a fangelsi i Libanon fyrir aö reyna aö smygla sprengiefni um borö i flugvél er var að fara til Evrópu. Suður-Líbanon-Beirut. Israels- menn luku brottflutningi herja sinna frá herteknu svæöunum i suðurhluta Libanons i gær. Drógu þeir niður fána sina og hurfu á hervögnum sinum yfir. landamærin, — rétt þrem mán- uðum eftir að þeir réðust yfir þau til aö eyðileggja bækistööv- ar palestinskra skæruliða á svæðinu. Fólu tsraelsmenn her- sveitum kristinna hægri manna alla stjórn viö landamærin og voru þeir strax farnir að búa um sig. Viö brottför Israelsmanna hefur vaknað spurning um framtiðarhlutverk gæzlusveita Sameinuðu þjó&anna i S-Liban- on, en þar til fyrir fáum dögum var talið að þær tækju við völd- um Israelsmanna á landamær- um tsraels og Libanons. Aö þvi er israelskir formælendur segja, tókusveitir hægri manna aðeins við af tsraelsmönnum á nokkrum af þeim stöðum, sem tsraelsmenn yfirgáfu i gær. Við athöfni þorpinu Shi’ite þar sem tsraelsmenn létu yfirráð sin formlega af hendi i gær, var hvergi sjáanlegur maður úr gæzluliði S.Þ. utan tveggja iranskra hermanna er óku um héraðið. Saad Haddad hershöfö- ingi, yfirmaður Falangista- sveitanna, sagöi i ræðu sinni við þessa athöfn m.a.: ,,Það er Israelsmönnum að þakka, að Suður-Libanon er nú aftur i höndum Libana og laust við ágang skæruliða”. Lét hann i ljós vonum að sveitir S.Þ. gætu haldið skæruliðum Palestinu- manna utan svæöisins, en þeir hafi löngum verið erkióvinir samfélaga kristinna manna á svæðinu. „Annars”, sagöi hann, „vonum viö að tsraelsmenn verði til taks aftur ef þörf kref- ur”. Haddad sagði á fundi með fréttamönnum, aö sveitir krist- inna manna hefðu nú fengiö völdin á landamærunum á svæöi afmörkuöu af Miöjarðarhafinu að vestan og hæðunum i Her- monfjalli að austan. Sagði hann samkomulag um þetta hafa verið gert á fundi i fyrradag meö Emmanuel Erskine, yfir- manni sveita S.Þ. Talsmaður S.Þ. i Jerúsalem, Jacques da Silva, sagði hins vegar á fundi fréttamanna, að samkvæmt ályktun Oryggisráðsins nr. 425, hefði tsrael átt að afhenda gæzlusveitum S.Þ. yfirráð sin á landamærasvæðunum. Hlut- verk S.Þ. sveitanna samkvæmt ályktun 425 var að stjórna brott- flutningi tsraelsmanna, að halda vopnuðum hersveitum ut- an svæðisins og að fela völd þar libönskum stjórnvöldum um leið og það hefði verið talið æskilegt. Rök tsraelsmanna fyrirþvi að láta stjórnina i hendur Haddads voru þau, aðhonum væriborgað af libanska rikinu og þar af leið- andi hlytu liðsmenn sveita hans að teljast opinberirlibanskir ör- yggisverðir. „tsraelsstjórn hefur nú framfylgt kröfum ályktunar 425 og yfirgefið svæð- ið, sem orðið er laust við skæru- liða”, sagði Avigdor ben Gal, hershöfðingi. Við kveðjuathöfn- ina i gær, sagði hann, að tsrael myndi standa við þau vilyrði sin, að vernda minnihlutahópa kristinna manna og bætti siðan við: „Það er hlutverk gæzlu- sveita S.Þ. að tryggja það að skæruliðar haldi ekki uppi hern- aði á svæðinu og tryggja að frið- ur og spekt riki þar”. Faðmaði hann libanska herforingjann að sér og óskaði „vinum sinum” alls hins bezta. Haddad tilkynnti að sveitum S.Þ. yrði leift að hafa bæki- stöðvar i bænum Marjayouh, sem er sterkt virki kristinna manna. „Við erum við stjórn- völinn hér, og Sameinuðu þjóð- irnar eru hér til að hjálpa”, sagði hann. t öðrum þorpum ná- lægt landamærunum voru her- menn Falangistasveitanna að koma sér fyrir á svæðum nærri þeimsem S.Þ. höfðu stjórn yfir. Urðu menn vitni að þvi að þeir stöðvuðu bifreiðar S.Þ. við vegatálma og kröfðust skilrik ja. Eini staðurinn, sem tsraels- menn létu beint af hendi við sveitir S.Þ., var i þorpinu Zayie, sem irsk sveit tók við. Haddad sagði að ákveðinni leið yrði haldið opinni milli landanna. Leiðin sem um ræðir er s.k. „Good Fence”, og hefur verið aðalleiðin, sem tsraels- menn . hafa sent Falangistum vopn og birgðir um. t viðtali við Avigdor ben Gal, yfirmann israelsku hersveit- anna sem voru i S-LIbanon, lýsti hann yfir, óánægju með sveitir S.Þ., sem hann sagði ekki hafa gegnt hlutverki sinu, en kvaðst vongóður um að á landamærun- um rikti friður i framtiðinni. SOVÉTMENN REYNA AÐ JAFNA METIN Bandaríkjamaður handtekinn í Moskvu fyrir smygl Moskva-Reuter. Sovézk yfirvöld upplýstu i gær, að þau hefðu i haldi ameriskan kaupsýslumann, sem grunaður sé um smygl. Á hann á hættu að verða dæmdur i tiu ára þrælkunarvinnu ef hann finnst sekur. Maðurinn F. Jay Crawford sem er frá Alabama var handtekinn igær, i bil er hann beið við umferðarljós i hjarta Moskvu. Var hann þar ásamt unnustu sinni. Utanrikisráðherra Sovétrikj- anna viðurkenndi handtöku Crawfords eftir itrekaðar fyrir- spurnir frá bandariska sendiráð- inu i' borginni. En sendiráðið sagði að það hefði þegar sent skrifleg mótmæli vegna þessarar framkomu Sovétmanna. Sögðu sendiráðsstarfsmenn að hann væri fulltrúi alþjóðlegs fyrirtæk- is, International Harvester. Handtaka Crawfords er talin vera visir þessað sovézk yfirvöld ætli að taka ómjúkum höndum á Amerikönum i landinu i fram- haldi af handtöku tveggja sovézkra starfsmanna Samein- uðu þjóðannai New York i siðasta mánuði. Þeir voru ákærðir um njósnastarfsemi. Rennir það einnig stoðum undir grun manna um hug Sovetmanna, að i gær birti blað stjórnarinnar, Izvestia, njósnaákærur á hendur vara- sendiherra Bandarikjanna i Moskvu, sem var visað úr landi i júli i fyrra. Sagði Izvestia að andsovézkur áróður væri það mikill i Banda- rikjunum nú, að það nálgaðist móðursýki, en bætti siðan við að Sovétmenn óttuðust ekki. Unnusta Crawfords, sem hand- tekin var i gær, vinnur sem skrifstofustúlka i bandariska sendiráðinu i Moskvu. Sagði hún fréttamönnum, að þau hefðu verið á leið I matarboð hjá kunn- ingja þegar lögreglan handtók Crawford. Sagði hún að hún hefði lent i nokkrum ryskingum við lögreglumennina, þegar þeir reyndu að ná af henni billyklun- um. Gerði hún yfirmönnum sendiráðsins strax viðvart, sem aftur kröfðu sovézka utanrikis- ráðuneytið skýringa. Liðu að sögn 17 ti'mar f rá þvi ungfrúin tilkynnti handtökuna þar til ráðuneytið staðfesti hana, og gaf sendiráðs- ritara leyfi til að hitta Crawford að máli. Yfirvöld sögðu sendiráðinu, að Crawford, sem starfað hefur i Moskvu i tvö ár, hefði brotið gegn grein no. 78 i refsilögum Rúss- lands. En þessi grein k veður á um ólöglegan flutning vara eða ann- arra verðmæta yfir landamæri rikisins. Viðurlög við að brjóta þessa lagagrein eru frá þrem til tiu ár. Framhald á bls. 19. Óttast Frakkar veru Þjóðverja í Zaire? Ekkert lát er á deilum i Frakklandi um þá stefnu, sem rikisstjórnin og forsetinn hafa tekið i málefnum Afriku. Eins og kunnugt er hefur Giscard d’Estaing Frakklandsforseti sent útlendingahersveitina til Shaba-héraðs i Zaire til að að- stoðaher landsins við að hrekja innrásarmenn af höndum sér. Aöur hefur hér i blaðinu verið sagt frá ýmsu i sambandi við hiðpólitiskaspil sem á sér stað i Mið-Afriku um þessar mundir. Þess hefur verið getið hvaða aðilar það eru sem eigast við i Shaba, eða Katanga eins og héraöið hét áður. t Shaba er mikill auður saman kominn i málmum og verðmætum efn- um, en löngum hefur þetta hérað verið vettvangur óróa og ólgu, bæði vegna landfræöilegr- ar stöðu á mótum þriggja nú- verandi rikja: Angóla, Zaire og Zambiu. Lunda-ættflokkurinn er þarna öflugur i'öllum löndun- um og hiö forna Lunda-rjki var eitt hið merkasta af fornum menningarrikjum i álfunni. Hætt er við að koparinn i Shaba sé þó það sem einkum heillar framandi þjóðir og veldur kapp- hlaupinu um áhrif þar. Þar hefur verið talið óliklegt að Frakkar ætluðu sér að láta sitja við timabundna aðstoð við Zaire-stjórn. Að visu er herlið það sem þeir sendu til Shaba i mai'mánuði á leið burt að sögn en þess i stað hefur franska stjórnin beitt sér fyrir stofnun afriskra gæzlusveita, sem taki við af evrópskum friðargæzlusveitum i álfunni. Það er þessi ákvörðun Frakka sem hvaðmesta gagnrýni hefúr hlotið bæði heima fyrir og eins meðal margra þjóðarleiðtoga bæði i Afriku og annars staðar i heiminum. I umræðum um þetta mál i franska þinginu nú fyrir helgina var stjórnin gagn- rýnd af sósialistum og kommúnistum annars vegar og gaullistum undir forystu Jacques Chirac hins vegar. Meðal þeirra sem harðlega hafa gagnrýnt stjórnina er Couve de Murville, fyrrum forsætis- ráðherra si'ðasta stjórnarár de Gaulle. Chirac hefur einnig mjög látið til sin taka i þessu máli og ekki látið sitja við gagn- rýnina á Zaire-ævintýrið hefur einnig ráðizt á stjórnina fyrir aðstoðina við rikisstjórnir Tchad og Mauretaniu. t þeim löndum styðja Frakkar stjórn- irnar i baráttu þeirra við upp- reisnarmenn. Gaullistar telja að hornsteinn, franskrar Afrikustefnu eigi að vera góð sambúð við Maghreb, þ.e. Arabarikin við Miðjarðar- haf: Alsir, Marokkó, TUnis og svo Libýu. Afskiptin af málum uppreisnarmanna i Tchad og Mauretaniu hafa valdið erfið- leikum i sambúðinni við Alsfr og Libýu en rikisstjórnir þeirra landa styðja uppreisnar- hreyfingarnar. Með tillögum sinum um af- riskt gæzlulið hafa Frakkar raunverulega stuðla að að þvi að viðhalda evrópskum áhrifum nær þvi hvar sem er i áliunni. Reiknað er með að þetta gæzlu- lii^sem þegar er byrjað að koma á laggirnar með herliði frá Marokkó, Senegal, Togo og Gabon, verði búið evrópskum vopnum og með þvi verði hernaðarráðgjafar frá Evrópu- löndunum. Þannig yrði liðið alltaf undir raunverulegri stjórn Evrópurikjanna. Þetta finnst ýmsum f rönskum stjórnmálamönnum of langt gengið og vilja forðast að Frakkar verði einhvers konar lögreglumenn Afriku. Chirac sagði i ræðu á franska þinginu fyrir nokkrum dögum að hvorki Bandarikjamenn né Rússar ættu nokkurn rétt á ihlutun i málefni Afriku og Frakkar séu þvi að ganga erinda stórveld- anna með aðgerðum sinum. Vinstri menn i Frakklandi gripa á hinn bóginn til þeirra venju- legu raka sem nú hafa heyrzt i ýmsum tilbrigðum i 30 ár að það sé C.I.A. og Bandarikjamenn sem með ihlutun sinni hafi neytt Sovétmenn og nú Kúbumenn til að hefjast handa. Hinn djúp- stæði ágreiningur breytir þó ekki þvi að allir frönsku stjórn- málaflokkarnir telja að Frakk- land eigi hagsmuna að gæta i Afriku og beri að hafa hönd i bagga með þvi sem þar gerist. En fleiri eru komnir á vettvang i Zaire en Frakkar, Belgiumenn, C.I.A. Rússar og Kúbumenn. Vestur-Þýzkaland hefur enn á ný reynt að ná ofurlitlu tangar- haldi á hinni svörtu álfu. í Zaire hafa þeir fengið til umráða svæði þar sem þeirgera tilraun- ir með eldflaugar. Sú stofoun, sem um það séq nefnist OTRAG og staða hennar i landinu er nánast sú að hafa sérstök lands- réttindi á talsverðu svæði þar sem Þjóðverjar eru einráðir. Þeim er þvi i senn þökk i að aðr- ir sjái um að halda friði i Zaire en eins er ekki óliklegt að Frakkar og jafnvel fleiri riki hafi nokkrar áhyggjur af til- raunum Þjóðverja með fáguð rafeindatæki og hugsanlega hernaðartæki mitt i hjarta Af- riku. H.(ð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.