Tíminn - 14.06.1978, Page 3

Tíminn - 14.06.1978, Page 3
Miftvikudagur 14. júnl 1978 3 Breytta kvótatölur i fiskveiði- samningi Færeyinga og Rússa — mjög hagstæðir segja Færeyingar Nýlega var færeysk sendi- nefnd í Moskvu til viðræðna viö Alexander Ishkov, fiskimála- ráöherra Sovétrikjanna, um breyttar kvótatölur í fiskveiöi- samningi rikjanna, og aö þvi er segir i frétt I færeyska blaöinu 14. september, eru nýju kvóta- tölurnar mjög hagstæöar Færeyingum. Samkvæmt nýju tölunum fá Færeyingar nú heimild til aö veiöa 8. þús tonn af þorski i Barentshafi og auk þess fá fimm færeysk skip leyfi til aö stunda rækjuveiöar þar. t staöinn fá Rússar heimild til aö veiöa 60 þús. tonn af kolmunna i færeyskri fiskveiöilögsögu. t viötali viö 14. september segir einn sendinefndarmann- anna, sem voru i Moskvu á dög- unum, aö þessar nýju tölur séu mjög til bóta fyrir færeyskan sjávarútveg. Þær muni tryggja enn frekar atvinnu þeirra, sem aö sjávarútvegi starfa og skapa verkefni handa 5—6 stórum togurum. Sibrotamaður í gæsluvarðhald: 30 afbrot á einu og hálfu ári GEK — A mánudag úrskurðaöi sakadómur Reykjavikur mann um þritugt i gærzluvaröhald til 2. ágústs næst komandi. Maður sá er hér um ræðir á að baki sér lit- rikan afbrotaferil en einkum eru þaö þjófnaðir og innbrot sem hann fæst við. Honum var siðast sleppt úr fangelsi þann 7. júni siðast liöinn, en þá hafði hann setið i gæzluvarðhaldi I nokkrar vikur. Skömmu áður hafði saka- dómur Kópavogs fellt yfir honum 20 mánaða fangelsisdóm vegna jafn margra afbrota sem hann hafði framið á þessu og siðasta ári. Ekki var unnt að framfylgja refsingunni, þar sem dómi saka- dóms Kópavogs var áfrýjaö til Hæstaréttar. Var manninum þvi sleppt lausum. Auk þeirra 20 mála sem dæmt var i i Kópavogi var ólokið 8 mál- um til viðbótar sem sami maður var tengdur og voru þau send saksóknara rikisins þann 5. mai s.l. og höföaði saksóknari nýtt mál á hendur honum þann 18. sama mánaðar. Sem fyrr segir var manninum sleppt lausum þann 7. júni siðast liðinn, en ekki var hann fyrr stig- inn úr fangelsinu en hann tók til við sina fyrri iðju. Gæzluvarð- haldsúrskurðurinn sem kveöinn varuppá mánudagvar byggður á tveimur innbrotum til viðbótar sem hánn játaði á sig. Fyrra innbrotið var framið þann 8. júni eða strax daginn eftir að hann hlaut frelsið en siöara innbrotið þremur dögum siðar. Þessi mál eru nú til rannsóknar hjá rannsóknarlögreglu rikisins. Embætti húsameistara rikisins laust til umsóknar Hörður Bjarnason lætur af starfi um áxamót SJ — Embætti húsameistara ríkisins hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknar- frestur til 3. júli næstkomandi. Hörður Bjarnason hefur gegnt embætti húsameistara rikisins frá 1954, en hann var áður skipu- lagsstjóri rikisins frá 1944 og skrifstofustjóri skipulagsnefndar frá ’37. Hörður er nú i nokkurra mánaða veikindafrii að læknis- ráði og hefur sagt embætti sinu lausu frá næstu áramótum. Embætti húsameistara rikisins var stofnað 1904 og gegndi Rögn- valdur Ólafsson þvi fyrstur manna, þá tók við Guðjón Samúelsson og siðan Einar Er- lendsson. Þessi 42 ár i þjónustu rikisins hafa verið viðburðarikur starfs- ferill, sagöi Hörður Bjarnason. — Ég geri ráð fyrir að ég haldi áfram einhverjum störfum fyrir rikiö en segi embætti minu lausu til að létta á mér störfum. Fjölsóttur fuU- trúaráðsfundur Fulltrúaráö Framsóknar- félaganna f Reykjavik hélt I fyrrakvöld mjög fjölsóttan fund, þar sem rætt var um undirbúning fyrir þingkosningarnar. Mikill áhugi kom'fram á fundinum fyrir þvi að hefja öfluga sókn til efl- ingar flokknum. Meðal þeirra, sem töluöu á fundinum, voru efstu menn B.-listans, Einar Agústsson og Guðmundur G. . Þórarinsson. A efri myndinni sést yfir fundarsalinn og á hinni flytur Guðmundur G. Þórarinsson ræöu sina. Breytingar i aðsigi á skrifstofu verðlagsstjóra SJ — Stöður verðlagsstjóra og varaverðlagsstjóra hafa veriö auglýstar lausar til umsóknar og er umsóknarfrestur til 25. júnink. Hjá skrifstofu verðlagsstjóra fengust þær upplýsingar að þetta væri gert vegna þeirra breytinga sem gera þyrfti á skrifstofunni áður en nýja löggjöfin um verðlag samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti sem sett var i mai sl. tæki gildi 16. nóv. nú i haust. Inýjulögunum er gertráðfyrir aö nafni skrifstofunnar verði og breytt og að hún heiti i framtið- inni Verðlagsstofnun. öllu starfs- tólki skrifstofunnar veröur væntanlega sagt upp og ráðið i stöður á ný en verulegar breytingar verða á starfseminni. Dagpeningar rikisstarfs manna á ferðalögum erlendis hækka SJ — Dagpeningar rikisstarfs- manna á ferðalögum erlendis hafa verið hækkaðir frá og meö 1. júni' sl. Dagpeningar til greiöslu ferðakostnaðar i Evrópu eru nú 180 þýzk mörk en voru 165 mörk frá i nóvember sl. I Ameriku eru dagpeningar nú 80 dollarar, hækkuðu úr 72 dollurum. Dagpeningar vegna þjálfunar og eftirlitsstarfa eru lægri, 110 þýzk mörk i Evrópu og 48 dollarar i Ameriku. Stjórn BSRB ályktar: Afnám skerð- ingar ekki i áföngnm A fúndi stjórnar BSRB sem haldinn var i gær var eftirfarandi tillaga samþykkt einróma: „Stjórn BSRB mótmælir enn á ný harðlega efnahagsaðgerðum rikisstjórnarinnar, sem felast m.a. i riftun kjarasamninga,visi- töluskerðingu á laun, samhliða gengisfellingum og stórhækk- uðum vöxtum, sem hvort tveggja hefur stóraukið dýrtið á siðustu mánuðum.” „Jafnframt skorar stjórn Bandalags starfsmanna rikis og bæja á nýkjörna borgarstjórn i Reykjavik og aðrar bæjar- og sveitarstjórnir i landinu að afnema hina ranglátu vísitölu- skerðingu og verða við kröfum BSRB og annarra samtaka launafólks um að gera nú þegar gildandi þá kjarasamninga, sem rift hefur verið með lögum.” „Stjórn BSRB telur aö afnám kjaraskerðingarinnareigiekki aö koma til i áföngum, heldur eigi strax aö standa viö löglega gerða kjarasamninga. Einnig eigi að bæta starfsmönnum refsifrá- drátt, sem framkvæmdur hefur verið vegna vinnustöðvana 1. og 2. marz: sl..” Greenpeace samtökin: Albúin að hef ja aðgerðir á Islandsmiðum y°r"ká{ytri höfninni í Rvik í gær JB — Rainbow Warrior, skip Greenpeace samtakanna, kom á ytri höfnina i Reykjavik i gær- morgun, en skipið hefurnú ver- ið á miðunum við landiö i rúma viku. Að sögn talsmanns sam- takanna i skipinu i gær, komu þeir inn vegna bilunar á fjar- skiptatækjum, og hyggjast sigla út jafnskjótt og búið er aö gera við hana. Sagöi talsmaðurinn að til þessateldu þeir að leiðangurinn hefði gengið að óskum. Þeir hefðu litt haft sig i frammi viö hvalskipin, en fylgzt með ferð- um þeirra og stundað æfingar að sögn. Nú telja þeir sig full- búna aö hefjast handa við yfir- lýstar aðgerðir, þ.e. að sigla gúmbátum sinum á milli hval- veiðibátanna og dýranna til að hindra veiðarnar. Ekki kvaðst hann álíta að veður né sjólag á miðunum verði þeim á neinn hátt til trafala. Talsmaðurinn sagði að þeir hefðu sent áhöfn eins hvalveiði- bátsins orðsendingu, þar sein þeir kynntu starfsemi sina, og að þar hefði komið fram, að leiðangursmenn voru hvorki á móti þeim né öðrum Islending- um. Þeir væru einungis uggandi vegna ástands búrhvalastofnsins i Norðuhöf- um ogstæðu i þessum aðgerðum alfarið til að vernda hann. Enda væri þaö öllum fyrir beztu. Þá sagði hann aö leiöangurinn væri i reynd hálfnaöur, en skipið myndi verða á miðunum eins lengi og þörf krefði, en það færi mikið eftir þvi hvaö ætti eftir a.ö gerast á næstu dögum. Aðsiðustu itrekaöi talsmaöur Greenpeace-samtakanna, að þeir væru ekkert á möti Islend- ingum, og benti á baráttu samtakanna til verndar hvölum gegn Japönum og Rússum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.