Tíminn - 14.06.1978, Page 14

Tíminn - 14.06.1978, Page 14
!1 !l .lil !l í 111 Sveitarstjóri Hólmavíkurhreppur óskar eftir að ráða sveitarstjóra. Umsóknum sé skilað til hreppsnefndar Hólmavikurhrepps fyrir 25. júni. Nánari upplýsingar veita Karl E. Loftsson i sima (95) 3128 og Auður Guðjónsdóttir i sima (95) 3118. Ofnar á lager Til afgreiðslu STRAX Eigum fyrirliggjandi HELLUOFNA, framleidda skv. íslenskum Staðli ÍST 69,1 ISO Góðir greiðsluskilmálar eða staðgreiðsluafsláttur Merkið sem tryggir gæðin HF OFNASMIÐJAN Háteigsveg 7 * Reykjavík * Sími 2-12-20 Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem glöddu okkur meö heimsóknum, skeytum og gjöfum á 60 ára hjúskaparaf- mæli okkar. Guð blessi ykkur öll. Ólöf og Þórarinn Rip. t--------S Faðir okkar og tengdafaðir Guðmundur Kr. Sveinsson rafvirkjameistari er látinn. Jarðarförin hefur farið fram. Ingvar Guðmundsson, Kirsten Frederiksen, Erla Guðmundsdóttir, Svavar Hauksson, Kristrún Guömundsdóttir, Jóhannes Arason, Bjarni Þór Guðmundsson, Matthildur Skúladóttir. Þakka innilega veitta smúð og vináttu, vegna andláts og útfarar eiginmanns mlns Jóns Kr. Guðmundssonar skósmiös, Skólabraut 30, Akranesi. Björg Jónasdóttir. Miðvikudagur 14. júni 1978 ~i----------------------------------------- lesendur segja ,,Hjáróma rödd mín” Mikið og óvænt hefur gerzt, þar sem er fall fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta — þess flokks, sem sigrað hefur um áraraöir. Og meira stendur til. Nú standa fyrir dyrum alþingis- kosningar, sem ráða þing- mannaskipun næstu fjögur ár. Og vist þarf að vanda það, sem vel á að standa. Enginn þarf að efa, að nú þarf styrka stjórn og einingu allra rétt hugsandi manna. Það vita allflestir, að ekki er hægt að uppfylla þær miklu kröfur sem þjóðin gerir til rikisins, nema peningar séu til og að minnsta kosti hilli undir góða afkomu til lands og sjávar. Hverjir, sem um stjórnar- taumana halda næsta kjörtima- bil, ættu allir að hafa það hug- fast, að nú er boginn spenntur til hins ýtrasta. Það er augljóst, að við höfum eytt meira en aflað var undanfarin ár. Landið hefur orðið sér út um lán á lán ofan hjá hinum stærri þjóðum. Það stóð svart á hvitu fyrir nokkrum áratugum, að ekki væri lán lengur en léð væri. Ætli það gildi ekki enn? Hér þarf hugarfarsbreytingu, ekki hjá stjórninni einni, heldur hjá landsmönnum öllum. Það er okkar stóra yfirsjón, lands- manna allra, að við krefjumst of mikils. Við verðum að hafa opin augu fyrir þvi, hverju er úr að spila. Eitt er það, sem mig langar til þess að minnast á i framhaldi af þessu. Það eru þessar f jölmörgu fætur, sem eru i kring um aðal- atvinnuvegi þjóðarinnar. Þarf allt þetta flókna kerfi i kring um sölu sveitaafurðanna? Við rétt- um hönd eftir mjólkurhyrn- unni, og ósjálfrátt kemur okkur i hug: Hvað langt að skyldi þessi mjólk vera komin? Stundum er mjólkin flutt fyrst til Reykja- vikur, og þaðan aftur út um land til neytenda þar. Þvi miður get ég ekki bent á það, sem hagkvæmara gæti reynzt, en ég trúi samt, að betur mætti koma þessu fyrir. Mér virðist lika, ef marka má fjölmiðla þjóðarinnar, að sifellt sé óheiðarleiki að færast i vöxt og gripdeildir, og þá einkanlega hjá þeim, sem yfir mikiö eru settir. Þetta þarf að taka föstum tökum. Það er að visu liðin tið, sem betur fyrir, að menn sé hengdir fyrir að stela snæris- spotta eða eitthvað þviumlikt. En hitt stendur fast, að gera verður kröfur um heiðarleika til allra, sem yfir fjármuni eru settir. Ég skal ekki bera blak af minni kynslóð. Það fer ekki hjá þvi, að okkur, hinum eldri, hafa orðið á mistök i uppeldi þess fólks, sem nú nálgast miðjan aldur. Og enn sigur á ógæfuhlið, og oft litill skilningur þegar á þá hliðina sigur. Eins og nú horfir við i þjóð- félaginu, held ég, að við ættum að einbeita okkur að þvi að rétta við fjárhag landsins og rikisins. En til þess þurfum við að vera samhuga og samhent. Það hafa dunið yfir mikil óhöpp, sem gengið hafa nærri fjárráðum okkar. Þar á ég, svo að eitthvað sé nefnt, við Kröflu. Við lifum i landi elds og isa, en þó átti eng- inn von á þeim náttúruhamför- um, sem að Kröflu hafa steðjað. Það er enginn vandi að vera vitur eftir á. Ég býst ekki við, að neinn, og ekki heldur Jón Sól- nes, hafi séð það fyrir, hvað i aðsigi var — ekki frekar en við hin. Þegar litið til baka, yfir feril sumra fyrrverandi rikisstjórna og þeirrar, sem nú er, sé ég ekki betur en unnizt hafi sá mesti sigur, sem okkur gat fallið I skaut, eða mun falla i skaut i náinni framtið. Það er sigurinn i landhelgismálinu. Að þvi máli var unnið af festu og'óbilandi kjarki, og varðskipsmönnunum berað þakka mikinn dug. Þetta var sigurganga. Þar kom fram eining lands- manna og mikil festa valda- manna. Það er ótal, sem færa mætti til betri vegar i þjóðfélag- inu, ef eining og festa héldust I hendur. Mér kemur ekki sizt i hug neyzla áfengis og ávana- lyfja, sem sifellt fer i vöxt, og leiðir til ógæfu og afbrota. En við upptök skal á stífla, en ekki ósa. Heimilin eru mörg i upp- lausn, og þau hafa orðið fyrir áfalli siðan konur fengu jafn- rétti, sem hefur það i för meö sér, að hún er mest utan heim- ilis virka daga, en starfsþrekið búið á kvöldin, þegar að heim- ilinu kemur. En þá eru eftir börnin og umhirðan heima fyrir. Skyldi nokkurn undra, þótt þá verði ekki allt sem skyldi. Ég hef einu sinni komið þvi i dagblað, hvað mér finnst reynsla min og þekking hafa um þetta að segja. Það var i þá tið, er móðurskyldan var i heiðri höfð. Nú heyrum við raddir fram- bjóðenda, og það er fróðlegt út af fyrir sig. En voru ekki óvenjulega margir seðlar auðir og ógildir, þegar kosið var á dögunum. Ég vil hvetja alla til þess að kjósa, svo að vilji fólks fái notið sin. Þar á ekki neitt kæruleysi heima. Nú i þingkosningum kjósum við öll, og hitt verður svo siðar að koma I ljós, hvort atkvæði okkar verður land og lýö til heilla. Þ.G. Vítur áOrkustof nunvegna sprenginga Sprengingar jarðvisinda- manna á vegum Orkustofnunar s.l. .sumar urðu fréttaefni fjöl- miðla. Þær þurfti að framkvæma i vatni svo tilætlað- ur árangur yrði af, og útvarpið gat þess i fréttum, að sprengt hefði verið i fisklausu vatni i óbyggðum. Hitt nefndi útvarpið ekki, að á sama tima framkvæmdi hópur þessara visindamanna margar sprengingar i botm Fnjóskárum hálaxveiðitimann, án þess að hafa leyfi hlutaðeigandi aðila. (Hér skal þess lika getið, að einn bóndi hafði mjólkurkýrsin- ar á afgirtum haga skammt frá sprengistaðnum, og urðu þær óðar af hræðslu i atganginum, og hefur bóndinn orðið fyrir af- urðatjóni vegna sprenginganna. Er þetta eitt dæmi af fjölmörg- um um þá vaxandi ósvifni og frekju, sem beitt er gegn ibúum sveitanna.) Þess ber þó að geta, að eftir að sprengingar þessar urðu opinbert fréttaefni, kom Stefán Sigurmundsson hjá Orkustofn- un að máli við formann Veiðifé- lags Fnjóskár og viðurkenndi mistök i málinu og bauð bætur fyrir hugsanlegt tjón. En við þetta var látið sitja af hálfu veiðifélagsins. A aðalfundi þess, sem haldinn var nýlega, var þetta mál að sjálfsögðu rætt, og lögðu tveir félagsmenn, þeir Tryggvi Stéfánsson á Hallgilsstöðum i Snjóskadal og Jón Laxdal I Nes i Höfðahverfi fram eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Veiðifélags Fnjóskár,haldinnaðSkógum 15. marz 1978, vitir eindregið þá lögleysu orkuráðs að fram- kvæma sprengingar án leyfis félagsins i Fnjóská á s.l. sumri, með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Krefst fundurinn þess aðslikir atburðir endurtaki sig ekki.” Samþykkt með atkvæðum allra fúndarmanna. F.h. Veiðifélags Fnjóskár Olgeir Lútersson (Verzlun Ö Þjónusta ] fr/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A^yj^^^^YÆ/^/jr/Æ/Æ/Æy^ ^/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/^ \ H 1 í IBÍLALEIGA r/Æ/Æ/Æ,'Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/jr/A IBILASALA %r, LEIGJUM UT NYJA FORD FIESTA f'LADA TOPAS-MAZDA 818 ^ f* \ Verð: P- *»ól“hri„g 4.500.- 5 J ^ pr. ekinn km. ' ' \ J Braut sf. ^ pr. ekinn km. kr. 38.-' í í , , 'Á J T/ ^ 5 5 ^ ý Skeifunni 11 - Sími 33761 * '■ ] - ^ t’ N*ir °° só,a0'r NótbarOar. A.'lar stœröir ^ Aóein s ^ +/ í 4 4 \ \ 'é 4r HJOLBARÐA- ÞJÓNUSTAN HREYFILSHÚSINU SÍMI 81093 IMYJUINIG hjá 2 okkur. 4 4 4 JafnvægisstíHum hjótharöana án þess aö f ■/ 7 !T/ 7 7 fabaÞá undan brfraiöinni. f \r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/jé ^T/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/jé ^r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Jé L .! ^r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.