Tíminn - 30.06.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.06.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. júni 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Rilstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og augiýsingar Siðumúla 15. Sinti 86300. Kvöldsimar blaðamauna: 86563, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjaid kr. 2.000 á n,ánuöi' Blaöaprenth.f. Rikisstjórn sigur- vegaranna Það er ekki óeðlilegt að stjórnarmyndanir dragist á langinn að afstöðnum kosningum, þegar úrslitinverða óljós og tviræð. Þetta á ekki við um kosningaúrslitin nú. Þau eru eins greinileg og verða má.Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið urðu óumdeilanlega sigurvegararnir og venjum samkvæmt ber þeim þvi að taka við stjórninni. Einhverjir kunna að segja að sá annmarki sé á þessu, að þeir hafi ekki fengið nægan þingmeiri- hluta, þótt litlu muni. úr þessu hefur nú verið bætt. Þingflokkur Framsóknarmanna hefur lýst yfir þvi, að strax og þessir flokkar hafa komið sér saman um málefnasamning, sé hann reiðubúinn til að veita stjórn þeirra hlutleysi og verja hana falli. Afstöðu þessa byggir þingflokkurinn á þvi, að miðað við úrslit kosninganna sé eðlilegt að Al- þýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið fái tækifæri til að mynda stjórn saman og framkvæma þau fyrirheit, sem þeir gáfu fyrir kosningarnar. Fyrir þessa flokka ætti ekki að verða erfiðleik- um bundið að ná málefnalegri samstöðu. Þeir sögðu báðir i kosningabaráttunni, að lausn efna- hagsmálanna yrði að ganga fyrir öllu öðru. Báðir lögðu þeir áherzlu á, að efnahagsmálin yrði að leysa i samráði við verkalýðshreyfinguna. Á sið- ara Alþýðusambandsþingi var það markað i stór- um dráttum, hvernig verkalýðshreyfingin vill haga lausn efnahagsmálanna. Fyrir þessa flokka ætti þvi ekki að vera erfitt að koma sér saman um meginstefnuna, ef þeir leggja sjónarmið verka- lýðshreyfingarinnar til grundvallar. Að sjálfsögðu taka stjórnarmyndanir alltaf nokkurn tima.svo hlýtur einnig að verða nú.Mik- ilvægt er þó, að reynt sé að hraða stjórnarmynd- uninni þvi að efnahagsaðgerðirnar sem gerðar voru i vetur, voru miðaðar við það, að halda verð- bólgunni i skefjum fram yfir kosningar, en þá yrði þörf viðtækari aðgerða. Það má ekki láta þær dragast mikið á langinn. Þess ætti ekki held- ur að þurfa þvi að sigurvegararnir i kosningunum ættu fljótlega að geta náð samkomulagi um lausn þeirra. Ónákvæmar tölur Norska blaðið Aftenposten hefur birt upplýs- ingar um framlög, sem Alþýðuflokkurinn hefur fengið frá norrænum flokksbræðrum sinum. Blaðið telur, að þau hafi numið allt að 30 milljón- um króna á tveimur siðustu árum. Benedikt Gröndal telur þessi framlög ekki nema meiru en 12-13 milljónum króna, en kveðst þó ,,ekki hafa nákvæmar tölur á reiðum höndum”. Væntanlega lætur Alþýðuflokkurinn það ekki dragast lengi að gera hreint fyrir sinum dyrum i þessu efni, eins og t.d. þvi, hversu mikið fé hann hefur fengið, hvernig það hefur verið flutt milli landa o.s.frv. Fyhr þá þingmenn flokksins sem látast vera þaulvanir rannsóknarblaðamenn, ætti ekki að vera torvelt að upplýsa þetta. Margir biða nú eftir þvi að sjá,hver viðbrögð þeirra verða i þessum efnum. Fyrir Alþýðuflokki'nn er æskilegt, að allri leynd sé svipt af þessu, og hann sýni svart á hvitu, að hér sé ekkert að fela. Margir hinna nýju kjósenda Alþýðuflokksins biða áreiðanlega eftir þvi að fá fyllri upplýsingar frá forustumönn- um flokksins en þær, að þeir ,,hafi ekki nákvæm- ar tölur á reiðum höndum”. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Krupsak ætlar að keppa við Carey Spáð sögulegu prófkjöri i New York Carey ríkisstjöri ÞAÐ vakti nokkra athygli, að Carey rikisstjóri mætti ekki i veizlu, sem haldin var i New York siðastliðið mánudags- kvöld, en hún var haldin á vegum stofnunar, sem hefur verið sett á fót til að heiöra minningu Huberts Humphrey öldungadeildarþingmanns. Fjarvera rikisstjórans vakti þó aðallega athygli vegna þess, að hann færði þau rök fyrir henni, að meðal boðs- gesta væri Callaghan, for- sætisráðherra Bretlands, og áliti rikisstjórinn að hann gæti ekki setið til borðs með honum sökum ástandsins i Norður-tr- landi. Tilgangur Careys rikis- stjóra með þessum sérstæðu mótmælum er vafalitið sá, að hann telur þau vænleg til að afla honum fylgis meðal fólks af irskum ættum, en það er fjölmennt i New York. Sjálfur er Carey irskættaður, svo að hann ætti ekki að þurfa á slik- um mótmælum að halda til að afla sér fylgis meðal lra. Það henti hins vegar Carey, þegar hann heimsótti Dublin á siö- astl. ári, að hann lét ógætileg orð falla um irska lýöveldis- herinn og hryðjuverk hans. Þetta sætti gagnrýni margra tra og Carey hefur þvi talið sig þurfa að gera bragarbót. Þetta mun þó ekki vera eina ástæðan. Daginn áður hafði Anne Mary Krupsak vara- rikisstjóri tilkynnt, að hún ætl- aði að keppa við Carey i prófkjöri um framboð fyrir demókrata i rikisstjórakosn- ingunum i haust. Carey hefur þegar hlotið tilnefningu flokks stjórnarinnar sem frambjóð- andi demókrata, en prófkjör verður samt að fara fram, ef þess er óskað af öðrum fram- bjóðanda, sem hefur aflaö sér skriflegs stuðnings 20 þús. kjósenda fyrir 27. júli næst- komandi. Prófkjörið fer þá fram 12. september. Vafalaust þykir, að Krupsak geti aflað sér þessara undirskrifta. FRAMBOÐ Krupsaks kom ekki að öllu leyti á óvart. Þegar flokksstjórn demókrata kom saman fyrir skömmu lýsti hún yfir þvi, að hún myndi ekki gefa kost á sér til framboðs með Carey, þvi að henni likaði ekki framkoma hans og teldi hann ekki heppi- legan til að gegna rikisstjóra- embættinu áfram. Þessi yfir- lýsing kom á óvart. Þótt vitað væri, að grunnt væri á þvi góða milli þeirra, hafði hún nýlega i sjónvarpsþætti talið Carey i hópi beztú rikisstjóra. Þess vegna var búizt við, að hún yrði áfram i framboði með honum. Eftir að hún hafði hafnað þvi, fóru fjölmiðlar að spá þvi, að hún ætlaði sér stærri hlut en að vera vara- rikisstjóri, eins og nú er lika komið á daginn. Spádómar eru mjög á reiki um þaö, hvernig Krupsak muni ganga i prófkjörinu. Carey nýtur þess, að hann hef- ur stuðning flokksstjórnarinn- ar til viðbótar þvi, aö hafa gegnt rikisstjóraembættinu i fjögur ár. Viðurkennt er, að fjármálastjórn hans hafi tekizt sæmilega, en hún hefur ekki aflaö honum vinsælda og hann er ekki i hópi alþýölegra stjórnmálamanna. Það er Krupsak aftur á móti. A þvi hyggst hún lika vinna. Hún á erfitt með að halda uppi mikl- um málefnaágreiningi við Carey. Slikur ágreiningur hef- ur ekki verið á milli þeirra þau fjögur ár, sem hann hefur ver- ið rikisstjóri og hún vararikis- stjóri. i ræðum, sem hún hefur haldið siðan hún lýsti yfir framboðinu, hefur hún lagt megináherzlu á, að að hún vilji koma á sem nánustu samstarfi almennings og rikisvaldsins, en það verði ekki gert af „mönnum, sem sitji einangraðir i valdastólum og hlusti ekki á fólkið.” MARY ANNE Krupsak hefur sýnt þaö áöur, að hún getur verið sigursæl i kosningum og fundvis á vigorð, sem falia kjósendum i geð . Hún er 46 ára, fædd 26. marz 1932. For- eldrar hennar voru pólskir og var faðir hennar lyfsali. Hún var ung sett til mennta og lauk fyrst háskólaprófi i sögu og siðar i þeirri grein félagsfræð- innar, sem snýst um málefni héraða og héraðstjórna. Aö þvi loknu vann hún hjá Averell Harriman, sem þá var rikis- stjóri i New York. Hún hóf sið- an háskólanám að nýju og lauk lagaprófi við háskólann i Chicago, • Að laganáminu loknu gekk hún i þjónustu þingsins i New York riki og vann hjá þvi i nokkur ár. Henni likaði þetta starf miður vel, en fékk hins vegar áhuga á þingmennsku. Ariö 1968 bauð hún sig fram til fylkis- þingsins i heimakjördæmi sinu, þar sem repúblikanar voru taldir i miklum meiri- hluta. Hún vann samt fræki- legan sigur og var endurkjörin 1970 og 1972. Þá bauð hún sig fram til öldungadeildar fylkis- þingsins og náði kosningu. Ar- ið 1974 sótti hún eftir þvi að verða kjörin vararikisstjóri og vann frækilegan sigur i próf- kjöri, þar sem hún felldi tvo karlmenn, semm höföu verið taldir sigurvænlegri. Hún sigraði svo glæsilega i sjálfum kosningunum. Krupsak giftist lögfræðingi 1969, en þau skildu sex árum siöar og hefur hún ekki gifzt aftur. Hjónabandið var barn- laust. Auk þeirra Carey og Krup- sak mun Jeremiah B. Bloom fylkisþingmaður taka þátt i prófkjörinu. Fylgismenn Carye telja, að hann muni taka atkvæði frá Krupsak og muni framboð hans þvi styrkja Carey. Samt er þvi spáð, að úrslit geti orðiö tvi- sýn þ.þ. Krupsak i hópi kjósenda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.