Tíminn - 30.06.1978, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 30. júnl 1978
Við þurfum að byggja
flokkinn upp að nýju
— segir Alexander
Stefánsson í Ólafsvík,
nýkjörinn þingmaður
Framsóknarflokksins
í Vesturlands-
kjördæmi
Alexandcr Stefánsson
Alexander Stefánsson er aö
þessusinni éini nýliöinn I þingliöi
Framsóknarflokksins. Alexander
hefur raunar veriö varaþingmaö-
ur frá þvi 1971, en hefur ekki
komiö inn á þing siöan 1973.
Starfsvettvangurhans hefur fyrst
og fremst veriö sveitarstjórnar-
mál. Hann hefur veriö oddviti og
sveitarstjóri i Ólafsvik siöan 1966.
Hann er i stjórn Sambands is-
lenzkra sveitarfélaga og Hafna-
sambands sv eitarf élaga .
Alexander er fyrsti formaöur
Sambands sveitarfélaga á
Vesturlandi. Hann hefur veriö
varaformaöur bankaráös
Otvegsbankans frá þvi i ársbyrj-
un 1977.
Nýjar aðferðir i
áróðurstækni
— Kosningabaráttan var mjög
hörð og Framsóknarflokkurinn i
erfiöri varnarstööu á Vesturlandi
eins og viöar, —■ sagöi Alexander
Stefánsson þegar Timinn ræddi
viö hann aö loknum kosningum.
— Það voru vonbrigöi, þvi flokk-
urinn hefur haft ábyrga afstööu
til mikilvægra mála að okkar
mati og ekki sizt barizt fyrir efl-
ingu byggöa i landinu og atvinnu-
öryggi.
Ég held aö aöalorsök þessara
óvæntu úrslita sé i fyrsta lagi nýj-
ar aöferöir i áróöurstækni og þar
á ég viö slödegisblööin, sem virö-
astafásettu ráöi hafa beint spjót-
um sinum aö Framsóknarflokkn-
um i þvi skyni aö br jóta hann nið-
ur, án þess aö flokksforystan hafi
tekiö upp rétt vinnubrögö til
varnar.
1 öðru lagi tel ég að efnahags-
ráöstafanir rikisstjórnarinnar i
vetur haf i veriö rangt Utfæröar og
ekki settar fram á þann hátt, sem
að var stefnt til launajöfnunar.
Ráðstafanir til aö hefta þá miklu
veröbólgu, sem geisar i þjóö-
félaginu hafa ekki verið nægilega
beittar og fólk hefur eðlilega
kennt stjórnarflokkunum um.
Fái tækifæri til að láta
verkin tala
Niöurstaða kosninganna var á
þann veg, aö ég tel eölilegt aö
sigurvegararnir, Alþýöuflokkur-
inn og Alþýöubandalagiö, sem
sögöu þaö beinum oröum, aö þeir
heföu ráö til aö leysa efnahags-
vanda þjóöarinnar, fái nú tæki-
færi til aö sýna þetta I verki meö
þvi að mynda rikisstjórn.
Þíátt fýrir þessi vonbrigði meö
fylgistap Framsóknarflokksins,
er ég persónulega bjartsýnn meö
framtiöina. Ég tel aö viö veröum
aö snúa okkur aö þvi aö byggja
flokkinn upp aö nýju með nýjum
aöferðum oglæraaf mistökunum.
Þaö eru nýir timar og þaö þarf aö
átta sig á þeim i pólitik eins og
ööru.
Min áhugamál 1 sambandi viö
væntanlegþingstörf eru margvis-
leg. Ég vil fyrst og fremst reyna
aö hafa áhrif á alhliða byggöa-
þróun, eflingu byggöar um land
allt. t þvi sambandi vil ég leggja
áherzlu á framleiöslustefnu, þ.e.
aukningu útflutningsframleiöslu
og þar með þjóðartekna, sem er
náttúrulega undirstaöa atvinnu-
öryggis i landinu.
Ég tel, aö leggja beri sérstaka
áherzlu á sjávarútveg og bendi á
aö útflutningsframleiöslan fer aö
mestu leyti fram úti um land og
kemur þar meö inn I dæmiö um
byggöastefnuna.
Einn stór þáttur i lausn efna-
hagsmála er aö koma upp kjara-
ráði, sem fulltrúar launþega, at-
vinnurekenda og rikisvalds
standi að. Og móti kjararáö
stefnu i kjaramálum, sem allir
geta treyst. Sjálfvirkt visitölu-
kerfi er þjóöarvandi, sem veröur
aö breyta.
Vegakerfi og atvinnu-
«PPbygging
Málefni Vesturlands eru marg-
vísleg. Samgöngumál eru mér
einna efst i huga. Þar eru mikil
óleyst verkefni, þrátt fyrir stör-
virki eins og Borgarfjarðarbrú.
Ég á saéti i samgöngunefnd
Vesturlands, sem er aö raöa upp
forgangsverkefnum til margra
ára til aö byggja upp stofnbrautir
og þjóövegakerfi Vesturlands.
Jafnframt þarf aö gera skipulagt
átak í atvinnuuppbyggingu.
Kemur þar inn i efling iönaðar á
Vesturlandi.
— Éghef þá skoðun, aö Vestur-
land eigi mikla framtiö fyrir sér
sem gott búsetusvæði. Ég mun
beita mérfyrir samstööu á breiö-
um grundvelli til þess aö ná
árangri á þvi sviöi.
— Þaö er viðburöur út af fyrir
sig, að vera allt i einu oröinn
þingmaður, og ég mun reyna aö
gera þaö sem í minu valdi stendur
til þess að vera trausts kjósenda
verður. Þaö er llfsskoöun min að
reyna að vinna vel aö hverju þvi
hlutverki, sem mér hefur veriö
faliö um dagana.
SJ
Adolf K. Valberg
fæddur 4. júli 1923
dáinn 24. júni 1978.
Þegar okkur, vinum og sam-
starfsmönnum Adolfs, barst
siöast liöinn laugardag, fregnin
um, aö hann heföi þá snemma
morguns hafiö sina hinztu för, er
við öll munum aö lokum ganga,
var sem ský drægi skjótt fyrir
sólu, er aldrei þessu vant skein i
heiði og hugir okkar fyiltust siScn-
uöi yfir góöum vini og starfsfé-
laga, er viö myndum eigi fá notiö
frekari samvista viö.
Adolf hóf störf hjá Samvinnu-
tryggingum 7. júni 1967 og vann
þar alla tiö viö bifreiöatjón,
einkum afgreiöslu og aöstoö viö
tjónþola. Nýttust þar vel beztu
eiginleikar hans, hjálpsemi,
tillitssemi og kurteisi en þessum
kostum var Adolf búinn I rikum
mæli. Samvizkusemi og snyrti-
mennsku hans var og viö brugðiö
og bera skjalageymslur Bifreiöa-
deildar þess órækust vitni.
Adolf var mjög félagslyndur og
lét sig sjaldan vanta þá er starfs-
félagar komu saman til gleö-
skapar og var þá hrókur alis
fagnaöar. Eigum viö margar
góöar minningar frá slíkum
stundum og ekki aöeins i hugum
okkar, heldur einnig áþreifan-
legar, þvi Adolf var afkastamikill
ljósmyndari og óspar bæöi á að
taka myndir og gefa þær. Erum
við margir, er eigum mikið af
myndum frá liönum tima og
stöndum I mikilli þakkarskuld viö
hann fyrir að hafa hjálpað okkur
viö aö veröveita á pappir liðnar
gleöistundir.
Er góöur drengur kveöur,
hljóta ávallt aö vakna spurningar
um þaö, hvort viö höfum gert jafn
mikiö fyrir hann, og hann geröi
fyrir okkur. Þessi reikningsskil
veröa sjálfsagt aldrei endanlega
uppgerö, en mér býöur I grun, aö
skuldin sé okkar, er eftir sitjum.
Þá skuld getum viö bezt greitt
meö því aö rækta meö okkur
beztu eiginleika hans, hjálpsemi,
kurteisi og tillitssemi i mannleg-
um samskiptum.
Viö vinir og samstarfsmenn
kveöjum Adolf meö virðingu og
þakklæti ogmunum ætiö minnast
hans þannig. Viö sendum ást-
vinum hans dýpstu samúöar-
kveðjur.
Samstarfsmenn
Kartöflurækt í Pykkvabæ:
Grös koma seint
upp
— ekki þó öll von úti
Kás—„Þaö má segja, aö liöanin
hjá okkur sé litiö betri en hjá
þeim.sem töpuðu kosningunum”,
sagöi Sigurbjartur Guöjónsson
bóndi i Hávaröarkoti, þegar viö
spjölluöum viö hann i gær, og
ræddum um útlit meö kartöflu-
uppskeruna þetta áriö I Þykkva-
bænum. Hann sagði, aö aö visu
heföi hlýnaö undanfarna daga, en
grös væru samt komin anzi
skammt á leiö.
„Ekkert veröur hægt aö segja
meö vissu um uppskeruna fyrr en
lengra er liöið á sumarið, en af
þvi sem komið er má sjá aö grös
eru sein til, og er þaö fyrst og
fremst um aö kenna kuldum, og
þá sérstaklega á næturna.
Hér er t.d. enginn maöur
byrjaöur aö slá, og spretta er
mjög litil. Þaö mætti segja, aö
ástandiö væri ekki ósvipaö þvi,
sem þaö var á sama tima I fyrra,
en þaö ár var uppskera I algjöru
lágmarki. Ef sama sagan endur-
tekur sig i ár, er þaö i f jóröa skipti
sem uppskeran bregzt, og aldrei
hefur liöið svo langt á milli góö-
æra hjá okkur.
Samt sem áöur er ekki öll von
úti ennþá. Ef júli og ágúst veröa
hagstæöir, þ.e. veöurfar gott og
ekki næturfrost, þá gæti oröið af-
bragösuppskera þrátt fyrir allt”,
sagöi Sigurbjartur aö lokum.
Leiðrétting
Herra ritstjóri,
Þ. 14. þ.m. birtist i heiðruðu
blaöi yöar frétt um Landakots-
spitala. Er hún tekin upp úr árs-
skýrslu spitalans fyrir áriö 1977:
er þar allt rétt hermt.
En fyrirsögn fréttarinnar var:
„Framkvæmdir einkenndu 75.
starfsár Landakotsspitala.
Rekstrarhalli yfir 90 milljónir
króna.”
Fyrirsögnin er meö stóru letri
og hlýtur aö gefa ókunnugum þá
hugmynd aö betur mætti standa
aö rekstri spitalans.
Nú er þaö út i hött aö tala um
haila eða ábata af rekstri sjúkra-
húsa landsins. Kostnaöurinn er
greiddur af almannafé, og hefir
sá háttur veriö haföur á undan-
förnum árum, aö yfirvöld hafa
ætlað þeim daggjöld. Væru þau
ekki nóg var mismunurinn
greiddur, yröi afgangur gengi
hann upp I kostnaö næsta árs.
Þaö eina, sem skiptir máli er
kostnaöur á legudag.
1 Reykjavik eru þrjú stærstu
sjúkrahús landsins og eru þau 1
öllum aöalatriöum sambærileg.
Ariö 1977 var kostnaöur á legu-
dag i
kr
St. Jósefsspitala 20.942.00
Borgarspitala 24.604.00
Landspitala 25.511.00
Þaö ár voru 62.818 legudagar í
St. Jósefespitala og sparaði hann
þá landsmönnum 287 milljónir
króna miöaö viö kostnaö I Lafid-
spltala, en 230 milljónir króna sé
Borgarspitali tekinn til saman-
buröar.
Mér finnst þetta umtalsveröar
fjárhæöir og bera þvi vitni aö
stjórn sjálfseignarstofnunar St.
Jósefsspitala haldi i horfinu með
þá hagsýni I rekstri, sem ætiö hef-
ir rikt i Landakotsspitala
Viröingarfyllst,
Bjarni Jónsson
40 sicfur
sunnui