Tíminn - 12.07.1978, Page 3

Tíminn - 12.07.1978, Page 3
lliMMI' Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk: Ætlunin var að gera bændur að englum með því að við samþykktum stóran skatt á okkur sjálfa Stétt ar samban dinu. Miðvikudagur 12. júli 1978 HEI — Ég tel að Framsóknar- flokkurinn eigi ekki ab taka þátt i stjórnarmyndun núna. Þaö lit- ib sem eftir er af þinglibinu, þá held ég ab þingmönnum mundi ennþá fækka meb stjórnarþátt- töku nánast i hvaba stjórn sem væri,” sagöi Ragnar Guö- mundsson bóndi á Brjánslæk á Barðaströnd, er blaðiöræddi viö hann i gær. „Hlutleysisstefnan gæti hins vegar komiö til greina ab minu áliti, sagbi hann. Aftur á móti sagbi Ragnar, aö bændur biöu spenntir eftir nýrri stjórn, þvi hún hlyti aö taka á land- búnaðarmálunum af meiri festu heldur en sú siðasta, þvi varla gæti nokkur stjórn orðið aö- geröarminni i landbúnaöarmál- um en hún. Þaö væri engu likara en landbúnaöarmálin heföu veriö feimnismálundanfarin ár. Miöaö viö sölumálin eins og þau væru nú, hlytu bændur aö veröa ab fara aö færa búskaparhætt- ina til gamla timans og lifa bar á eigin framleiöslu. Þaö væri útilokaö aö halda áfram ab framleiða afuröir til sölu meöan bændur þyrftu sjálfir aö borga stórlega meö framleiöslunni. T.d. þyrftu þeir nú aö borga á annab hundraö krónur meö hverjukjötkilói af eigin tekjum. — Verbur þá ekki aö draga úr framleiöslunni? — Sem Vestfiröingur get ég nú varla viöurkennt, aö um of- framleiöslu sé aö ræöa þvi viö hér framleiðum nánast ekki nóg allt áriö. En auövitaö koma allt- af sveiflur ettir árstiöum. Land- búnaöarvörur eru lika of dýrar og þaö minnkar söluna. Þaö er farið I öfugan enda á aö ná framleiöslukostnaöinum niöur. Væri sú leið valin aö lækka frumkostnaöinn til fram- leiöslunnar lækkaöi veröiö og vandamál offramleiöslu leyst- ust. — Þú ert þá varla hrifinn af fóöurbætisskatti? — Ég hef enga trú á aö fóöur- bætisskattur leysi neinn vanda enda vorum viö Vestfiröingarn- ir á þingi Stéttarsambandsins allir á móti honum. Kannski ab þab hafi oröiö til þess aö þessi skattur er ekki ennþá oröinn aö veruleika. En þaö var vissulega ætlunin aö kýla þessu f gegn hjá Aö minum dómi var ætlunin aö gera okkur bændur aö ein- hverjum engium, sem gengju fram sem betri menn en al- mennt gerist meö þvi að viö samþykktum stóran skatt á sjálfa okkur en ég sá ekki aö nokkurtgagngæti orbib aö þess- um skatti eins og frá þessu máli var gengiö. Þaö heföi t.d. oröiö aö búa til enn einn liö i kerfiö sem er nú nóg fyrir og finna siöan ýmsa útúrkróka fyrir þá, sem geta ekki komizt hjá aö nota fóöurbæti. Þá átti aö veita öllum kjúklinga- svina- og eggjaframleiöendum undan- þágur, sem auövitaö er mjög ranglátt. Þaö eru viöurkenndar framleiöslugreinar sem hljóta aö veröa aö taka á sig þaö sem abrir bændur veröa almennt aö gera. — En heföi þetta dregið úr framleiðslunni eins og stefna átli aö? - Fæst meöalbúin komast af meö minni framleiöslu, ef hægt á aö vera aö lifa af henni. Þaö hefbi hreinlega fariö þannig ab bændur heföu oröiö aö fjölga gripum til þess ab ná sömu heildarafuröum. Hins vegar finnst mér aö kvótakerfiö gæti veriö heldur viöráöanlegra og jákvæöara. En eitt vil ég lika minnast á sem taka þarf til endurskoðunar. Aö þaö er útilokaö viö núverandi aöstæöur, aö þab sama eigi aö gilda um rikisbúin og kaup- staöabúskapinn og bændur sem lifa eingöngu af sinni fram- leiöslu. Framleiösla þessara aöila er oröin þaö mörg prósent af heildarframleiöslunni aö hún skiptir oröiö verulegu máli. —Aö lokum Ragnar, þib bændur á Vestfjöröum standiö öörum framar um votheysgerö. Telur þú aö auka ætti þá verkunaraö- ferö viöar á landinu? — Alit mitt er aö þaö eigi ekki aö stefna aö ööru en votheys- gerö. Til dæmis er vélvæðing til aö framleiöa vothey miklum mun ódýrari. Þá má nefna, aö umferö véla um túnin er mikib minnisem stuölar að betri gras- vexti. Aö vísu má þó segja aö dýrara sé aö byggja hey- geymslur fyrir vothey en þur- hey, en þrátt fyrir þaö tel ég þetta ætti aö vera framtiöar- stefnan I heyverkun ásamt graskögglum. lslenzk-sænska hljómsveitin Lava mun skemmta tslendingum á næstunni. TÍmamynd: G.E. Ekkert eldgos en... LAVA í LANDINU — koma m.a. fram á útihljómleikum á Melavelli Tilboð opnuðí nýja útvarps- húsið Lægsta tilboðið 60% lægra en samkvæmt áætlun MóL — Jaröýtan sf. átti lægsta tilboðiö i bygg- ingu nýja útvarpshússins og var þaö um 60% lægra en áætlun verkfræöiskrifstofu haföi gert ráð fyrir. Tilboö i verkiö voru opnuö I fyrradag og kom þá i ljós aö 11 aðilar höföu sent inn til- boð. Aö sögn Karls Guö- mundssonar hjá Almennu verkfræöiskrifstofunni átti Jaröýtan sf. lægsta tilboöiö og hljóöaði þaö upp á 26 milljónir 838 Jnls og 300 kr. en áætlun verkfræðiskrifstof- unnar hljóöaöi upp á 44.375 milljónir. Tvö næstlægstu til- boðin komu frá Verkframa hf. og fleiri 27.465 milljónir og Aöalbraut bauö 29.487 milljónir. Hæsta tilboöiö kom frá Sveinbirni Runólfs- syni 48.922 milljónir og 500 kr. Tilboöin eru nú i höndum Innkaupastofnunar rlkisins sem mun farayfir Ulboöin og leita aö hugsanlegum villum. Siðan veröa lægstu tilboðin borin saman en einungis 600 þús. 'kr. munur er á lægstu tilboðunum. Nýja útvarpshúsiö kemur til meö aö risa i nýja miö- bænum, á horni Bústaöar- vegar og Háaleitisbrautar. KEJ — Sænsk-fslenzka hljóm- sveitin Lava er nýkomin til landsins og ætlar aö skemmta landanum á dansleikjum eitt- hvaö fram yfir verzlunar- mannahelgina. Meölimir hljóm- sveitarinnar, þeir Islenzku, eru góðkunnir hér og i Sviþjóö vann hljómsveitin nýlega til heiöurs- verölauna i hæfileikakeppni. Þá hefur söngkonan, Janis Carol, nýlega gefiö út hljómplötu i Svl- þjóö og komst a.m.k. eitt lag á sænska toppinn. Að sögn hljómsveitarmeölima fara þeir héöan til Noregs að skemmta þar, en til stendur aö þeir komi áöur fram á hljóm- leikum, sem Amundi Amunda- son stendur fyrir á Melavelli. í samtali viö blaöiö sagöi Amundi, að auk Lava mundi Geimsteinn koma fram á úti- hljómleikunum á Melavelli, og ennfremur þýzk ræflarokks- hljómsveit, sem ber hiö viröu- lega nafn Big Balls and Great White Idiot. Hún mun einnig koma fram á Rauðhettu og vib- ar. Kvaöst Amundi vilja hafa „ljósashow” á Melavellinum og flugeldasýningu og reyna aö hleypa einhverju lifi i þetta allt saman. Sænsk-islenzka hljómsveitin Lava, sagöi Amundi, aö kæmi fyrst fram i Klúbbnum á fimmtudaginn kemur. Hún mundi eitthvað leggja land und- ir fót og m.a. skemmta I Ara- tungu og Húnaveri um verzlunarmannahelgina. Hljómsveitina skipa auk söng- konunnar Janis Carol, Ragnar Sigurösson (gitar), Ingvar Areliusson (bassa), Anders Ersson (pianó), Hannes Jón Hannesson (gitar) og Anders Eriksson (trommur). Krafla: Landsig heldur áfram KEJ — Þegar Timinn haföi sainband viö jarövisindamenn viö Kröflu seint I gærkvöldi var þar allt meö rólegasta móti og engin alvarleg tiðindi. Landsig hægöi á sér siödegis I gær og dró úr skjálftavirkni en sigið var þá oröið um 40 cm. Þegar landsig lauki janúars.I. haföi land sigiö um rúman meter en gekk yfir i hriöum. Skjálftarnir eiga upptök sin undir Gjástykki og unnu vis- indamenn aö rannsóknarstörf- um þar i gærdag. Hveravirknin hefur aukizt til muna eins og fram hefur komiö I fréttum. Um frekari tiöindi vildu menn engu spá I gærkvöldi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.