Tíminn - 01.08.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.08.1978, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 1. ágúst 1978 3 Danskur ullarvörukaupandi í heimsókn: Telur blöndun á ull óæskilega svo og útflutning á ullarbandi HR — Aö undanförnu hefur tölu- vert veriö rætt og ritaö um islenskan ullariönaö. Einkum hafa tvö atriöi veriö þar til um- ræöu, hvort blanda skuli ullina meö erlendum ullartegundum sem gera hana sterkari — og hvort flytja skuli út ullarband. Nýlega var hér á feröinni danskur ullarvörukaupmaöur, Bent Gransöe aö nafni. Er hann stærsti kaupandi islenskra ullar- vara I Danmörku og rekur þekkta ullarvöruverslun á Strikinu i Kaupmannahöfn. Blaöamaöur hitti hann aö máii og baö hann aö segja sitt álit á áöurnefndum tveimur atriöum. Fyrst var hann spuröur hvort blanda skyldi ull- ina meö erlendum ullartegund- um. ,,Ég tel það óæskilegt að blanda islensku ullina með erlendri ull, t.d. frá Nýja Sjálandi. Eiginleikar islensku ullarinnar breytast við það, hún verður ekki eins hlý og mjúk, — ennfremur verður litur- inn ekki sá sami. Kaupendur taka eftir þessum mun og kaupa siður blandaða vöru, þvi þeir eru fyrst og fremst á höttunum eftir ullar- flikum úr ekta islenskri ull. Ég hef heyrt menn segja að það séu ekki eiginleikar ullarinnar sem skipti máli, heldur vinnslu- aðferðin og þvi sé allt i lagi að blanda ullina, en ég er, af ofan- greindum ástæðum, á öðru máli. Auk þess gefur þessi ullarblöndun erlendum framleiðendum tæki- færi til að framleiða „islenska” ullarvöru og það kannski á 20—30% lægra verði en hér á tslandi.” Næst var Gransöe spurður hvort hann teldi æskilegt fyrir okkur tslendinga að flytja út ullarband. „Með þvi að flytja út ullarband- ið gefið þið fyrirtækjum, sem hafa yfir að ráða mun ódýrara vinnuafli en þið sjálfir, tækifæri til að keppa við ykkur um mark- aðinn. Ofan á þetta bætist siðan hitt atriðið, að þið eruð sjálfir farnir að blanda ykkar eigin ullarvöru, og þá er ekki lengur orðinn neinn munur á íslenskum ullarvörum og erlendum — nema verðið, það er allt að þriðjungi hærra hjá ykkur. Að visu er framleiðsla frá þess- um löndum, eins og Japan og Suður-Kóreu, ekki enn eins góð og héðan frá íslandi, en þeir eru að læra og ég held að það sé aðeins timaspursmál hvenær þeir ná ykkur.” „Eru útlendingar eins hrifnir af Islensku ullinni og af er látið?” „Það er ekki ofsögum sagt, aö útlendingar eru mjög hrifnir af islensku ullinni og þeim sérein- kennum sem hún hefur. Ég segi hiklaust aðhún er besta ulli heimi sinnar tegundar og vinnslan hér- lendis er afbragðs góð. Ég vil versla með slika vöru, en ef á að eyðileggja þetta góða orð, sem islenska ullin hefur á sér, með þvi að blanda hana og með þvi að flytja ullarbandið út — þá er ég hræddur um að það geti haft óæskileg áhrif á útflutning héðan.” „Mundir þú halda áfram að kaupa ullarvörur héðan?” „Ég veit ekki hvort af þvi gæti orðið ef þróunin heldur áfram eins og horfir. Þá verður Islenska ullarvaran 20—30% dýrari en err lendar eftirlikingar, en engu betri. Þá getur svo farið að ég neyðist til að kaupa vöru mina annars staðar frá,” sagði Gransöe að lokum. Eins og áður sagði, er hann stærsti kaupandi Islenskrar ullarvöru I Danmörku. Þannig námu kaup hans héðan á árinu 1977 um 50 millj. kr. Rannsóknarstofmm vitundarinnar: Rannsókn á heilbrigði á íslandi HR — Nýlega efndi Geir Vilhjálmsson sálfræðingur til blaðamannafundar þar sem hann kynnti rannsókn sem Rann- sóknarstofnun vitundarinnar stendur að um orsakir heilbrigð- is. Er hér um að ræða rannsókn þar sem f jallað er um hinar ýmsu hliðar heilbrigðis, svo sem sál- rænar, félagslegar andlegar og likamlegar. Geir taldi að gengið væri út frá allt of þröngu heilbrigðishugtaki og þyrfti að skoða það frá öllum áðurnefndum hliðum. Það væri þannig viðurkennd staðreynd að likamlegir sjúkdómar hefðu áhrif á andlegtlif sjúklingsins og öfugt. Það væri þvi nauðsyn að sam- ræmi væri á milli allra þessara sviða til þess að fullkomið heil- brigði ætti að nást. Um þessa tilteknu rannsókn sagði Geir, að stofnunin væri að safna raunvisindalegum upplýs- ingum til að styðjast við og þyrfti þvi á aðstoð almennings að halda. Vildi stofnunin koma þeirri ósk á framfæri við fólk að það sendi upplýsingar, helst skriflegar, um heilbrigði og heilsuvernd., Yrði farið með allar upplýsingar af fyllsta trúnaði. Þær upplýsingar sem stofnunin vildi fá væru þrenns konar. 1. Reynsla fólks af heilbrigðisþjón- ustu á Islandi. 2. Reynsla af þvi hvaða lifnaðarhættir, þar á meðal mataræði, útivist, hreyfing, félagslif o.fl., hafi gefið þvi besta raun til varðveislu heilsu. 3. Hvaða leiðir, hefðbundnar eða óvenjulegar, hafi reynst fólki vel I leit að leið til endurhæfingar eða lækningar. veiðihornið Ágæt veiði i Selá Veiðihornið haföi um helgina samband við Þorstein Þorsteins- son á Núpum og var hann inntur eftir þvi hvernig veiði i Selá hefði gengið það sem af er sumri, Þor- steinnsagði að veiðin gengi ágæt- lega, þrátt fyrir misjafna tið. Nú væru komnir 440 laxar á land og hinn stærsti þeirra um 20 pund á þyngd. Þá sagði Þorsteinn að eitt- hvað væri veðrið að skána, en miklar rigningar hafa verið i Vopnafirði að undanförnu, þannig að menn væru bjartsýnir á góða veiði i sumar. Allt á flugu i Hofsá — Mest allt hrygnur Björg Einarsdóttir á Burstafelli við Hofsá sagði Veiðihorninu er haft var samband við hana, að veiði i Hofsá hefði gengið ágæt- lega i sumar. Þó hafði hún ekki nýrri tölur um heildarveiði I ánni en frá 18.7. s .1. en þá voru komnir 320 laxar á land, sem er um 100 löxum fleiri en á sama tima í fyrra. Björg sagði að nú væru mest megnis breskir og banda- riskir stangaveiðimenn við veiðar I ánni og veiddu þeir eingöngu á flugu. Þá sagði Björg að sérstaka athygli vekti að flestir laxarnir sem veiddust væru hrygnur. Gott i Blöndu og Svartá Veiði hefur gengið mjög vel i Blöndu I sumar. Nú i lok siðasta mánaðar voru komnir um 1000 laxar á land sem er mjög gott, og til samanburðar má nefna að að- eins veiddust um 1300 laxar allt sumarið I fyrra. Veiði byrjaði i Blöndu 10.6. s.l. Að sögn Guðmundar Tryggvasonar hefur nýi laxastiginn i Blöndu reynst ágætlega en hann er rétt hjá Blönduósi og hafa þó nokkuð margir laxar farið upp stigann. Þá sagði Guðmundur að um 90 laxarhefðuveiðstfyrstu sex dag- ana sem veiði var leyfð I Svartá, en það er svipuö veiði og komin var á land mánuöi siðar i fyrra. Jöfn og góð veiði i Flókadalsá Umdaginn sagði frá veiði i Flókadalsá og var vitnað til orða Friðriks Stefanssonar hjá SVFR þar að lútandi. Þetta hefur valdið nokkrum mísskílníngi þvi að Flókadalsárnar eru tvær, þ.e. Flókadalsá I Haganesvik, sem sagt var frá i umrætt sinn, og Flókadalsá i Borgarfirði, en greint verðurfrá veiði I henninú. Ingvar Ingvarsson á Múlastöð- um tjáðihorninu að veiði i Flóka- dalsá hefði gengið mjög vel að undanförnu, og segja mætti að veiði I ánni hefði verið mjög góð og jöfn. Nú væru bandariskir veiðimenn v.ið veiðar og veiddu þeir eingöngu á flugu eins og er- lendum stangveiðimönnum er tamt. Ingvar sagði að þeir sinntu nú ekki veiðinni mikið, en um 10 laxa hefðu þeir fengið á dag að meðaltali á þrjár stangir sem i ánni eru leyfðar. Ingvar kvaöst halda að um 200 laxar væru nú komnir á land úr allri ánni og stærsti laxinn, sem hann vissi til að veiðst hefði, vó 12 pund. Tæplega 1100 laxar úr Laxá i Kjós Nú eru komnir tæplega 1100 laxar á land úr Laxá i Kjós, en veitt er á 10 stangir I ánni. Að sögn Sighvats Björgvinssonar veiðivarðar hefur veiðin gengið ágætlegaþráttfyrir að veiðiveður hefur ekki verið sem hagstæðast. Sighvatur taldi að meðalþyngd laxanna værieitthvaðá milli 7—8 pund og yfirleitt væri laxinn vænn. Stærstu laxarnir hingað til eru tveir 18 punda sem veiddust á flugu I Laxfossi og Bugðu. —ESE Bent Gransöe meö íslenska uliarfllk: „tslenska ullin sii besta I heimi sinnar tegundar.” - fisléttur og hlýr, fóöraöur með dralon eða ull. Ytra byrði úr vatnsvörðu nyloni, innra byrói úr bómull. Hann má nota sem sæng og það fylgir honum koddi. Hægt er aö renna tveimur pokum saman og gera úr þeim einn tvíbreiðan. Sængurgeróin SIF Sauóárkróki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.