Tíminn - 01.08.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.08.1978, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 1. ágiist 1978 7 Steingrímur Hermannsson: EFNAHAGSVANDINN t HNOTSKDRN I umræðum um stjórnarmyndun höfum við Framsóknarmenn lagt áherzlu á að ræða og leita að samstöðu um lausn á að- steðjandi efnahagsvanda og í framhaldi af því um breytta frambúðarstefnu á sviði efnahagsmála. Líklega mun f lestum Ijóst að vandamálið er„stórt. Þó hygg ég að ekki muni saka að gera tölulega grein fyrir stærð þessa við- fangsefnis. Hækkanir til áramóta Til áramóta er gert ráð fyrir eftirgreind- um hækkunum: Hækkun f ram- færslu- Hækkun vísitölu launa % % Samningar ekki í gildi 20 15 (meðtalin 3% hækkun grunnkaups) Samningar í gildi frá 1. sept. 1978 26 28 Hér er hækkun framfærsluvísitölu, sem fram kemur 1. ágúst, tekin með. Hún mun verða 12-13%. Hækkun vísitölu 1. nóvember er því aðeins talin 7-8%, sem er að öllum lík- indum of lágt. Þjóðhagsstofnun áætlar áhrifin af því að samningar um kaup og kjör gangi í gildi að nýju eins og hér er sett fram, 6% meiri hækkun vísitölu og 13% meiri launahækkun til áramóta. Launahækkun þessi skiptist hins.vegar mjög ójaf nt niður eins og eftir farandi taf la sýnir. Hækkunin er miðuð við dagvinnu- laun, að viðbættum verðbótaviðauka og yf- Steingrímur Hermannsson. irvinnu, ákvæðisvinnu, vaktagreiðslum og öðrum kaupaukum: Lægstu laun hækka um minna en 2 % Laun verzlunarmanna hækka að meðaltali um 2,5 % Laun verkamanna hækka að meðaltali um 4 % Laun iðnaðarmanna hækka að meðaltali um 7 % BSRB-laun hækka að meðaltali um 8.5 % BHM-laun hækka að meðaltali um 10.5 % Hæstu laun hækka um 11.5% Meðallaun allra launþega hækka um 6.5 % Hinn 1. september og 1. desember nk. yrðu síðan verðbætur þær sem eiga þá að koma til framkvæmda að sjálfsögðu meiri en að óbreyttu, og þá einkum til þeirra sem hærri laun hafa. Að meðaltali yrði þessi munur væntanlega um 2% 1. september nk., en 4% á hæstu laun. Ef fullar verðbætur kæmu til framkvæmda 1. september, yrði launahækkun þann dag ekki undir 17% að meðaltali, 13-14% á lægstu laun en 24% á hæstu laun. Erfiðleikar atvinnuveganna Þótt hækkanir launa og vísitölu til ára- móta getiorðiðeitthvaðaðrar, líklega hærri en hér er sett fram, var ekki mikill skoð- anamunur um það atriði milli fulltrúa flokkanna þriggja í stjórnarmyndunarvið- ræðunum. Sömuleiðis var viðurkennt að erfiðleikar atvinnuveganna, einkum útflutningsat- vinnuveganna, væru miklir. Þð bar þar nokkuð á milli. Eftir farandi taf la sýnir áætlaða f járþörf til áramóta: Álit Alþýðu- Álit opinb. bandalaqsins stofnana milljarðar kr. milljarðar kr. Fiskiðnaður 2.5 3.5 Útf lutningsiðnaður 0.3 0.5 Annað 0.3 0.- útf 1 utn i ngsu ppbætur landbúnaðar (1.0) 1.0 3.1-(4.1) 5.0 Hér hef ég sett sviga um f járþörf vegna útflutnings landbúnaðarafurða í tillögum Alþýðubandalagsins, vegna þess að þeir viðurkenna þessa þörf, en gera ekki ráð fyrir henni í fjáröflun. Reyndar lækka Al- þýðubandalagsmenn heildartöluna í kr. 3.0 milljarða þegar að fjáröflun kemur. Vafalaust er í þessari töflu um fjárþörf útflutningsatvinnuveganna vanreiknuð sú fjárþörf sem verður vegna víxlhækkana á síðara hluta ársins og fram til áramóta, m.a. vegna t.d. fiskverðshækkunar sem hlýtur að koma 1. október nk. Þetta er þá vandinn í hnotskurn. Og spurt er hvernig f lokkarnir vildu leysa hann. Frá því mun ég greina í blaðinu á morgun. Guðmundur Ingi Kristjánsson Englar eða menn i viðtali við Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk i Timanum 12. júli er höfð eftir honum þessi setning: „Ég hef enga trú á að fóður- bætisskattur leysi neinn vanda, enda vorum við Vest- firöingarnir á þingi Stéttar- sambandsins allir á móti hon- um.” Hér er rangt meö farið, hverjum sem það er að kenna. A aðalfundi Stéttarsambands bænda á Eiöum 30. ágúst 1977 var borin undir atkvæði tillaga framieiðsiunefndar sem meö- al annars gerir ráð fyrir verð- jöfnunargjaldi af innfluttum fóöurbæti og skal nota gjaldið til verðjöfnunar á búvöru- framleiðslu. Vestfirðingar ekki á einu máli Tillaga þessi var samþykkt með 37 atkvæöum gegn 6 aö viöhöfðu nafnakalli og getur hver maður séð I Frey, hvaða fulltrúar voru með henni og hverjir á móti, en fundargerð aðalfundarins var birt I 18. tölublaöi 1977. Vestfirðingar á fundinum voru 10 og eru þá Strandamenn aö sjálfsögðu taldir Vestfirðingar. Við at- kvæðagreiðsluna studdu 5 Vestfirðingar tillöguna en aðr- ir 5 stóðu gegn henni og höfðu með sér Jón M. Guðmundsson á Reykjum, sem bar fyrir brjósti hagsmuni þeirra sem Guðmundur ingi Kristjánsson stunda alifuglarækt og svlna- rækt. En i viðtalinu virðist Ragnar enga löngun hafa til að ivilna þeim framleiðslu- greinum. Meira þarf til 1 viðtalinu er haft eftir Ragnari: „Að minum dómi var ætlun- in að gera okkur bændur að einhverjum englum sem gengju fram sem betri menn en almennt gerist með þvf að viö samþykktum stóran skatt á sjálfa okkur.” Meira þarf nú til að gera menn aö englum. Með tillög- unni var ætlast til að bændur reyndust menn til að takast sjálfir á við vandann, legöu gjald á innflutt kjarnfóður og notuöu gjaldið til jöfnunar. Það átti aö renna til bænda aftur og þá hefði um leiö gefist tækifæri til að jafna veröiö um land allt. Þaö átti að bæta hag þeirra sem verr voru settir. Nauðvörn Vissulega fylgja þvi vand- kvæði að innhcimta slikt kjarnfóðurgjald og nota það réttlátlega. Til slikra aðgerða er ekki gripið nema i nauö- vörn. Sömu vandkvæði fylgja kvótakerfi. Þó held ég aö með þvi kæmi meiri skriffinnska, stærri „liður i kerfinu”. Vafafaust má ýmislegt finna að stjórn landbúnaðarmála siðustu árin, þrátt fyrir góða viðleitni ráðamanna. En eng- inn á víst að betur takist til á dögum næstu rikisstjórnar. Og væri þá vel ef bændur al- mennt verða ánægðari meö störf hennar, þegar hún lætur af völdum. Athugasemd! Það hefur komiö fram i við- tali við Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk að blaöið fór rangt með orð hans um afstöðu Vestfirðinga á fundi Stéttar- sambands bænda. Biöst blaðið velvirðingar á þeim mistök- um. Ritstj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.