Tíminn - 01.08.1978, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 1. ágúst 1978
tíauiiijísf
21
Sigurður hefur
haidið markinu
hreinu í 836 mín
iOOOOOOOQi
KNATTSPYRNU
PUNKTAR....
Sigurður Haraldsson,
hinn snaggaralegi
markvörður Vals-
manna, hefur heldur
betur verið i essinu sinu
að undanförnu — hann
hefur ekki þurft að hirða
knöttinn úr netinu hjá
sér siðan 19. júlí á Kópa-
vogsvellinum.
Sigurður hefur haldið markinu
hreinu i siðustu 9 leikjum Vals —
7 leikjum i 1. deild og tveimur i
bikarkeppninni. Hann hefur ekki
fengiö mark á sig i 836 minútur,
eða i 13 klukkustundir.og 56 min.
Þessi árangur Sigurðar er mjög
góöur og fer örugglega langt i það
að verða heimsmet.
Þá má geta þess, að aðeins 5
leikmenn hafa skoraö mark hjá
Sigurði i 1. deildarkeppninni, en
þeir eru — Ólafur Danivaldsson
(FH), Arnór Guðjóhnsen
(Vikingi), Gunnar örn Kristjáns-
son (Vlkingi) — vitaspyrna,
Einar Ásbjörn Ólafsson (Kefla-
vik) og Sigurjón Rannversson
(Breiðabliki), sem skoraði siðast
mark hjá honum.
— og Valsmenn hafa leikið 30 leiki
í röð, án þess að tapa
• VALSMENN . . .jöfnuðu met
KR-inga á laugardaginn, þegar
þeir unnu sinn 13. leik I 2. deildar-
keppninni i röð. KR-ingar léku 13
sigurleiki i 1. deildarkeppninni á
árunum 1958 og 1959 — skoruöu þá
50 mörk, ai fengu á sig 6. Vals-
menn hafa nú unnið 13 leiki i röö
— hafa skorað 35 mörk, en aðeins
fengið á sig 5 mörk.
Valsmenn hafa nú leikið 30 leiki
i 1. deildar- og bikarkeppninni i
knattspyrnu án þess að tapa. Þeir
töpuðu siðast leik 12. mai 1977 —
0:2 gegn Akranesi á Laugardals-
vellinum. Þeir hafa þvi verið
ósigraðir í um 15 mánuði.
• DIÐRIK ÓLAFSSON . . .mark-
vörður Vikings varði vitaspyrnu
frá Þór Hreiðarssyni, þegar Vik-
ingar léku gegn Breiðabliki i
Kópavogi. Þetta er önnur vita-
spyrnan, sem hann ver i 1.
deildarkeppninni i ár — hann
varöi viti frá Inga Birni Alberts-
syni (Val) fyrr I sumar.
• PÉTUR PÉTURSSON . . .hinn
mikli markaskorari frá Akranesi,
sem var Markakóngurinn 1977, er
nú markahæstur i 1. deildar-
keppninni — hefur skorað 13
mörk, en næstir koma þeir Ingi
Björn Albertsson (Val) og
Matthias Hallgrimsson (Akra-
nesi) — 11 mörk.
Þrumuskot
frá Albert
— tryggði Valsmönnum sigur,
1:0, gegn Eyjamönnum
Sigurganga Valsmanna heldur
áfram, en þeir máttu þó hrósa
happi að leggja Vestmannaey-
inga að velli (1:0) á Laugardals-
vellinum á laugardaginn. Það var
AlbertGuðmundsson sem skoraði
mark Valsmanna með þrumu-
skoti, sem Arsæll Sveinsson átti
ekki möguleika á að verja.
Guðmundur Þorbjörnsson átti
sendingu fyrir mark Eyjamanna,
þar sem Albert kom á fullri ferð
og skaut viðstöðulausu þrumu-
skoti, sem hafnaðii hliðarnetinu á
marki Eyjamanna.
Eyjamenn veittu Valsmönnum
harða keppni i leiknum og voru
þeir óheppnir að skora ekki — i
byrjun seinni hálfleiksins fékk
Sigurlás Þorleifsson gullið tæki-
færi til að skora, þegar hann lék
skemmtilega á þrjá varnarleik-
menn Vals — komst á auðan sjó
og lét skot riða af. Sigurlás hitti
knöttinn illa, og hafnaði hann á
fæti Sigurðar Haraldssonar,
markvarðar Yals.
Sigurlás gerði oft usla i vörn
Valsmanna, en hann fékk litla
sem enga hjálp og átti þvi við
ofurefli að etja.
Valsmenn voru með daufara
móti i leiknum, en nokkrum sinn-
um brá þó fyrir skemmtilegu spili
hjá þeim.
Maður leiksins: Dýri
Guðmundsson, hinn sterki mið-
vöröur Vals.
•ARNÓR
GUÐ JOHNSEN . . . .mun ekki
leika meira með Vikingum i sum-
ar, þar sem hann hefur skrifað
undir atvinnumannasamning við
Lokeren i Berlgiu. Eins og kunn-
ugt er fór faðir Arnórs, Eiður
Guðjohnsen, til Bergiu fyrir helg-
ina með undirritaðan samning.
Raddir eru uppi um, að Arnór fái
um 8 milljónir fyrir að skrifa und-
ir samninginn, sem er til eins árs
— og einnig er Lokeren skuld-
bundiö til aðútvega Eiöi vinnu, en
hann er múrari.
—SOS
SIGURÐUR HARALDSSON.. sést hér stökkva upp og góma knöttinn.
Sigurlás Þorleifsson stekkur upp með honum. (Tfmamynd: Tryggvi).
Þorbergur er
tilbúinn í
slaginn Youri!
Þorbergur sýndi snilldarleik, þegar KA-liðið
fékk óskabyrjun og skellti
Fram 3:0 á Akureyri
ÞORBERGUR.. kominn
gamla, góða form.
sitt
KA-Iiðið fékk heldur betur óska-
byrjun, þegar þeir unnu góðan
sigur (3:0) yfir Fram á grasvell-
inum á Akureyri á laugardaginn.
Leikmenn liðsins, sem mættu tvi-
efldir til leiks, gerðu út um leikinn
á fystu 4 min. leiksins — skoruðu
þá tvö mörk.
Sigbjörn Gunnarsson skoraði
fyrra markið á 2. min úrvita-
spyrnu, sem dæmd var á Gústaf
Björnsson fyrir að fella Gunnar
Blöndal inni i vitateig. Það mun-
aði ekki miklu að Guðmundur
Baldursson markvörður Fram
næði að verja spyrnuna — hann
snerti knöttinn með hendi, en ekki
nóg til að Icoma i veg fyrir mark.
Óskar Ingimundarson bætti siðan
við öðru marki — 2:0, eftir að
hafa fengið sendingu frá Elmari
Geirssyni. Óskar lék á Trausta
Haraldsson og renndi knattinum
fram hjá Guðmundi, markverði.
KA-liðið, sem lék mjög vel i
fyrra hálfleik, bætti siðan þriðja
markinu við á 30. min. Það var
Gunnar Blöndal sem skoraði
markið með fastri spyrnu.
KA-liðið fór sér að engu óðslega
i seinni hálfleik og lét Jóhannes
Atlason, þjálfari liðsins, leik-
menn sina draga sig afturog leika ,
varnarleik. Það tókst mjög vel og
náðu þeir að halda fengnum hlut.
Framarar sóttu þá mikið, en
þeim tókst ekki að koma knettin-
um fram hjá Þorbergi Atlasyni,
sem átti stórleik i marki KA-liðs-
ins. Þorbergur. sem er nú orðinn
eins góður og þegar hann var upp
á sitt besta með Fram og lands-
liðinu, sýndi mikið öryggi og
greip hann mjög vel inn i leikinn.
Þá var Haraldur Haraldsson
sterkur I vörninni hjá Akureyrar-
liðinu.
Framarar voru lélegir og náðu
sóknarleikmenn þeirra litið að
ógna, eins og i undanförnum
leikjum.
Framhald á bls. 23
.Þetta gengur hálf erfiðlega
• MHÍUttUUi; VCI'UUI' ctU Ulld a jaAUiiii
og taka á öllum sinum kröftum....
AAAA —HA....”
„Vertu ekki að fiækjast fyrir.
Strákarnir i Val aðstoða mig við
þetta. Þú ferð ekki að taka stein-
inn af Dýra, —Já, farðu aftur upp
I áhorfendabekki...”
....og eftir að Jói hafði stað-
ið i ströngu með smá aðstoð
vinveittra manna, tók hann ofan
húfuna og hneigði sig fyrir áhorf-
endunum, sem fögnuðu honum
innilega — Já, fagnaðarbylgjan
var gffurleg.
f