Tíminn - 02.08.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.08.1978, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 2. ágiist 1978 9 Steingrímur Hermannsson: „Töfrasproti” Alþýöubandalagsins I BLAÐINU I gær geröi ég i stuttu máli grein fyrir efna- hagsvandanum til áramóta. Ef engar ráðstafanir eru gerðar má gera ráB fyrir 20% verð- bólgu, en 26% ef samningarnir ganga i gildi. Fjárvöntun Ut- flutningsatvinnuveganna telur Alþýðubandalagið kr. 3,0 mill- jaröa, en opinberar stofnanir telja hana nær kr. 5,0 milljörö- um til áramóta. Þetta er mjög einfölduö mynd. Ekki er gert ráð fyrir fiskverðshækkun 1. október, sem yrði óhjákvæmileg viö þessar aðstæður, né hækkun á þjónustu opinberra stofnana, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess eiga ýmsar aörar at- vinnugreinar i verulegum erfiö- leikum. Ljóst má þó vera aö vandinn er gifurlegur. Verðbólgan stefn- ir á yfir 50% á ársgrundvelli og launahækkanir t.d. i fiskiðnaði yrðu liklega yfir 20% til ára- móta. Við slikt veröur ekki búið. Það stefnir i stöðvun og atvinnu- leysi. Spurningin er: Hvað skal til bragðs taka? Um það snerust viðræður stjórnmálaflokkanna ekki sist. Alþýöubandalagið var ekki i miklum erfiðleikum með svona „smáræði”. Leiðir í efnahagsmálum Leiðir f efnahagsmálum eru oft sagðar þrjár: uppfærsluleið (gengisfelling), niöurfærsluleið (niðurgreiðslur) og millifærslu- leið (uppbóta-eöa styrkjakerfi). Staðreyndin er þó sú, að i flestum eða öllum tilfellum er farin blönduð leið. Svo hefur verið hjá okkur, en með mis- munandi áherslum. 1 vestrænum rikjum er yfir- leitt beitt uppfærslu ásamt niðurfærslu i einhverri mynd, en millifærslu gjarnan i Austur-Evrópu, enda hentar sú leið illa frjálsu hagkerfi. Ef til vill er þar aö finna skýr- inguna á þvi hvers vegna Al- þýðubandalagið leggur svo mikla áherslu á þá leið. Hér á landi fór „nýsköpunar- stjórnin”, með þátttöku komm- únista, inn á millifærslubraut 1946 meö þvi aö ábyrgjast fisk- verð. Siöan jókst þetta milli- færslukerfi stig af stigi og varð að lokum vinstri stjórninni 1958 m.a. að falli. Um tima voru orð- in 40 mismunandi gengi og eng- inn eðlilegur rekstrargrundvöll- ur fyrir nokkra nýja atvinnu- grein. Lausnarorð Al- þýðubandalagsins Alþýðubandalagið lagði til að farin yrði niðurfærsluleið til ladckunar verðlags og milli- færsluleið til styrktar útflutn- ingsatvinnuvegunum. Um nið- urfærsluna var ekki ágreining- ur. Hins vegarteljum við milli- færsluleiðina ákaflega vafa- sama nema um sé að ræða stutt timabundiö ástand. Jafnframt verður að segjast að mönnum gekk illa að fá útreikninga Al- þýðubandalagsins til að ganga upp. Niðurfærslan Alþýðubandalagið vill greiða niður 10% af hækkun visitölunn- ar til áramóta og telur það kosta rikissjóð kr. 6.785 milljónir. Þetta var að sjálfsögðu skoðaö vandlega og leitað álits opin- berra aðila. Samanburðurinn leiðir þetta i ljós: 1. Lækkun söluskatts um 7 stig I 5 mánuöi: Alþýðubandal.: lækkun visitölu 4,5% kostnaöur kr. 5.460 millj. Sérfræðingar: lækkun visitölu 4,0% kostnaður kr. 7.000 millj. 2. Auknar niðurgreiðslur: Alþýöubandal.: lækkun visitölu 3,0% kostnaður kr. 1.325 millj. Sérfræðingar: lækkun visitölu 3,0% kostnaður kr. 2.000 millj. 3. Lækkun verslunarálagningar um 10%: Alþýðubandal.: lækkun visitölu 1,5% Sérfræðingar: lækkun visitölu 0,5% 4. Aðrar verðlækkanir á þjónustu: Alþýöubandal.: lækkun visitölu 1,0% Sérfræöingar: lækkun visitölu 0,0% Niöurstaðan varð þvi sú aö út úr þessu fengist ekki 10% lækk- un visitölu, heldur aðeins 7,5% og kostnaður yrði ekki 6.785 milljónir króna, heldur kr. 9.000 milljónir. 10% lækkun myndi þvi kosta um kr. 12.000 milljón- ir. Þarna virðist þvi vanta rúm- lega kr. 5.200 milljónir. Tekjuöflun Tekna til rikissjóös vegna niðurfærslunnar vildu Alþýöu- bandalagsmenn afla á eftirfar- andi hátt. Mat opinberra aðila fylgir til samanburðar: Áætlun Alit Alþýðub. sérfræðinga millj. kr. millj. kr. 1. Hækkun tekju-og eignaskatts 2.000 2. Lækkun rekstrarútgjalda 1.00(51 3. Lækkun framkvæmdaútgjalda l.ooof 4. Aukin sala verðtryggðra spariskirteina 1.000 5. Sérstök skattlagning á feröamannagjaldeyri o.fl. 1.800 6.800 2.000 1.000 0 1.000 4.000 Þarna vantar einnig nú kr. vöntunin þvi oröin um 8.000 2.800 milljónir á tekjuhliðina. milljónir kr. Miðaö við 10% niðurgreiðslur er Millifærslan Eins og fyrr segir telja Al- þýðubandalagsmenn fjárþörf útflutningsatvinnuveganna vera kr. 3.000 milljónir til ára- móta, en opinberar stofnanir kr. 5.000 milljónir. Þessa fjár vildi Alþýðubandalagið afla með 0,6% veltuskatti á allar atvinnu- greinar nema fiskiðnað, útflutn- ingsiönað og landbúnað. Við umræður var strax viður- kennt að innlendur samkeppnis- iðnaður myndi ekki geta greitt slikt gjald og reyndar ekki held- ur smásala i dreifbýli. Opinberir aðilar telja þvi al- gjört hámark sem ná mætti með sliku gjaldi kr. 2.000 milljónir. Þarna vantar þvi kr. 1.000 milljónir tekjumegin og liklega kr. 2.000 milljónir útgjaldameg- in. Steingrímur Hermannsson Niöurstaöa N Niðurstaðan af þessum sam- anburði verður þvi sú að eftir- greindar upphæðir vanti i dæmi Alþýðubandalagsins, miðað við að ná 20% niðurfærslu og viðun- Frh. á bls. 19 Jón Helgason: Raunhæf úrræði, ekki blekkingar Að loknum kosningunum 25. júni sl. töldu flestir sjálfsagt, að sigurvegararnir, Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalag- ið hefðu forystu um myndun nýrrar rikisstjórnar. Úrslitin sýndu, að þjóðin treysti þvi, að þeir hefðu ráð undir rifi hverju til aðleysa vanda efnahagsmál- anna eins og þeir höfðu lofað fyrir kosningar. Það var þvi eðlilegt, að þessir flokkar hæfu fljótlega viðræður sin á milli, enda lýsti Framsóknarflokkur- inn þvi yfir, að hann væri reiðu- búinn að veita stjórn þeirra hlutleysi, ef þeirlegðu fram við- unandi málefnasamning. Eftir alllangar könnunarviðræður komu frá þeim yfirlýsingar, sem gáfu til kynna, að mögu- leiki ætti að vera fyrir samstarfi þessara tveggja flokka i rikis- stjórn. Með tilliti til þess samþykkti Framsóknarflokkurinn beiðni Benedikts Gröndalaðtaka þátt i viðræðum um myndun meiri- hlutastjórnar þriggja flokka, þar sem þá átti að vera mögu- ieiki á sterkri rikisstjórn, sem þjóðin þarfvissulega á aö halda. Niðurstaða þessara viðræðna, sem nú liggur fyrir, hefur þvi orðið mörgum vonbrigði, þar sem þær leiddu skýrt I ljós, þannig aö ekki verður um villst, að svo mikið sundurlyndi og ósamkomulag er milli Alþýöu- flokksins og Alþýðubandalags- ins, að engar likur eru til, að þeir muni i náinni framtið vinna saman að leysa vanda þjóð- félagsins. Tillögur þeirra söniw uðu mat Framsóknar- manna 1 upphafi viðræönanna settu Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið fram kröfu um að „samningarnir yröu settir. I gildi”, þ.e. að afnumin yrðu lög- in um efnahagsráöstafanirnar frá þvi i febrúar og bráða- birgðalögin, sem snerta ákvæði um kaup og kjör. Framsóknarflokkurinn lagði áherslu á, að slikt hlyti aö auka þann vanda, sem við er að glíma, og hánn sæi ekki hvernig unnt væri að leysa vandann á þann hátt. En gætu hinir flokk- arnir lagt fram tillögur, sem sýndufram á, að það væri hægt á viðunandi og réttlátan hátt, þá mundi Framsóknarflokkur- inn ekki láta stranda á þvi. Og áður en viðræðunum lauk lögðu Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag fram tillögur sinar. Og til- lögur beggja sönnuöu, að mat Framsóknarflokksins var rétt. Alþýðuflokkurinn vill taka „samningana i gildi” 1. sept. og með þvi veita hálaunamannin- um 20-falda kauphækkun miðað við láglaunamanninn, en koma siðan til launþegasamtakanna og biðja þau um að fallast á að verðhækkanir vegna gengis- lækkunar yrðu ekki reiknaöar með I kaupgjaldsvisitölu, þar sem að öðrum kosti yrði verð- bólgan óviðráðanleg. En Framsóknarflokkurinn telur það ekki rétt að byrja á að veita fyrst og fremst þeim sem hæst laun hafa kauphækkun en draga siðan hlutfallslega jafnt af öll- um. Tillögur Alþýðubandalagsins eru áreiðanlega það furðu- legasta plagg, sem sett hefur verið fram um efnahagsmál. Alþ ýðuba nda lagið v ir Bis t h al da, að það geti taliöþjóðinni trú um, að það þurfi aðeins að segja hókus-pókus og þar með geti það leyst vanda islensks efna- hagslifs. Aumur málflutningur rökþrota manna Það hefur áður komið fram, að það vanti 9—10 milljarða til að niðurgreiðslu- og millifærslu- dæmi þess gangi upp og er þá þó áreiðanlega ýmislegt varlega áætlað. Verður hér aðeins drep- ið á örfá atriði i þvi sambandi. 1. Lækka á visitölu um 3% með þvi að auka niðurgreiðslur um 1325 milljónir til áramóta. Viðræðunefndarmenn Alþýðu- bandalagsins viðurkenndu að sú upphæð eins og reyndar fleiri, væri miðuð við verðlag um siðustu áramót og þvi i engu samræmi við raunveruleikann. 2. Ríkið á að taka á sig fyrst um sinn þann halla, sem verður vegna meiri útflutningsbóta til landbúnaðarins en 10% reglan segir til um. Bændur eiga þó að láta sér nægja loforðið eitt, þvi aö engin króna er ætluð til þess, enda þótt vöntunin sé mikið á annan milljarð á þessu ári. 3. Lýst skal yfir algjörri verð- stöðvun til áramóta, aðeins heimilaðar óviðráöanlegar er- lendar verðhækkanir. Þar með skal ekki leyfa hækkun landbún- aðarvara 1. sept. á sama tima og launþegar, sérstakiega þeir hæst launuðu, fá miklar kaup- hækkanir.Þar með ættu bændur að sitja eftir. Að öðrum kosti þyrfti stórauknar niðurgreiðsl- ur og er ekki tekið tillit til þeirr- ar vöntunar, þegar bent er á 9—10 milljarða halla á dæmi Alþý ðuba ndal agsins. 4. Einn f járöflunarliður I ráð- stöfunum til aö mæta tekjutapi rikissjóös vegna niðurfærslu verðlags er aö auka sölu verð- tryggðra spariskirteina um 1 milljarð fram að' áramótum og 1.8 milljarð á næsta ári. Nú er dregið I efa, að slik sala væri framkvæmanleg, en þarna er samt sem áður um stefnumótun Alþýðubandalagsins um aukna skuldasöfnunaö ræða. En þegar nefndarmenn Alþýðubanda- lagsins voru spurðir, hvort þeir teldu slika sivaxandi skulda- söfnun til lækkunar vöruverðs ekki varhugaverða braut, þá var svarið, að þessi lántaka ætti að fara til verklegra fram- kvæmda rikisins, enda þótt f jár- ins þyrfti að afla til aö mæta tekjutapi rikissjóðs vegna niöurfærslu verðlags. Aumari málflutning rökþrota manna virðist varla hægt að hugsa sér. Visitölukerfið og rekstrargrundvöllur Þannig væri hægt að halda áfram aö sýna fram á, hversu Jón Helgason. botnlausar efnahagsmálatillög- ur Alþýðubandalagsins eru eins og aðrir hafa þegar gert. En af þessuer augljóst, að þessar til- lögur hafa ekki verið settar fram til þess að þær yrðu fram- kvæmdar, heldur sem áróðurs- plagg. En ég tel þaö mikla fyrirlitningu á dómgreind þjóðarinnar að halda að hægt sé að blekkja hana á þennan hátt. Þessi vinnubrögð Alþýöubanda- lagsins hljóta að leiöa til þess, aðhætt verði að taka það alvar- lega i' sambandi viö umræður um efnahagsmál. 1 viðræðunum um myndun rikisstjórnar, sem sigldu svo fljótt i strand vegna ágreinings Alþýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins, lagöi Fram- sóknarflokkurinn áherslu á, aö leitað væri allra leiða til aö draga úr veröbólgunni, en það yrði að byggjast á raunhæfum úrræðum en ekki blekkingum. Sérstaklega telur hann nauð- synlegt að visitölukerfið sé endurskoðað og viö fylgjum þar fordæmi allra þjóða I kringum okkur, sem hafa hafnaö þeim vitahring verðhækkana, sem af sliku kerfi leiöir. En fyrst af öllu þarf að tryggja rekstrargrund- völl atvinnuveganna, þar sem traustur rekstur þeirra er for- senda fyrir viðunandi launa- greiðslum og lífskjörum i land- inu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.