Tíminn - 02.08.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.08.1978, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 2. ágúst 1978 n Dr. Euwe í viðtali við Tímann í gær Framboðinu beint gegn Mendes MóL — „Ég stend sjálfur ekki að baki þessarar hugmyndar”, sagði Dr. Euwe, forseti alþjóða- skáksambandsins, er Tlminn ræddi við hann í gær um þann möguleika að hann gæfi kost á sér á ný til forsetaembættis FIDE. „Menn hafa komiö saman á Fiíippseyjum, en þar fer einvigi þeirra Karpovs og Kortsnojs fram, og hafa þessir ákveðnu aðilar sagt að þar sem Olafsson á ekki neina möguleika á að verða kosinn forseti FIDE, þá yrði Mendes örugglega kosinn og það mundi ekki skákheimin- um llka, nema þá ef til vilf þriðja heiminum. Þessir menn hafa þvi farið fram á við mig, að ég fari I framboð.” Að sögn Dr. Euwe, þá eru þessir ákveðnu aðilar Lym frá Singapore og Campomanes frá Filippseyjum, en ekki nefndi hannHarry Golombeksem einn þeirra, ai Golombek var eins og kunnugt er einn þeirra manna sem hvað ákafast hafa stutt framboð Friðriks ólafssonar. „Þegar þessir menn töluðu við mig, þá hafnaði ég þegar til- boði þeirra. Þá spurðu þeir mig hvað ég mundi gera, ef þeir gætu sent mér skeyti frá um 40 aðildarrtkjum FIDE þar sem á mig yrði skoraö að fara I framboð. Égsvaraðitil, að I því tilfelli yrði ég að gefa kost á mér.” ,,En ég hafði vonast til að Friðrik ólafsson yrði kosinn næsti forseti FIDE, og ég sagöi þeim að ef þeir væru að reyna að safna stuðningsyfirlýsingum fyrir mig, þá mættu þeir ekki gera það á svæðum eitt og tvö, sem eru þegar búin að lýsa yfir stuðningi við framboð Ólafsson- ar. En hvort þeir gera það eöur ei veit ég ekki. Allt sem ég veit er að þessir ákveönu aöilar segjast geta lagt fram áskorun frá um 40 aðildarrlkjum FIDE og þeirri áskorun gæti ég ekki hafnaö.” „Ég hef sagt þessum stuðn- ingsmönnum mlnum, að ef þeir ætla að reyna að taka atkvæöi frá Ólafsson, þá verði þeir að hafa samband við hann fyrst. Dökka hliðin á þessum kosn- ingum er að Mendes mundi sigra þær auðveldlega. Fyrir skömmu sagði hann á Filipps- eyjum, að hann mundi fá I fyrstu atkvæðagreiöslunni meir en 50% atkvæöanna, og tel ég það rétt hjá honum meöan frambjóðendurnir eru einungis þeir Mendes, Ólafsson og Gligoric, Ef ólafsson vill halda áfram, þá er það auövitað allt I lagi, en hann mundi falla út strax við atkvæðagreiðsluna. Við Edmondson höfum farið I Dr. Max Euwe, forseti FIDE. gegnum alla hugsanlega mögu- leika.” „Varðandi mitt eigið framboð, þá hef ég einungis sex daga til að taka ákvöröun, því um- sóknarfrestur rennur út n.k. mánudag. Og svo hef ég það vandamál, aðmérhafa einungis borist fimm stuðningsyfirlýs- ingaren ekki40.Einafþessum stnðningsyfirlýsingum kemur frá Evrópuriki, Itallu”, sagði Dr. Euwe að lokum. „Það vinnur enginn skák með þvl að gefa hana” — segir Einar S. Einarsson um horfur Friðriks MóL — „Við samþykktum á fundi stjórnar Skáksambands Islands I gærkvöldi aö vinna af öllum krafti að framboði Frið- riks og núna I kvöld sendum við skeyti til þeirra skáksambanda sem hafa þegar lýst yfir stuðn- ingi við framboð Friðriks. Það vinnur enginn skák með þvl aö gefa hana”, sagði Einar S. Einarsson, er Tlminn ræddi við hann I gær. Að undanförnu hafa nokkrir framámenn I skákheiminum sent ýmsum aðildarrlkjum FIDE, alþjóðaskáksambands- ins, skeyti og farið fram á stuðning við hugsanlegt fram- boð Dr. Max Euwe, núverandi forseta FIDE, en hann hafði áður lýst þvl yfir, að hann mundi ekki gefa kost á sér aftur. Meðal þessara manna er Harry Golombek, formaður svæðis eitt, sem hefur ásamt svæði tvö lýst yfir stuðningi við framboð Friðriks Ólafssonar. Aðrir eru Edmondson, frá Bandarlkjunum, Lym frá Singapore og Campomanes frá Filippseyjum. Eins og kemur fram I viðtali sem Tlminn átti við Dr. Euwe sjálfan I gær, þá virðist framboð Dr. Euwe vera stefnt fyrst og fremst gegn Mendes frá Puerto Rico. Sú skoðun virðist vera rlkjandi, aö hann muni fara auðveldlega með sigur af hólmi, þegar atkvæði verða greidd á FIDE þinginu I Argentlnu 7. nóbember n.k. „Ég talaði við Friðrik rétt I þessu til að láta hann vita um þessa óvæntu þróun mála og sagði hann að það hefði komið sér mjög á óvænt”, sagði Einar S. Einarsson, en Friðrik er nú staddur I Kanada. „Hann sagð- ist þó ætla að standa fast á framboði sinu. En nú er bara aö taka á öllum okkar kröftum og við væntum þess að fá þann stuöning sem rikisvaldiö hefur lofað okkur til að kosta þessa kosningabaráttu. Hér er alls ekki aðeins um einkamál Friðriks að ræða, heldur er þetta mál, sem snertir alla þjób- Einar S. Einarsson. ina. Betri sendiherra væri ekki hægt að fá en Friðrik og miðað við þann litla stuðning sem við höfum farið fram á, þá er varla hægt að gera betri fjárfest- ingu”, sagði Einar að lokum. Bragi Kristjánsson skrifar um heimsmeistaraeinvígiö: Karpov með unna biðskák 1 7. skák einvlgisins um heimsmeistaratitilinn kom Kortsnoj enn einu sinni meö óvæntan byrjunarleik. Karpov brást hraustlega við, fórnaði fyrst peði og siöan skiptamun. Staðan, sem upp kom var vandtefld og tlmi keppenda minnkaði.SIÖustu 10 leikinafyr- ir tefldi Kortsnoj mjög illa, þótt ekki væri hann I miklu tíma- hraki og stendur áskorandinn uppi með tapaða biðskák. 7. skákin. Hvitt: Kortsnoj Svart: Karpov Nimzo-indversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 t 3. og 5. skákinni lék Karpov c5 I þessari stöðu. 5. Bd3 6. d5? —c5 Staðan eftir 6. leik hvlts Mjög óvæntur leikur. Venju- lega er leikið hér 6. Rf3 6. b5? Karpov bregst hraustlega við. Hann fórnar peði til að ná góð- um tökum á miðborðinu. Ekki gengur 6.......exd5 7. cxd5 Rxd5?, 8. Dh5 f5, 9. Bc4 og hvlt- ur vinnur. 7. dxe6 Ekki gengur 7. e4 bxc4, 8. Bxc4 Bb7 og miðborð hvits hrynur, t.d.9. Bg5 exd5,10. exd5 He8+ 11. Rge2 He5 o.s.frv. 7. fxe6 8. cxb5 Bb7 9. Rf3 d5 10. 0—0 Rbd7 11. Re2 De8 12. Rg3 e5 13. Bf5 eg6 14. Bh3 a6!? Með siðustu leikjum slnum hefúr Karpovstyrkt stöðu slða á miðborðinu en I staðinn fórnar hann skiptamun. 15. Rg5 axb5 16. Re6 c4 17. Bd8 Bc5 18. Rc7 De7 19. Rxa8 Hxa8 20. a3 Rb6 Þegar hér var komið hafði Kortsnoj notað 75 mlnútur, en Karpov 104. Kortsnoj hefur skiptamun yfir, en menn hans standa ekki sérlega vel og hann verður að gæta þess i framhaldi skákar- innar að svörtu miðborðspeðin komist ekki á skrið. 21. Dc2 Bc8 22. Bxc8 Hxc8 23. Ba5 Rbd7 Karpov leyfir ekki meiri upp- skipti en nauðsynleg eru 24. Dd2 Bd6 25. Bb4 Rc5 26. Bxc5 Bxc5 27. Khl Dd6 28. Hadl Kh8 29. Dc2 De6 30. Re2 Dc6 31. h3 32. b4? He8 Kortsnoj missir þolinmæðina. Eftir þennan vafasama leik verður framrás svörtu peðanna á miðborðinu mun hættulegri. Nái svartur að leika d5-d4 fær hann tvö samstæð fripeð á d og c llnunum. Auk þess fær hvttur bakstætt peð á a-linunni. 32. Bb6 33. Db2 Kg8 34. Hfel Kf7 Staftan eftir 34. leik svarts Þegar hér varkomiðáttihvor keppenda 10 minútur til að leika 6 slðustu leikina fyrir bið. Ekki getur það talist mikiö tlmahrak, en nú missir Kortsnoj gjörsam- lega tökin á skákinni og leyfir andstæðing slnum að leika hinn banvæna leik d5-d4. 35. Dc2? d4 36. Rg3 Auðvitað ekki 36. exd4 exd4 37. Rxd4 Hxel+ 38. Hxel Bxd4 og svartur vinnur. 36. Hd8 37. exd4 exd4 38. Dd2 d3 39. Dh6 c3 40. Re4 Rxe4 41. Dxh7 + Kf8 Biðstaðan 1 þessari stöðu lék Kortsnoj biðleik og var búist við uppgjöf hans án frekari taflmennsku. Eftir 42. Dh8+ Kf7, 43. Dh7+ Ke8, 44. Dg8+ Kd7 45. Hxd3+ Kc8 hefur svartur tvo menn yfir hrók og auk þess óstöövandi frl- peð á c3. Bragi Kristjánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.