Tíminn - 02.08.1978, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 2. ágiíst 1978
13
Neytendasamtökin í Borgarnesi:
Nauðsynlegt að stofna
deildir um allt land
— tryggir
betri
vernd
neytenda
Kás — í april á þessu ári var
stofnuð deild i Neytendasam-
tökunum i Borgarnesi, og er það
jafnframt fyrsta deildin sem
stofnuð er úti á landi, en mikill
áhugi er á að stofna fleiri deildir
viðs vegar um landið, m.a. á
Akranesi.
Það er fljótt frá þvi að segja
að fyrir stofnunina voru sex
félagsmenn i Neytendasamtök-
unum i Borgarnesi, en við
deildarstofnunina hefur félög-
um fjölgað heldur betur, þannig
að nú eru þeir 95. Og það úr allri
sveitinni.
Timinn átti fyrir stuttu tal við
Jóhannes Gunnarsson, formann
deildarinnar i Borgarnesi, og
innti hann eftir þvi i hverju
starfsemin væri aðallega fólgin.
Sagði Jóhannes að i fyrsta lagi
væri um hefðbundna kvört-
unarþjónustu að ræða, og hefði
þeim hingað til tekist að af-
greiða öll mál af þvi taginu
þannig að neytendur hefðu kom-
ið ánægðir út úr þeim.
Jóhannes Gunnarsson, for-
maður deildar Neytendasam-
takanna i Borgarnesi.
Hinn aðalþátturinn i starfsem-
inni væri útgáfa mánaðarlegs
fréttabréfs, sem sent væri i öll
hús á verslunarsvæþi Borgar-
fjarðar. t þessu riti, sem væri
einblöðungur, væru fyrst og
fremst niðurstöður verðkönnun-
ar i verslunum á svæðinu, en
einnig tilfallandi upplýsingar til
neytenda, svo og greinar um
þessi málefni. I siðasta mán-
aðarriti hefði t.d. verið grein
sem heitir „Grænmeti fleygt” i
tilefni tómatastriðsins.
Sagði Jóhannesað Verðlags-
eftirlitið i Reykjavik hefði með
Vesturland á sinni könnu og
þaðan kæmi maður öðru hvoru.
Með tilkomu fréttabréfsins
hefði verið bætt að sumu leyti úr
stopulum ferðum verðlagseftir-
litsmanna, þannig að nú fylgd-
ust þeir miklu betur með fyrir
vestan, og gætu sent inn kvart-
anir til Verðlagsstjóra, ef eitt-
hvað bæri upp á. Hefði tekist
þar á milli góð samvinna.
Þá minntist Jóhannes á eitt
vandamál sem þeir hefðu þurft
aðglima við, þ.e . vörur sem
komnar eru fram yfir siðasta
leyfilegan söludag, en enn eru
til sölu i verslununj. Þeim hefði
tekist með sinum aðgerðum, að
fá þessar vörur fjarlægðar. I
flestum tilvikum hefði það
gengið hljóðalaust fyrir sig utan
i einu tilfelli.
Að lokum sagði Jóhannes að
nauðsynlegt væri að stofna
neytendadeildir út um allt land,
það gerði öllum hægara um vik .
Neytendasamtökin byggðu sina
starfsemi mikið til upp á félags-
gjöldum, og þvi væri nauðsyn-
legt að sem flestir væru innan
þeirra. I annan stað fengju
neytendur fyrir vikið miklu
betri vernd, þvi það væri aug-
ljóst mál, að margar deildir úti
um allt land gerðu meira gagn
en ein skrifstofa i Reykjavik.
Nú væri ekki eftir neinu að
biða. Neytendasamtökin væru
tilbúin að rétta hjálparhönd
strax og óskir bærust frá stöð-
um á landsbyggðinni. Stefna
yrðiaðþviaðnáyfir allt landið.
VERÐKÓNNUN 11. JUhl 1978
Vörutegund Vörumark- aður KB Kjörbúð KB ' Neskjör Verslun Jóns Eggertssonar
Hveiti 10 lbs. Robin Hood 862,- Robin Hood 955,- r Pillsburýs 780,- Pillsburys 780,-
Sykur 2 kg. 297,- 340,- 299,- 330,-
Hrísgrjón 454 gr. Coop 196,- Coop 217,- River Rice 184/- River Rice 185/-
Appelsínudjús Flóra 1 1 343/- Flóra 1 1 394/- Egils 1,9 1 (945/-) pr. 1 497/- Egils 1,9 ll. (915/-) pr. 1 482/-
Korn flakes Brugsen 500 gr. 382/- Brugsen 500 gr 450/- Kellogs 375 gr. (495/-) pr. 500 qr 660/ Dta 500 gr. 468/-
Regin klósettpappír 92/- 103/- ' 82/- 93/-
Þvol uppþvottalögur 2,2 kg. (525/-) pr. kq 239 2,2 kg. (586/) pr. kg. 266/- 600 gr. (182/-) pr kg. 303/- t lausu máli pr. kg. 190/
Sirkku molasykur 1 kg. 274/- 304/- 285/- 278/-
Frón mjólkurkex 400 qr. 194/- . 223/- 220/- 218/-
Holts mjólkurkex 250 gr. 172/- 198/- 198/- 195/-
Frón kremkex 2bo/- 258/- 240/- 238/-
Royal lyftiduft 450 gr. 352/- • 457/- 385/- 360/-
Kakó 20 P Cirkel 3 gr. (725/ r. kg 3625/- Cirkel 500 gr. (2.200/-) •pr. kq. 4.400/ Rowntrees 250 gr. (864/-) pr. kq. 3456/- rrys 454 gr. (1295/-) >r. ):q 2582/
Flórsykur 500 qr. 128/- 142/- 138/- 132/-
Ora fiskbollur stór dós 391/- 431/- 422/- —
Ora fiskbúðinqur stór dós 473/- 622/- 510/- 505/-
Tómatsósa 340 gr. Coop 250/- Libbys 292/- Libbys 248/- Libbys 210/
Kartöflumjöl 1 kg. 253/- 280/- 240/- 198/-
Kókosmjöl 200 gr. 275/- 316/- 308/- 280/-
Solgryn haframjðl 475 gr. 182/- 202/- 198/- 190/-
Grænar baunir stór dós Coop 312/- Coop 359/- K. Jónsson 324/ K. Jónsson 321/-
Púöursykur > Katla 1 kg 355/- Brun farin 500 gr. (187/-) pr. kg. 374/- 1 lausu máli pr. kg. 296/- Katla 1 kg. 378/-
Vex þvottaefni P kg. pakki (1093/-) -. kq. 364/ 3 kg. pakki (1216/-) pr. kq. 405/- 700 gr. pakki (300/-) pr. kq. 429/- 1 lausu mál pr. kg. 390
Eggjasjampó KÓ iral 300 ml (201/-) >r. 1 670/- Kópral 300 ml. (199/-) pr. 1 663/- Man 340 ml. (325/-) pr. 1 956/- Man 340 ml. (325/-) pr. 1 956/-
Vanilludropar — 90/- 90/- 97/-
Kókómalt Top 1 kg. 1107/- ' Top 1 kg. 1466/- Hersheys 907 gr (1015/-) pr. kg. 1119/- Nesquick 400 gr(585/ pr. kg. 146.
Ábvrnðarmaður fréttabréfsins: Áqúst Guðmundsson
Sýnishorn af verðkönnun deildar Neytendasamtakanna i Borgarnesi.
Þórshöfn
A Þórshöfn er nú unnið að
margvlslegum fram-
kvæmdum. i gatnagerð á að
leggja oliumöl á 1320 metra,
við höfnina á að gera grjót-
garð fyr'ir 40 milljónir króna.
Hreppurinn byggir auk þessa
200 fermetra skólabyggingu,
sem verða á fokheld I haust,
og þrjár leigulbúðir.
Kaupfélagið er að ljúka 600
fermetra bilaverkstæði i staö
þess sem brann og auk þess er
fyrirhugaö að gera stórbreyt-
ingar á verslunarhúsnæði i
sumar.
Gtgerðarmál Þórshafnar-
búa hafa lagast verulega.
Fonti skuttogara þeirra
gengur vel, en auk þess eru
þar fjórir bátar yfir 30 tonn,
7-8 minni dekkbátar og 10-15
trillur.
Mynd af gatnagerðinni.
Grafa, og til hægri við hana
sést eitt af þeim gömlu húsum,
sem svo lagleg eru eftir að
hafa fengið nýja klæöningu.
K.Sn.
Yokohama
vörubílahjólbarðar
á mjög
hagstæðu verði
Véladeild HJÓLBARDAR
Sambandsins IPmTrTZ'^oo
Hjólbarðar
fyrir dráttarvélar
Framdekk:
600x16 — 6 strigalaga með slöngu kr. 18.766.
650x16 — 6 strigalaga með slöngu kr. 21.397.
750x16 — 6 strigalaga með slöngu kr. 26.053.
Afturdekk:
10x28 — 6 strigalaga kr. 58.753.
11x28 — 6 strigaiaga kr. 66.109.
12x28 — 6 strigaiaga kr. 78.600.
Ath: Söluskattur er innifalinn i verðinu
ÚTBOÐ
Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboðum i
smiði og fullnaðarfrágang á dælustöð
Hitaveitu Akureyrar við Þórunarstræti.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Hitaveitu Akureyrar, Hafnarstræti 88b,
frá 4. ágúst n.k., gegn 30 þús. kr. skila-
tryggingu.
Tilboð verða opnuð á skifstofu Akureyrar-
bæjar, Geislagötu 9, mánudaginn 14.^
ágúst, 1978, kl. 11 f.h.
Hitaveitustjóri.
Véladeild
Sambandsins
HJÓLBARÐAR
BORGARTÚNI 29
SÍMAR 16740 OG 38900