Tíminn - 02.08.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 02.08.1978, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 2. ágúst 1978 17 Gunnar Guðbjartsson: „Alltaf í þynnra og þynnra” „Alltaf i þynnra og þynnra” S.l. fimmtudag ritaði Reynir Hugason verkfræðingur grein i Dagblaðið er hann nefnir „Með fangið fullt af vandamálum”. Er þar rætt um 'myndun nýrrar rikisstjórnar og þau vandamál, sem greinarhöfundur telur að ný rikisstjórn þurfi að glima við. Litils er getið þeirra vanda- mála sem þjóöin þekkir þessa dagana, en hins vegar rætt þeim mun meira um þá afkastagetu sem undirstöðuatvinnuvegirnir, sjávarútvegur og landbúnaður, hafa náð með margvíslegum tæknilegum framförum. Felld- ur er sá dómur að mikii fram- leiöslugeta þeirra hái efnahags- legum framförum hjá þjóðinni. Já, mikil eru undur visindanna. Góð vinnuafköst og mikil fram- leiðsla eru orðin böl þjóðarinnar að dómi visindamannsins — fulltrúa Rannsóknarráðs rlkis- ins. Ég hefði nú vonast eftir að svo „hámenntaður” verkfræðingur ræddi fremur um hvernig yrði komið i veg fyrir verkfræðileg mistök við hönnun fram- kvæmda og stofnun fyrirtækja. Þar er af mörgu að taka, sem kostað hefur þjóðarbúið marga milljarða króna. Má þar til nefna stórfelld mistök við hönn- un þangverksmiðjunnar að Reykhólum, sem mér sýnist að skrifist algjörlega hjá Rann- sóknarráði rikisins. Hönnunar- mistök viröast einnig hafa oröið við Kröfluvirkjun, sem verk- fræðingar hljóta að bera ábyrgð á. Fleira slikt mætti telja upp. Astæða væri til að „velmennt- aöur” verkfræðingur reyndi aö finna ráð til að létta slikum út- gjöldum af þjóðarbúinu, a.m.k. að koma málum þannig fyrir að slik áföll endurtækju sig ekki. Að skera niður i land- búnaði En það er nú ekki þvi að heilsa. Verkfræðingurinn hefur heldur kosið að ræða mál, sem hann ekki hefur vit á. Þátturinn i grein hans er fjall- ar um landbúnaðinn er á þann veg, að skora á væntanleg stjórnvöld að skera niður fram- leiöslu landbúnaðarvara um helming og þá væntanlega að fækka bændum tilsvarandi eða meira en þvi svarar. Tvær ástæður færir hann fyrir þessu. Sú fyrri er, að landbún- aðurinn sé hemill á hagvöxtinn eða baggi á þjóðarbúinu. Ekki eru nein töluleg rök færð fyrir þvi og verður þvi að skoða þá fullyröingu sem órökstuddan sleggjudóm. Hin ástæðan er sú að landbúnaðurinn sé að eyða gróðri landsins. Tölur eru Gunnar Guðbjartsson. nefndar I þessu sambandi, sem eru algjör fjarstæða og eiga engan visindalegan grundvöll við aö styðjast. Sú ástæöa verð- ur þvi einnig að skoöast sem rakalaus sleggjudómur. Hvar fengist vinna? Það er viðurkennd staðreynd þeirra er gerst þekkja til land- búnaðar að það séu þrir menn er starfi að iðnaði úr landbúnaðar- hráefni og annist þjónustu og verslun fyrir landbúnaðinn á móti hverjum einum starfandi bónda i hefðbundnum búgrein- um I landinu. Yrði bændum fækkaö um 2.200 — 2.500 myndi þjónustuaðilum og iðnaðarfólki fækka um 6.600 — 7.500 eða 8.000 —10.000 fjölskyldur yrði að færa til i landinu hið minnsta. Hætt er við að veikur rekstrargrund- völlur ullar og skinnaiðnaöar nú váeri alveg brotinn niður meö slikum samdrætti hráefnis sem af þeim samdrætti landbúnaðar leiddi sem verkfræðingurinn leggur til. Og hvað mundi kosta að byggja yfir 8—10 þúsund fjöl- skyldur i nýju umhverfi og hvaö mundi kosta að byggja upp at- vinnuvegi fyrir allt þetta fólk? Það væri verðugt verkefni fyrir velmenntaðan tölfræðing aö reikna það dæmi. Og hvar fengi þetta fólk at- vinnu? Yrði þaö við þangverksmiðj- ur, málmblendiverksmiðjur, ál- verksmiðjur eða yrði þaö við blaöaútgáfu og ritmennsku eins og þá sem Reynir Hugason ræk- ir? Hver yrði hagnaur þjóðar- búsins af slikum þjóðflutning- um? Ég vænti þess að ekki standi á sannferðugum útreikningum af hendi Reynis til aö sanna hagn- að þjóðarinnar og likfskjara- bata af slikri tilfærslu fólksins I landinu. Rannsóknarráð rikisins sýnir dágóða hæfni i að velja fulltrúa til að túlka tæknileg, hagræn og pólitisk sjónarmið sin. Ég get ekki annað en fært þvi ham- ingjuóskir af þvi tilefni. Gunnar Guðbjartsson. Ályktun flokksstjórnar Alþýðuflokksins Alþýðubandaiagíð ber ábyrgð á stjómarkreppunni Formaöur Alþýðuflokksins hefur gert tvær tilraunir til myndunar meirihlutastjórnar. í báðum tilvikum var Alþýðu- bandalaginu boðin þátttaka til þess að gera áhrif launþega i stjórnunum sem mest. Alþýðu- bandalagið hefur eyöilagt báðar þessar tilraunir og ber þvi ábyrgð á þeirri stjórnarkreppu, sem nú er I landinu. Tilraunin til myndunar stjórnar Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks fór út um þúfur vegna þess, að Alþýðu- bandalagið hélt fast við algerlega óraunhæfar hugmyndir I efna- hagsmálum, lagði sjálft fram til- lögur, þar sem tiu milljarða vant- aði til að dæmið gengi upp, og leitt hefðu til botalausra fjárhagslegra vandamála á þessu og næsta ári. Alþýðuflokkurinn tók raunhæfa afstöðu til vandamála framtiðar og mælti með óhjákvæmilegum aðgerðum, sem gera þarf, áður en gerbreytt efnahagsstefna til lengri tima getur komið til fram- kvæmda. Alþýðuflokkurinn neit- ar að fallast á, að rlkissjóður greiði halla atvinnuveganna, en það mundi leiða af sér nýjar margra milljarða álögur á þjóð- ina með versnandi lifskjörum. Flokksstjórn Alþýöuflokksins ályktar, aðverðileitað til Alþýðu- flokksins i frekari tilraunum til myndunar rikisstjórnar, muni flokkurinn leggja megináherslu á að tryggt sé, að samningar um kaup og kjör verði þegar settir I gildi, að tryggður verði varanlega ánæsta árisákaupmáttur sem að var stefnt með kjarasampingun- um á sl. ári, að sett verði upp samráðsnefnd milli launþega- samtaka, atvinnurekenda og rikisvalds, að ráöist verði til at- lögu gegn fjármálaspillingu, skattsvikum, beitingu á aöstöðu og óeðlilegum sérréttindum ein- staklinga og hópa eins og Alþýðu- tlokkurinn hefur lagt rika áherslu á. Ömurleg staðreynd Alþýðubandalagið hefur komið í veg fyrir sókn vinstrí aflanna Ályktun Verkalýðsnefndar Alþýðuflokksins Verkalýðsmálanefnd Alþýðu- verkalýðssinnana i flokknum til flokksins hélt fund i gærkvöld. fylgis við þær óraunhæfu og Var eftirfarandi ályktun sam- ábyrgðarlausu sýndartillögur þykkt: sem viðræðuslitin byggðust á. Vericalýðsmálanefnd Alþýðu- Verkalýðsmálanefnd Alþýðu- flokksins harmar að ekki skuli flokksins bendir á að ef leið hafa tekist að mynda rikisstjórn kommúnista, nýtt uppbótakerfi vinstri aflanna. Augljóst er, aö yrði tekið upþ, hefði það innan menntamannaklikan i Alþýðu- skamms i för með sér verulega bandalaginu hefur svinbeigt kjaraskerðingu, spillingu og at- Kennara vantar að Grunnskóla Vopnafjarðar. Gott húsnæði i boði. Allar nánari upplýsingar gefur Hermann Guðmundsson, i sima (97)3113. Kennara vantar næsta vetur að Menntaskólanum við Sund, i eðlisfræði, hagfræði og stærðfræði. Upplýsingar á skrifstofu skólans, simi 3- 34-19. vinnuleysi. Þegar þannig stjórn- arhættir eru viðhaföir, bitnar það verst á lægst launaða fólkinu en býr best að hvers kyns aðstöðu- bröskurum sem mata krókinn á kostnað launafólks. Fordæmir verkalýðsmálanefnd þau ein- stæðu svik Alþýðubandalagsins við verkalýðshreyfinguna að þora ekki að stjórna, þora ekki að taka á málum heldur flýja á vit forn eskjulegs uppbótakerfis sem fyrir löngu hefur gengið sér til húðar. Verkalýðsmálanefnd lýsir fyllsta stuðningi sinum við tillög- ur þingflokks. Alþýðuflokksins um úrræði i efnahagsmálum. Þær tillögur viðurkenna vanda efna- hagslifsins og þörfina á að takast á við hann. Tillögurnar gera með- al annars ráð fyrir að samn- ingarnir gangi I gildi 1. septem- ber n.k., kaupmáttur verði tryggður og að gengi islenskrar krónu veröi leiðrétt, en röng gengisskráning er arfleifð óstjórnar núverandi rikistjórnar. Verkalýðsmálanefnd vekur at- hygli á þvi að Alþýðubandalagið hefur nú opinberað svik sin við vinstri stefnu og islenska alþýðu I þvi skyni einu að koma pólitísku höggi á Alþýðuflokkinn. 1 umræð- um siðustu daga hafa lygar og rógur um Alþýðuflokkinn skipað höfuösess i málflutningi Alþýöu- bandalagsins en þjóðarhagur og efling efnahagslifsins einskis metiö. Telur Verkalýðsmála- nefnd það ömurlega staðreynd að Alþýðubandalagið hefur nú komiö i veg fyrir sókn.vinstri aflanna til betri lifskjara, félagslegs réttlæt- is og jöfnuðar. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KÓPAVOGSHÆLI Staða DEILDARÞROSKAÞJALFA er laus til umsóknar. Umsóknar- frestur er til 23. ágúst n.k. ÞROSKAÞJÁLFAR óskast til starfa. Upplýsingar veitir forstöðu- maður i sima 41500 og tekur hann einnig á móti umsóknum. KLEPPSSPÍTALI. FÉLAGSRÁÐGJAFI óskast til starfa við áfengismeðferðardeildir spitalans. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst n.k. Upplýsingar hjá félags- ráðgjafa i sima 24580. VÍFILSSTAÐASPÍTALI. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR og SJÚKRALIÐAR óskast til starfa við spítalann nú þegar. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdar- stjóri i sima 42800. Reykjavik, 3. ágúst 1978. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRIKSGÖTU 5, Simi 29000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.