Tíminn - 05.08.1978, Qupperneq 5
Laugardagur 5. ágúst 1978
5
Lagadeild H.í.
Miklar deilur um próf á 4.ári
HR — Að undanförnu, hefur
töluvert verið fjallað i dagblöð-
um um málefni háskólans og þá
sérstaklega um hinar ýmsu
deildir er viðhafa „siun” á
nemendum. Hefur lagadeildin
einkum verið i sviðsljósinu i
þeim efnum.
t Morgunblaðinu i gær er
fjallað um þetta mál á breiðsiðu
og er tilefnið greinarstúfur er
birtist iTimanum, þar sem mál
lagadeildar eru gagnrýnd. Rætt
er við kennara og nemendur og
kemur þar fram að kennararnir
telja að of margir stúdentar
setjist á skólabekk i háskólan-
um með lélegar einkunnir með
þeim afleiðingum að fall á próf-
um verður meira en ella.
Nemendur eru hins vegar nokk-
uð einróma um að allt of miklar
kröfur séu gerðar til nemenda
og eigi það sérstaklega við um
próf á 4. ári. Þannig segir Asdis
Rafnar laganemi að ,,i saman-
burði við prófkosti og lágmarks-
einkunnir sem nemar við aðrar
deildir H.t. búa við', þá á laga-
deildin engan sinn lika.” Og
(Páll Björnsson, laganemi segir
að „mikil brögð séu áð þvi i
lagadeild að stór hluti nemenda
hefur fallið eða hætt i annars
hluta prófum, en þessi próf
ganga menn undir eftir 4-5 vetra
nám við deildina”.
Arnljótur Björnsson deildar-
forseti lagadeildarinnar segir i
þessari sömu grein „nemendur
koma upp úr menntaskóla upp
til hópa með þriðju einkunn og
Lögberg, hús lagadeildar H.t.: Laganemar og kennarar þeirra ekki
á eitt sáttir um þyngd prófa.
með þann efnivið eru kannski
ekki gerðir mjög stórir hlutir.”
Sneri Timinn sér til nokkurra
aðila sem mál þetta snertir og
spurði þá álits á „slunarmál-
um” háskólans og þá sérstak-
lega lagadeildarinnar.
Fyrst var haft samband við
deildarforseta lagadeildarinn-
ar, Arnljót Björnsson prófessor,
en hann sagðist ekkert vilja láta
hafa eftir sér um þessi mál.
Hins vegar náðist I Jón Steinar
Gunnlaugsson, sem kennt hefur
við lagadeildina, og var hann
fyrst spurður um það álit
nemendanna að of miklar kröf-
ur séu gerðar á 4. árs prófum.
Jón Steinar
Gunnlaugs-
son:
„Prófkröfur
hafa ekki
aukist”
„Ég held að það sé rétt að það
má gera lagfæringar á reglu-
gerð lagadeildarinnar og raun-
ar hlýtur svo að vera þvi reglur
eru breytingum háðar. Ég tel
ástæðu til að færa námsefni af 2.
hluta yfir á fyrsta hluta. Um
þetta hefur verið rætt i deildinni
og hafa kennarar tekið þessu
vel.
Það er hins vegar út I hött að
tala um að kennarar hegði sér
miður drengilega þegar þeir eru
að gefa nemendum einkunnir
fyrir próf. Þeir eru aðeins að
gegna skyldum sínum.”
— Nú kemur fram hjá
nemendum að námsefni hafi
verið stóraukið og jafnvel komið
með eitt 100% verkefni úr mjög
litlum hluta námsefnis — hvað
viltu segja um það?
„Hvað snertir námsefni I
þeirri grein sem ég hef kennt,
þ.e.a.s. fjármunarétti, þá kann-
ast ég ekki við að námsefni hafi
verið stóraukið. Viðvikjandi
hvernig próf skuli vera, þá gilda
engar sérstakar reglur um það.
Meginatriði málsins er , að ekki
er fyrirfram hægt að gera ráð
fyrir neinni ákveðinni gerð af
prófum. Nemendur vilja gjarn-
an fá mörg og dreifð verkefni á
prófi og þá kannski til að þurfa
ekki að fara yfir allt námsefnið,
en þeir verða að skilja það, að
þeir verða að fara yfir allt
námsefnið fyrir próf og kunna
það allvel.”
— Finnst þér þá eðlilegt að
42% falli á prófi og það á 4. ári?
„Auðvitað er það há fall-
prósenta og auðvitað er það
leiðinlegt, en þessir nemendur
fá annað tækifæri.”
— Hvað viltu segja um þá
fullyrðingu prófessora I laga-
deild að e.t.v. megi kenna þetta
háa fall lélegri námsárangri i
menntaskólum?
„Ég held að ekki sé alveg rétt
eftir þeim haft. Það er þó ljóst
að sú fjölgun sem orðið hefur i
hópi stúdenta er mest á meðal
þeirra, sem mjög naumlega
hafa staðist stúdentspróf. Það
er þvi ekki að undra þótt
fallprósenta sé há I háskólan-
um.”
— En þarf þá að auka próf-
kröfur, ef nemendurnir eru
lélegri en áður var. Falla þeir
þá ekki sjálfkrafa?
„Ég visa þvi algerlega á bug
aö prófkröfur hafi verið auknar.
Að visu hef ég ekki fylgst svo
lengi með þessum málum, en
mér sýnist þó að kröfurnar séu
ósköp svipaðar og áður. Það er
þó rétt, að gera þarf eðlilegar
breytingar á námsfyrirkomu-
laginu sem og i öðrum deildum.
Þvi má þó aldrei gleyma að
þetta er háskólanám og það er
vinna og aftur vinna. Fólk sem
stundar háskólanám verður aö
gera kröfur til sjálfs sin, en ekki
hugsa um að sleppa i gegnum
námið á sem ódýrastan hátt.”
stéttar”
Bolli Héðinsson formaður
stúdentaráðs háskólans hafði
þetta um málið að segja:
„Stúdentaráð er á móti þvi að
verið sé að fella menn eða beita
þá fjöldatakmörkunum eins og
viðgengst i sumum deildum
háskólans. Hvað varðar laga-
deildina er þvi ekki að neita, aö
okkur hjá stúdentaráði hefur
þótt það undarlegt hve fastur
fjöldi hefur náð upp af fyrsta ári
i lagadeildinni. Það bendir til
þess að verið sé að sia meö
einkunnum og virðist þvi vera
beitt viða þar sem ekki eru bein-
ar fjöldatakmarkanir”.
„Hvað viltu segja um þá full-
yrðingu prófessora lagadeildar-
innar, að nemendur i háskólan-
um séu lélegri en áður?”
„Prófkröfur
út í hött”
Guðriður Guðmundsdóttir,
laganemi, hafði þetta um málið
að segja:
„Það er eins og kennararnir
reikni með að allt botnfallið fari
i lögfræðideild og að það skýri
þennan slaka árangur.
Nemendur verða hins vegar að
fá sömu möguleika og fólk I öðr-
um deildum, en ég held að svo
sé ekki meðan núverandi prófa-
fyrirkomulag rikir.
Mér finnst þannig að próf m§ð
einu verkefni, sem gildir 100%
úr fjórþættu fagi þar sem fleiri
þúsund blaðsiður eru til prófs,
en aðeins er prófað úr örfáum
siðum — það finnst mér út i hött.
Enda er útkoman sú að 42%
falla eða hætta. Þvi er ég al-
Ég tel það alrangt að nú séu
lélegri nemendur en áður. Hins
Bolli Héðinsson, formaður
Stúdentaráðs.
gerlega sammála þeirri gagn-
rýni, sem framhefur komið hjá
laganemum og fleirum varð-
andi þessi mál.”
„Kennarar
verða að
stíga þetta
hænufet
í átt til
réttlætis”
Páll Björnsson, laganemi,
sagði:
„Mér finnst það athyglisverð-
ast hvað kennararnir tala mikið
um að breytinga sé þörf á
skipulagningu námsins og það
virðist mega lesa það út úr um-
mælum þeirra að þeir séu opnir
fyrir breytingum'. Ég er mjög
ánægður með þetta og vona svo
sannarlega að þessir ágætu
menn hafi bæði vilja og getu til
að standa að breytingum.
Ég er þeirrar skoðunar að þær
breytingar verði fyrst og fremst
að vera fólgnar i þvi að afstýra
að stór hluti nemenda veröi
fyrir stóráföllum á siðara hluta
námsins. Það verður ekki gert
nema með þvi að breyta
fyrirkomulagi náms milli 1. og
2. hluta námsins.
Það er út i hött að kenna slök-
um árangri á 2. hl. lélegum
menntaskólum. Það má kannski
nota þessa röksemd til að skýra
slæman árangur á 1. ári en svo
ekki meir. Hvað um það, breyt-
inga er þörf — ekki róttækra
breytinga er geri námiö aö leik,
heldur breytinga sem þoka rétt-
lætinu einu hænufeti framar.
Það eru kennarar i lagadeild,
sem verða að stiga þetta hænu-
fet og það hið allra fyrsta.”
vegar hefur fleiri gefist kostur á
að stunda langskólanám og um
leið hlýtur nemendum i
háskólanum að fjölga.”
Hvað með siun á 4. ári i laga-
deildinni?”
„Ég er á móti öllum sium og
mér finnst rangt að segja að
siun á 1. ári eigi rétt á sér til að
ekki þurfi að koma til siunar á 4.
ári.
Ég vil bæta þvi við að kennar-
ar lita ekki á menntun með
sömu augum og stúdentar.
Kennararnir, t.d. þeir i lög-
fræðideild, lita svo á að stétt
þeirra, lögfræðingastéttin, eigi
ekki að stækka um of, þvi það
skaði hagsmuni stéttar þeirra.
Sama má segja um læknis-
fræðina og tannlæknisfræðina,
kennararnir hugsa fyrst og
fremst um hagsmuni sinnar
stéttar en ekki þjóðfélagsins i
heild.”
Formaður stúdentaráðs:
„Kennarar í lögfræði hugsa fyrst
og fremst um hagsmuni sinnar
“tiStrangari inntöku
kröfur í háskólann”
Rektor
Guðni Guömundsson rektor
M.R.
1 Morgunblaðsgreininni skelltu
prófessorar lagadeildar skuld-
inni að töluverðu leyti á
menntaskólana og fullyrtu að
þeir útskrifuðu lélegri nemend-
ur en áður. Þess vegna hafði
blaðamaður samband við
Guðna Guðmundsson rektor og
bað hann að segja álit sitt á
þessu máli.
„Það er greinilegt að úr
menntaskólunum koma nú fleiri
nemendur en áður með 2. og 3.
einkunn. Tölurnar segja okkur
það. Viðhorf nemenda er oft það
að nóg sé að skriða i gegnum
prófin. Þetta var öðru visi áður
fyrr, en þá kepptust menn
meira við nám sitt en nú.
Á þessu máli eru þó margar
hliðar, t.d. eru inntökuskilyrði i
menntaskóla mun minni en áður
var, og stafar það af of litlum
kröfum upp úr grunnákóla. Við
viljum heldur herða kröfur en
hitt.
Hvað snertir stúdentsprófið
og inntökuskilyrði i háskólann,
þá held ég að stúdentsprófið hafi
ekki léttst, heldur fari fleiri i
gegnum það með lélegri eink-
unnir en áður. 1 þvi sambandi
held ég að háskólinn gerði okkur
mikinn greiða með þvi að taka
upp strangari inntökukröfur en
lágmarks stúdentspróf,” sagði
Guðni að lokum.