Tíminn - 05.08.1978, Blaðsíða 8
8
Laugardagur 5. ágúst 1978
á víðavangi
Vonlítil viðreisn
l>essa dagana hugsa kratar
mikið uin samstarf við Sjálf-
stæöisflokkinn einan. Þessi
hugsun er hvorki ný né frum-
leg i Alþýðuflokknum, heldur
hefur hún vakað fyrir ýmsum
hclstu forystumönnum hans
leynt og Ijóst um árabil.
llugsanir krata um þessi
efni nú eru þó ekki með öllu
áhyggjulausar. Finnur Torfi
Stefánsson alþingismaður rit-
ar grein um þessi efni i
Alþýðublaðið i gær og tekur
fram ýmislegt fróðlegt i þessu
sambandi.
t upphafi greinar sinnar
fjallar Finnur Torfi um
„Viðrcisnarstjórnina” og
reynsluna af henni, m.a. fyrir
gengi Alþýðuflokksins. Hann
fjallar einnig náið um þá
breyttu aðstöðu sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur eftir að
hann hefur misst alræði sitt i
Keykjavik og orðið fyrir fleiri
áföllum.
Finnur Torfi segir siðan:
„Við þær aðstæður sem nú
rikja cr staða Sjálfstæðis-
flokksins öll önnur. 1 stað
samstöðunnar sem áður ein-
kenudi flokkinn virðist nú upp
kominn verulegur ágreiningur
með forystumönnum jafnt
sem almennum flokksmönn-
uin og er ekki fyrirsjáanlegt á
þcssari stundu hvernig þeim
deilumálum lyktar. Tiltrú al-
mennings á stjórnmála-
frásagnir Morgunblaðsins
hefur minnkað verulega og
áhrifamáttur þess aö sama
skapi. 1 stað yfirburðaaðstöðu
áður þarf Sjálfstæðisflokkur-
inn nú að sætta sig við allt að
þvi jafnstöðu við aðra stjórn-
málaflokka hvað varðar miðl-
un upplýsinga. Stjórn Reykja-
vikurborgar er ekki Iengur i
höndum sjálfstæðismanna og
þar með er brotið niður það
viðhorf, sem áður var útbreitt,
að enginn gæti stjórnað þvi
bæjarfélagi nema Sjálf-
stæðisf'okkurinn einn. t>á eru
Finnur Torfi Stefánsson
itök flokksins i verkalýðs-
hreyfingunni ekki nema
svipur hjá sjón frá þvi sem áð-
ur var. Aðgerðir rikisstjórnar
Sjálfstæöisflokksins i kjara-
málum á nýliðnu kjörtimabili
gerði verkalýðsleiðtogum
flokksins mjög erfitt fyrir. Þó
kastaði tólfum er flokksfólkið
tók þá ákvöröun i prófkjöri að
vikja verkalýðsleiötogunum
úr þeirn sætum er þeir höfðu
haft á framboðslista og gáfu
möguleika á endurkjöri til
Alþingis, niður i sæti, er talin
voru vonlaus sem og kom á
daginn. Nú á enginn verka-
lýðsleiðtogi sæti i 20 manna
þingflokki Sjálfstæðisflokks-
ins.
Af þessum sökum og ýmsum
öðrum er Sjálfstæðisflokkur-
inn mjög breyttur flokkur.
Aðstaða hans til að stjórna
málefnum þjóðarinnar er önn-
ur. Engin ástæða er til að efast
um að þinglið Sjálfstæðis-
flokksins hefur vilja til að
leysa þau vandamál, sem nú
blasa við þjóðinni. Efa-
semdirnar snúast miklu frem-
ur um getuna.
Það er fleira sem hefur
breytst i islenskum stjðrnmál-
um en Sjálfstæðisflokkurinn.
Hér skiptir t.d. núverandi
staða Alþýðubandalagsins
iniklu. A upphafsárum
Viðreisnar var Alþýðubanda-
lagið sambræðsla gamalla
kommúnista og nokkurra
undanhlaupsmanna úr Alþýðu-
flokknum. Hugur þess var þá
enn að miklu leyti bundinn við
að verja ofbeldisaðgerðir
Stalinista i Rússlandi. Það
hafði þa einmitt nýlokið við að
sprengja vinstri stjórn með
ábyrgðarleysi og gunguhætti.
Slíkur flokkur gat ekki orðið
skeinuhættur i stjórnarand-
stöðu.
Á þeim tima sem siðan er
liðinn hefur staða Alþýðu-
bandalagsins breytst mikið.
Eftir mikið ómak og erfiði
hefur þvi tekist að þvo af sér
kommúnismann, a.m.k. á ytra
borði, og i siðustu Alþingis-
kosningum fékk það meir en
fimmtung atkvæða. Þaö hefur
ennfremur tryggt sér mikil
áhrif á marga leiðtoga i sam-
tökum launafólks, enda þótt sú
staöa hafi að likindum breytst
nokkuð eftir atburði siðustu
daga. Alþýðubandalagið hefur
þannig skilyrði til mikillar
skemmdarverkastarfsemi i
sjórnarandstööu, skilyrði sem
hvergi inundu njóta sin betur
en undir Viðreisnarstjórn.
Ekkert bendir til annars en
Alþýðubandalagið mundi hag-
nýta sér þa aðstöðu út i æsar.
A það hefur verið bent að
SjMfstæöisflokkurinn myndi
fús til að ganga að öllum
stefnumálum Alþýðuflokks-
ins, ef kostur yrði gefinn á
Viðreisnarstjórn. Þetta má ef
til vill til sanns vegar færa. En
það er fleira sem máli skiptir i
þessu , en hvaða samþykktir
kynnu að vera gerðar í
stjórnarsáttmáia, Mikilvæg-
ast er auðvitað hverju unnt
yrði að fá áorkað I fram-
kvæmd, hver styrkur
stjórnarinnar yrði til aðgerða.
Fyrirsjáanlega yrði sá styrk-
ur lltill hjá Viðreisnarstjórn.
Hún yrði veik stjórn”
Fróðlegt verður að vita
hvort flokksbræður Finns
Torfa eru honum samm&la um
þau atriði sem hann nefnir i
grein sinni. Astæða er til að
ætla að mismunandi skoðanir
séu uppi i flokknum um flest
þeirra.
JS
U pplituð
tónlist
Islenskir kvikmyndahúsa-
gestir geta ekki tekið mark á
kvikmyndaauglýsingum i dag-
blöðunum. Þeir fá rangar upp-
lýsingar úr þeim. í aug-
lýsingunum er yfirleitt gefið i
skyn að myndirnar séu mikið
eftirsóknarverðari en þær eru.
Þeir sem semja auglýsingarnar
eru ósparir á tælandi lýsingar-
orð. Hvað margar myndir eiga
að vera óvenjulegasta, upp-
reisnargjarnasta, fyndnasta,
djarfasta og hrottalegasta
mynd sem sést hefur á hvita
tjaldinu?
Þetta er leiðinlegur ósiður.
Einhvern tima stöðvuðu
Neytendasamtökin auglýsingu
sem gaf rangar upplýsingar um
gæði sjónvarpstækja. Aug-
lýsingar kvikmyndahúsanna
eru alveg sama eðlis. Kvik-
myndahúsin selja vöru (aögang
að sýningu) sem stenst ekki þau
fyrirheit sem auglýsingarnar
lofa. Kaupandinn er blekktur til
að kaupa eitthvað annað en þaö
sem hann heldur að hann sé að
kaupa. Þetta eru vörusvik og
ekkert annað. Neytandinn á að
eiga rétt til að vita hvað hann er
aö kaupa.
Ég er ekki aö hvetja Neyt-
endasamtökin til að stöðva
kvikmyndaauglýsingar. Ég er
aðeins að vekja athygli á þeirri
sjálfsögðu þjónustu sem kvik-
myndaauglýsingar eiga að
vera, en eru þvi miður ekki.
Hitt getur svo alltaf komið
fyrir, að kvikmyndahús viti ekki
hvaö það er að sýna. Það er að
visu mjög sjaldgæft. Þó eru til
dæmi um slikt.
Að undanförnu hefur Há-
skólabió haft á spólunum mynd
um ameriska blökkumanninn
Leadbelly. Háskólabió kallar
myndina „Svört tónlist”. Engar
upplýsingar um efni myndar-
innar eru gefnar i dagblaöaaug-
lýsingunum. En með aug-
lýsingunum fylgir mynd af
blökkumanni i fangafötum.
Leadbelly er litið sem ekkert
þekktur hér á landi. Þess vegna
er hætt viö að margir fái rangar
hugmyndir um myndina af aug-
lýsingunum. Nafnið „Svört tón-
list” gefur til kynna að myndin
fjalli um svarta tónlist. Nú
flokkast margar tónlistar-
tegundir undir svarta tónlist. Sá
sem fer á myndina og hefur ekki
annað fyrir sér um efni hennar
en auglýsinguna getur þvi átt
von á að hún fjalli um jass eða
blues eða soul eða reggae eöa....
Svört tónlist á ekki miklum
vinsældum að fagna hérlendis.
Enda hefur aðsókn að myndinni
verið dræm. Ef „Svört tónlist”
væri rétt auglýst myndi aðsókn-
in verða mjög góð. Tónlistin i
henni er nefnilega ekki svört.Að
visu á hún rætur sinar að rekja
til svartrar tónlistar. En hún er
það vel hvitþvegin að hún er
ekki svört frekar en úr-
kynjunarblues sá er Status Quo
er fræg fyrir eða discodrasl
þeirra Gibbbræöra.
Þó Leadbelly sjálfur sé litið
þekktur hérlendis, þá hafa mörg
laga hans náð miklum vinsæld-
um hér á landi, sem og viða er-
lendis, i flutningi annarra tón-
listarmanna. T.d. hafa Beach
Boys, Joan Baez, Woody
Guthrie, Greedence Clearwater
Revival, Pete Seeger o.m.fl.
flutt lög eftir Leadbelly við mik-
inn fögnuð. Hver man t.d. ekki
eftir laginu „Cotton Fields”
sem tröllreið öllum óskalaga-
þáttum rikisútvarpsins fyrir
nokkrum árum. Margar okkar
heittelskuðustu (?) skallapopp-
hljómsveitir hafa „Cotton
Fields” m.a.s. ennþá á dagskrá
hjá sér. Og alltaf gerir lagið jafn
mikla lukku.
Það hefði ekki sakað að telja
upp i dagblaðaauglýsingunum
eitthvað af þeim lögum sem
flutt eru i myndinni. Þó ekki
væri nema „Cotton Fields”.
„Svört tónlist” er byggð á
sögulegum staðreyndum um
ævi eins besta lagasmiðs sem
Amerika hefur alið, Leadbelly.
Uppbyggingu myndarinnar
svipar til „Litla risans”. Tón-
listarsérfræðingurinn John
Lomax safnar þjóðlögum i
Suðurrikjum Bandarikjanna
fyrir bókasafn Þjóðþingsins.
Hann heimsækir Angolafangelsi
i Texas til að taka upp lög með
Leadbelly, sem situr þar inni
hlekkjaður vegna þess að hvitir
menn höfðu ráðist á hann. Þeg-
ar Leadbelly fer að rifja upp
fyrir John Lomax lög sin kemst
hann ekki hjá þvi að tengja þau
liðnum atburðum úr lifi sinu.
I myndinni er gert litið úr
ömurlegum kjörum svertingj-
anna á fyrri hluta aldarinnar.
Þvert á móti er látið að þvi
liggja að t.d. Leadbelly gæti
sjálfum sér kennt um að þurfa
að eyða stórum hluta ævi sinnar
i hlekkjum. Að visu var hann
ekkert að leggja á flótta þegar
hvitir menn réðust á hann, held-
ur tók hann hraustlega á móti.
En var það honum að kenna að
hvitir menn kæmu fram við
svart fólk eins og skepnur?
Reyndar lenti hann stundum
upp á kant við svart fólk lika.
Þjóðfélag hvita mannsins bauð
upp á það.
Einhvern tima heyrði ég ein-
hvern segja að stórmynd væri
mynd sem hefði kostað mikinn
pening að gera. Sé þetta rétt þá
hlýtur „Svört tónlist” að vera
smámynd. Hún getur ekki hafa
kostað mikinn pening. Það er
litlu eytt i smáatriði. T.d. er
Leadbelly gerður gamall bara
með þvi að hár hans er litað ~
hvitt. Þetta kemur illa út. Það
verður enginn maður gamall i
útliti bara við það eitt að fá
hvitt hár. Það þarf að bæta
hrukkum o.fl. við. Ég er ansi
hræddur um að Fellini gæfi ekki
mikið fyrir svona hálfkák.
Þó að „Svört tónlist” sé að
mörgu leyti gölluð mynd, þá er
hún forvitnileg engu að siður.
Hún kynnir öll helstu æviágrip
virtasta lagasmiðs Ameriku,
auk þess sem hún nær einnig yf-
ir stutt atriði úr lifi eins mesta
gitarsnillings þess tima, Blind
Lemons. — énz