Tíminn - 10.08.1978, Side 12
12
Fimmtudagur 10. dgúst 1978
Fimmtudagur 10. ágúst 1978
Lögregla og slökkvilið
______ _________________
Reykjavik: Lögreglan
simi 11166, slökk viliðið og
sjúkrabit'reið, simi 11100
Kópavugur: Lögreglan simi
41200, slökkviliðið og sjúkra-
bitreið simi 11100.
#
llal'uartjörður: Lögreglan
simi 51166, slökkvilið simi
51100, sjúkrabifreið simi 51100.
r ^
Bilanatilkynningar
>_________________________-
Vatnsveitubilanir simi 86577.
Símabilanir simi 05.
Bilanavakt borgarstofnana.
Sími: 27311 svarar alla virka
daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8
árdegis og á helgidögum er
svaraö allan sólarhringinn.
Rafmagn: i Reykjavik og
Kópavogi i sima 18230. 1
Hafnarfirði i sima 51336.
llitaveilubilanir: kvörtunum
verður veitt móttaka i sim-
svaraþjónustu borgarstarfs-'
manna 27311.
r ^
Heilsugæzla
V_________________________
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
varzla apóteka i Reykjavik
vikuna 4. ágúst til 10. ágúst er i
Háaleitis Apóteki og Vestur-
bæjar Apóteki. Það apótek
sem fyrr er nefnt annast eitt
vörzlu á sunnudögum, helgi-
dögum og almennum fridög-
um.
Slysavarðstofan: Simi 81200,
eftir skiptiborðslokun 81212.
Sjúkrabifreið: Reykjavik og
Kópavogur, simi 11100,
Hafnarfjörður, simi 51100.
Ilafnarfjörður — Garðabær:
Nætur- og helgidagagæzla:
Upplýsingar á Slökkvistöð-
inni, simi 51100.
Læknar:
Reykjavik — Kópavogur.
Dagvakt: Kl. 08:00-17:00
mánud.-föstudags, ef ekki
næst i heimilislækni, simi
11510.
Ilaf narbúðir.
Heimsóknartimi kl. 14-17 og
19-20.
Heimsóknartimar á I.anda-
kotsspitala: Mánudaga til
föstud. kl 18.30 til 19.30.
Laugardag og sunnudag kl. 15
til 16. Barnadeild alla daga frá
kl. 15 til 17.
Kópavogs Aphtek er opið öll
kvöld til kl. 7 nema laugar-
daga er opið kl. 9-12 og
sunnudaga er lokað.
—
Ferðalög
Föstudagur 11. ágúst kl. 20.00
1. Þórsmörk
2. Gönguferð um norðurhliöar
Eyjafjalla. Komið m.a. i
Nauthúsagil, Kerið, aö Stein-
holtslóni og viöar. (Gistihúsi)
3. Landmannalaugar — Eld-
gjá (gist i húsi)
4. Hveravellir —
Kerlingarfjöll (gist i húsi.)
Su marleyf isferðir : 12.-20.
ágúst.
Gönguferð um Hornstrandir.
Gengið frá Veiöileysufiröi, um
Hornvik, Furufjörð til Hrafns-
fjaröar. Fararstjóri: Sigurður
Kristjánsson.
22.-27. ágúst. Dvöl i Land-
mannalaugum. Ekið eða
gengið til margra skoöunar-
verðrastaða þar i nágrenninu.
30. ág. - 2. sept. Ekið frá
Hveravöllum fyrir norðan
Hofejökul á Sprengisandsveg.
Nánari upplýsingar á skrif-
stofunni. — Ferðfélag lslands.
Sumarleyfisferðir:
10.-15. ágúst Gerpir 6 dagar.
Tjaldaö i Viðfirði, gönguferð-
ir, mikið steinariki. Fararstj.
Erlingur Thoroddsen.
10.-17. ágúsl Fræeyjar.
17.-24. ágúst Grænland, farar-
stj. Ketill Larsen.
Útivis t.
Föstud. 11/8 kl. 20
Landmannalaugar — Eldgja
—Skaftártunga, gengið á Gjá-
tind, hringferö um Fjalla-
baksleiö nyrðri, Tjöld eða Viús,
fararstj. Jón I. Bjarnason.
Þorsmörk Tjaldað i Stóra-
enda. Góðar gönguferðir.
Upplýsingar og farseölar á
skrifst . Lækjargj. 6a simi
14606.
Ctivist.
Kvenfélag II á teigssókna r :
Sumarferðin verður farin
fimmtudaginn 17. ágúst á
Landbúnaðarsýninguna á Sel-
fossi. Aðrir viðkomustaðir:
Hulduhólar i Mosfellssveit,
Valhöll á Þingvöllum og á
heimleið komiö i Stranda-
kirkju. Þátttaka tilkynnist i
siðasta lagi sunnudaginn 13.
ágúst i sima 34147, Inga, og
simi 16917, Lára.
krossgáta dagsins
2827. Krossgáta
Lárétt:
1) Arstiö 6) Gómsætt 10) Jök-
ull 11) Röö 12) Gufugast 15)
Dugnaöurinn
Lóörétt:
2) Stafur 3) Konu 4) Hláka 5)
Grobba 7) Bætiviö 8) Málmur
9) Eiturloft 13) Faðir 14) Fæði.
' —■ ------------ >
Tilkynning
- ____________________*
Fundartimar AA. Fundartím-
ar AA deildanna I Reykjavik
eru sem hér segir: Tjarnar-
götu 3c, mánudaga, þriöju-
daga, miövikudaga, fimmtu-
daga og föstudaga kl. 9e.h. öll ’
kvöld. Safnaðarheimilinu
Langholtskirkju föstudaga kl. j
9 e.h. og laugardaga kl. 2 e.h. ;
'Frá Mæðrastyrksnefnd. Skrif-
stofa nefndarinnar er opin
þriðjudaga og föstudaga frá
kl. 2-4. Lögfræöingur Mæðra-
styrksnefndar er til viðtals á
mánudögum kl. 10-12 simi
14349.
Listasafn Einars Jónssonar.
Opið alla daga frá kl. 13.30 til
kl. 16 nema mánudaga.
Heilsuverndarstöö Reykjavik-
ur. ónæmisaðgeröir fyrir full-
oröna gegn mænusótt fara
fram i Heilsuverndarstöð
Reykjavikur á mánudögum
kl. 16.30-17.30. Vinsamlegast
hafið meöferðis ónæmiskortin.
Kjarvalsstaðir:
Sýning á verkum Jóhannesar
S. Kjarval er opin alla daga
nema mánudaga. Laugardaga
og sunnudaga kl. 14 til kl. 22.
þriðjudaga til föstudaga kl. 16
til 22. Aögangur og sýninga-
skrá er ókeypis.
Al-Anon fjölskyldur
Svarað er i sfma 19282 á
mánudögurr^ kl. 15-16 og á
fimmtudögum kl. 17-18.
Fundir eru haldnir I Safn-
aðarheimili Grensáskirkju á
þriðjudögum, byrjendafundir
kl. 20og almennir fundir kl. 21,
i AA húsinu Tjarnargötu 3C á
miðvikudögum, byrjenda-
fundir kl. 20 og almennir fund-
ir kl. 21 og i Safnaöarheimili
Langholtskirkju á laugardög-
um kl. 14.
isenzka dýrasafnið Skóla-
vörðustig 6b er opið daglega
kl. 13-18.
Geðvernd. Munið frimerkja-
söfnun Geðverndar pósthólf
1308, eða skrifstofu félagsins
^Hafnarstræti 5, simi 13468.
Arbæjarsafn er opið kl. 13 til
18 alla daga nema mánudaga.
Leið 10 frá Hlemmi.
Húseigendafélag Reykjavlkur
Skrifstofa félagsins að Berg-
staðastræti 11 er opin alla
virka daga kl. 16-18. Þar fá
félagsmenn ókeypis leiöbein-
ingar um lögfræöileg atriði
varðandi fasteignir. Þar fásti
einnig eyðublöð fyrir húsa-
leigusamninga og sérprentan-
ir af lögum og reglugerðum
um fjölbýlishús.
Virðingarfyllst,
Sigurður Guðjónsson
framkv. stjóri
Asprestakall: Safnaðarferðin
veröur farin 12. ágúst n.k. kl. 8
frá Sunnutorgi, fariö veröur
að Reykhólum og messað þar
sunnudaginn 13. ágúst kl. 14.
Upplýsingar um þátttöku til-
kynnist í sima 32195 og 8252 5
fyrir föstudaginn 11. ágúst.
Ráöning á gátu No. 2826
Lárétt:
1) Still 6) Rakkann 10) At 11)
ÆÆ 12) Sannorö 15) Glans.
Lóðrétt:
2) Tak 3) Lóa 4) Brasa 5)
Snæða 7) Ata 8) Kyn 9) Nær
13) Nál 14) Ofn.
[ David Graham Phillips: J 276
SÚSANNA LENOX
(jón Helgason
hamingjudagar, þvi að þeir voru henni andleg styrking, sem gerði
henni kieift að jafna sig eftir taugaáreynsluna, er hvað eftir annað
hafði verið að þvi komin að riða henni að fullu.
A fimmta degi by.rjaði hún að komast í andlegt jafnvægi. Hún fór
að klæða sig, nærast, ganga um, og loks fór hún að hugsa. Sú sorg,
sem hafði hvilt á henni eins og mara, virtist hafa orðið eftir á
Englandi, þar sem hún haföi duniö svo óvænt yfir hana — Englandi,
sem var í slikri órafjarlægð handan viö þessar fjallháu, æöandi
bylgjur. Sjálfsagt myndi þessi sorg aftur setjast að henni, er hún
stigi á land hinum megin hafsins. Sjálfsagt myndi hún þar skynja,
að Brent var dáinn. En hún myndi verða betur undir það búin að af-
bera þá uppgötvun. Lfkami mannsins getur vanizt svo banvænu
eitri, að það veröi óskaðlegt. A sama hátt getur sálin sætt sig við
hræöilegasta ólán og sótt I þaöstyrk og kraft, sem sá, er jafnan hvll-
ir á rósabeði, öölast aldrei.
Seint á föstudegi sigldi skipiö inn i hina fögru og ntikilfenglegu
höfn New York-borgar I blæjalogni. Og Súsanna var aftur orðin eins
og hún átti aö sér — hægiát og ljúf sem I gamla daga, eins og llka
blágráu augun, sem horfðu skær og athugul I kringum sig, báru
vitni um. Aftur eins og hún átti aö sér — og sárið gróið — dýpsta sár-
ið af mörgurn svööusárum, sem hún haföi hlotið. Hún var aftur
reiðubúin til þess að byrja að lifa — reiöubúin til þess að inna af
höndum okkar eina sjálfsagða ætlunarverk hér á jörðunni, þvi aö
við erum ekki hér til þess að troðast undir og deyja, heldur til þess
aö samræma okkur aöstæðum og lifa.
Súsanna stóð framarlega i efsta þiifarinu viö hliöina á Clélie,
meðan verið vað aö fullnægja ákvæðum sóttvarnarlaganna. Lifið
brosti við henni.
Snöggvast flögraði það að henni, hve auvirðilegt, hve grimmdar-
lega eigingjarnt þaö var að láta þessa þýðu golu leika um andlit sér
og njóta ylrikra geislanna, meðan öðrum var meinaö það um aldur
og ævi. En svo sagði hún við sjálfa sig: — Enginn þarf þó að bera
kinnroða fyrir þaö, að hann lifir og vonar. Ég verð að reyna að gera
mig verða alls þess, sem hann hefur gert fyrir mig.
Enn var siglt um hrlð eftir hinni fegurstu leið milli grænna
stranda, unz Clélie gat eygt töfraborgina gegnum móðuna. Hún
birtist og hvarf, birtist aftur og hvarf enn á ný.' Snöggvast hélt
franska stúlkan, að ekkert annað væri framundan en fjörðurinn,
sem blikaöi I sólskininu. 1 næstu andrá sá hún borgina enn — eða
var það bara hilling? — turna, háa múra, hvolfþök, sem lyftu sér
hvert yfir annað, tind eftir tind, er gnæfði upp I himininn frá vatns-
borðinu, er kögrað var grænu trafi.
— Er þetta — hún? hvislaöi hún lotningarfull.
Súsanna kinkaði kolli. Hún var lika heilluö af þvi, sem fyrir augu
þeirra bar. Blessuð „sólskinsborgin” hennar!
— Ó, hvaö hún er fögur — fegurri en orö fá lýst. Og ég, sem alltaf
hef heyrt, aö New York væri svo ljót!
— Hún er fögur — og ljót — hvorugu verður með orðum lýst,
svaraöi Súsanna.
— Mig furðarekkiá þvl, hve þérþykir vænt um hana.
— Já — mér þykir vænt um hana. Mér hefur þótt vænt um hana
frá þvi ég sá hana i fyrsta skipti. Mér hefur aldrei hætt að þykja
vænt um hana — ekki einu sinni, þegar... .Hún lauk ekki viö setning-
una, heldur starði I ieiðslu á borgina, sem birtist og hvarf aftur i
hálfgagnsæja móðuna. Næst sagöi hún:
— Já — þegar ég sá hana I fyrsta skipti — vorkvöldiö forðum —
kallaði ég hana stjörnuborgina mina, þvi að þá vissi ég ekki, að hún
er vigð sólinni. Já, það vorkvöld var ég hamingjusamari en ég hafði
nokkurn tlma áður veriö — eöa verð nokkurn tlma.
— En þú verður hamingjusöm aftur, vina mln, sagði Clélie og
þrýsti arm hennar bliðlega.
Dauft, angurvært bros — angurvært, en þó ósvikiö bros — gæddi
hið fagra andlit Súsönnu yndislegum þokka. — Já, ég skal veröa
hamingjusöm — ekki á þann hátt, heidur hamingjusöm vegna þess,
að ég fæ verk að vinna. Nei, ég hugsa mér tilveruna ekki neinn tára-
dal — alls ekki. Ég hef lært að taka þvi, sem að höndum ber og láta
það verða mér að sem mestum notum... Ég segi, að ég hafi lært það.
En hef ég gert það? Skyldi maðurinn ekki vera óbreytanlegur? Ég
held, að ég hafi fæðzt svona.
Hún minntist þess, hvernig hún hafði þurrkað Warhamsfólkiö út
úr lifi sinu, undir eins og henni varð Ijóst, hvað þau voru henni og
hvað hún var þeim — hvernig hún hafði þurrkaö Jeppa Ferguson út