Tíminn - 27.08.1978, Qupperneq 2
2
Sunnudagur 27. ágúst 1978
Dufgus:
ÞIN GMANN SEIÐUR
Fyrir nokkrum dögum skýröi Þjó&viljinn frá þvi aö
Magnús Torfi ólafsson heföi selt atkvæöi sitt á þingi
fyrir von i stööu. Kaupandinn átti aö hafa veriö Fram-
sóknarflokkurinn en hann sveik Magnús Torfa siöan
um stöðuna. Magnús Torfi mótmælti þessu aö sjálf-
sögðu harölega. Þjóöviljinn tók mótmælin til greina og
bað Magnús Torfa velviröingar á ummælunum, þaö
heföi aldrei veriö meiningin aö særa hann. Magnús
haföi misskiliö fréttina. Hún fjallaöi ekki um aö hann
hefði selt atkvæöi sitt heldur hitt að Framsóknarflokk-
urinn hefði keypt þaö og svikiö siöan um greiösluna.
Þaö stóö nefnilega aldrei til aö sviviröa Magnús Torfa
og Þjóöviljinn er raunar svolitiö hissa á Magnúsi Torfa
að skilja þaö ekki. Tilgangur fréttarinnar var sá einn
aö koma höggi á Framsóknarflokkinn. Þetta hef6i
Magnús Torfi átt aö vera vorkunnarlaust aö skilja.
Drengir og ódrengir
Svona blaöamennska er nú oröin meira en fjörutiu
ára gömul i Þjóöviljanum og menn löngu hættir aö
kippa sér upp viö hana. Hitt er verra, aö Alþýöu-
flokksmenn hafa nú siöustu árin tekiöhana upp, aukna
og endurbætta að ódrengskap. Margir hafa látiö i ljós
aö undanförnu, aö drengirnir i Alþýöuflokknum skorti
reynslu og þekkingu til þess aö fást viö þau vandamál
sem framundan eru. Það má vel vera aö slikt beri aö
óttast, en þó held ég aö hitt beri fremur aö óttast aö þá
skorti drengskap til. Þaö skal þó tekiö fram, aö engin
ástæöa er til aö efast um drengskap og heiöarleika
Kjartans Jóhannssonar.
Þegar Alþýöuflokkurinn sleit viöræöum um stjórn-
armyndun undir forystu Geirs Hallgrimssonar voru
búnar til tylliástæöur, sem enga stoö áttu sér I veru-
leikanum. Drengirnir sáu enga ástæöu til aö hafa sann-
leikann aö leiöarljósi, ekkert af þvi sem kom fram i
tylliástæöunum átti sér neina stoö I þvi sem fram haföi
komiö i stjórnarmyndunarviöræöunum. Raunveruleg-
ar ástæður voru látnar lönd og leiö, sannleikurinn
skipti engu máli-Þaöer til marks um þaö hve illa Bene-
dikt Gröndal féll þessi loddaraleikur, að hann treysti
sér ekki til þess aö standa augliti til auglitis viö viö-
semjendur sina á fyrirfram ákveönum fundi, heldur
kaus hann aö fela auglit sitt og koma tylliástæöunum á
framfæri á annan hátt.
Kjörgengi
Eiöur Guönason alþingismaöur Alþýöuflokksins
réöst um daginn meö persónulegum sviviröingum á
Halldór E. Sigurösson fyrir þaö aö hann heföi notfært
sér þau starfskjör sem honum voru sett af ríkisstjórn
Alþýðuflokksins og Sjálfstæöisflokksins, Viöreisnar-
stjórninni. Þaö skipti Eiö aö sjálfsögöu engu máli aö
þetta eru starfskjör allra ráöherra og hafa veriö þaö
frá 1970 i þeirri mynd sem nú er og miklu lengur I ann-
arri mynd. Hann var aöeins aö koma höggi á pólitiskan
andstæðing.
Þaö má vel vera aö reglugeröin um tollfrjálsa bila
ráöherra sé óeölileg. Um þaö ætla ég ekki aö fella dóm,
þó aö mitt persónulega álit sé aö svo sé. Laun eiga ekki
aö greiðast i friðindum, hvorki i tollfrjálsum bilum né
úlpum. Hins vegar brást Eiöur Guðnason einkennilega
viö þegar Halldór E. Sigurðsson benti á þetta. Úlpu-
laun Eiös Guðnasonar eru nefnilega samningsbundin
starfskjör og þar meö heilög. Starfskjör Halldórs E.
Sigurðssonar voru hins vegar ekki heilög. Þvi miöur
skortir töluvert á drengskapinn.
Eiöur Guönason leiöréttir það hjá Halldóri E. Sig-
urössyni, að hann hafi veriö formaöur starfsmannafé-
lags Sjónvarpsins þegar stofnaö var til ólöglegs verk-
falls þar. Eiöur var ekki formaður starfsmannafélags-
ins heldur tók hann aðeins aö sér forystu um ólöglegt
verkfall. Þetta gerir hlut Eiös þvi miöur verri. Heföi
hann verið formaöur starfsmannafélagsins haföi hann
þá vörn, aö starfsfólkiö heföi knúiö sig sem forystu-
mann þess aö standa fyrir verkfallinu. En Eiöur var
ekki knúinn til þess að taka aö sér forystuna. Hann
gegndi engri þeirri ábyrgöarstööu fyrir starfsfólkiö aö
hann þyrfti að koma nálægt verkfallinu á nokkurn hátt.
Eiður Guönason var þvi sjálfviljugur forystumaöur
ólöglegs verkfalls.
Eitt megin árásarefni þessara nýju ungu alþýöu-
flokksmanna á hendur framsóknarmönnum er þaö, aö
þeir hafi ekki verið nógu duglegir aö draga menn fyrir
lög og dóm. Framsóknarmenn létu hjá liöa aö draga
forystumann hins ólöglega verkfalls hjá Sjónvarpinu
fyrir lög og dóm. A hann ef til vill kjörgengi til Alþingis
þvi aö þakka? Eöa eiga sérstakar reglur að gilda um
Alþýðuflokksmenn? Þetta veröa Alþýöuflokksmenn aö
gera upp viö sig. Framsóknarmenn munu aldrei falla
fyrir refsigleði.
Kröfugeröarmaöur
Einhver mesta meinsemdin I þessu þjóöfélagi er
kröfugeröarpólitikin. Það koma fram margar óeölileg-
ar og spilltar kröfur og þaö er gengiö aö of mörgum
slikum kröfum, eins og t.d. úlpur til handa fréttamönn-
um Sjónvarps. Eiöur Guönason hefur verið meöal
hörðustu kröfugeröarmanna þessa lands. Ég hygg aö
þau hafi verið fá árin, á meðan hann var fréttamaöur
hjá Sjónvarpinu að laun hans hafi ekki veriö a.m.k.
tvöföld föst laun. Eiöur segir vafalaust aö þetta hafi
verið sin heilögu starfskjör. En svo var ekki. Þaö er
nefnilega ýmsu hægt aö ná fram meö ýtni. Ég hygg t.d.
aö ýmsir muni minnast þess frá dögum Eiðs þegar þrir
fréttamenn á næturvinnukaupi sátu hliö viö hliö til þess
aö lesa tuttugu minútna fréttir. Eftir aö Eiöur er horf-
inn úr þessum hópi viröist duga aö þeir séu tveir. Og
min skoöun er reyndar sú, aö þaö sé engum einum
manni ofraun aö lesa fréttir i tuttugu minútur, sér-
staklega þegar lesturinn er sifellt sundurslitinn meö
myndum. Þannig aö þarna mætti enn spara fé neyt-
andans. En svona er á margan hátt hægt aö krækja sér
i aukatekjur, ef menn skortir ekki kröfuhörkuna.
Undan rifjum Eiös Guönasonar mun runnin sú
ósvifnasta og siðspilltasta kröfugerð sem fram hefur
komiö hér á landi, og er þá mikiö sagt. Það er krafan
um aö fréttamenn sjónvarps fengju laun allan sólar-
hringinn ef þeir væru sendir út fyrir Reykjavik. Þetta
samsvarar þvi aö ef fréttamaður væri sendur til út-
landa i eina viku, fengi hann greitt i aukavinnu á milli
þrjú og fjögur hundruö þúsund krónur auk fæöis og
húsnæöis jafnvel þó engin aukavinna væri unnin. Ef
þessi krafa hefði náöst fram i ólöglegu verkfalli segöi
Eiður Guönason vafalltiö aö ekki væri viö sig aö sak-
ast, þetta væru starfskjör.
Af þessum sökum og raunar fleiri hygg ég aö hinum
ungu Alþýðuflokksmönnum sé hollt aö staldra ögn viö
og hugleiöa hvar þeir standa, áöur en þeir sverja þing-
mannseiöinn nú i haust. Þeir geta ekki lengur vænst
þessaöhafa frjálsar hendur um að saka aöra um spill-
ingu, þaö er liöin tiö. Og vita skulu þeir þaö, aö innan
Alþýöuflokksins hefur sist fundist minni spiliing en
innan annarra flokka, svo aö vægt sé tekiö til oröa. Og
þaö er skoðun min aö með tilkomu hinna ungu þing-
manna Alþýðuflokksins hafi þaö ástand sist batnað. Ég
hef enga löngum til aö ræöa þaö frekar, en geri þaö þó
ef tilefni gefst.
Heyraarhjálp á
Vestfjörðum og
Vesturlandi
Félagiö Heyrnarhjálp gengst
fyrir ferð til aöstoöar heyrnar-
daufum um Vestfiröi og Vestur-
land. Læknir og starfsmenn fé-
lagsins verða til viðtals á eftir-
töldum stöðum: tsafiröi, Bol-
ungarvik, Suöureyri, Flateyri,
Þingeyri, Patreksfiröi, Hólma-
vik, Stykkishólmi, Grundarfiröi
og Ólafsvík. Nánar auglýst á
hverjum staö.
Þjónusta þessi er hverjum til
reiöu, sem telur sig geta haft af
henni not, en foreldrar, sem hafa
grun um heyrnarskeröingu hjá
börnum sinum, eru sérstaklega
hvattir til aö láta athuga heyrn
þeirra.
Ennfremur er fólk, sem áöur
hefur fengið heyrnartæki, en ekki
haft þeirra not sem skyldi, hvatt
til að leita sér frekari leiðbein-
inga.
Hjólbarðasólun, hjólbarðasala
og öll hjólbarða-þjónusta
Nú er rétti timinn til
að senda okkur
hjólbarða til
sólningar
Eigum fyrirliggjandi
flestar stærðir
hjólbarða,
sólaða og
nýja
Mjög
gott
verð
Ftjót og góð
þjónusta
GUMMI
VINNU
STOfAN
POSTSENDUM UM LAND ALLT
Skipholt 35
105 REYKJAVÍK
sími 31055