Tíminn - 27.08.1978, Page 7
Sunnudagur 27. ágúst 1978
7
UlÍJÍililL!
Lausgengi leiðir til
efnahagslegs ófarnaðar
menn og málefni
Veröfestíng
krónunnar
Nokkru eftir aö Alþingi kom
saman ifyrra hluta febrilar 1926,
lagöi Tryggvi Þórhallsson þáv.
ritstjóri Timans og þingmaöur
Strandamanna fram frumvarptil
laga um stöövun á verögildi is-
lenzkra peninga. Þótt frumvarp
þetta næöi ekki samþykki þings-
ins, haföi þaö óefaö mikil áhrif og
mótaöi stefnuna i gengismálum
um alllangt skeiö eöa allt til 1960,
þegar mikil stefnubreyting varö i
þessum efnum. Þótt ekki tækist
aö halda gengi krónunnar stööugu
á þessum tima var þaö markmiö
allra stjórna á þessum tima aö
breyta þvi sem minnst og haga
stjórn efnahagsmálanna i sam-
ræm.i viö þaö.
Aöalefniö i frumvarpi Tryggva
Þórhallssonar var á þessa leiö:
Leita skal stöövunar á verögildi
islenzkra peninga á þeim grund-
velli aö gengi þeirra gagnvart er-
lendum peningum sé i samræmi
viö kaupmátt þeirra innanlands
— með þvi markmiði aö festa
endanlega verögildi peninganna á
þeim grundvelli. Þá er pening-
arnir hafa náð þessu gengi, má
hámark verðsveiflunnar upp á
viðaldrei vera meiraen21/2% og
niöur á viö aldrei meira en 2
1/2%.
Lausgengið
Tilefni þess aö Tryggvi Þór-
hallsson flutti þetta frumvarp um
veröfestingu krónunnar var
gengisstefna sú sem fylgt haföi
verið um skeiö af Jóni Þorláks-
syni sem þá var fjármála-
ráöherra. Gengi krónunnar haföi
veriö mjög reikult og silækkandi
fyrst eftir fyrri heimsstyrjöldina,
en hagstætt viðskiptaárferði á ár-
unum 1924-1925 geröi mögulegt aö
breyta þessu. Jón Þorláksson
notaöi þetta tækifæri til aö hækka
gengiö stööugt og vildi helzt koma
því f gullgildi. Gengi krónunnar
hélt þvi áfram aö vera óstööugt,
þótt nú færöist þaö 1 aöra átt en
áður. Þetta reyndist mjög óhag-
stætt útflutningsatvinnuvegunum.
og fleiri aðilum. Tryggvi Þór-
hallsson taldi þetta ekki heppileg-
an gang mála. Því flutti hann
frumvarpið um festingu krónunn-
ar. 1 framsöguræöu sagöi hann
m.a.:
„Um öll lönd Noröurálfunnar
hefur verið þrautrætt um þetta
mál i ræöu og riti undanfariö. Og
upp á siökastiö hefur þaö einnig
verið mjög rætt á okkar landi.
Deilur hafa staðið um það hér
eins og annars staðar, þó aö allir
veröi að játa aö aðalatriöið sé þaö
aö losna viö lausgengiö og fá
veröfasta peninga.”
Böl lausgengisins
í nefndaráliti sem fjárhags-
nefndarmennirnir Asgeir As-
geirsson og Halldór Stefánsson
gáfu út um frumvarp Tryggva
Þórhailssonar er þaö rakið hve
mikilvægur fastur gjaldeyrir sé
fyrir efnahag þjóðarinnar.
„Fastur gjaldeyrir er” segir i
nefndarálitinu, „aö svo miklu
leyti sem gjaldeyririnn kemur þvi
við skilyröi fyrir heilbrigðum at-
vinnurekstriogfjárhag. Or þvi aö
gjaldeyririnn er svo fallinn sem
hér á sér stað er það höfuöskylda
Alþingis og þess banka sem meö
seölaútgáfuna fer aö skapa verð-
fastan gjaldeyri — fastan mæli-
kvaröa sem alþjóö geti treyst og
byggt á fyrirtæki sin og fram-
kvæmdir og Alþingi afgreiðslu
fjárlaganna. Þar er um enga ný-
breytni að ræöa né umturnun,
heldur það eitt að festa það
ástand, sem er, skapa samræmi
milli erlends og innlends kaup-
máttar krónunnar, láta þar viö
sitja og foröa þannig frá þvi böli
sem fylgir lausgenginu.”
Sviss og ísland
Þessi stefna og ummæli þeirra
Tryggva Þórhallssonar, Asgeirs
Asgeirssonar og Halldórs
Stefánssonar rifjuöust upp fyrir
mér, þegar ég dvaldi i Genf
siöastl. vor. Þaö vakti þar ekki
sizt athygli mina aö innlánsvext-
ir, sem voru auglýstir I svissnesk-
um bönkum voru mörgum sinn-
um lægrien hér. Samt er þar yfir-
fúlltaf sparifé i Svissenskortur á
sparifé hér. Þetta er i fljótu
bragði illskiljanlegt en þó er
skýringin auöfundin. Peninga-
stefnan i þessum tveimur löndum
er ólik. Svisslendingar leggja
meginkapp á aö halda verögildi
frankans stööugu. tslendingar
hafa I tvo áratugi fylgt þeirri
stefnu aö leysa vanda efnahags-
lifsins til bráöabirgða meö
gengisfellingum og gengissigi.
1 Sviss hefur þessi stefna I
peningamálum boriö þann
.árangur, aö þar er nú einna
minnst verðbólga i heiminum.
Aætlaö er að hún verði 1-2% á
þessu ári. Þessi stefna hefur þó
siöur en svo leitt til atvinnuleysis,
þvi aö ekki aöeins hafa Sviss-
lendingar sjálfir næga atvinnu,
heldur vinna mörg hundruö þús-
unda erlendra verkamanna i
Sviss. A Islandi hefur peninga-
stefnan leitt til veröbólgu sem
enginn neitar lengur, að sé aö.
veröa hreint þjóöarmein.
Pennastrikið
Þegar veröbólgan var aö hefja
innreið sina á siðari heims-
styrjaldarárunum vöruðu fram-
sóknarmenn mjög viö henni og
beittu sér fyrir ýmsum róttækum
ráðstöfunum gegn henni. Róttæk-
ustu ráöin voru gerðardómslögin
1942, sem upphaflega voru studd
af framsóknarmönnum og sjálf-
stæöismönnum, en sjálfstæöis-
menn féllu frá þeim, þegar AI-
þýöuflokksmenn og kommúnistar
buöu þeim hjálp til aö breyta
kjördæmaskipuninni. Minni-
hlutastjórn ólafs.Thors sem þá
fór meö völd i nokkra mánuði,
reyndist máttlaus i mótspyrnu
gegn veröbólgunni. Verðbólgan
margfaldaðist á stuttum tima og
hefur aldrei tekizt aö hemja hana
siðan.
Þaö var á þessum árum, sem
einn oröhagur andstæöingur
framsóknarmanna lét þau orö
falla að þessar áhyggjur vegna
verðbólgunnar væru ástæöulaus-
ar. Ef atvinnuvegirnir kæmust i
J»-ot vegna veröbólgunnar, væri
hægt að ráöa bót á þvi meö einu
pennastriki. Þaö voru ekki allir,
sem áttuöu sig á þvi, hvaö hann
átti viö, en aö sjálfsögöu átti hann
viö það, aö hægt væri aö fella
gengiö meö einu pennastriki.
Fyrstu árin eftir aö þessi ummæli
vorusögövar þósjaldangripiötil
pennastriksins. Menn mundu þá
enn aö lausgengiö var ekki eftir-
sóknarvert ástand. Til aö tryggja
verögildi gjaldmiöilsins haföi lika
sú hamla verið sett, aö ekki mætti
breyta genginu nema meö sér-
stöku samþykki Alþingis.
Örlagarik
bráðabirgðalög
A árinu 1961 var gerö örlagarik
breyting á skipan peningamála.
Þá höfðu efnahagsaögerðir „viö-
reisnarstjórnarinnar” svonefndu
sem geröar voru áriö áöur, haft
mikla kjaraskeröingu i för með
sér m.a. vegna þess aö stjórnin
haföi sett lög sem bönnuöu visi-
tölubætur á laun. Verkalýðs-
hreyfingunni tókst sumarið 1961
aö knýja fram 11% kauphækkun
og naut til þess virkrar aðstoðar
samvinnuhreyfingarinnar. Rikis-
stjórnin taldi þessa kjarabót of
mikla. Hún setti þvi bráðabirgða-
lög sem fólu tvennt i sér. 1 fyrsta
lagi var gengisskráningarvaldiö
tekiöúr höndum Alþingis og fært
til Seðlabankans sem þó þarf aö
hafa samráð viö rikisstjórnina
um beitingu þess. 1 ööru lagi var
gengi krónunnar fellt svo mikiö,
að þaö geröi framangreinda
kauphækkun að engu, þar sem
engar visitölubætur voru þá
greiddar á laun vegna lagafyrir-
mælanna sem „viöreisnarstjórn-
in” haföi sett.
Strikin mörgu
Siöan umrædd bráöabirgöalög
voru gefin út og staöfest af þing-
mönnum „viðreisnarstjórnarinn-
ar,” hefur hlaupið mikiö fjör i
gengisfellingar á Islandi. Þær
hafa orðið hér fleiri og meiri á
þessum tima en annars staðar I
Evrópu. Pennastriksleiöin hefur
verið rikjandi lausn, þegar út-
flutningsatvinnuvegirnir hafa
veriö komnir I vanda sökum verö-
bólgu. Nú þurfti ekki aö leita eftir
tregu samþykki Alþingis hverju
sinni til aö fella gengiö. Nú gátu
rikisstjórnirnar látiö Seölabank-
ann gera það meö pennastriki ef
ekki brysti samþykki bankastjór-
anna til þess. Verkalýðssamtök
og atvinnurekendur hafa gert ó-
raunhæfa kaupgjaldssamninga,
eins og 1974 og 1977 I trausti þess
að hægt væri að beita pennastrik-
inu ef atvinnuvegina ræki I
strand. Rikisstjórnir hafa jafn-
framt reynzt aðhaldsminni en
ella.
Auðveld leið
Stórfelldastar uröu gengis-
fellingarnar i tiö viðreisnar-
stjórnarinnar á kjörtimabilinu
1967-71. Þar næst kemur valda-
skeið núverandi rikisstjórnar.
ÞaÖ ber aö viöurkenna, aö
gengisfellingarnari tiö núverandi
rikisstjórnar hafa tryggt næga at-
vinnu og það ber ekki aö van-
meta. En þær hafa aukiö verö-
bólguvandann.
Pennastriksleiöin eraöþvi leyti
auöveld leiö aö hægt er aö fram-
kvæma hana með pennastriki.
Aörar leiöir eru miklu erfiðari i
framkvæmd. Þess vegna er
öröugra aö ná stjórnmálalegu
samstarfi um þær. En þær eru
liklegar til að gefa betri raun,
þegar til lengdar lætur. Gengis-
felling leysir aðéins vanda at-
vinnuveganna til bráöabirgða. En
bráölega fylgir aukinn vandi i
kjölfar hennar og hinna háu
vaxta, sem hún framkallar. Þetta
er ein aöalskýringin á þvi aö núv.
rikisstjórn hefur ekki tekizt aö
ráða viö efnahagsvandann, þótt
henni hafi tekizt margt vel á
öörum sviðum sbr. landhelgis-
máliö, byggöastefnuna næga at-
vinnu o.s.frv.
Traustur
gjaldmiðill
Olafur Björnsson prófessor
lýsti yfir þvi i lok kjörtimabilsins
1967-1971, aö nú væri gengis-
feliingarleiöin eða pennastriks-
leiðin gengin sér til húðar. Þessi
dómur á þó miklu frekar viö nú.
Samanburður á reynslu okkar og
Svisslendinga sýnir aö til þess aö
tryggja heilbrigt efnahagslif þarf
einhvern fastan grundvöll til aö
byggja á, einhverja trausta viö-
miðun. Þessi grundvöllur eöa viö-
miöun er sem stööugast verögildi
gjaldmiöilsins. Ný efnahags-
stefna, sem hér þarf aö koma til
sögu þarf aö stuöla aö sem
stööugustu verögildi krónunnar.
Viö þetta veröur aö miöa tekju-
stefnuna og peningastefnuna og
aðrar efnahagsaögeröir.
Þaöerréttaö þetta er auðveld-
ara sagt en gert. Þaö er lika rétt
aö þaö er auöveldara aö fram-
kvæma þessa stefnu i Sviss en á
Islandi. Þar rikir meiri skilningur
en hér á þvi aö viöhalda verögildi
gjaldmiðilsins.Hér er mest byggt
á einhæfum atvinnuvegi sem er
háöur aflabrögðum og verölagi
erlendis. 1 Sviss er atvinnugrund-
völlurinn miklu breiöari. Hér þarf
þvi aö koma upp traustum afla-
trygginga- og verötryggingar-
sjóöum sem geti mætt sérstökum
áföllum svo aö ekki þurfi aö gripa
til niðurskurðar á krónunni. En
þá fyrstskapastgrundvöllur fyrir
heilbrigt og traust efnahagslif á
Islandi þegar búiðer aö stuöla aö
sem stööugustu verögildi krón-
unnar og skapa henni þaö traust
oji þá virðingu sem henni ber sem
líelzta tákni efnahagslega sjálf-
stæörar þjóöar.
Mesta
torfæran
Margar torfærur eru i vegi þess
aðkoma á stööugu gengi. Mest og
verst er visitölukerfiö sem leiöir
til sifelldra vixlhækkana á verö-
lagi og kaupgjaldi. Launþegar
margir trúa þvi aö þetta kerfi sé
þeim til hags. Þab er mikill mis-
skilningur. Engir tapa meira á
verðbólgunni og lausgenginu en
efnalitlir og tekjulágir launa-
menn.
Rétt þykiraö ljúka þessuspjalli
meö frásögn af atburöi sem rangt
væri að láta gleymast. Ariö 1927
stöðvaöist togaraflotinn vegna
þess aö gengiö reyndist oröiö of
hátt. Tryggvi Þórhallssonsem þá
var forsætisráöherra kvaddi full-
trúa útgerðarmanna og s jómanna
á fund sinn. Þeir sátu á fundi á
heimili hans næturlangt. Um
tvennt var aö velja: Gengislækk-
un eða kauplækkun hjá sjómönn-
um. Sjómenn völdu siöari kost-
inn. Þeir skildu aö gengislækkun
var verri kosturinn.
Þ.Þ.