Tíminn - 27.08.1978, Síða 8
8
Sunnudagur 27. ágúst 1978
Kevkjarfjörðut' 1912
nauðleitarmaður fátæklinga.
Stórbrotinn i skapi og i engu
meðalmaöur. ('A.F.I.)
Maðurinn á myndinni gæti verið
Jensen, sá sem löngu siðar rak
þar fiskverzlun og útgerð.
Hér gefur að lita frægan far-
kost úr Breiðafirði, sem Gustur
hét og mun hafa verið smiðaöur
um 1820 að þvi er Jens
Hermannsson segir i 1. bindi
BREIÐFIRZKIR SJÓMENN.
Hann segir ennfremur að Skúli
sýslumaður á Skarði hafi
fyrstur átt skipið en siöar Þor-
valdur Sivertsen i Hrappsey og
af honum keypti ólafur i Bár i
Eyrarsveit gnoðina. Ólafi er
þannig lýst að hann var mikill
maður vexti og rammur að afli,
friðleiksmaður og bauð af sér
góöan þokka. Hann var sjósókn
ari mikill og aflasæll. ólafur f-
ékk Lárus Sæmundsson til þess
að smiða skipið upp. Eftir alda-
mótin mun Gustur hafa horfið
úr Breiðafirði norður til Akur-
eyrar. Jens segir: „Gustur og
Ólafur voru næsta óaðskiljan-
legir og sjaldan var annar
nefndur svo að hinn kæmi
mönnum ekki i hug um leið.”
Myndin a£ Gusti er tekin við
Silfurgarðinn i Flatey. Sá sem
stendur við stjórnvölinn er
Ólafur Eyjólfsson frá Svefn-
eyjum, síðar fyrsti skólastjóri
Verzlunarskólans. Yngsti
farþeginn á bátnum er systir
hans, Jónina, sem enn er á lifi,
háöldruð. Kunnugt mun um
nöfn allra hinna.
Kort frá O. Johnson & Kaaber
Reykjavik.
A hinni myndinni „Reykjar-;
fjord” frá Stenders Forlag 1912,
má sjá gamalt hús, skip o.fl. frá
sömu slóðum. Næst vikur
sögunni að Gusti við Silfurgarö-
inn i Flatey.
Athugasemd: Prentvillu-
púkinn var á feröinni i siðasta
þætti. Hann breytti númeri
þátarins úr 235 i 242. Þessi
þáttur er nr. 236. Ennfremur
lækkaði „púksi” hæð alaska-
aspanna að Seli i Grimsnesi um
þrjá metra. Aspirnar eru sjö
metrar á hæð.
Ingólfur Davíðsson:
og búið
í gamla daga
r ískverkun á Kíldudal
Það er „handagangur i öskj-
unni” við fiskverkunina sem
myndin sýnir. Konurnar flestar
i bláum og rauðum vinnu-
búningum og með skýluklút, þvi
að oft er kaldsamt við útivinnu,
vatnið er sárkalt, jafnvel is-
skæni á þvi i kerjunum kalda
morgna. Er þessi mynd ekki frá
Bildudal? Enginn útgefandi
nefndur á kortinu. Litum héöan
til Húnaflóastranda — liklega
um og eftir aldamótin.
Reykjarfjörður á Ströndum.
Myndin er tekin að sunnanveröu
séð yfir fjörðinn þar sem póst-
skipiö VESTA liggur á meðan
beðið er afgreiöslu. Handan
fjarðarins risa Sætrafjall og
Finnbogastaöarfjall. I Kúvikum
er nú allt autt og yfirgefiö, þar
var verzlunarstaður i margar
aldir og mun kaupmaðurinn á
Skagaströnd venjulega hafa
haft staðinn á leigu. Á siðustu
öld var Jakob J. Thorarensen,
afi Jakobs skálds, lengi
kaupmaður i Kúvikum. Hann
var athafna maöur til lands og
sjós, fjáraflamaöur mikill en þó
rausnsamur i garð vesælla og
i á
H
■->
, .'-ixtót&m
Reykjarfjöröur, skipiö Vesta
Teinæringur Gustur I Flatey