Tíminn - 27.08.1978, Qupperneq 10
10
Sunnudagur 27. ágúst 1978
Þessi frásaga hefst á laugar-
dagsmorgni seint i júlimánuði á
þvi herrans ári 1978. Undirritaður
haföi um skeið gert gælur við þá
hugmynd að skreppa norður á
Akureyri, — og þðttist reyndar
eiga þangað lögmætt erindi.
Ætlunin var að heimsækja æsku-
stöövarnar i Vopnafiröi um leið
og hljóta þannig tvöfalda ánægju
af ferðinni. En hér sannaöist enn
hið fornkveðna að „byr hlýtur aö
ráöa.” Og fyrst jafnvel kóngar
veröa að beygja sig fyrir þeirri
staöreynd er sizt að undra, þótt
aðrir og minni menn hljóti að
gera það einnig. Svo fór og hér.
Ferðalagið dróst um heila viku
sökum krankleika og eftir aö svo
var komið mátti heita að loku
væri fyrir það skotið að áætlunin
gæti orðiö hin sama og fyrirhugað
var i upphafi.
Ekki tjáir að gefast upp, þótt á
móti blási. Ef besti kosturinn
bregst er hyggilegt aö halda gleði
sinni og taka næst-besta kostinn.
Ferð getur vel orðið skemmtileg
þótt hún verði styttri en ráðgert
hafði verið.
,,t>á förum við austur i
Heiði”
Flugvélin stendur feröbúin á
Reykjavikurflugvelli og far-
þegarnir þyrpast um borð. Það
tekur ekki langa stund að fljúga
upp úr regnskýjunum, sem grúfa
yfir höfuðborg Islands á þessum
júlimorgni og brátt erum viö i
glaða sólskini. „Nú, hann hlýtur
að vera bjartur norðan heiða
fyrst það er súld hér,” var fyrsta
hugsunin þegar litiö var til veðurs
um morguninn enda varð raunin
sú. A Akureyri var glansandi sól-
skin og dýröarveður. Þar beið
min bróðir minn ferðbúinn og
bauð mér strax að fara með mig
austur i Vopnafjörð. Nei, mig
langaöi ekki þangað til þess að
eiga þar ráö á einum sólarhring,
eða kannski hálfum öðrum i
mesta lagi. Það er ekkert gagn i
skemmri tima en einni viku til
þessaðkoma i sveit, þarsem fyr-
ir eru tugir vina og frænda, sem
maöur vill sjá og tala við — að
ógleymdu landinu sjálfu. t
heimahérað sitt er ekki hægt að
koma án þess að heilsa upp á
ákveðna staðijafnvel þótt þar sé
ekki neinn mann að hitta.
— Jæja þá förum við austur i
Heiði sagöi bróðir minn.
— Nær væri það svaraði ég og
það varð úr. — Þegar hér er kom-
iðsöguer rétt að stinga viðfótum
og staldra viö orðið „heiði” og
merkingu þess. Viðast hvar á
landinu mun orðið tákna afréttar-
lönd oftast stór og viðlend en ekki
er heldur dæmalaust að hálsar á
milli dala séu kallaðir „heiði”.
t Vopnafirði lifa menn i miklu
návigi viö heiöar, þvi að þær um-
lykja sveitina á alla vegu nema I
þá átt sem að sjónum snýr. Ef
farið er sólarsinnis i kringum
héraöið. förum viö um Hellis-
heiði, Smjörvatnsheiði, Tungu-
heiði, Hauksstaðaheiði, Mæli-
fellsheiði, Hróaldsstaðaheiði og
Sandvikurheiði — og er þó ekki
alltupp talið, þvi að tiltekinsvæði
á þessari löngu leið eiga sin
ákveðnu sérnöfn. Á bakvið vaka
svo Dimmifjallgaröur og
Haugsöræfi i vestri á milli Vopna-
fjarðar og Hólsfjalla en i suðri
Möðrudalslönd og Jökulsdals-
heiði en hluti hennar rennur
saman við Tunguheiöi.
Sá maöur sem ætlar að sækja
heim heiðarnar i kringum Vopna-
fjörð á þvi margra kosta völ og
flestra góöra þvi það er sannast
mála aö viðast hvar á þeim
slóðum er náttúrufegurð mikil.
Nú var ekið sem leið liggur
austur sveitir frá Akureyri og
segir ekki af ferð okkar fyrr en
komið var austur að Jökulsá á
Fjöllum. Þar var stansaö austan
við brúna og tekið upp nesti. Hóls-
fjöllin skörtuðu sinu fegursta i
glaða sólskini en skúradrög voru
suður á Mývatnsöræfum. Gaman
hefði veriðaö stansa á Fjöllunum
og hitta gamla kunningja, en vift
áttum langa leið fyrir höndum,
það var tekið að halla degi og þvi
var talið hyggilegast að halda
stanslaust áfram. I Vegaskarði
var af gömlum vana litið til
hliðar, þar sem Gunnuklettur
blasir viöennúvarþarekki neina
Gunnu að sjá, enda er hún sjálf-
sagt oröinleið á þvl að labba allt-
af um sama blettinn, þar sem hún
bar beinin endur fyrir löngu. En
þjóðsagan er llfseig og enn muna
margir sögnina um trygglyndu
vinnukonuna sem ætlaði að finna
unnusta sinn i Möðrudal en komst
aldrei alla leiö og fannst slðar
undir þessum kletti og hjá henni
þaösem hún ætlaöi að gleöja ást-
mann sinn með, þegar fundum
þeirra bæri saman.
Hvert komumst við i
kvöld?
Ferðin gengur vel. Fyrr en var-
ir ber okkur að gatnamótum, þar
sem ruddurvegur bugðast suður
melaöldur Jökuldalsheiöar. Hann
liggur inn á Brú á Jökuldal. Hér
erbeygttilhægrivið ætlum að sjá
hversu langt viö komumst I kvöld.
Þessi ruddi vegur er aö visu
hvergi nærri góður og við erum
ekki á jeppa eða neins konar
fjallabll heldur á Cortinu en þó
gengur allt slysalaust, jafnvel þar
sem þarf að aka út I Sænauta-
vatnið. Það er grunnt við landið
og viö fylgjum bakkanum nokkr-
ar billengdir og erum svo aftur
„meðalltá þurru.” Hér skammt
á hægri hönd við suðurenda Sæ-
nauta vatns eru rústir af bænum á
Sænautaseli, þar sem Guðmund-
ur Guðmundsson jafnan kenndur
við Sænautasel, bjó seinastur
manna og ól upp mörg börn og
mannvænleg. Einn sona hans veit
ég aö er póstmaður I Reykjavlk,
tveir eru bændur á Jökuldal og
fleiri eru þau systkin þótt ég
kunni ekki frá þeim aö segja.
Eigum við að gista á Sænauta-
seli? Við þurfum ekki að óttast að
um okkur væsi hér, þótt Guö-
mundur Guðmundsson, Halldóra
Eirlksdóttir og börn þeirra séu nú
ekki lengur hér til þess að taka á
móti gestum, — en við kjósum þó
að halda áfram, i þeirri von að
komast eins og einni bæjarleið
lengra inn eftir Heiðinni.
„Við hljótum aö vera komnir
inn undir Heiöarsel,” sagði ferða-
félagi minn allt I einu og um leið
sveigði hann Cortínuna sina út af
troðningnum ogskáskaut henni á
milli nokkurra hnullunga sem
stóðu upp úr melöldunni hið næsta
okkur. Jú ekki bar á öðru. Þarna
voru bæjarrústir, i fallegri, aflíð-
andi brekku upp frá vatni. Það
var Heiðarsel. Ekki er beinlínis
hægtað segja að vegurinn þangað
heim sé ákjósanlegur fólksbllum
þvi að það er ekki neinn vegur,
heldur staksteinóttir melar, lauf-
torfur og valllendismóar, — og
meira að segja yfirlæk að fara —
en þó lauk svo,aö farkostur okkar
komst heim I hlað á Heiðarseli.
Við tókum fram farangur okkar,
tjölduðum sunnan undir bæjar-
veggnum og sofnuðum hvlldinni
fegnir.
Á Heiðarseli
Morguninn eftir vaknaði ég
klukkanhálfsex, klæddist og fékk
mér morgungöngu. Nóttin hafði
veriðsvöl, þaö var gifurlega mik-
il dögg á jörð og sól skein I heiöi.
Þetta var einmitt það sem for-
feður vorir óskuöu sér: Sólskin
um daga en döggvar um nætur.
Morgunsöngvararnir voru farnir
að æfa raddir sinar og slikur var
fjöldi þeirra að mér fannst sem
sólskrlkja og mariuerla hlytu að
hafa verpt I hverjum vegg hér á
Heiðarseli á þessu vori.
A þessu morgunrölti mínu um
nágrenni Heiðarsels, varð mér
hugsaö til margra fleiri Ibúa
þessa staöar en þeirra sem nú
flugu hér um loftið og skemmtu
mér með söng sinum. — Þessi
bær byggöist vorið 1859. Frum-
byggjar hér voru Jón Þorsteins-
son, Einarssonar bónda á Brú á
Jökuldal og Kristln Jónsdóttir frá
Aðalbóli, Péturssonará Hákonar-
stöðum. Þau bjuggu hér til 1863,
en fluttust þá niður á Fljótsdals-
hérað. Og árin héldu áfram að
llða og jafnan var búið á Heiðar-
seli. Snemma sumars árið 1906
fæddist hér drengur sem slðar
var vinnumaöur hjá foreldrum
mínum I tiu ár á meöanég var að
alast upp. Hann umbar öll min
bernskubrek og ólæti og var
aldrei ööru vlsi en góður við mig,
hvernig sem églét. Hann var einn
þeirra samferðamanna minna,
sem mér þykir þvl vænna um sem
ég verð eldri og meiri skilningur
kemst inn i' höfuðiö á mér. Og nú
stend ég hér, ferðalangur sunnan
úr Kópavogi I hlaövarpa bæjar-
ins, þar sem þessi maður leit
fyrst dagsins ljós. — Klukkan er
orðin sjö að morgni, — ég er vlst
búinn að rölta hér um I fullan
klukkutíma, og vel þaö. Sólin er
þegar hátt á lofti yfir Eiriks-
staöahneflunum, beint á móti
bænum og hún hellir geislaflóðinu
yfir Pollinn, Anavatnsölduna og
þessar iágu bæjarrústir, sem
kúra hér sunnan i öldunni.
Seinustu ábúendurnir hér á
Heiðarseli voru Guöjón Gislason
frá Hafursá og Guðrún
Benediktsdóttir frá Hjaröarhaga.
Þau bjuggu hér allt frá 1912 til
1946. Heiðarsel er þvi sá bær
Heiðarinnar, þar sem byggð ent-
ist lengst enda hafa gamlir
Heiðarbúar tekið svo til orða við
undirritaðan að Heiðarsel sé
„vildisjörð.” Hvort sem menn
eru sammála slikum dómi eða
ekki er hitt vist að I fyrsta bindi
ritsafnsins Sveitir og jarðir i
Múlaþingi fær Heiðarsel m.a.
þessa umsögn: „Túnið var girt
með gaddavír, vatnsleiðsla I bæ
og fjós, aðker I fjárhúsi. Vindraf-
stöð. Beitarhús i Ánavatnstorf-
um. öll peningshús vel byggö og
vönduð.” Hér hefur þvi hvorki
verið neinn kotungsbragur né
ómyndarskapur á ferðinni, — og
enn hefur þessi staöur mörg skil-
yrðitil þessaðgeta verið „vöggu-
stöð barna,” og myndi trúlega
ekki veita þeim neitt óhollari
uppeldisáhrif en þeim bjóðast
vlða annars staðar.
Tll viðvörunar
Morguninn hefur liðið fljótt —
eöa þá að timaskynið hefur
brugðist mér á þessu labbi mfnu.
Aðeins eitt hefði ég séð sem stakk
ónotalega I stúf við dýrð sumar-
morgunsins og best er að segja
frá þvl hér, ef það gæti orðið ein-
hverjum til viðvörunar: 1 fjár-
hústóft niðri á túninu á Heiðarseli
var stór pappakassi fullur af tóm-
um flöskum. Ekki leyndi sér
hvert innihald þeirra haföiverið I
upphafi en vel má þó vera að þær
hafi verið fluttar hingað inneftir
til einhvers annars en að fara hér
á fyllirl. Vel getur verið aö ein-
hverjir ferðalangar hafi flutt I
þeim mjólk og drukkið hana hér.
En hvers vegna aö skilja þær eftir
þarna I fjárhústóftinni? Af hver ju
var ekki hægt að flytja þær um
hæl, þegar búiö var að drekka úr
þeim? Þærhafavarla tekið meira
pláss tómar en fullar. Annars
ættu menn aö gera sér aö reglu að
hafa jafnan litla reku I bíl slnum á
ferðalögum, nota hana til þess að
grafa gryfju við áningarstaði
jarða þar allan úrgang sem til
fellur og fella siðan grasrótar-
hnausana i sama farið, þar sem
þeim hafði verið lyft upp. Þetta er
hægtaðgeraþannig að ekki sjáist
nein missmiði eöa umrót á jarö-
veginum. Lausri mold, sem af
gengur (uppvarpinu úr gryfj-
unni) má dreifa um nágrenniö og
þá hverfur hún niður I jörðina i
næstu rigningu. Þetta er sjaldn-
ast nein teljandi fyrirhöfn þvi að
tæplega fellst til svo mikið rusl I
tjaldstaö að stóra eða djúpa
gryfju þurfi til þess að hylja það.
Ekki veröur séð að neinum ferða-
manni sé minnsta vorkunn að
eyða svo sem fimm eða tiu mlnút-
um til þess að ganga snyrtilega
um áningarstað, en lengri tima
þarf það ekki að taka að jarða
rusl. Það þekki ég af eigin raun.
Þaðer vist kominn tlmi til að fá
sér morgunhressingu, áður en
lagt verður upp héðan. — Vel veit
ég að mörgum finnst eftirsóknar-
vert að neyta matar sins I dýrum
veizlusölum, þar sem hljómsveit
leikur fjörug lög tíl þess aö auka
gestunum matarlyst. Slst skal ég
lasta það þótt mönnum flnnist
slikt ánægjulegt en ekki vil ég þó
skipta á þvi og að sitja flötum
beinum i grænu grasi undir
bæjarvegg heiðarbýlis þegar sól
skin I heiði og lýsir upp og vermir
„matboröið” með geislum slnum.
Hér þarf ekki fjölbreytilegri
mataráhöld en góðan vasahníf og
morgungangan sér fyrir þvl að
ekki skortir lystina. Hér er llka
tónlist oghún ekki af lakara tag-
inu. Mariuerlur, sólskrikjur og ló-
ur eru búnar að halda hijómleika
siðan snemma I morgun og enn er
ekkert lát á leik þeirra. Þær ætla
bersýnilega aö gleðjagestina alla
þá stund sem þeir dveljast hér, og
syngja þá úr garði þegar þeir
fara.
Baöstofan á Heiöarseli. Ef grannt er aö gáö sést hvar raf-
stöövarstöngin ris upp úr bæjarþorpinu. Núna er ööru visi um
aö litast þarna en þegar þessi mynd var tekin. Nú standa
veggirnir einir eftir en flestir þeirra eru vel stæöiiegir og geta
veitt mönnum og skepnum skjól lengi enn.
Skyndiferð „austur í Heiði
Rangalón. Þennan bæ kannast flestir viö sem fariö hafa þjóöleíöina á milli Möörudals og Jökuldals, þvl
aö Rangalón er rétt viö veginn, spölkorn sunnan viö Möörudalsf jallgarö og sunnan vegar.
Ljósm. Páii Jónsson.