Tíminn - 27.08.1978, Qupperneq 12
12
Sunnudagur 27. ágúst 1978
„...fer þó
ekki að
skjálfa”
Rætt við tvo fjallgöngugarpa
nýkomna af Mont Blanc
HR— Flest kunnum við því best að hafa fast land undir fót-
um og feta okkar veg á öruggu fótstigi — helst á jafnsléttu.
Einstöku sinnum komumst við þó ekki hjá því að standa á
ystu nöf og undir fótum okkar opnast ginnungagap eða þrí-
tugan hamar. Sem betur fer gerist slíkt sjaldnast nema í
draumi — hjá okkur f lestum. Þó eru þeir til sem gera slikt
að tómstundagamni sínu/ að hanga utan i f jöllum og klifa
ókleift berg.
Fyrr f sumargengunokkrir sllkir
á Mont Blanc, hæsta fjall Evröpu,
og gengu auk þess i f jallgönguskóla
þar suöur frá.
Voru þetta félagar i Flugbjörg-
unarsveitinni. Viö tókum þá tali og
spurðum frétta af þessum dirfsku-
verkum. Þeir sem viö ræddum viö
heita Guöjón Magnússon og Þór
Ægisson.
„Héngu‘'á skólabekk
— Af hverjusóttuöþiö i Alpana —
gátuö þiö ekki labbaö á fjöll hér
heima?
,, Viö ætluöum aö þjálfa okkur I
klettaklifi og þaö er litil aðstaöa til
sliks hér á landi”,, segir Þór þolin-
móður á svipinn. „Auk þess eigum
við ýmislegt ólært i fjallaklifi og
þess vegna fórum viö á skólann.”
,,Hér er bergið lika svo ótryggt
og laust í sér”, bætir Guöjón viö-
„Svo vildum viö æfa okkur i fjall-
göngum i mikilli hæö”.
— Hvernig var skólavistin og
kennslan?
Klifiö upp snarbrattann isvegg.
Sköminu eftir að þessi mynd var
tekinn haföi snjóskriða næstum þvf
lirifiö tvo leiöangursmanna meö
„Fyrstu dagana vorum viö
hreinlega prófaðir i kletta- og is-
klifi. Siöan var fariö upp i Alpana
og valin leiö i samræmi viö getu
okkar”, sagöi Guöjón: „Kennar-
arnir voru allmargir eöa einn á
hverja tvo nemendur og skólastjór-
inn var einn af fremstu fjallgöngu-
mönnum heims. Hann heitir Peter
Boardman og er einn af fjórum
Bretum sem gengiö hafa á Ever-
est.”
„Þaö má bæta þvi viö”, segir Þór
meö ákafa 1 röddinni, „aö sú ferð
sem við fórum á vegum skólans er
ein erfiöasta isklifursleiöin i ölpun-
um, um 1000 metra há. Enda kom
það á daginn, þvi aö þegar viö vor-
um rúmlega hálfnaöir upp komu
nokkur snjólflóð og hreifst ég meö
einu þeirra, en Boardman gat
stöðvaö mig þvi viö vorum bundnir
saman.”
Sföustu metrarnir upp á tind Mor
Blanc.
KOSTA-KAUP
Níðsterk Exquist þríhjól
Þola slæma meðferð
Sver dekk, létt ástig
Útsöluverð kr. 9.800
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
iNGVAR HELGASC*
Vonarlandi v/Sogaveg — Símar 84510 og 84
Auglýsingadeild Tímans
Þing
Skógræktarfélags
fslands
— haldið I Suður-
Þingeyjarsýslu að
þessu sinni
St Jas — 1 gærmorgun kl. 10.30
hófst þing Skógræktarfélags ís-
lands i Stórutjarnaskóla i Suö-
ur-Þingeyjarsýslu, meö ávarpi
Jónasar Jónssonar, formanns
Skógræktarfélags Islands. Aö
loknu máli Jónasar, tók Hólm-
friöur Pétursdóttir, formaöur
Skógræktarfélags Suöur-Þing-
eyjarsýslu, til máls og bauö
fundargesti velkomna i Þing-
eyjarsýslur.
Fyrir hádegi i gær flutti Snorri
Sigurösson, framkvæmdastjóri
Skógræktarfélags Islands, yfirlit
yfir störf félagsins á siöasta ári.
Siguröur Blöndal skógræktar-
stjóri flutti erindi um skóg-
ræktarmál á tslandi og lesnir
voru reikningar félagsins.
Eftir hádegi i gær var lesin
skýrsla um störf landgræðslu-
sjóðs og fulltrúar hinna einstöku
flokka fluttu skýrslur um starfiö
heimafyrir. Siödegis I gær var
farin gróðursetningarferö um ná-
grenniö, en I kvöld veröur starfaö
I nefndum.
Útgerðarmenn
-skipstjórar!
Plasteinangrun h/f á Akureyri,
framleiðir nú trollkúlur.
Vönduó íslenzk framleiðsla á góðu
verði.
Hafið samband við einhvern eftirtal-
inna veiðarfærasala:
í dag hefjast fundir kl. 09 með
umræöum og aö þeim loknum
flytur Einar Sæmundsen lands-
lagsarkitekt erindi.
Eftir hádegi i dag verður farin
skoöunarferð I Fellsskóg undir
leiösögn tsleifs Sumarliöasonar
skógarvörös, en I kvöld sitja
fundargestir boö sýslunefndar
Suöur-Þingeyjarsýslu. Þá veröur
einnig haldin kvöldvaka á vegum
skógræktarfélags S-Þing.
Á morgun veröur þinginu fram-
haldið kl. 09 og verður þá af-
greiðsla mála tekin til dagskrár.
Þá mun Sveinn Runólfsson land-
græöslustjóri flytja erindi og slö-
an veröur gengiö til stjórnarkjörs
og er búist viö þvi aö fundarslit
verði fyrir hádegi á morgun.
Á Akureyri: Heildverzlunina Eyfjöró h/f
— Skipaþjónustuna h/f
Á ísafirði: Sandfell h/f, Umboðs og heild-
verzlun §
í Reykjavík: Kr. Ó. Skagfjörö h/f
— Landssamband ísl. útvegsmanna s
- — Seifh/f |
— Sjávarafurðadeild Sambandsins
— Þ. Skaftason h/f. I
Plasteinangrun hf.
.. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
@ Sjávarafurðadeild
SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 28200