Tíminn - 27.08.1978, Qupperneq 17

Tíminn - 27.08.1978, Qupperneq 17
Sunnudagur 27. ágúst 1978 17 Sundböl, Per: Dansk Islandspolitik 1913 — 1918 Odense Universitetsforlag 1978. Bókin, sem hér liggur fyrir, er að stofni til kandidatsritgérð höf- undar, en hann lauk cand. mag. prófi i sagnfræði frá háskólanum i Óðinsvéum árið 1977 Eins og nafnið bendir til, fjallar ritið um samband Danmerkur og Islands á árunum 1913 — 1918. Höfundur skiptir riti sinu i 7 meginkafla: Hinn fyrsti fjallar um sambands- mál íslands og Danmerkur 1848 — 1913 annar kaflinn er um sam- bandsmálið á árunum 1913 — ’15, sá þriðji um umræðurnar um skipun nefndar i sambandsmál- inu 1917 og 1918, sá fjórði um Islandspólitik Dana vorið 1918 og sá fimmti um samningaviðræður Dana og íslendinga i Reykjavik sumarið 1918. Sjötti kaflinn segir frá þeim móttökum, sem Sam- bandslagasáttmálinn fékk i Dan- mörku og sjöundi og siðasti kafl- inn er um umræður um sáttmál- ann á Rikisþinginu. Við samningu ritsins hefur höf- undur aðallega stuðst við danskar heimildir, enda er markmið hans fyrst og fremst það að skýra frá stefnu Dana i málinu. Hann not- færir sér mikið dagbækur og endurminningar danskra stjórn- málamanna, skjöl danskra stjórnmálaflokka, auk fjöl- margra annarra heimilda, svo sem yfirlitsrita um sögu þessa timabils, rita um ríkisrétt, dag- blaða og fleiri. Kaupmannahafnarför Hannesar Hafstein 1913. 1 fyrsta kafla bókarinnar rekur höfundur gang mála i sambúð Dana og Islendinga frá setningu dönsku stjórnarskrárinnar, Grundloven, 1848, og til 1913. Þessi kafli er ætlaður sem yfirlit, lesendum til glöggvunar og kem- ur fátt nýtt fram i honum. I öðr- um kafla er svo fjallað um gang Sambandsmálsins á árunum 1913 — ’15 og þar koma fram upplýs- ingar, sem ég minnist ekki að hafa séð áður, og eru að minni hyggju mjög mikilvægar. A bls. 26 hefur að segja frá för Hannesar Hafstein til Kaupmannahafnar 5. október til 25. nóvember 1913, en þá átti hann miklar viðræður viö dönsku stjórnina og konung um Sambandsmálið og Fánamálið. Á bls 26 — 28 er greint frá þessum viðræðum og kemur þar glöggt fram sú fimi og það þrek, sem Hannes sýndi i deilunni við dönsk stjórnvöld. Höfundur notaði við samningu þessa kafla skjala — söfn dönsku ráðherranna frá þessum tima, einkum þó Rode innanrikisráðherra og Zahle for- sætisráðherra. Þar er að finna Hannes Hafstein Jón Þ. Þór: Nýjar up um Samt plýsii >ands igai mál ið trúnaöarbréf, sem Hannes ritaði viðkomandi ráðherrum á meðan hann dvaldi i Kaupmannahöfn. Um fánamálið ræddi hann i bréfi til Rode 11. 10. 1913 og benti þar m.a. á, að á tslandi heföu aldrei verið viðteknar neinar reglur um notkun Dannebrog, og þar sem verzlun og siglingar tslendinga væru islenskt sérmál samkvæmt Stöðulögunum frá 1871 hlyti notk- un islensks fána einnig að vera sérmál Islendinga. Fánamálið var mikið tilfinningamál, bæði fyrir Dani og Islendinga. Sumir dönsku ráðherranna, þ.á.m. Zahle, voru heldur hliðhollir Islendingum i málinu, en urðu að fara fram með ýtrustu gætni, m.a. til þess að styggja ekki kon- unginn, sem var mjög sárt um að tslendingar hættu að flagga með Dannebrog. Til sátta bauð kon- ungur, að Islendingar mættu setja sérstakt islenskt merki i danska fánann, — bara ef þeir vildu halda áfram að nota hann. Fánamálið var á endanum ley st með konunglegri tilskipun, en i safni Zahles forsætisráðherra hefur Sundböl fundið minnisblöð, sem sýna, að Hannes Hafstein átti uppástunguna að þeirri leið, sem Zahle mætli með að Danir færu til lausnar i þessu viðkvæma máli. Eg man ekki til þess aö hafa Jðn Magnússon. séð þessara atriða getið i islensk- um ritum um þessi mál og Kristján Albertsson segir t.d. aðeins i ævisögu Hannesar (11.2,246): „Ekkert mun vera vitað um viðræður Hannesar Hafsteins um fánamál- ið við dönsku stjórnina”. Sprengdi Zahle Sjálf- stæðisflokkinn gamla? Þegar sagt hefur verið frá lok- um Kaupmannahafnarfarar Hannesar Hafstein 1913 og siðan frá för Sigurðar Eggerz á konungsfund árið 1914, skýrir höf- undur frá för þeirra þremenning- anna: Einars Arnórssonar, Guðmundar Hannessonar og Sveins Björnssonar til Kaup- mannahaínar í mars 1915. Þar kemur ýmislegt skemmtilegt fram, m.a. það, aðá meðan á dvöl þeirra i Kaupmannahöfn stóð örkuðu þeir Bogi Melsteð og dr. Valtýr Guðmundsson á fund Zahle og sögðu honum, að ef Dan- ir semdu við þessa þrjá islensku stjórnmálamenn myndi það að- eins leiða til þess, að þeim (þremenningunum) yrði afneitaö á Islandi. Danir ákváðu þó aö halda áfram samningaumleit- unum og lauk þeim se m kunnugt er með samkomulagi um ýmis atriði, en stóra málið: rikis- réttarlegt samband Islands og Danmerkur var enn óleyst. Skömmu siðar var Einar Arnórsson skipaður ráðherra og varð það til þess, að Sjálfstæðis- flokkurinn gamli klofnaði i langs- um og þversum. Bókarhöfundur segir skýrt og skorinort frá þvi, að þetta hafi einmitt verið ætlun Zahle, þegar hann lagöi til við konung að Einar yrði geröur ráðherra i stað Sigurðar Eggerz. Með þessu móti einu taldi Zahle, að hægt yrði að fá frið fyrir rót- tækustu öflunum i Sjálfstæðis- flokknum. Sinnaskipti konungs 1918. A árinu 1917 var Jón Magnús- son, sem þá var orðinn forsætis- ráðherra á ferð i Kaupmanna- höfn. Hann átti viðræður við Zahle, sem urðu til þess, að hreyf- ing komst aftur á Sambandsmáliö eftir nokkurt hlé. Þingkosningar voru fyrirhugaðar i Danmörku vorið 1918 og vildi Zahle ekki gefa neinar yfirlýsingar, né aðhafast neitt opinberlega i málinu fyrr en að þeim loknum. Jón Magnússon mátti hins vegar glöggt skilja, að danski forsætisráðherrann hafði fullan hug að leysa málið á þann hátt, sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Strax að kosningunum loknum tók konungur hins vegar frumkvæði i málinu og kom á við- ræðum á milli Zahles, E. Brandes og H.N. Andersens, stofnanda Ostasiatisk Kompagni. Andersen hafði alllengi staðið i nánu sam- bandi við konung og vildi að Sambandsmálið yröi leyst sem fyrst til þess að danskir fjármála- menn gætu hafist handa á tslandi. Hugmynd hans var einfaldlega þessi, samkvæmt frásögn bókar- höfundar (bls 60): Islendingar eiga aö fá allt það frelsi, sem þeir óska og svo fáum við þá sjálfa til þess að taka frumkvæðið i virkj- unarmálum og fleiri athöfnum, þar sem danskt fjármagn verður notað. Ein hugmynd Andersens og fleiri var að vinna saltpétur úr loftinu á Islandi, og þess ber að gæta, að á þessum árum óttuðust Danir mjög þá samvinnu, sem virtist ætla að verða með Islend- ingum og Norðmönnum i virkj- unarframkvæmdum. Konungur hafði fram til þessa verið ansi stifur á meiningunni og komu þessi sinnaskipti hans dönskum stjórnmálamönnum á óvart. Margt fleira talsvert kemur fram i þessari ágætu bók. Höfundur skýrir skilmerkilega frá afstöðu dönsku stjórnmála- flokkanna til Islandsmála á Margt fleira athyglisvert kemur fram, að Radikalir og Sósialdemókratar vildu yfirleitt sem mest fyrir Islendinga gera, Venstrevaroftastá báðum áttum og afstaða flokksmanna blandin mjög, en ihaldsmenn vildu engar tilslakanir veita. Einnig kemur skýrt fram, að danskir stjórn- málamenn vildu geta sagt við umheiminn, einkum þó leiðtoga Vesturveldanna að fyrra striði loknu: Þarna sjáið þið, viö virð- um sjálfsákvörðunarrétt Islend- inga, ætlið þið ekki aö virða óskir Suður-Jóta i þeim efnum. Eins og áður sagði er rit þetta kanditatsritgerð að stofni til Það er gefið út sem pappirskilja og er allur frágangur þess með ágæt- um. Að lokum vil ég hvetja sem flesta, sem á annaö borð hafa áhuga á islenskri sögu þessa timabils til þess að kynna sér þetta rit. Þar kemur margt at- hyglisvert fram og það er vel ómaksins vert að kynna sér sjónarmið Dana i málinu. Kristján konungur X. BRUÐUVAGNAR OG KERRUR MARGAR GERÐIR Mjög gott verð HEILDSÖLUBIRGÐIR: INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.