Tíminn - 27.08.1978, Page 31
Sunnudagur 27. ágúst Z978
31
O
til þjóövegarins sömu leiö og viö
komum.
Þaö kvöldar óöum. Sumarhúm-
iöer aöbyrja aö gera vart viö sig,
friöi og kyrrö heiöavlöáttunnar
verður ekki meö oröum lýst. Viö
erum staddir á hárri melöldu, á
aö giska rösklega tveggja tima
gang fyrir innan Háreksstaði.
Okkur dettur i hug aöstansa, taka
upp sjónaukann og horfa suöur á
heiðina, áöur en birtan óskýrist
enn meira, og vita hvort viö sjá-
um nokkuö merkilegt, til dæmis
hreindýr á kvöldgöngu. En viö
sjáum ekki nein hreindýr. Aftur a
móti sjáum við tvær dilkær, báö-
ar einlembdar, tiltölulega
skammt frá okkur, á fallegum
laufbala, rétt sunnan viö Háreks-
staöakvislina. Ég þóttist sjá í
kikinum, aö önnur ærin væri meö
svart höfuö, og liklega eitthvað
dökk neöan á kviönum, — ég sá
þaö ekki greinilega.
Allt i einu var næturkyrrö
heiöarinnar rofin, óvænt og
skyndilega. Skjótt, eins og hendi
væri veifaö, stökk stór mórauö
tófa aö kindunum og ég sá ekki
betur en að hún næði ullina á
hausóttu ánni. Ærin brást viö,
snöggt og harkalega, og tófan
missti hennar hafi hún þá veriö
búin aö ná i ullina, eins og mér
sýndist. Kindurnar stukku saman
i hnapp, og hausótta ærin stóö
framani, og sýndist til alls búin.
Tófan virtist setjast á rassinn, —
eöa ef til vill hefur hún „húkt.”
Þær horföu beint hvor framan i
aðra, hún og hausótta ærin, ef til
vill hafa þær veriö aö vega og
meta hvor mætti sin meira, og
hvernig orrustan skyldi háö.
En nú segir af okkur feröalöng-
unum. „Þennan leik veröum viö
aö stööva, þótt fjarlægöin sé
nokkur, og viö auðvitað vopnlaus-
ir” sagöi ég viö bróöur minn, og
hann var að sjálfsögöu sammála
þvi. Við fórum nú að tala saman,
hátt, ég meira að segja kallaöi til
tófunnar, en bróðir minn flautaði
bilnum, snöggt og hvellt. — Ég
hef aldrei á ævi minni séö fer-
fætta skepnu taka annaö eins við-
bragö og tófan tók, þegar hún
heyrði til okkar. Hún hentist,
fremur en hljóp frá kindunum,
upp yfir mel, sem er þarna
skammtfrá, komst þar i moldar-
flag, sem var samlitt henni, og
hélt áfram eftir þvi svo langt sem
séðvarð og stefndi austur í heiði.
— Mér þykir óliklegt að hún hafi
látið sjá sig aftur á þessum stað
þá nóttina.
En hvers konar skepna var
þessi tófa? Og hvað kom henni til
þess aö haga sér svona? Hvers
vegna ræðst hUn á fulloröna á um
hásumarið, þegar alls staðar er
nóg æti, og vafalaust þúsundir,
fremur en hundruð, hálffleygra
unga um alla Heiði? Var tófan
einhver unglingur, sem var bara
að „flangsa”, og „meinar ekki
neitt meö þvi,” eöa var þetta
magnaður dýrbitur, sem litur
ekki við ööru en kindablóöi-og
keti, þótt nóg sé af annarri fæöu,
sem afla má meö auðveldara
móti en því að ráðast i aö drepa
stóra, fullorðna á? Þetta vita auö-
vitað hvorki ég né aörir, en ef
þarna hefur verið á feröinni for-
hertur dýrbitur, — sem sums
staöar á landinu heitir blóöbitur-
þá þyrfti nauösynlega aö kodda
henni áöur en lambfé kemur i
heiðarnar næsta vor. — Þess má
geta, til nánari skýringar, aö á
var hægur sunnan andvari. Tófan
var þvi sem næst I hásuður fra
okkur, andvarinn lá frá henni til
okkar, en ekki öfugt- og þess
vegna var alveg eölilegt aö hUn
yröi okkar ekki vör, fyrr en hún
heyröi til okkar. Auk þess hygg ég
aö hún hafi komið upp úr farvegi
Háreksstaöakvislarinnar, þegar
hún stökk fyrst að kindunum, og
þá hefur vatnsniöurinn llka
blekkt hana.
A fornum sldðum
Og svo er maöur allt i einu
kominn 1 menninguna, — meö
þjóöveginn á milli Austur-og
Noröurlands undir hjólum. Viö
ökum noröur i Möröudal, og
beygjum til hægri fyrir sunnan
Skarösána. Næsti áfangi er Kál-
fell i Fossheiöi. Þaö er komið
fram yfir miðnætti, og satt aö
segja er maöur búinn aö fá nóg,
siðan klukkan hálfsex i morgun.
Þó er enn drjUgur vegur eftir, áð-
ur en hægt er aö ganga til náða.
Rétt er, fyrst hingaö er komiö,
að staldra andartak viö nafn
Skyndiferð
þessa bæjar. Nú á dögum segja
flestir og skrifa Kálffell, meö
tveim f-um. Hins vegar sögöu
gamlir Vopnfiröingar, sem best
þekktu til á þessum slóöum, aö
bæöi fjalliö og bærinn sem þar
var byggður, hétu Kálfell og
drægju ekki nafn af nautpeningi,
heldur þeirri jurt, sem almenn-
ingur á Islandi hefur lengi kallað
„fjallakál” en heitir ööru nafni
ólafesúra. Einn þeirra „gömlu
Vopnfiröinga,” sem hér er átt við,
var Aöalbjörg Methúsalemsdottir
á Fossi, fósturmóöir fööur mins,
en Kálfell mun fyrst hafa verið
byggt af fööurbróöur hennar.
Þaö hefur veriö rétt um 1850, en
Aöalbjörg var fædd áriö 1842, og
mátti þvi vel vita þetta. Þvi má
svo bæta við aö i gömlu sálna-
regstrifrá Hofi i Vopnafiröi, hef
ég fundið að klerkur skrifar alls
staöar Kálfell, -meö einu f-i,- og
hefur vafalitiö vitaö hvaö hann
söng.
Ekki var morgunninn á Káifelli
siöri en verið haföi á Heiöarseli
daginn áöur. Þaö er glampandi
sólskin, og verður áreiöanlega
heitt, þegar fram kemur á dag-
inn. Okkur veröur fyrst fyrir aö
ganga „framogupp aö Lind” til
þess aö hafa um hönd hreinlæti.
Lindin á Kálfelli er fram Ur skar-
andi fögur uppsprettulind, —
kaldavermsl — köld mjög og hið
ákjósanlegasta drykkjarvatn.
Dáli'till spölur er frá henni og
heim aö bænum, og þvi var þaö,
að þegar faðirokkarbjó þar, gróf
hann langan skurö meö handafli
að sjálfsögöu, og veitti Lindinni
alveg heim aö bæjarvegg. Nú er
Lindin aftur kominn I sinn gamla
farveg fyrir löngu, en skuröurinn
er enn opinn . og fullfær um aö
flytja vatn hennar heim aö bæn-
um, þótt hann sé orðinn grasi gró-
inn í botninn, viðast hvar.
,,Og slik er forherðing
hugarins...”
Já, hér bjó Sigurður Þorsteins-
son með fóstru sinni, þegar hann
var ungur maöur. A gamals aldri
sagði hann mér, aö Kálfell væri
sá bær, þar sem hann hefði unaö
sér einna best, af öllum þeim
dvalarstöðum, sem honum buöust
um dagana. Það er lika mála
sannast, að vinalegt er á Kálfelli,
viðsýnt mjög og sólrikt. Þegar
gangur sólar er lengstur, hverfur
hún þar aldrei, hvorki á nóttu né
degi, i talsvert langan tima.
Vorið 1910 lauk búskap þeirra
Sigurðar Þorsteinssonar og Aðal-
bjargar Methúsalemsdóttur á
Kálfelli. Þaö falaöist enginn eftir
ábúö á kotinu, svo að Sigurður
reif bæinnog seldi timbriö öörum
heiðarbónda. Siðan hefur ekki
verið búið á Kálfelli og veröur
þaö áreiöanlega ekki um fyrir-
sjáanlega framtiö.
Oft hef ég komið hingaö, en
reyndarsjaldnastáttþess kost aö
stansa neitt aö ráöi. Að þessu
sinni hef ég ekki heldur yfir ótak-
mörkuðum tima aö ráöa. Ég veit
aö við veröum aö komast til
Akureyrar í dag, og þaö meira aö
segja fyrir kvöldiö. Samt bregöur
svo undarlega viö, aö ég get ein-
hvern veginn ekki slitiö mig frá
Kálfelli aö þessu sinni. Er þaö
vegna þess, aö ég veit, hvaö
manneskjur þaö voru, sem sföast
tendruöu ljós i þessum bæ,
kveiktu upp i hlóöum,sópuðu bæ-
inn, öfluðu heyja á sumrin, gáfu á
garöa og jötur aö vetrinum? Er
þaö vegna þess, aö þetta veröur i
fyrsta skipti, sem ég mun koma
„austan út Heiöi,” án þess aö
geta sagt seinasta bóndanum á
Kálfelli, hvaö ég hafi séö og heyrt
á fornum slóðum? Hann blöur
min ekki lengur heima til þess að
hlusta á feröasöguna.
„Af hverju sem þaö stafar....”
segir góður vinur minn i Reykja-
vik oft, þegar hann skiiur hvorki
upp né niður i einföldustu hlutum.
Þaö má vist einu gilda „af hverju
það stafar,” aöég á svo erfitt meö
aö hafa mig héöan frá Kálfelli
núna, en vil halda áfram að sitja
hér I sólskini þessa júlidags. Þaö
er alveg jafnmikil staöreynd, „af
hverju sem það stafar.” Að lok-
um tók ég upp á þvi aö ganga til
grasa I kringum bæinn. Hér er
meira en nóg af f jallarösum, stór-
um og fallegum, en auðvitað er
þaö ekki samkvæmt „ritúalinu”
að „grasa’ ’ i sólskini og breyskju-
hita. Þaö á helst aö gera i
rigningu eða góöu áfalli, eöa þá
þegar nýbúið er að rigna hressi-
lega. Þá eru grösin mjúk og nást
vel, en krækjast ekki alls staöar I
gras og lyng, svo maður veröur
aö gæta sin, ef ekki á allt aö fara I
handaskolum. Nú, en ég er ekki
heldur aö þessu til þess aö afla
tekna, enda ekki einu sinni með
nein ilát undir f jallagrös. Ég veit
lika vel, aö égá ekki neitt i þessu,
heldurerégað „grasa" iannarra
manna landi. Þó finn ég ekki
tilneins samviskubits á meðan ég
er aö þessu, og slik er forheröing
hugarins aö mér finnst meira aö
segja i svipinn, aö enginn maöur í
veröldinni eigi meiri rétt á þess-
um fjallagrösum en einmitt ég. —
„Faöir minn varfæddurhér i Blá-
skógaheiði nni,” sagöi gamli
maöurinn i tslandsklukkunni,
þegar „kóngsins bööull” benti
honum á þá veraldlegu staö-
reynd, aö „enginn á annaö en þaö
sem hann hefur bréf uppá.”
Allt tekur enda, og þetta lika.
Þar kemur um siöir, að brúnni
Ford-Qortinu er ekið úr hlaöi á
Kálfelli, enþetta mun hafa veriö i
fyrsta skipti, sem fimm manna
fólksbill ekur þar heim aö bæjar-
vegg. Siöan erhaldið vestur öræf-
in. Það er sólskin og hiti og hey-
þurrkur einsog best veröur á kos-
iö, enda eru Grimsstaöamenn i
flekk, þegar viö ökum þar meö-
fram túninu. Svo erum viö fyrr en
varir komnir á noröurbrún
Námaskarös, og Mývatnssveitin
liggur fyrir fótum okkar, bööuö i
sólskini. Hér þyrftum við helst aö
stansa dálitiö til þess aö huga aö
dekkjum bilsins meöaöstoð góöra
tækja. Við höföum þurft aö
pumpa lofti i dekk, þegar viö vor-
um hjá túninu á BrU á Jökuldal, á
Kálfelli þurftiað setja aukadekk-
iö undir, og nú veröur sjálfsagt
ekki hjá þvi komist að láta slöng-
ur iöll dekkin. Hér, eins og jafnan
i þessari ferö, er heppnin meö
okkur. Fyrsti maðurinn, sem viö
hittum i Mývatnssveit, var ein-
mitt bilaviðgeröarmaöur, og
frændi minn að auki, — einn
þeirra ungu manna, sem hafa al-
ist upp á æskuslóöum minum i
Vopnafiröi, eftir aö ég fór þaðan
alfarinn. Haukur Hreggviðsson
var fljótur aö setja slöngurnar i
dekkin, enda meö góö áhöld i
höndum, og að þvi loknu var ekki
annaö eftir en aö aka seinasta
áfangann, — til Akureyrar. Þang-
aðvarkomiö að áliönuln degi, og
þar meö var þessi „Heiöarferö” á
enda. Eiginlega er hún eina friið,
sem ég hef tekiö mér á þessu
sumri, þótt ég hafi ekki skrifaö
grein f Timann siðan i mai i vor.
,,Má ég þá heldur biðja
um...”
Hér væri I raun og veru hægt aö
fella frásögnina. Þaö telst ekki til
tiðinda, þótt næsti dagur væri
notaður til þess aö rápa um götur
Akureyrar og reka þar ýms er-
indi. Þegar því lokiö, var ekki
annað fyrir hendi en aö halda suö-
ur á bóginn, en ég timdi ekki aö
missaaf þvi að sjá sveitir Noröur-
lands og Borgarfjarðar, áöur en
grös færu að falla. Þess vegna fór
ég ekki súöur með flugvél, heldur
áætlunarbil. Þaö er ósköp notar-
legt aö sitja einn sins liös i lang-
feröabil, ótruflaöur af öllu nema
eigin hugsunum. „Sessunautur”
minn var hreindýrshorn, sem ég
haföifundiö .„austur i Heiöi.” Ég
þoröiekkiaöláta þaö I lest bilsins
af ótta viö aö það annaö hvort
skemmdi farangur eöa yröi sjálft
fyrir hnjaski. — Mér virtist, að
bráðung og afar aölaöandi kona
meöal farþeganna liti annaö slag-
iö þangaö sem ég sat, en svo þótt-
ist ég sjá útundan mér, aö hun
væriaögefa horninuauga en ekki
mér, — ogþá var svo sem ekkert
gaman aö þessu.
Innisetumenn, sem gera litiö
annaö en aö lesa og skrifa allan
ársins hring, þurfa aö lyfta sér
upp einsoftog viö veröurkomi, ef
þeir ætla aöhalda heilsu. Útivera
og lengri eða skemmri feröalög
eruþeim hinmesta nauösyn. Vist
þótti mér þægilegt þegar ég átti
þess kost aö dveljast i' nokkra
daga á góöu hóteli á Costa del Sol
á Spáni, þar sem hin ákjósanleg-
asta baöströnd er fast viö hús-
vegginn. Mér leið vel þar, og þaö
hvarflar ekki aö mér aö kasta
neinum ónotum aö þvi fólki, sem
kýs að eyða sumarleyfinu sinu á
slikum stööum. En, — má ég þá
heldur biðjaum aö vakna viö sól-
skin og fuglasöng sunnan undir
bæjarveggnum á Heiöarseli i
Jökuldalsheiöi, eöa aö Kálfelli I
Vopnafiröi. —VS.
Frá Mýrarhúsaskóla
Nemendur 4. 5. og 6. bekkja mæti föstu-
dagino 1. sept. kl. 13.
Nemendur 1. 2. 3. bekkja mæti föstudag-
inr> 8. sept. kl. 10.
Haft verður samband við nemendur 6 ára
deilda simleiðis.
Kennarafundur er föstudaginn 1. sept. kl.
10.
Skólastjóri.
Skagfirðingar
Sauðárkróksbúar
Enn er unnt að bæta við nemendum i
framhaldsdeildir Gagnfræðaskólans.
Heimavist er á staðnum.
Upplýsingar veitir skólastjóri Gagnfræða-
skólans i sima 95-5219.
Skólanefndin á Sauðárkróki
hljómflutnings
tækjanna svikur engan.
Gerið verð- og gæðasamanburð.
Viö bjóöum mjög hagkvæm kjör og góöan staö-
greiösluafslátt 3%.
Þessi tæki eiga sér enga
keppninauta, enda seljast
Skipholti 19
sími 29800 hljómflutningstækin i þúsundum.
27 ár i fararbroddi
SHC 3150
SHC 3220
70 WÖtt
Hátalar fylgja
Verð: 234.320 útb. 100 þús.
Kristalstœr
hljómur
25 WÖtt Hátalar fylgja
Verð 159.980 útb. 75 þús.
Sambyggðu
hljómtækin
vinsælu