Tíminn - 27.08.1978, Page 36
£«U,
Sýrð eik er
sígild eign
fiGiÖGill
TRÉSMIDJAN MÉIDUR
A SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822
Sunnudagur 27. ágúst 1978 186. tölublað —62. árgangur
Gagnkvæmt
tryggíngafé/ag
m
f ——— 1 ■■■'■
Spádómar Malakí
Krukkspá kaþólsku
kirkj unnar frá 12.öld
Til er frá sfðari hluta miöalda
spádómur um framtiö páfa-
dóms og kirkjunnar. Þessi
Krukkspá kaþólsku kirkjunnar
er venjulega kölluö Spádómur
Malaki. Þar segir, aö efsti dóm-
ur veröi áriö 2010, og eigi nii að-
eins eftir aö sitja þrir páfar.
Spásagnir þessar eru á hand-
riti sem birt var i Feneyjum á
ofanverðri sextándu öld.
Benediktinamunkur gaf þaö út
en vildi fátt segja um hvaöan
hann heföi fengiö handritiö.
Sögnin segir aö það sé eftir heil-
agan Malaki, erkibiskup á Ir-
landi á tólftu öld. Hann var vin-
ur Benedikts frá Clairvaux og
dó i örmum hans.
Malaki er stytting á Irska
nafninu Maol Maodhog Ua
Morgair. í spádómnum er sagt
frá öllum páfum, sem áttu eftir
aö koma frá 12. öld til enda
heims. Siöasti páfinn tekur sér
nafniö Pétur II. Er þá lokaö
hringnum, þvi Pétur var fyrsti
páfinn og fyrsti biskup Róma-
borgar. Aörir páfar eru ekki
nefndir meö nafni en táknaöir
meö dularfullum oröum.Hafa
menn löngum haft skemmtun af
aö ráöa i þessar oröagátur. Sé
fariö eftir rööinni og gáturnar
tengdar páfunum eftir á hafa
margir taliö sig finna samsvör-
un milli páfanna og spádóm-
anna um þá. Sem dæmi má
nefna aö um Benedikt XV
(1914-1922) segir aö hans páfatiö
einkennist af „Religio depo-
pulata” fækkun trú(aöra).
Heimstyrjöldin fyrri geysaöi á
hans timum og kristnir menn
urðu viöa fyrir ofsóknum.
Um Jóhannes XXIII segir að
hann verði „pastor et nauta”.
Hann var erkibiskup i siglinga-
borginni miklu Feneyjum er
hann varö páfi áriö 1958 og
kallaöisiðan saman Kirkjuþing.
Um Pál VI sagöi, aö hann væri
„Flos florum”, blóm blóma.
Liljan i skjaldarmerki ættar
hans er oft nefnd blóm blóma i
skialdarmerkjafræöinni.
Um næsta páfa segir aö hans
merki sé „De mediante lunae”
— um miöju tungls. Hvaö getur
þaö þýtt? Menn hafa þegar stig-
iö fæti á tunglið svo kannski er
hér bent til aukinna áhrifa
múhammeðstrúarmanna sem
hafa hálfmánann sem merki
sitt. Um hinn næsta segir aö-
eins: ,,De laborie solis” um
erfiði sólar. Er hér bent á að
orka sólar veröi notuö eöa
kannski aö hér sé átt viö Krist
og aö erfitt sé fyrir geisla hans
aö ná til mannanna?
Næstsiöasti páfinn er
táknaöur meö oröunum ,,De
gloria olivae” sem leiðir hugann
að ólivugreininni sem dúfan bar
Nóa er syndaflóöinu linnti.
Getur þetta átt viö lok einhvers
hörmungatimabils, kjarnorku-
styrjaldar eöa einhvers af þvi
tæi?
Loks kemur svo Petrus
Romanus, hinn rómverski Pét-
ur. Um hannsegir: „Péturhinn
rómverski heldur hjöröinni á
beit meöan miklar hörniungar
ganga yfir. Þá eyðist borgin á
hæöunum sjö og dómarinn ógur-
legi dæmir mennina.” Borgin á
hæöunum sjö er Róm.
Flestir sagnfræðingar eru
þeirrar skoðunar, aö ritverk
þetta sé tilbúningur siðari tíma
manna. En hvernig sem þvi er
háttaö þá er ekki ótrúlegt, aö
þegar aldamótin nálgast muni
heimslitakenningar skjóta upp
kollinum alveg eins og geröist á
árunum fyrir 1000, þegar efsti
dómur átti aö ganga.
Reykjavik er ákaflega opin
borg og þess hefur veriö gætt
aö byggöið sé ekki of þétt.
Stundum kann aö virðast sem
óþarflega iangt sé á milli
húsaþyrpinganna og komi þaö
niöur á gróðri, sem þarfnast
skjóls fyrir næöingunum.
Garðar Reykjavikur eru nú
sem óöast aö vaxa og gróöur-
inn þar að veröa hávaxinn.
Ekki er að búast viö hér sé
unntaö rækta, nema skjólbelti
styöji ungviðið. Meðal þeirra
garöa, sem fáir taka eftir er
þessi snyrtilegi garöur viö
Grundargerði. Þarna er aö
vaxa faliegur gróöur I ákaf-
lega velhirtum garði.
Á myndinni sést umsjónar-
maöur garðsins viö Grundar-
geröi, Þórhallur Halldórsson
og aöstoöarmaöur hans.
Fagur garður í Grundargerði
Að
sjá
hið
fagra
„En veistu, kæri
Helmuth, hvað mig skipt-
ir nú orðið mestu máli?
Jú, að mér varð Ijóst enn
á ný, að flestir nota hluti
til að gera eitthvað
heimskulegt með þeim
(t.d. að kitla hvern annan
með pátuglafjöðrum), í
stað þess að horfa fast á
hvern hlut og skoða
fegurðina sem í honum
býr. Þá kemur í Ijós, að
flestir hafa ekki hug-
mynd um hve fagur
heimurinn er og hve
mikil dýrð er fólgin í
minnstu hlutum, í al-
gengu blómi, í steini, í
trjáberki eða birkilaufi.
Fullorðið fólk er hlaðið
störfum og þrúgað af
áhyggjum. Það kvíðir
ómerkilegum atburðum
og glatar smátt og smátt
hæfileikanum til að sjá
þessa auðlegð, sem
athugul og væn börn taka
eftir og elska af öllu sínu
hjarta."
(Rainer Maria Rilke)