Tíminn - 08.09.1978, Síða 5

Tíminn - 08.09.1978, Síða 5
Köstudanur h. september 1978 5 brimklo Halli og Laddi með hljóm- leika á Laugar- dalsvellinum — fyrir Evrópuleik Vals og Magdeburg SOS-Reykjavík. — Popp- ara hefur lengi dreymt um að halda stór hljóm- leika á Laugardalsvellin- um — frammi fyrir 5-6 þús. áhorfendum. Draumurinn verður nú að veruleika/ því að búið er að ákveða að hljómsveit- in Brimkló og þeir félag- ar Halii og Laddi halda hljómleika á Laugardals- vellinum miðvikudaginn 13. september. Brimkló, Halli og Laddi halda hljómleikana i sambandi við leik Vals gegn Magdeburg frá A-býskalandi i Evrópukeppni Málaskóli Halldórs 25 ára Málaskóli Halldórs borsteins- sonar er 25 ára um þessar mund- ir. Fyrstu 9 starfsárin var skólinn starfræktur i Kennaraskólanum gamla. bá var hann fiuttur I Barnaskóla Austurbæjar þar sem hann var starfræktur i 10 ár og siðustu 6 árin hefur skólinn verið til húsa I Miðstræti 7. Námsgreinar skólans eru danska, enska þýska, franska, spænska, italska og islenska fyrir útlendinga. Um árabil voru einn- ig svokallaðar undirbúnings- deildir fyrir landspróf. Auk skólastjórans, sem kennir mest sjálfur, starfa bæði erlendir og innlendir kennarar við skól- ann. Meðal nýjunga i skólastarfinu má nefna, að næsta vor kemur skólastjóri málaskólans Estudio Internacional Sampere til Reykjavikur i boði Halldórs bor- steinssonar. Hann mun kenna væntanlegum Spánarförum á eins til tveggja vikna námskeiði. Að þvi loknu er ætlunin að fara með 30-40 manna hóp til Madrid og halda þar náminu áfram i 3-4 vik- ur eða lengur, i skóla Sampere, Nemendur búa hjá spænskum fjölskyldum meðan námskeiðið er sótt og er þeim dreift á jafn- margar fjölskyldur. bað er gert til þess að koma I veg fyrir að nemendur tali sitt eigið móður- mál sin á milli. Ollum er heimil þátttaka jafnt nemendum i Mála- skóla Halldórs sem nemendum úr öðrum skólum, þar sem spænska er kennd. Ný bók um Morgan Kane Komin er út ný bók i bóka- fiokknum um Morgan Kane, og er það sú ellefta i röðinni. Nafn bókarinnar er „Hefnd”, og hún fjaliar eins og hinar fyrri um ævintýraríkt og spennandi lif söguhetjunnar Morgans Kane. Fyrirhugað er að bók nr. 12, „Stormur yfir Sonora” komi út i október. bá er ákveðið að út komi fyrir jól stór bók um Morgan Kane, þar sem hann blandast inn i atburðina viö Little Big Horn 26. júni 1876, þegar striðsmenn Indiánahöfðingjans Sitting Bull gersigruðu riddarasveitir Cust- ers hershöfðingja. Tímann vantar fólk til blaðburðar i eftirtaiin hverfi: Suðurlandsbraut Ægisiða Snorrabraut Kjartansgata Akurgerði VMmi Sími 86-300 meistaraliða i knattspyrnu, og hefjast hljómleikarnir einum klukkutima fyrir Evrópuleik- inn. bað voru Valsmenn, sem höfðu frumkvæðið að þessum hljómleikum, til þess að koma upp stemningu á áhorfendapöll- unum fyrir leikinn, en fram að þessu netur verið frekar dauft yfir áhorfendum á kappleikjum i Laugardalnum. Brimkló, Halli og Laddi hafa verið á faraldsfæti um lands- byggðina i sumar og, þar sem þeir hafa haldið fjölmarga hljómleika. — Hljómleikarnir á Laugardalsvellinum, verða þeir siöustu i sumarferð þeirra. Mynd: Tryggvi Skólastjórinn, Halldór borsteinsson. Guðný og Jenkins — halda tónleika á Akureyri A morgun halda Ouöný Guð- mundsdóttir, f iðluleikari, og Philip Jenkins, pianóleikari, tón- leika á Akureyri. Tónlcikarnir hefjast klukkan 17 og vcrða haldnir I Borgarblói. Guöný, sem er, einsog kunnugt er, konsertmeistari Sinfóniu- hljómsveitar islands, mun á Jenkins og Guðný þessum tónleikum leika á eitt dýrmætasta og merkasta hljóö- færi, sem til er á tslandi. betta er Guarneriusfiðla, smiöuð á 17. öld og er hún i eign Rikisútvarpsins. Philip Jenkins er velkunnur is- lenskum tónlistaráhugamönnum. Hann kemur frá London, þar sem hann starfar sem Prófessor i pianóleik við Royal Academy of Music. A efnisskránni er vorsónata Beethovens og sónötur eftir Debussy, Brahms og Prokofieff. Aðgöngumiðasala verður við innganginn. Nú vantar ekki umræðuefnin, — átta glænýir ráðherrar og nyr páfi suður I Róm! Eöa er þaö ef til vill nýi trollvirinn á bilpailinum, sem er umræðuefni þessara höfðinga, sem Róbert rakst á hjá verðbúð- unum á Grandanum um daginn?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.