Tíminn - 19.09.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.09.1978, Blaðsíða 6
6 Þriöjudagur 19. september 1978 Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og- auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 á mánuöi. Biaöaprenth.f. Lærdómsríkt fordæmi Margt er það sem við íslendingar höfum lært af Skandinövum, reyndar misjafnlega skynsamlegt en sumt ágæt framfaramál. Fyrir skemmstu var okk- ur sýnt athyglisvert fordæmi úr þessari átt um það hvernig unnt er að bregðast af festu og samheldni við efnahagslegum erfiðleikum. Það fordæmi sem hér er átt við er sú ákvörðun rikisstjórnar norska Verkamannaflokksins að setja launum og verðlagi ramar skorður allt til ársloka næsta árs. Ekki er vist að menn hérlendis geri sér almennt grein fyrir þvi hversu harkalegar og viðtækar að- gerðir norsku rikisstjórnarinnar eru. Allir kjara- samningar eru numdir úr gildi, allar umsamdar hækkanir launa að engu gerðar allt næsta ár, samn- ingalotunni á næsta ári aflýst og almenn verðstöðv- un fyrirskipuð á sama timabili. Með þessum hætti hyggst norska stjórningeta mætt minnkandi þjóðartekjum og versnandi stöðu þjóðarbúsins án þess að allt um koll keyri i óðá- verðbólgu, stéttaátökum og gengishruni. Þessar aðgerðir norsku rikisstjórnarinnar leiða hugann að þeirri staðreynd að i þeim þjóðrikjum, þar sem festa er mest i efnahagsmálum og lifskjör hvað stöðugust ásamt góðum hag alþýðu, hefur tekist að koma á svo sterku skipulagi kjaramála að vinnufriði er ekki raskað nema i undantekningarat- vikum svo að um muni. I þessum löndum öllum er einnig, — og það er mjög athyglisvert, gert ráð fyrir ákaflega viðtæku valdi rikisstjórnarinnar til þess að gripa inn i gerða kjarasamninga og ákvarðanir um verðlag eða fjárfestingu, þegar mikið þykir liggja við. Auk Noregs má einkum nefna Holland i þessu sambandi. Ekki fer á milli mála að þær þjóðir sem hafa borið gæfu til að koma kjaramálum sinum fyrir á friðleg- an og skipulegan hátt hafa lifað við meiri stöðug- leika og jafnari kjarabætur en hinar þar sem óró- leiki, vinnustöðvanir og samsvarandi bráðabirgða- aðgerðir i efnahagsmálum sýknt og heilagt setja svip sinn á stjórnmál og þjóðlif. Það hlýtur að vera augljóst að það er bráðnauð- synlegt að koma einhverri slikri skynsamlegri skip- an á þessi mál i eyriki úti i höfum þar sem aldrei er á visan að róa um efnahag vegna aflabragða, við- skiptakjara eða veðurfars. Og það hlýtur enn fremur að vera augljóst að aðeins með slikum hætti er unnt að veita láglauna- fólkinu og þeim sem lifa við óvissar tekjur ein- hverja tryggingu fyrir afkomuöryggi sinu. Það er af þessum ástæðum og með hliðsjón af reynslu þjóða eins og Norðmanna og Hollendinga til dæmis sem Timinn hefur aftur og aftur á umliðnum árum bent á nauðsyn þess að visitölukerfið verði endurskoðað, ef ekki afnumið ,vegna þess að i þvi felst meginhindrunin i vegi skynsamlegra vinnu- bragða i þessum málum. Og það er i þessu sama skyni sem Framsóknar- flokkurinn hefur allt frá upphafi verðbólguþjóðfé- lags 1942, barist fyrir heildarsamningum i stað stjórnleysis á vinnumarkaði, viðmiðun við þjóðar- hag og þjóðartekjur i stað sifellt verðminni krónu i launaumslögin og stöðugum samráðum aðila vinnumarkaðarins i opinberu kjaramálaráði. Fordæmi norsku rikisstjórnarinnar sem vinnur i nánu samstarfi við launþegahreyfingarnar i Noregi ætti að verða rikisstjórn ólafs Jóhannessonar og reyndar öllum landsmönnum enn ein hvatningin til þess að taka þessi mál til nýrrar athugunar og að- gerða. JS. Erlent yfirlit Graflín Krísts? FYRIR framan dómkirkj- una i Turin á Italiu teygist biö- röö meöfram veggjum, tveggja húslengda löng. Inni i kirkjunni þokast hundraö manna flokkar pilagrima framhjá skotheldum sýningarkassa sem komiö er fyrir fyrir ofan altariö. Inni i kassanum logar á ljósi sem varpar frá sér dulúöugum bjarma. Sá hlutur sem heldur athygli þeirra fanginni er 14 feta langur lindúkur, þar sem mótar ógreinilega fyrir útlín- um þess, sem viröist vera krossfestur maöur. Klæöiö er þekkt sem sveitadúkurinn helgi i Turin og þaö er trú margra aö hér séu komin sjálf grafklæöi Jesú Krists, nafn- kenndasti helgigripur i kristn- inni, — og um leiö sá hlutur i tengslum viö trúarbrögö sem freistar visindamanna mest. t minningu þess aö fjögur hundruö ár eru nú liöin frá þvi er dúkurinn fyrst kom til Turin er hann nú almenningi til sýnis,—I fyrsta sinn i 50ár. Þann 7. október mun sýning- unni ljúka og er þá gert ráö fyrir aö meira en 3 milljónir manna hafi séö helgigripinn. Sem vænta má eru viöbrögö athugenda misjöfn. „Ég fékk aö lita ásýnd Krists,” fullyrti spönsk nunna nýlega. ,,Þetta er meiri endemis vitleysan,” sagöi 18 ára franskur stúdent. „Fyrir mér var þetta bara eins og hver annar klæöisbUt- ur.” En meginúrskurðarins er ekki aö vænta fyrr en sýning- unni lýkur. Fáist samþykki Anastasio Ballestrero erki- biskups i Turin veröur flokki sérfræöinga boöiö til borgar- innar frá Samtökum vefnaöarfræöinga og munu þeir takast á hendur mjög ná- kvæmar rannsóknir á hinu forna en endingargóöa klæöi. Meö ýmis tæki geimaldar aö vopni munu þeir safna saman upplýsingum sem þeir vona aö loks muni svipta dularhulunni af dúknum. Fyrri athuganir hafa þegar eytt eölilegri van- trú ýmissa visindamanna. Kenneth Stevenson sem er I hópi hinnar bandarisku nefndar vefnaðarfræðinga segir: ,,Sé byggt á þeim vis- indalegugögnum sem enn eru fyrir hendi ættu flestir okkar aö geta fallist á aö þetta kynni aö vera likklæöi Krists.” Hvað hinn almenna athug- anda varöar, þarf þaö aö sjá, ekki aö vera hiö sama og aö trúa. Sé litið á dúkinn meö berum augum, er aö sjá á dúknum tvær samhliöa rendur af sviöablettum, —en þeir eru eftir eld, sem næstum hafði grandaö klæöinu á 16 öld, — mynda sviöarendurnar nokkurs konar umgjörð um útlinur mannslikama á klæðinu miöju. En eins og sá maöur sagöi sem fyrstur ljós- myndaöi klæðiö, en hann var italskur lögfræöingur og myndaöi þaö fyrir áttatiu ár- um, — þá má likja dúknum viö ljósmyndafilmu. Þegar hann er myndaður kemur fram mjög nákvæm „pósitív” mynd i þeirri „negativu.” Miklar stækkanir á „nega- tivum”myndum, sem eru til sýnis i hliöarsal I kirkjunni sýna mynd af karlmanni um þaö bil fimm feta og ellefu þumlunga háum. Liggur hann sem hann hvilist meö hendur i skauti og fætur krosslagða viö ökla. Hann er skeggjaöur og er sitt hár hans hnýtt á þann hátt sem geröist meöal Gyöinga á bibliutimum. Hinir furöulega nákvæmu liffræöilegu þættir i myndinni hafa lengi vakiö furöu læknis- fróöra. Andlitið og likaminn eru mörkuö sárum og undum í furöugóöu samræmi viö þaö sem frá er greint i guöspjöll- unum um pislargöngu og krossfestingu Jesú Krists. Bakið er þakið rákum, sem bent gætu til högga eftir róm- verska svipu. Báöaraxlir bera hruflur eftir þunga byröi svo sem kross. tJlfnliöir og fætur eru klofnir og milli fimmta og siöttarifbeinsins markar fyrir sári sem verið gæti eftir lensu. Kristsásýndin á klæöinu. E!nn er eitt sem greinir mann- inn á klæðinu frá hverjum öðrum glæpamanni sem Rómverjar krossfestu en þaö eru blóöblettir I hári og á enni sem gætu hafa komið undan þyrnikrónunni. „Likaminn undir klæðinu” Rannsóknir hafa þegar visaö á bug augljósustu skýringunni á myndinni i klæðinusem sé þeirri að þarna sé að sjá brellu einhvers miöaldamálara. Efnafræðing- um hefur ekki tekist aö greina minnstu merki um lit. Enn fremur þyrfti sá svindlari ekki aðeins aö hafa verið prýöilega aö sér I liffærafræöi og sjúk- dómafræði heldur heföi hann og þurft aö kunna skil á undir- stööuatriðum ljósmyndunar, fimm öldum áöur en mynda- vélin var upp fundin. Enn fremur hafa nýjar athuganir meö myndgreiningartæki frá bandarisku geimferðastofn- uninni leitti ljós aö mynstriö i dúknum veitir upplýsingar um manninn sem þar sést I „þri- vidd” og er þaö árangur sem hvorki listmálun né venjuleg ljósmyndatækni getur náð. Það er tæknilega ómöguiegt samkvæmt rannsóknum okk- ar aö svindlari hafi getaö komið fullkominni þríviöri mynd niður á klæöiö,” segir Stevenson. „Þvi veröum við að ætla aö maöur hafi legiö undir dúknum.” Meginspurningar sem dúkurinn vekur eru: hve gamall erhann? Hvaðan kom hann? Og hiö áleitnasta af öll- um spurningunum: Hvernig þrykktist myndin i dúkinn? Areiðanlegar sagnir votta, að klæöið var fyrst haft til synis á fjórtándu öld í Frakklandi, af öreiga ekkju manns nokkurs sem hét Geoffrey de Charny. Það var þó fljótlega lagt til hliðar eftir að biskup einn full- yrti, aö þaö gæti ekki veriö ekta, þar sem ekki væri um þaö getiö I guöspjöllum. A siðari árum hafa ná- kvæmar athuganir á efni klæöisins leitt til aö þaö er tal- ið ofið i Miö-Austurlöndum á dögum Krists. Eftir niu ára rannsóknir á kuski sem numiö var úr klæðinu fann svissneski glæpamálasérfræöingurinn Max Frei i þvi frævisagnir, likar þvi sem aðeins er aö finna á Dauöahafssvæöinu i Palestinu. „Sé klæöiö ekta sem ég held aö þaö sé ætti það aö vera um það bil 2000 ára gamalt,” sagði Frei. „Sannfærandi svip- mót” Rannsóknir Freis veita stuðning kenningu um uppruna dúksins sem enski sagnfræöingurinn og blaða- maöurinn Ian Wilson hefur sett fram i nýútkominni bók sinni „The Shroud og Turin.” Þar telur hann aö klæöið kunni aö vera hiö nafnkennda „Mandylion” undarlegur dúk- ursem fylgjendur „Austrænu- rétttrúnaöarkirkjunnar” hafa lengi trúaö aö á mætti sjá svipmót Krists. Wilson getur sér þess til aö dúkurinn hafi upprunalega verið fluttur af einhverjum lærisveini Krists tilEdessa, — sem nú er borgin Urfa, i Aantolianhéraði I Tyrklandi, —nokkru fyrir áriö 50 eftir Krist. Hafi þaö veriö gjöf til hins kristna konungs borgarinnar. Eftir aö borgin féll heiðingjum i hendur hvarf dúkurinn þar til á 6. öld, þegar hann fannst i hellisskúta i borgarmúrnum og hlaut „Mandylion”-nafniö. Arið 944 var farið með hann til Konstantinópel, þar sem hann var látinn i safn keisarans. Wilson álitur aö menn á þessum tima hafi ekki gert sér ljóst aö á dúknum mætti sjá mann í fullri stærö, þvi hann var þannig saman brotinn, aö andlitið eitt sást. Hafi ásýndin ein þvi veriö fest I ramma og búiöskrautlegaum hanaogenn telur Wilson aö ástæöa þess hve margar myndir af Kristi eftir 6 öld likist hver annarri sé sú aö þær séu allar geröar meö „Mandylion”-dúkinn i huga sem hvarf á þrettándu öld. Þegar Wilson rekur sögu dúksins áfram, telur hann að hann hafi veriö fluttur til Frakklands af Musterisridd- ara sem veriö hafi forfaðir Geoffrey de Charby hvers ekkja siöar haföi hann skamma hriö til sýnis. Loks var þaö áriö 1453 aö dúknum var fyrir komið I Húsinu Savoy, þar sem hann hefur verið geymdur siöan. Geisla-kraftur Eina örugga leiöin fyrir vls- indamenn til þess að aldurs- greina dúkinn er að beita við hann kolefnis-14 aöferöinni en sliku hafa kirkjuleg yfirvöld hafnað til þessa, þar sem slikt mundi valda skemmdum á of stórum hluta dúksins. Banda- riskir visindamenn hafa nú gengiö frá aöferö til kolefnisprófunar, sem ekki mundi krefjast nema fimm millimetra agnar af dúknum. A meöan hafa aörir visinda- menn lagt fjölmargar óskir fyrir erkibiskupinn I Turin. Suma þeirra langar til aö skoöa dúkinn i rafeinda- smásjá sem haftgetur upp á 3 efnum i einu mannshári og væri tilgangurinn sá aö ganga endanlega úr skugga um að ekki væri um nein litarefni aö ræða. Neutrónuprófun ætti aö geta greint hvort mannsblóö væri á dúknum. Ennfremur vonast visindamenn til aö geta gert á dúknum geislaathugan- ir og athuganir á bakhliö dúksins meö margbrotnum smásjám. Spurninginer auövitað fyrst og fremst sú, hvernig þessi mannsmynd hafi mótast á dúknum. Þar sem engri ann- arri skýringu er til aö dreifa hafa margir visindamenn full- yrt aö þar hljóti einhver geislunarkraftur aö hafa verið aö verki. Hitaorku-efna- fræöingurinn Ray Rogers hjá Los Alamos rannsóknarstofn- uninni einn af um það bil 30 sérfræðingum frá Banda- Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.