Tíminn - 19.09.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.09.1978, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 19. september 1978 5 Verkalýðsfélag Borgamess: Samþykkir að fram- lengja samningana Fundur haldinn I Verkalýös- félagi Borgarness laugardaginn 16. sept. s.l. lýsti ánægju sinni meö aö barátta verkalýös- hreyfingarinnar fyrir gildistöku kjarasamninganna hefur lyktaö meö sigri launafólks. Jafnframt lýst félagið ánægju sinni meö aö samningar skyldu takast á s.l. vori milli Verkalýösfélagsins, Borgarneshrepps, Kaupfélags Borgfirðinga og fleiri atvinnu- rekenda á félagssvæðinu um óskertar verölagsbætur til handa verulegum hluta lág- launafólks. Telur fundurinn aö þessir samningar hafi veriö mikilvægur áfangi f þeim sigri sem nú hefur unnist. Fundurinn samþykkti aö heimila stjórn og trúnaöar- mannaráöi, aö framlengja kjarasamninga Verkalýös- félags Borgarness viö atvinnu- rekendur, til 1. des. 1979, á grundvelli ályktunar sem sam- þykkt var á fundi Miðstjórnar ASl og stjórna landssambanda innan ASÍ, 31. ágúst s.l. Hvað varð af ásetningi fóstranna? FI — Fóstrunemar boöuöu þaö f vor aö ráöa sig ekki á dag- vistunarstofnanir rikis og borgar vegna lélegra launa- kjara. Viö forvitnuöumst um þaö I gær hjá Bergi Felixsyni hjá dagvistun barna I Reykja- vfk, hvort eitthvaö heföi oröiö úr þessum ásetningi fóstr- anna. Bergur kvaö ráöningar i fóstrustöf hjá Reykjavíkur- borg svipaöar aö tölu og undanfarin ár. Ekki rikti al- gjört neyöarástand, en þó væri ljóst, aö mikiö vantaöi upp á til þess aö þörfinni væri full- nægt. Sérstaklega væri h'tiö sótt i forstööumannastörfin og allar mannaskiptingar eru tiöar. Sem dæmi um þetta sagöi Bergur aö dagvistun Reykja- vikurborgar heföi 500 manns i starfi, en helmingi fleiri væru á launaákrá. Hafa þvi veriö tvær um hvert starf á einu ári. A Vesturlandsvegi I framhaldi af „Sverrisbraut”: Vikugamalt olíumalarslitlag stórgallað ATA — Svo sem kunnugt er var borin oliumöl yfir „Sverrisbraut- ina” svokölluöu á Vesturlands- vegifyrlr rúmriviku.Um leiö var sett varanlegt slitlag á alllangan kafla (um 5 km) i framhaldi af Sverrisbraut. A þessum nýja kafla fór þegar sömu helgi og hann var tekinn i notkun, aö bera á skemmdum. Og nú rúmri viku eftir aö vegurinn var tekinn i notkun eru margar stórar holur 1 honum. Timinn sneri sér til Snæbjörns Jónasaonar, vegamálastjóra, og spuröi hann álits á skemmdun- um. — Þaö hafa oröiö einhver mis- tök viö verkiö, sagöi Snæbjörn. — Viö vitum enn ekki hver mistökin voru. Viö biöum eftir aö fá skýringar á þessu. — Verktakinn, Hlaöbær h.f., er nú I vegagerö upp á Akranesi, en mun ljúka framkvæmdum þar einhvern næstu daga. Þá mun verktakinn lagfæra kaflann á Vesturlandsveginum og kanna, hver mistökin voru. — Ég vil taka þaö fram, aö Vegageröin kom ekki nálægt þessum framkvæmdum og vegurinner enn i ábyrgö verktak- ans, sagöi Snæbjörn Jónasson, vegamálastjóri. Verkfræði- og raunvisindadeild H.Í.: Gífurlegt fall á fyrsta ári HR — Innan viö 50% af 1. árs nemum viö verkfræöi- og raunvlsinda- deild H.t. ná upp á 2. ár.Þetta kemur fram f athyglisverörigrein sem Siguröur V. Friöþjófsson deildarfulltrúi vérkfræöi- og rt.unvfsinda- deildar, ritar I árbók Háskólans fyrir árin 1973-76. Greinin fjallar um könnun á námsárangri stúdenta i deildinni sem innrituöust haustiö 1973. Niöurstaöa könnunarinnar var sú aö af 155 stúdentum sem skráöir voru til náms allan veturinn náöu aöeins 53 prófi upp á 2. námsár. Þá er reynt aö kanna hvert sé sambandiö á milli árangurs stúdentanna á stúdentsprófi og námsáranguns þeirra á 1. ári i verkfræöi. Kemur þar fram aö þeir stúdentar sem standast próf upp á 2. námsár eru meö mun hærri meöaleinkunn á stúdentsprófi en hinir sem falla eöa gefast upp viö nám. Þannig nær aöeins fjóröi hver stúdent meö III. eink prófi en rösklega helmingur stúdenta meö I. eink. 1 niöurlagi greinarinnar er vik- iöaö þvi hvernig koma megi i veg fyrir þessa miklu timasóun stúdenta á 1. ári og jafnframt spurt hvort þessi sóun eigi aö fara fram á 1. ári i háskólanum eöa i menntaskólunum. Er þar taliö æskilegast aö setja einhver einkunnamörk varöandi inntoku i deildina en einnig aö gefa stúdentum, undir þeim mörkum, tækifæri til aö endurtaka próf á menntaskólastiginu ef vera kynni aö þaö minnkaöi þá miklu tima- sóun sem nú er raunin þegar 50% þeirra falla. Snæfellið náðist á flot í gær t gær tókst aö ná Snæfellinu upp en þaö sökk sem kunnugt er á Akureyri þann 7. september þar sem þaö lá bundið viö hliö gamla siöutogarans Haröbaks. Aö sögn Þorsteins Þorsteins- sonar, verkstjóra hjá Slippstöö- inni, gekk seint aö ná skipinu upp. Ennþá á eftír aö þurrka upp skipiö og þétta þaö. Snæfelliö hefur legiö viö bryggju á Akureyri I mörg ár. Blaöiö hefur heyrt aö nú liggi næst fyrir eftír aö búiö er aö þurrka upp skipiö og þétta þaö aö sigla þvi á hentugan staö og sökkva þvi siöan. býður þilplötur í þúsundum! Þilplötuúrvalið hjá okkur hefur aldrei verið annaö eins, og þá er mikið sagt. Þú kemur aðeins með málin og færð þá þilplöturnar afgreiddar, beint úr upphituðu húsnæðinu, í þeim stærðum sem þú óskar. Úrval og þjónusta sem fagmenn meta mikils. Þvi er þér alveg óhætt. BYGGINGAVÖRUVERSLUN KÓPAVOGS SF. SÍMI 41000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.