Tíminn - 19.09.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.09.1978, Blaðsíða 10
10 Þriftjudagur 19. september 1978 Septem — hópurinn sýnir nú i Norræna-húsinu i fimmta sinn, en hópur roskinna listamanna er vanur að koma saman um það leyti sem kartöflugrösin falla og bændur landsins hefja miklar smalamennskur til að ná fé sinu í hús og til þess að lóga þvi. Ailt eru þetta vetrarboðar, þrátt fyrir sumarlega tið, volgt regnið og sólina. Septem ’78 í fyrstu var það svo, aö maöur bjóst eiginlega við meiri tlö- indum á sýningum Septem — hópsins, sýningaformið, staða hópsins innan myndlistarinnar gaf tilefni til þess, en svo kom i ljós að það var tiðindalaust að mestu á vesturvigstöövunum, eða breytingarnar allavega sv'o litlar að maður tók naumast eftir þeim, og það varð ljóst —■ þegar i upphafi — að hópurinn ætlaöi ekki að nota tækifærið til þess að skandalisera þarna, heldur aöeins að gefa okkur honum kost á þvi að fylgjast með, þvi allir þessir menn eiga sinn aðdáendahóp og ég held aö flestir hljóti að fagna svo lengi sem Septem — sýningarnar halda áfram. Þaö er þó of mikið sagt að ekkert hafi i rauninn gerst, að við séum I raun og veru aðeins minnt á tilvist þessara manna. Valtýr Pétursson Jóhannes Jóhannesson, og . Kristján Daviðssoneru byrjaðir að mála figúratívt aftur, meðan Þor- valdur Skúlason, Karl Kvaran og Guðmunda Andrésdóttir halda sig enn i múrnum og faðma kalt grjótið. Það er komið haust Að þessu sinni taka eftirtaldir myndlistarmenn þátt i Septem sýningunni: Guðmunda Andrés- dóttir, Valtýr Pétursson, Kristján Daviðsson, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Þorvaldur Skúlason, Sigurjón Ólafsson og Ejler Bille. En snúum okkur þá að mynd- unum. Sigurjón i sérflokki Það er enginn vafi á þvi aö þaðer Sigurjón ólafsson sem er sigurvegari þessarar sýningar, og raunar makalaust hversu miklum framskriði sá maöur heldur I listinni. Þar fer saman sköpunargleði, kunnátta og dirfska. Myndir Sigurjóns eru allar unnar i tré. Hann fer þar sömu leið og I grjótinu, grjótið skal vera grjót áfram þótt það sé oröiö að mynd, og tréö veröur áfram tré, og það er ómögulegt að hugsa sér hvað úr þessum myndum yrði ef einhver tæki upp á þvi'aðsteypa þær ikopar, svo nátengt er efnið myndunum sjálfum. Aður hefur verið aö þvi vikið i þessum pistlum, að höggmyndir á miöju gólfi, dreiföar um sal- inn, setji oft sérlega viðfelldinn blæ á málverkasýningar, en núna er ég ekki allskostar ánægður meðupprööun og veru- staði myndanna. Heföi viljaö hafa þærá hærri stöplum og alls ekki utan i' veggjum, þvi skúlp- túra vill maður sjá frá öllum hliðum. Fyrir bragðið vinna myndirnar að visu ekkert saman, eins og þær gera ella, og fólk í listum Ejler Bille við tvö verka sinna á Septem 78 kannski hefur það einmitt vakað fyrir Sigurjóni núna, ef hann hefur þá skipt sér af fyrirkomu- laginu. Haustið er uppskerutið, og það virðist haustið lika vera hjá honum Sigurjóni Ólafssyni. Sigurjón verður sjötugur i Halldór Kristjánsson: Ilannes Sigfússon örvamælir Mál og menning 1978. Hannes Sigfússon hefur unnið sér þann sess meðal islenskra skálda aö ástæða er til aö gefa gaum að nýrri bók frá hans hendi. Nú eru liðin 12 ár frá þvi siöasta ljóöabók hans kom út, en 6 ár frá útkomu ljóðaþýðinga hans. Þetta er ekki stór bók, 71 siða auk titilsiöna og efnisyfirlits. Hannes Sigfússon er hagur á mál. Þvi er oft yndi aö njóta þess hagleiks enda þótt ekki sé fyliilega ljóst hvaö höfundur er aö fara eöa hvaöa erindi hann á við okkur. Um slikt þarf þó litt aö kvarta yfir þessari bók eða vef jast i vafa um erindi höfund- ar. Fyrsta ljóöið heitir island 1918-1969. Þar er sagt m.a. ,,og verzlað er meö ólifssáran metn- að þinn á markaöstorgi dauð- ans” Sú hugleiðing hefur þetta niðurlag: „Þvi heilan sjónbaug hafiðberaðlandi úr hiliingabirtu lognsævanna á lyftum krepptum hnefum löðurhvitra boða um land þitt ögur-greypt i Fenja ristan hring með frelsið efst á baugi Ei dvelur auga þitt i einrúmi i umgjörð úr stráum eilifð og ár.” Örvar hugans Hannes Sigfússon bókmenntir Skáldinu finnst að maðurinn hafi brugðist. Hér er það komið með örvamæli sinn, væntanlega með það i huga að þar megi eitt- hvað finna sem veröa mætti að vopni þegar maðurinn kemur fram til að gegna hlutverki sinu. Skáldið á sér þá trú að undir niðri blundi það afl sem sé þess umkomið að bæta heiminn. Það er draumur lifsins og þvi er þetta ein framtiðarsýnin: ,,Forn stifla hefur brostið og lengi bælt afl hinna kúguðu kemur lögmálum náttúrunnar i samt lag.” ,,Þá fagnar landið sigri og verður grænt og gullið.” Hitt er minna rætt hvernig afl hinna kúguðu kemur lögmálum náttúrunnar i lag. Við þvi fást takmörkuð svör i þessari ljóða- bók. Þetta eru ljóð draumsins fremur en lausnarinnar. Þetta er ekki forskriftabók og það er erfitt að benda á bein fyr- irmæli og ákveönar skipanir. Þó er fjarri þvi að þessi ljóð séu ut- an við mannlif og umhverfi. Þau eru sprottin upp úr reynslu samtimans. „Þið hungrarekki i neitt nema vitneskju um hvern- ig verjast megi leiðindum. „Vissulega er þetta ávöxtur samtimans, andvarp þeirrar kynslóðar sem týnt hefur köllun sinni. Þetta ljóðakver speglar kviöa, ugg og þjáningu aldar sinnar i haglega oröuðum og myndrikum lýsingum frá lifi og náttúru. Þó er þetta ekki böl- sýnisbók: „Djúpt, djúpt i fiðruðu brjósti blundar rödd sólþrastarins.” Hér er skáld sem ekki fellur viö heiminn: „-------Kvikmyndahúsin auglýsa blóösugur og þjófa, svindlara og morðingja. Og ofbeldiö blómstrar i óteljandi myndum eins og til var sáð.” Litið er dvaliö við afrek mannanna: „Blóm springa útá einni nóttu og eru þegar fullkomin en hvar eru fullkomnir menn?” Siðasta ljóöiö heitir Mynd- þraut. Þar raðar skáldið saman brotum og bútum til að fá heimsmyndina rétta og tekst það með hjálp minnisins: „En ég saknaöi mannsins. Myndbrot hans var hvergi að finna. Aðeins hvita eyðuna þar sem honum var ætlaður staður. 1 miðju heimsins mataði i hvitan borðdúkinn. Haföi hann fallið gegnum vök á vorgrænu túninu? Þaö var gat á myndinni.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.