Tíminn - 10.11.1978, Side 2
2
Föstudagur 10. ndvember 1978
Stjórn Callaghans
hékk á bláþræði
London/Reuter — Minnihlutastjórn Verkamannaf lokks-
ins í Bretlandi, stjórn James Callaghan, átti í gær í
vandræðum með að fá samþykkta í þinginu stjórnar-
stefnuna fyrir næsta ár.
Breska stjórnin er i minnihluta
i sameinuðu þingi landsins og
vantar fimm þingmenn til að hafa
meirihluta. 1 gær kom i liós að
hvorki Frjálslyndi flokkurinn né
11 þingmenn skoska þjóöernis-
flokksins hugðust veita stjórnar-
stefnunni brautargengi, sem
Iransstjórn biður
múhameðstrúar-
menn um hjálp
Teheran/Reuter — Herstjórnin i íran fyrir-
skipaði i gær herferðj landinu gegn áróðurs-
mönnum hvers konar, og kallaði eftir aðstoð
leiðtoga múhameðstrúarmanna við að halda
uppi lögum og reglu i landinu. Stjórnarand-
staðan svaraði með þvi að hvetja til enn frekari
verkfallsaðgerða.
Iransstjórn sat á tveggja
klukkustunda fundi i gærdag og
gaf siðan út fyrirskipanir til
sveita- og bæjarstjórna um aö
þær skipuðu nefndir, þar sem
ættu sæti leiðtogar múhameös-
trúarmanna og ætti verksvið
nefndanna aö vera að ganga frá
öryggisráðstofunum til að firra
frekari vandræðum og óeiröum
i landinu. Ennfremur að draga
fyrir dómstóla þá er gerst hefðu
sekir um ofbeldi og valdniðslu.
Þjóðernisflokkur Iran, best
skipulagði stjórnarandstööu-
flokkurinn, svaraði þessum til-
mælum með þvi að hvetja til
frekari verkfallsaðgerða, en
varaði jafnframt viö öllum að-
gerðum er gæfu hernum afsök-
un til að hefja manndráp eins og
það var orðað. Leiðtogi þjóð-
ernisflokksins hefur að undan-
förnu verið i Paris og gaf þar út
yfirlýsingu um að koma þyrfti
keisaranum frá völdum og af-
nema herlögin sem i gildi eru i
landinu.
hefði þýtt að Callaghan heföi
þurft að boða til almennra
þingkosninga I næstkomandi
desembermánuði. A siðustu
stundu, eða nokkrum klukku-
stundum áður en kjósa átti um
stjórnarstefnuna var talið aö
stuðningur sjö þingmanna N-ír-
lands hefði verið tryggður og
hættan liðin hjá i bili.
Stjórn Verkamannaflokksins
hefur fram til þessa hangið á
stuðningi 13 þingmanna Frjáls-
lynda flokksins en þeir ákváöu i
sumar aö snúast til stjórnarand-
stöðu ásamt Ihaldsflokknum. A
þetta hefur ekki reynt fyrr en I
siðustu viku aö þing kom saman
á ný án þess að Callaghan boðaði
til kosninga, sem flestir munu
hafa átt von á. Hann verður nú að
treysta á fylgi þingmanna skoska
þjóðernisflokksins og þingmanna
N-Irlands, en hinir fyrrnefndu —
að minnsta kosti — sviku i gær.
Callaghan
Ein lygin enn
— segir Nyerere um loforð Amins
Dar Es Salaam/Reuter — Tanzaniuforseti, Julius
Nyerere, sagði i gær áð ioforð Idi Amin um að draga
her sinn til baka frá herteknu svæði i Tanzaniu væru
ekki marktækt og yrðu aldrei efnd.
„Skylda min er afH:áða niður-
lögum þessa ofbeldismanns”,
sagði Nyerere og þótti litið koma
til hvatninga frá Afrikurikjum
um að semja viö Amin. Vinriki
sin, sagði hann, ættu aö hvetja til
þessaðhann ræki Amin öfugan út
úr landinu, þvi væri aldrei að
treysta sem semdist um við Idi
Amin. — Þetta er aöeins ein lygin
enn, sagði Nyerere. Næst lýgur
hann því, að herir hans hafi yfir-
gefið Tanzaniu. Hann er til alls
vis, sagði Nyerere, og hafnaði öll-
um tilmælum um bróðurlega
samninga. ,,Það er ekkert til sem
heitir bróðurleg árás. Þaö er
ekkert til, sem heitir bróðurlegur
skriðdreki eöa bróðurlegur
„Miggari”, sagði Nyerere að
lokum.
Staðan er jöfn:
ERLENDAR FRETTIR
umsjón:
Kjartan Jónasson
Nyerere treystir ekki á loforð
Idi Amin.
Og nú reyna bæði liðin
að skora úrslitamarkið
er lýsing bandarisks stjómarfulltrúa á stöðunni í
friðarviðræðum Egypta og ísraelsmanna
Washington/Reuter — Egypta og ísraels-
Vonir Bandaríkjamanna manna yrði tilbúinn i lok
um að friðarsamningur þessarar viku eru að
Carter:
Stjórnirnar eyði-
leggja árangur
nefndanna
Kansas City/Keuter — Carter
Bandarfkjaforseti lét f gær
hafa eftir sér, aö það væri aö
verða svo, aö jafnóðum og
friðarviðræðunefndunum i
Bandarikjunum tækist að
semja um ákveöin atriði geröu
tstraels- og Egyptaiands-
stjórnir þann árangur að engu
með því aö fyrirskipa eitthvað
allt annað.
Forsetinn sagði ennfremur,
að Bandarlkin styddu þann
texta friðarsamnings sem
gengiöheföi verið frá og fæli I
sér að Israelsmenn mundu
hverfa frá Vesturbakka
Jórdanár, þar sem siðar
mundi rfsa frjáls riki
Palestínuaraba. Um þetta
heföi ennfremur verið samið i
CampDavid, sagöi Carter, en
Begin væri ekki alveg á sama
máli.
engu orðnar eftir að af-
staða rikjanna hefur
harðnað nokkuð á sið-
ustu dögum. Hins vegar
er ekki talin nokkur
hætta á að samningavið-
ræður kunni að fara út
um þúfur úr þessu.
Fulltrúar lsraels í viöræðunum
hafa nú tjáð Bandarikjamönnum
að stjórn Israels vilji endurskoða
frágengna kafla í samningnum
sem fjalla um framtið Vestur-
bakkans og Gaza og þá um frjálsa
Palestinu.
Egypsku fulltrúarnir hafa hins
vegar ströng fyrirmæli frá Kairó
um að ekki komitil greina að gefa
,eftir i þessu efni, og hefur Sadat
Egyptalandsforseti nýlega sagt,
að enginn friðarsamningur verði
undirritaður, sem ekki tryggi
hagsmuni annarra Arabarikja en
Egyptalands og jafnframt hags-
muni Palestinuaraba.
önnur atriöi, sem enn er deilt
um, eru olíulindirnar á Sinai og
hver á aö borga hverjum i þvi efni
og auk þess fjármögnun Banda-
rikjanna á brottflutningi Israels-
manna frá Sinai og uppbyggingu
landvarna á nýjum landamærum.
Haft var eftir bandariskum
stjórnarfulltrúa í gær, að Israel
og Egyptar heföu náö langt í við-
ræðunum á stuttum spretti fram
að þessuog nú væri þess sjálfsagt
að vænta, aö safna þyrfti þreki til
lokasprettsins, en sjálfar viðræö-
urnar væru ekki i nokkurri
minnstu hættu. Likti fulltrúinn
ástandinu viö knattleik þar sem
staðan væri jöfn og bæöi liðin
reyndu af hörku aö skora úrslita-
markið.
Israelskir hermenn gæta land-
nema á Vesturbakkanum.
ísraels-
menn
byggja
við sig
á vest-
urbakk-
anum
Jerúsalem/Reuter — tsraels-
menn hófu I gær að ryðja með
stórvirkum vélum svæði á
vesturbakka Jórdanár f 15
kflómetra fjarlægð frá
Jerúsalem. Þarna er fyrir-
hugað að byggja undir nýja
landnema á Vesturbakkanum
en þessi ráðabreytni tsraels-
manna er til þess llklega að
ergja bæöi Bandarikjamenn
og Egypta.
Israelsmenn lýstu yfir þvi
fyrir nokkru og olli þá fjaöra-
foki, að þeir hygðust færa út
landnám sitt á Vesturbakk-
anum og höföa þeir til þess, að
I Camp David-sáttmálanum sé
þeim aðeins bannað að hefja
nýtt landnám, en ekkert sagt
um aö þeir megi ekki byggja
við sig þar sem landnám er
fyrir. Þetta kalla Bandarikja-
menn hártogarnir einar og
hefur vakið reiði þeirra, sem
væntanlega minnkar ekki
þegar Israelsmenn hafa hafist
handa.