Tíminn - 10.11.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.11.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. nóvember 1978 3 Uppbygging og hlutverk FIDE ESE-Eftir að Friðrik ólafsson skákmeistari var kosinn forseti Alþjóðasambandsins s.l. miðvikudag/ á þingi þess sem nú er haldið í Buenos Aires í Argentínu er Ijóst að töluverðar breytingar verða á starfsemi FIDE í framtiðinni því að m.a. er kveðið svo á um í reglum sambandsins/ að aðalstoðvar FIDE skuli ávalit vera í sama landi og forseti þess er frá/ en það er þó tekið fram/ að þó að forsetinn flytjist á milli landa þá megi það ekki verða til þess að trufla eða hindra starfsemi FIDE. Til þess að fá nánari upp- lýsingar um uppbyggingu FIDE og hugsanlegar breytingar, sem kunna aö veröa á starfsemi sambandsins við það að Friðrik Ólafsson sest á forsetastól, sneri Timinn sér i gær Jóhanns Þóris Jónssonar, ritstjóra Timaritsins Skák, en hann þekkir vel til þessara mála og var hann fyrst að þvi spurður hvert hlutverk forseta FIDE væri. ★ Á aö stuðla að útbreiðslu skáklistarinnar —Hlutverk forseta FIDE er fyrst og fremst það að vera talsmaður sambandsins út á við. Formaðurinn, sem er æðsti maður FIDE, á einnig aö stuöla að útbreiðslu skáklistarinnar t.a.m. á svæðum þar sem skákin hefur litið verið stunduð og einnig á formaöurinn að vinna að ýmsum öörum mál- efnum, sem kunna að Verða skáklistinni til framdráttar. Þetta er mikið starf, einkum eftir að pólitisk átök innan sambandsins fóru harðnandi og er ég þeirrar skoðunar, að Friðrik sé réttur maður til að uppræta þessar pólitisku deilur og hefja FIDE til vegs og virð- ingar, þvi að vissulega hefur sambandið sett nokkuö niður að undanförnum árum vegna fyrr- greindra deilna, sem einkum standa á milli Sovétmanna og annarra skáksambanda innan FIDE. sérstakt svæði á þvi þingi, sem nú er haldið I Buenos Aires. Fyrir hverju svæöi er siðan svæðisstjórn og svæðisstjóri. Þá hefur FIDE nokkra fasta starfsmenn og ber þar fyrst að nefna ungfrú Ineke Bakker, sem - rætt við Jóhann Þóri Jónsson, ritstjóra tímaritsins Skákar er eins konar framkvæmda- stjóri FIDE, en hún er að þvi mér skilst mjög fær starf- kraftur, auk þess sem hún gjör- þekkir til málefna FIDE, en hún hefur stjórnað sambandinu að meira eða minna leyti undan- farin ár. Auk ungfrú Bakker þá hefur FIDE einn eða tvo aöra starfsmenn i Amsterdam sem eru á launum. Forseti FIDE er ólaunaöur, svo og gjaldkeri þess, en báðir hafa þeir einhverja risnu, auk þess sem ferðakostnaöur og uppihald á feröum er greitt fyrir þá af FIDE. Húsnæði Skáksambands islands að Laugavegi 71, en hugsanlegt er að FIDE fái þar inni, a.m.k. til bráðabirgða. Timamynd Tryggvi. Jóhann Þórir Jónsson Alls munu tekjur FIDE nema um 200 milljónum Isl. króna á ári. Hvernig gengur að innheimta gjöldin frá skáksamböndunum? ,Ég held að það gangi mjög misjafnlega. FIDE hefur þó verið aö vaxa fiskur um hrygg fjárhagslega á undanförnum árum, þrátt fyrir að útgjöldin séu sifellt að aukast, en ég held að Friðrik sé réttur maöur til aö efla sambandið á þessum vettvangi. ★ FIDE flyst hingað til lands Nú hefur verið talaö um það aö starfsemi FIDE flytjist hingað smám saman og þá I húsnæði það sem Skáksamband tslands hefur fest kaup á viö Laugaveg. Er þetta heppilegt húsnæði fyrir FIDE? —Já það hefur staöið til að starfsemi FIDE flytjist hingaö I áföngum, en persónulega held ég aö húsnæöi Skák- sambandsins veröi aldrei heppilegt fyrir starfsemi FIDE, auk þess sem'Skáksambandinu veitir ekkert af þessari hæð sem það hefur keypt. Þá hefur einnig verið rætt um það að ekki megi blanda þessu tvennu of mikið saman þ.e. stafsemi FIDE og SI, og þvi er llklegt aö annaö húsnæði veröi fengiðfyrir FIDE, þó aö Friörik muni e.t.v. koma til meö aö hafa einhverja aðstöðu i húsnæði S1 til að byrja með. ★ Góð landkynning Hvenær tekur Friðrik við formlega sem forseti FIDE og hvaða hugsanlega þýðingu hefur kjör hans sem forseta fyrir tsland? —Ég veit þvi miður ekki hvenær Friðrik tekur formlega við embætti, en þó er eins og aö mig minni að þaö sé um ára- mót, eða i byrjun reikningsárs. Hvaða þýðingu kjörið hefur fyrir tsland er ekki gott að segja en I fljótu bragði þá finnst mér trúlegt, að þó'nokkrir íslend- ingar verði kosnir I hinar ýmsu nefndir FIDE, og mun þvi Friðrik geta haft af þeim stuðning I framtiðinni. Þá er einnig hugsanlegt, að þetta hafi verulegar gjaldeyristekjur fyrir tsland i för með sér, þvi að með timanum verður hægt að inna ýmsa starfsemi FIDE af hendi hérlendis, s.s. útgáfustarfsemi o.þ.h., svo ekki sé minnst á þá landkynningu sem þetta hefur 1 för með sér, sagði Jóhann Þórir Jónsson aö lokum. Brýnt hagsmunamál — að jafna mjólkurframleiðsluna ★ Starf forseta ólaunað Hvermg er uppbyggingu FIDE háttaö? —I grófum dráttum þá má segja að FIDE skiptist i fjöl- mörg svæðissambönd sem hafa vissa sjálfsstjórn, þó að þau heyri undir FIDE. Hvað þessi sambönd eru mörg nú er ég ekki viss um, en sífellt eru að bætast við ný, eins og t.a.m. Afrika, sem var samþykkt sem ★ Arstekjur FIDE um 200 milljónir króna Hvaðan hefur FIDE tekjur sinar og hvað eru þær miklar? —FIDE fær aöaltekjur sinar, frá hinum ýmsu skák- samböndum innan þess, en einnig fær sambandið greiöslur fyrir mót, sem haldin eru i nafni þess, svo og tekjur af útgáfu- starfsemi ýmiss konar og vegur þar þyngst á metunum útgáfa „Informator”, sem er handbók um skák, sem er gefin út tvisvar á ári i Júgóslaviu I nafni FIDE. HEI — Eitt af þeim vandamálum, sem við er að etja i sambandi við mjólkurframleiðsluna, eða jafnvel réttara sagt offramleiðslu á mjólk, er hinn mikli munur á innveginni mjólk til mjólkurbúanna eftir árstiðum. Getur þessi munur orðið allt að því, að þrefalt mjólkurmagn berst til búanna yfir sumarmánuðina miðað við vetrartimann. Á móti kemur siðan, að talsvert minni mjólk selst til neyslu yfir sum- arið, og nemur það allt að 30% á svæði Mjólkur- samsölunnar i Reykja- vik. Þessi mikla umframfram- leiösla mjólkur á sumrin leiöir til þess aö öll framleiöslutæki til ostageröareru þá fullnýttoghafa þó engan veginn undan, þess vegna verður að nýta þá mjólk Benedikt heitir Friðrik stuðningi Blaðinu barst I gær eftir- farandi fréttatilkynning frá utanrikisráðuneytinu: Utanri'kisráðherrahefur I dag sent eftirfarandi- skeyti til Friöriks ólafssonar stór- meistara I tilefni kjörs hans til forsetaembættis Alþjóðaskák- sambandsins: „Bestu hamingjuóskir með glæsilega kosiningu sem er þér og islensku þjóðinni til mikils sóma. Utanrikisráðuneytið mun reyna að styöja þig eftir bestu getu I hinu mikilvæga starfi þinu.” Uta nrikisr áðune ytið, Reykjavik, 9. nóvember 1978. sem umfram er til smjörgeröar og I mjólkurduft, en þaö eru af- uröir sem mjög lágt verð fæst fyrir á erlendum markaöi. Væri mjólkurframleiöslanaftur á móti jafnari árið um kring mætti framleiða miklum mun meira af ostum. En Óðalsostur, sem seldur hefur verið til Bandarikjanna, hefur verið sú búnaðarafurð, sem skilaö hefur hlutfallslega mestu af innlendaframleiðsluveröinu að undanförnu, þ.e. sem minnstar útflutningsbætur hefur þurft aö greiða meö. Jafnframt er taliö að selja mætti mun meira af Óöals- osti á Bandarikjamarkað, en hægt hefur veriö að framleiöa og þá jafnvel fyrir hærra verö en nú er. Þetta er ekki geimfar, eins og hægt væri að láta sér detta I hug fljótt á litið, heldur er þetta strokkurinn I Mjólkurbúi Flóamanna. Þessi mikli strokkur getur framleitt 3,2 tonn af smjöri I einu og voru tveir slikir skammtar framleiddir daglega I sumar leið meöan mjólkin var sem mest. 1 hvert kg. af smjöri þarf 23 1 af mjólk.svo 73.600 I. hafa farið til smjörgerðar daglega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.