Tíminn - 10.11.1978, Qupperneq 18
18
Föstudagur 10. nóvember 1978
Knattspyrnusnillingurinn
JOHAN CRUYFF
Kann vel
við sig í
eldhúsinu
— sem nú verður hans
heimavöllur
Johan Cruyff, einn mesti
knattspyrnusnillingur
heims, hefur lagt skóna á
hilluna, aðeins 31 árs
gamall — hann lék kveðju-
leik sinn með Ajax gegn
Bayern Munchen á þjóðar-
leikvangi Hollendinga i
Amsterdam — „Olympisch
Stadion”, en aðeins stutt
þar frá ólst hann upp. 65
þús. áhorfendur voru saman
komnir á leikvellinum til að
kveðja þennan mikla knatt-
spyrnusnilling.
Cruyff varö heimsfrægur 1971,
þegar Ajax varö Evrópumeistari
á Wembley — og Ajax vann síöan
Evrópukeppni meistaraliöa þrjú
ár i röö. Cruyff var þá potturinn
og pannan f liöinu.
☆ Takmark
ið aöeins
eitt
— sigur
— Baráttuhugurinn var meö
eindæmum hjá Ajax.-Takmarkiö
var aöeins eitt hjá leikmönnum
liösins — SIGUR, sagöi Cruyff,
sem sagöi aö leikmenn Ajax
heföu lagt mjög hart aö sér viö
æfingar, til aö ná góöum árangri.
— Aöalatriöiö var aö viö værum i
likamlega betri þjálfun en önnur
liö, þvi aö tæknilega séö var Ajax
ekkert betra en önnur toppliö
Evrópu. Viljinn til aö sigra og vel
útfæröarleikaöferöirréöu þvi, aö
Ajax bar alltaf sigur úr býtum. —
Já, viö lögöum hart aö okkur viö
æfingarnar, þóttaö þær væruekki
alltaf veriö spennandi, sagöi
Cruyff.
1973, þegar Ajax vann Evrópu-
meistaratitilinn i þriöja skiptiö og
Cruyff var kjörinn Knattspyrnu-
maöur Evrópu i annaö skiptiö,
yfirgaf þessi knattspyrnusnill-
ingur Holland og ieiö hans lá til
Spánar,þarsemhannhófaö leika
meö Barcelona, sem borgaöi
Ajax750þús.pundfyrir Cruyff. —
Hann fékk 200 þús. pund i eigin
vasa af upphæöinni.
Cruyff varöfljótlega dýrlingur I
Barcelona, þvi aö félagiö varö
Spánarmeistari 1974 — og átti
Cruyff allan heiöur af þvi. Hann
Þessi frábæri leikmaöur, sem
hefur veriö kallaöur
„Hollendingurinn fljúgandi”,
sagöi eftirleikinn, aö hann kveddi
knattspyrnuna meö söknuöi — en
einhvern tima veröa menn aö
hætta og ég ákvaö s.l. sumar, aö
hætta á toppnum, sagöi Cruyff.
Þrátt fyrir aö Ajax fékk þarna
stóran skell — tapaöi 0:8 fyrir
Bayerni Munchen, þá hylltu hinir
fjölmörgu áhangendur Cruyff
kappann innilega. — Hann var
borinn um á gullstól á eftir leikinn
og áhorfendur kölluöu ,,Jo-han,
Jo-han” — og veifuðu hvítum fán-
um, en aörir áhangendur hans
mættu meö svartan fána — merki
sorgarinnar og voru þeir niöur-
lútir. — Dýrlingur þeirra á knatt-
spyrnuvellinum var allur. Mörg
þúsund áhangendur hans biöu
fyrir utan völlinn til aö kveöja
hann. — Cruyff veifaöi til fólks-
ins, um leiö og hann settist inn i
Citroen-bifreiö sina, og þegar
hann lokaöi huröinni á eftir sér,
kvaddi hann knattspyrnuna um
leiö.
Cruyff hefur fengiö mörg freist-
andi tilboö i sumar, eftir aö hann
hætti að leika með Barcelona.
New York Cosmos og Barcelona
geröu honum góö boö — Josep
Lluis Nunez, hinn nýi formaöur
Barcelona, geröi þá heiöarlega
tilraun til aö fá Cruyff til aö vera
eitt ár til viöbótar I herbúðum
Barcelona. — Hann bauö honum
680 þús. sterlingspund, ef hann
vildi skrifa undir nýjan samning.
Freistandi boö — en Cruyff af-
þakkaöi og einnig mun hærra til-
boö, sem hann fékk frá Cosmos.
☆ Eins árs
bann
Cruyff byrjaöi aö leika knatt-
spyrnu meö unglingaliöum Ajax
10 ára gamall og 16 ára lék hann
sinn fyrsta leik með meistaraliöi
Ajax. 19 ára lék hann sinn fyrsta
landsleik fyrir Holland — gegn
Ungverjum. 1 öörum landsleik
sinum — gegn Tékkum, var hann
rekinn af leikvelli, eftir ofsalegar
deQur viö dómarann. Hollenska
knattspyrnusambandiö setti hann
þái' eins árs bann frá landsliöi, en
sá úrskuröur var mildaöur niöur I
6 mánuöi stuttu sföar. 10 mánuö-
um eftir leikinn gegn Tékkum
skoraöi hann sitt fyrsta landsliðs-
mark — gegn A-Þjóöverjum.
Glæsilegur ferill Gruyff
AJAX
1965/66... 16 mörk ou Aja\ HoManrtsmeislan.
1966/67... 33 mörk ns *\ja\ meislari o” hikarmeislari.
1967/68... 25 mörk o<j Aja\ meislari o*j lék lil úrslila i hikarkcDpiiinni.
1968/69... 24 mörk og Aja\ i örtru sæli i I. óeild os> taparti úrslilaleik hikarke|)|>ninnar.
1969/70... 23 miirk o" Aja\ meislari o*> hikarmeislari
1970/71... 21 mark ns Aja\ í iirtrn sæli i I. ileiló. hikarineislari oa sii>nr\e*;ari í 13ri)|)nke|)|)ni méisiaralirta.
1971/72... 25 mörk og Aja\ \arrt meistari. hikarmeislari. K\röpnmeislari o» heimsineisiari lélanslirta —
eina félaaslirt Kvrópu. sem Itefur nárt liessnm Iráhæra áran»ri „Kernii".
Í972/73... 16 inörk og Aja\ meislari o» siunrveaari i K\ röpnkeppni meisiaralirta — lirirtja árirt i rort.
BARCELONA
1973/74... 16 mörk i 26 leikjum oc Barcelona Snánarineistari.
1974/75... 7 mörk i 30 leikiitm oa Barcelona i þrirtja sæii i I iloilcl oa i nndanörsliunn I \ roinikennni
meisiaraliða.
1975/76... 6 mörk í 26 leikinm oa Barcelona i örtrn sæii i I. deilil oa undamirsliiiim UKT \*hikarkcnnninnar
1976/77... 13 mörk i 29 leikium oa Barcelona i örtrn sæii i I. deikl oa þrirtin nml. I TKA-hikarkopnninnar
1977/78... 5 mörk i 25 leikium oa Barcelona i örtru sæti i 1. deikl. bikarmcisiarar oa undanúrslimm l M:I \-
bikarkeppnin nar
LAIJN CRUYFF HJÁ BARCELONA
1973/74... 200 þús. pund. 1975/76... 200 þús. pund.
1974/75... 200 þús. pund. 1976/77... 450 þús. pund
1977/78... 600 þús. pund
★ Cruyff hefur skorað 230 deildarmörk.
+ Hann hefur unnið 7 meistaratitla í Hollandi os» á Spáni.
★ Cruyff hefur 5 sinnum orðið bikarmeistari.
Þá hefur hann þrisvar verið í sigurliði í Evrópukeppni meistaraliða.
★ Knattspyrnumaður ársins í Evrópu 1971, 1973 o« 1974.