Tíminn - 12.11.1978, Blaðsíða 4
24
Sunnudagur 12. nóvember 1978
A slöasta vetri kom út nýstár-
leg bók á vegum Bókamið-
stöðvarinnar eftir Einar Þor-
stein Asgeirsson. Lesmál þess-
arar bókar er ekki stórt aö vöxt-
um en aftur á móti fylgir henni
mikið af efniviði til aö búa til
likön af helstu frumgerðum
rúmmynda — kubbum og
byrningum.
Nytsemi líkana
Margir hafa sjálfsagt reynslu
af þvi hve likön geta oft sagt frá
á einfaldan hátt, ýmsu þvi sem
annars þyrfti ótalmörg orð til aö
lýsa. Auk þess aö vera svona
skýr i máli hafa likön þann stóra
kost aö vera öllum aögengileg
fullorönum sem börnum, án
nokkurra flókinna formúlu-
skrifa og af þessu mun nafn
bókarinnar „Barnaleikur” vera
dregiö. Buckminster Fuller sem
komiö hefur tvisvar hingaö til
lands á vegum Einars Þorsteins
og fleiri aöila ritar formála aö
bókinni. Fuller sem öölast hefur
heimsfrægö fyrir frumlegar
tæknihugmyndir sinar og túlkun
þess hvernig slikar hugmyndir
hafa áhrif á heimsmynd fólks
dregur skýrt fram tvö megin-
einkenni hugmynda sinna i for-
málanum.
t fyrsta lagi bendir hann á aö
okkur jaröarbúum sé likt fariö
og farþegum i geimskipi ekkert
megi fara úrskeiöis er varöar
heildarstarfsemi á þessu geim-
skipi „Jöröinni” — ef ekki á illa
aö fara. Þegar þessi mynd hefur
veriö upp dregin bendir hann á
þann augljósa háska sem i þvi
er fólginn aö stjórnendur á
þessu farartæki eru fjölda-
margir og hve hryggilegt þaö^er
hversu mjög skortir á sam-
hyggö meö okkur jaröarbúum.
Fuller telur aö tækniþekking á
farkosti okkar og skilningur á
mikilvægi þess aö honum sé rétt
stjórnaö muni geta bætt sam-
hyggðina.
A þaö má benda hér að margt
úr sögu siöustu áratuga hefur
orðið til aö styrkja þessa nýju
heimsmynd: mengun lofthjúps
Jaröarinnar, minnkandi
" ■ r/ *-"»*<
n ia
öll form náttúrunnar eru byggö upp af frumformum rúmfræöinnar,
hvort sem þaö eru plöntur eöa föst efni.
Trausti Valsson:
Breytingar á
heimsmyndinni
Hugleiðing vegna bókar
Einars Þorsteins
náttúruauöævi geimferöir þar
sem maöurinn sá reikistjörnu
sina i fyrsta skipti utan frá og sá
möguleiki sem i fyrsta skipti
hefur oröiö til aö mannkyniö
geti eytt sjálfu sér og öllu ööru
lifi á mjög skömmum tima meö
atómstriöi.
Annaö megin atriöiö I umfjöll-
um Fullers er aö þar sem þessi
nýja nauösynlega heimssýn
byggist á tækniþekkingu veröi
aö leita ráöa til aö gera tæknina
og frumhugtök hennar aögengi-
leg fyrir alla jaröarbúa. Þar ltt-
ur hann vonarauga til likan-
anna og þá sérstaklega til fjöl-
flötunganna sem Einar Þor-
steinn kynnir i bók sinni.
Fuller hefur reyndar skrifaö
bækur um þessi mál og grund-
vallaö fræöigreinar sem hann
kallar „Synergetics” (orku-
rúmfræöi) þar sem hann lýsir
ýmsum fyrirbærum meö rúm-
myndum. — Þannig hefur hann
t.d. lýst afstæöiskenningu Ein-
steins meö fjórflötungi.
Líkönin
Lesmáliö og teikningarnar i
bók Einars Þorsteins eru I raun
til útskýringar á niu frum-
geröum flötunga, — en efniviöur
til aö búa til likön af þeim fylgir
bókinni. Einar skiptir flötung-
um þessum niöur i þrjár
„ættir”, rauða, bláa og gula. 1
./
Js*
IX
Kúlan og þær reglur, sem ráöa niöurskiptingu hennar eru einkenni
nýrra hræringa i heimspeki sem snúast gegn kassaformum
aristótelisku heimsmyndarinnar.
textanum sýnir hann fram á
ýmsan dýpri skyldleika ætt-
anna: „ættartengsl”. Siðan tek-
ur Einar til viö aö blanda þess-
um ættum saman og koma þá
fram nýir einstaklingar sem
hafa ýmis einkenni úr báðum
ættum.
Þjóö sem hefur jafn mikinn
ættfræöiáhuga og Islendingar
ætti aö vera þetta nærtækur
samanburður. Ég hef þaö fyrir
satt aö framsetning Einars á
þessu efni sé um margt frum-
leg. Mig skortir þó rúmfræöi-
þekkingu til aö fjalla þar um en
gaman væri ef einhver stærö-
fræðingur léti frá sér heyra um
þá hliö málsins.
Breytingar á heims-
myndinni
Eins og kemur fram hér aö
framan notar Buckminster
Fuller tækifæriö i formála
bókarinnar til aö tengja frum-
geröir rúmmynda heimspeki-
iivPfl.
->J
->
X
V
n
iM
Buckminster Fulier hefur komiö fram meö skemmtileg dæmi um aö
breytingar eru I raun aöeins á yfirboröinu en undir niöri er eöliö eitt
og hiö sama
f
Dæmi um samhengi meö náttúrunni og náttúrulögmálunum
legum hugmyndum. Þó aö Full-
er hafi tæpast átt von á þvi 1
upphafi, hafa rannsóknir hans á
heildarkerfum (WholeSystems)
leitt til þess aö hann er orðinn
nokkurs konar faöir eöa jafnvel
afi nýrra heimspekilegra
hræringa meðal ungs fólks.
Þessar nýju hræringar eiga sér
fjölbreyttan grundvöll en þaö
sem er e.t.v. mest einkennandi
er hræöslan viö einsýnar aö-
feröir, eins og kemur fram i
vistfræöi sem og hræöslan viö
trúar- og stjórnmálakreddur
sem oft á tiöum hafa frekar
oröiö til þess aö stia mannkyn-
inu I sundur I fjandsamlega
hópa frekar en aö hvetja til
samstööu.
Upplýsingastreymi siöustu
ára og áratuga hefur leitt til
þess aö mönnum er stööugt aö
veröa ljósara hversu allt er
hvaö ööru háö á þessu „vist-
fræöilega” fyrirbæri Jöröinni og
aö mannkyniö veröur aö standa
saman og vinna saman til aö
forðast aðsteöjandi háska.
Þessi þróun mun le.iöa til grund-
vallarbreytinga á heimsmynd
mannfólksins. Verðmætamat
mun breytast þörfin á jákvæöu
hugarfari meöal þjóöa heims-
ins er orðin knýjandi nauösyn
og siöferöishugmyndir sem
byggja á viröingu fyrir náttúr-
unni og ööru fólki munu ná fót-
festu. Ég vil I lok þessa rabbs
benda á lesefni um þessar nýju
hræringar en þar eru hvaö aö-
gengilegastarbækurnar „Whole
Earth Catalog” og „Whole
Earth Epilog” sem eru saman-
tekt á efni bóka og timarita sem
tengjast þessum nýju hugmynd-
um. Bækur þessar hafa selst i
metsöluupplögum viöa um
heim. A tslandi er einnig tekiö
aö birtast efni þessu tengt og vil
ég auk bókar Einars Þorsteins
benda á timaritiö Vitund og
veruleiki.sem hóf göngu sina nú
i sumar.
!