Tíminn - 12.11.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.11.1978, Blaðsíða 8
BOSCH Conibi ***■* Borvél 2ja hraöa og meö höggi Tvöfaldri einangrun ® Stingsög Stingsög m/ BOSCH Bosch Combi Nytsöm tæki á hvert heimili. útsölustaöir: Akurvik, Akureyri Bykó Kópavogi, og viða i verslunum um landið. / unnai S^ósteiióóM h.f. SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 - 105 REYKJAVlK Vinsamlega sendiö mér myndalista og verð d BOSCH Combi Nafn heimili IÐNAÐARMENN Hér hafiö þér þaö, sem yöur vantar Sunnudagur 12. nóvember 1978 !)i|l V ' Melgras á fjárhúsþaki i Hvaliátri á Breiöafiröi 247 Ingólfur Davíösson Byggt og búið í gamla daga TorfþökgerastnU sjaldséö, en voru á hverjum bæ á minum unglingsárum, og víöa I kaup- staöarhúsum. Þaö var rist mýratorf á þökin og þurrkað áður en þaö varlagt á. Fágætari voru melgrasþekjur, en þó all- viöa á melgrassvæöum á suö- austanveröu landinu. Einnig sums staöar 1 Breiöaf jarðareyj- um og þar halda þau enn velli á útihúsum á stöku staö. Á einni myndinni sést vel gróiö mel- grasþak á fjárhúsum i Hvallátri á Breiöafirði 26. júli 1971. Slik þök voru þá einnig til I Skál- eyjum, Svefneyjum og viöar. Melgrasfræi hefur veriö sáö i torfþök og melgrasþökur e.t.v. einnig eitthvaö veriö notaöar. Þökin eru hlýleg og gera sitt gagn. Hinar þrjár myndirnar eru frá „Arbæjarsafni Sjálendinga” þ.e. Frilandsmuseet i Lyngby á Sjálandi, en þar er merkilegt safn gamalla húsa viös vegar frá i Danmörku og Færeyjum. Þarna stendur gamall færeysk- ur bær meö torfþaki, en veggir úr grjóti og timbri. Mörg torf- þöksjástenniFæreyjum. Þakiö á reisulegum Hléseyjarbæ (Læsö) er af öðrum toga spunn- iö! Þaö er gert úr þangi, sem látiö er ofan á raftana og áreft- iö. Þessi gömlu þangþök gátu veriö mjög þykk, hálfur metri eöa jafnvel alltaö einum vetra, og hafa veriö hlý. Ekki voru rúðurnar stórar i gluggum gamla bæjarins, en fjölmargar. Kannski hefur þang veriö notaö þarna til eldiviöar eins og fýrr- um á Suðurnesjum á Islandi. Sennilega hafa eldstæöin veriö stór, og oft rokiö hressilega úr strompum. A Islandi voru eldhússtromp- ar hlaönir úr torfi, en þarna er múrsteinninn notaöur. Loks er mynd af gömlum bóndabæ frá Suöur-Jótlandi, stráþöktum. Stráþök voru al- geng i Danmörku og s jás t hér og hvar enn, m.a. á nýtisku sumarhúsum. Þau eru faíleg og hlý, en eldfim og oft þarf aö gera viö þau. Efniö er venjulega þakreyr, stórvaxiö sef 2-4 m hátt, sem vex viö vötn og út I' þau. Myndar viöa stór belti. Veggir suöur-jóska bæjarins eru „bindingsverk”, en sú veggja- gerö var fyrrum algeng I Dan- mörku og viöar. Grindin var úr tré. Digrir staurar voru reknir i jörö niður ogsiöan tengdir meö láréttum bjálkum og stundum einnig skástifum. Hlaöiö var i grindina meö múrsteinum (múrbinding) eöa klint I meö seigum leir. Fróölegt eraö bera saman húsageröirnar gömlu sem myndirnar sýna. Bær meö þangþaki i Hlésey I Danmörku Gamall suöurjóskur bóndabær Gamall færeyskur bær. Torfþak

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.