Tíminn - 12.11.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.11.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 12. nóvember 1978 25 bamatíminn Umsjón: Sigrún Björnsdóttir Tvær eins myndir? Þegar betur er að gáð, þá eru myndirnar ekki eins. Á aðra myndina til hægri^ntar 8 atriði. Getur þú fundið þau? Á þessari mynd er reiður... Já, hver er reiður? Dragðu strik á milli talnanna þá sérðu hvað þetta er. r — Þú ert nákvæmlega manngeróin sem þeir höfbu I huga þegar þeir hönnu&u Þrumufleyginn ZX GT 400 Mark II. Hvort hifir þú kassann upp eða niður, er þú snýrð sveifinni i þá átt, sem örin sýnir? ddn tusneq Ferðamaður: „Heyrið þér, veitingamaður! Getið þér ekki borið mat á sérstakt borð handa þessum flugum, sem eru að sveima i kringum mig og setjast á mat- inn”. Veitingamaðurinn: „Jú, það get ég gert. (Litlu siðar). Nú er maturinn tilbú- inn. Viljið þér ekki gera svo vel að láta gestina setjast við borðið”. Bamba - eftir Felix Salten, þýð. Stefán Júllusson Maðurinn var skógarvörðurinn. Eldprikið hans hafði drepið refinn og bjargað lifi Nönnu. Hann bar hana varlega i áttina til bústaðar sins, klóraði henni bliðlega bak við eyrað og talaði hlýlega við hana til þess að reyna að róa hana. Þegar hann kom heim til sin, þvoði hann sár hennar og batt siðan um herðakambinn með fimu framklónum sinum. „Ef rebbi hefði höggvið svolitið dýpra, hefði hann kannski komist inn i bein”, sagði hann. „Róleg nú, vina min. Svona, svona, nú er þetta búið”. Hann hélt henni alveg fastri, svo að hún skaðaði ekki sjálfa sig þegar hún barðist um á hæl og hnakka af ótta og skelfingu. Siðan setti hann hana á mjög einkennilegan stað. Það var úti undir beru lofti, en allt i kring uxu örmjóir gráir viðarteinungar eins og net. Þeir glitruðu undarlega i sólskininu. Nanna reyndi að kasta sér á þessa mjóu þræði, sem mest liktust vin- við, en þeir létu ekki undan. Hún reyndi aftur og aftur, en árangurslaust. Þá stóð hún titrandi af angist. „Úúú — úú — ú”. Nanna leit óttaslegin i kringum sig. Úti i horni kúrði gömul ugla. Hún sat á priki og horfði á hana starandi augum. „Úúú — úú”. Nóttin kom og leið. Nýr dagur reis, og siðan liðu dagar og nætur. Nönnu var sifellt haldið i búrinu. Smátt og smátt vandist hún félaga sin- um i fangelsinu, gömlu uglunni, og þær urðu bestu vinir. Og þar kom, að Nanna hætti að hræðast skógarvörðinn. Nú þaut hún ekki leng- ur dauðhrædd undan þegar hann kom með dag- lega skammtinn hennar af nýjum smára. Framhald i næsta Barnatima 5 Dragðu upp þessar myndir á pappír. Kiipptu þær i sundur um punktalinurnar og athugaðu hvort þú getur látið hverja mynd fyrir sig mynda ferning.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.