Tíminn - 12.11.1978, Blaðsíða 18

Tíminn - 12.11.1978, Blaðsíða 18
38 Sunnudagur 12. nóvember 1978 m Kristinn Jörundsson,28 ára viö- skiptafræöingur. Kristinn er fyrirliði liösins og hefur leikiö 33 landsleiki og hóf aö leika meö 1R 1968. Hann leikur stööu bak- varöar. Steinn Logi Björnsson, 19 ára nemi. Leikur stööu bakvarðar og á 6 unglingalandsleiki að baki. Lék fyrst meö IR 1977. Erlendur Marktisson, 22 ára rafvirki. Leikur stööu bakvarö- ar og hefur leikiö 22 unglinga- landsleiki og 3 A-landsleiki. Lék fyrst meö IR 1972. Stefán Kristjánsson, 20 ára blaöamaöur. Stefán.leikur sem bakvöröur og er frægur fyrir „húkkskot” sin, enda nefndur „the happy hooker”. Hann hef- ur 11 unglingalandsleiki aö baki og lék fyrst meö 1R 1975. Guömundur Guömundsson, 17 ára nemi. Nýliöi i IR-liöinu. Hefur leikiö 1 unglingalandsleik og leikur stööu miöherja I liöinu. Maður er nefndur Paul Stewart. Paul er fæddur i Skotlandi þann 11. janúar á þvi herrans ári 1956 og er þvi tæplega 23 ára gamall. Hann er hár og myndarlegur ungur maður og mun hafa það að atvinnu i vetur að þjálfa alla yngri flokka ÍR í körfuknattleik auk þess sem hann mun þjáifa og leika með meistaraflokki félagsins. Paul er oft nefndur „Bandaríkjamaðurinn i liði ÍR—inga”, en þar sem hann er SKOTI i húð og hár er þessi misskilningur leiðréttur hér með. tþróttasiða Timans brá sér á æfingu hjá ÍR—ingunum i Breiðholtsskóla og spallaði litillega við Stewart. Paul, segöu okkur eitthvaö frá uppvaxtarárum þlnum . ,Já, ég er fæddur i Skotlandi, en ég fluttist til Kanada með foreldrum minum skömmu eftir fæðingu, og þar bjó ég til sjö ára aldurs. Síðan fluttum viö til San Diego i Kaliforniu og I þvl rlki hef ég alið manninn lengst af siöan. —Eg byrjaöi ungur aö leika körfubolta og lék meö San Diego High School—liöihu á unglings- árunum, en slöan fór ég I California State University og lék með þvi liöi. —Þar kynntist ég Bill Oates, sem nú fyrir skemmstu stjórnaöi áhuga- mannalandsliði Bandarlkjanna á heimsmeistarakeppninni i Manilla, sem er nýlokiö, og hann kenndi mér öll helstu undirstööuatriðin ogundirhans stjórn læröi ég aö einbeita mér miklu meira i leikjunum, en ég hafði gert. — Hann kom því inn hjá mér, aö leikmenn gætu náö mjög langt án þess að vera mjög stórir og hann kenndi mér aö beita sálfræöi i sambandi viö sjálfan mig og þannig öölaöist ég miklu meira sjálfstraust. Bill þessi Oates er einhver allra færasti þjálfari, sem fyrirfinnst i bandarlskum körfuknattleik og þaö var mikil heppni aö ég skyldi njóta leiösagnar hans. —An hans heföi ég aldrei náö eins langt i Iþróttinni eins og ég tel mig hafa náö núna, þó svo að ég eigi margt eftir ólært. Portland Trailblazers Eftir aö ég lauk námi I skólanum fór ég til reynslu til Pórtland Trailblazers, en þaö gekk ekki eins vel og ég haföi vonast eftir, þannig aö ég varö frá aö hverfa, enda mikill fjöldi leikmanna, sem atvinnufélögin hafa á sinum snærum. —Ég fór þvi til Þýskalands og lék þar meö 2. deildarliöi. —Dvölin þar var langt frá þvi, aö vera skemmtileg, en þar kynntist ég Jóni Jörundssyni og góöur vinskapur tókst meö okkur. —Liöiö sem ég lék meö og reyndar Jón lika, var mjög lélegt—mennirnir gátu hrein- lega ekki leikiö körfubolta þrátt fyrir aö þeir væru allir af vilja geröir. —Jón ræddi þaö oft viö mig aö ég myndi hafa gaman af Paul Stewart, 22 ára gamall. Leikur meö 1R i vetur auk þess aö þjálfa alla flokka félagsins. þvi að koma og dveljast á islandi og þar sem ég vissi hvern mann Jón haföi aö geyma — hann er mjög góöur félagi og ábyggilegur, ákvaö ég aö slá til aö lokum og ég kom hér i haust. —Og ég varð alls ekki fyrir vonbrigöum. Allt þaö sem Jón haföi sagt viö mig stóöst i alla staöi og ég heföi satt aö segja aldrei trúaö þvi aö óreyndu og svo mikill munur gæti verið á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.